Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 37

Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 37 Yfirlýsing Blairs og Bush ber því vitni að þar hafi verið stigið spor í rétta átt. Bók Bobs Woodwards Umræðunni um að- dragandann að innrás- inni í Írak linnir ekki. Í gær, föstudag, birti fréttastofan AP frétt, sem byggð er á upplýsing- um, sem koma fram í væntanlegri bók Bobs Wood- wards, eins aðstoðarritstjóra dagblaðsins Wash- ington Post. Bókin heitir Plan of Attack eða Árásaráætlun. Woodward gat sér fyrst orð þegar hann ásamt Carl Bernstein fletti ofan af Water- gate-málinu, sem varð til þess að Richard M. Nix- on sagði af sér forsetaembætti 1974. Fáir neita Woodward um viðtal og þeir, sem það gera, taka áhættuna á því að þá muni aðeins hlið andstæð- inga þeirra koma fram. Bókin kemur út á þriðju- dag, en vegna fréttar AP birti Washington Post frétt um bókina á heimasíðu sinni í gær og í dag, laugardag, birti blaðið útdrátt úr henni og var það degi fyrr en ætlað var. Eftir því sem fram hefur komið greinir frá því í bókinni að Bush hafi á laun fyrirskipað að gerð væri áætlun um stríð gegn Írökum þegar skammt var liðið frá hryðjuverkunum 11. september 2001 og átök stóðu enn yfir í Afganistan. „Ég vissi hvað myndi gerast ef fólk héldi að við værum að vinna áætlun fyrir hugsanlegu stríði í Írak,“ segir að Bush hafi sagt í viðtali við Woodward, en fram kemur að alls hafi þeir ræðst við í þrjár og hálfa klukkustund. „Það var mikið í húfi á þessari stundu,“ er haft eftir Bush. „Það hefði litið út eins og ég væri áfjáð- ur í að fara í stríð og ég er ekki áfjáður í að fara í stríð.“ Forsetinn taldi ráðagerðir um stríð gegn Írök- um það viðkvæmt mál að hann sagði ekki einu sinni Condoleezzu Rice, þjóðaröryggisráðgjafa sínum, frá þeim og George J. Tenet, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, fékk ekkert að vita heldur. Bush sagði í viðtölunum við Wood- ward að hann hefði talið hið leynilega ráðabrugg nauðsynlegt til þess að „koma í veg fyrir gríð- arlegan ugg á alþjóðavettvangi og vangaveltur heima fyrir“. Síðan bætti hann við: „Stríð er alfar- ið minn síðasti kostur.“ Í bókinni er fjallað rækilega um valdabaráttuna milli Dicks Cheneys varaforseta og Colins Powells utanríkisráðherra, að því er fram kemur á heima- síðu Washington Post. Þeir hafa unnið saman svo árum skiptir, en aldrei orðið nánir vinir, sam- kvæmt því, sem kemur fram. Woodward segir að mikill þrýstingur hafi verið frá fylgismönnum stríðsins innan stjórnarinnar. Hann líkir þeim við „voldugt afl á borð við valtara“, sem sum starfs- systkin varaforsetans hafi talið að jafnaðist á við þráhyggju um að steypa Hussein af stóli með valdi. Í bókinni kemur fram að sambandið milli Cheneys og Powells hafi verið orðið svo stirt að þeir ræddust varla við. Cheney hafi í Íraksmálinu lagt í hatramma baráttu við Powell, sem hafi verið þeirrar hyggju að Cheney væri altekinn af því að vilja sýna fram á tengsl milli Íraks og al-Qaeda og farið með óljósar upplýsingar sem staðreyndir. Á endanum hafi Cheney haft betur. Powell var þeirrar hyggju að Cheney og banda- menn hans hefðu stofnað sína eigin ríkisstjórn inn- an ríkisstjórnarinnar. Með varaforsetanum í hópi voru Lewis Libby, helsti aðstoðarmaður hans, Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra og Douglas Feith, sem einnig er háttsettur í varn- armálaráðuneytinu og fékk skrifstofa hans viður- nefnið „Gestapo“-skrifstofan hjá Powell. Varafor- setinn var þeirrar hyggju að Powell væri aðallega umhugað um eigin vinsældir og fullyrt er í bókinni að hann hafi í einkamálsverði, sem hann hélt vin- um sínum til að fagna sigri í Írak, sagt að Powell væri vandamál og hefði „alltaf haft mikinn fyr- irvara á því, sem við vorum að reyna að gera“. Sagt er að fyrir stríðið hafi Powell sagt Bush hispurslaust að ef hann sendi herinn inn í Írak yrði landið á hans forræði. Hins vegar hafi Powell fall- ist á að tala máli stjórnarinnar gegn Hussein hjá Sameinuðu þjóðunum þegar Bush bað hann per- sónulega. Segir í bókinni að Bush hafi talið að Powell nyti þess trúverðugleika, sem þyrfti til að sýna fram á með sannfærandi hætti að Hussein hefði búið yfir gereyðingarvopnum. Í bókinni kemur einnig fram að Bush hafi síður en svo þótt sem sýnt hefði verið fram á að gereyðingarvopn væru í Írak með sannfærandi hætti þegar John McLaughlin, aðstoðaryfirmaður CIA, gerði grein fyrir gögnum og upplýsingum stofnunarinnar á fundi í Hvíta húsinu 21. desember 2002. „Góð til- raun,“ segir í bókinni að Bush hafi sagt þegar McLaughlin hafði lokið máli sínu. „En ég held ekki að þetta sé alveg – ég held ekki að þetta sé nokkuð sem Jón Jónsson muni skilja eða finnast mjög sannfærandi.“ Síðan á hann að hafa snúið sér að Tenet og sagt: „Mér hefur verið sagt frá öllum þessum upplýsingum okkar um gereyðingarvopn og er þetta það besta sem við höfum?“ Á Tenet þá að hafa sagt að málatilbúnaðurinn væri skotheld- ur. Bush spurði þá aftur: „George, hversu viss ert þú?“ „Hafðu ekki áhyggjur, þetta er skothelt,“ svaraði þá Tenet. Samkvæmt bók Woodwards sagði Tenet síðar við samstarfsmenn sína að hann hefði áttað sig á að hann hefði ekki átt að segja að gögnin um gereyðingarvopnin væru pottþétt. Bók Woodwards var þegar farin að vekja umtal beggja vegna Atlantsála á föstudag og kom það fram á blaðamannafundi Bush og Blairs þegar Bandaríkjaforseti var spurður hvort rétt væri, sem þar kæmi fram, að hann hefði beðið Donald Rumfeld varnarmálaráðhera að gera áætlanir um innrás í Írak í nóvember 2001 um það leyti, sem hernaðaraðgerðir voru að hefjast í Afganistan, og hvers vegna Írak hefði ekki getað beðið. Bush sagði að það væri erfitt fyrir sig að muna ákveðnar dagsetningar svona langt aftur, en hann minntist þess að hafa haldið fund í Camp David, sumarhúsi forsetans í Maryland, 15. september. „Ég settist niður með öryggisliðinu mínu til að ræða viðbrögðin og málefni Íraks voru nefnd,“ sagði Bush á blaðamannafundinum. „Ég sagði eins skýrt og ég gat: Við munum einbeita okkur að Afganistan.“ Scott McClellan, talsmaður forsetans, var síðar um daginn spurður um þessi mál og sagði þá að forsetinn hefði rætt við Rumsfeld um Írak í lok nóvember þegar lok átakanna í Afganistan nálg- uðust, en bætti við: „Það er munur á því að gera áætlanir og taka ákvarðanir.“ Bush bauð Blair að senda ekki her Í bókinni segir að Bush hafi snemma í janúar 2003 verið bú- inn að gera upp hug sinn um að ráðast inn í Írak. Hann hafi hins vegar haft svo miklar áhyggjur af því að stjórn Blairs, síns nánasta bandamanns, gæti fallið vegna stuðnings breska forsætisráðherrans við sig, að hann frestaði aðgerðum til 19. mars vegna þess að Blair bað hann að leita annarrar ályktunar Sam- einuðu þjóðanna. Síðar gaf Bush honum kost á því að senda ekki hermenn til Íraks án þess að honum yrði legið á hálsi fyrir það, en Blair hafnaði því. Eru breskir fjölmiðlar þegar farnir að tala um að þessar uppljóstranir gætu orðið Blair dýrkeyptar og þurfi hann nú að réttlæta að hafa haldið í stríð þegar hann átti þess kost að láta herinn sitja heima án þess að gjalda fyrir það af hálfu Banda- ríkjamanna. Í bókinni sýnir Bush engar efasemdir um ákvörðunina um að ráðast inn í Írak og segir að hlutverk Bandaríkjanna sé ekki að vera aðgerða- laus á alþjóðlegum vettvangi, þau eigi að vera „kyndill frelsis í heiminum“. Forsetinn lýsir því að hann hafi beðið til guðs þegar hann gekk um fyrir utan skrifstofu sína eftir að hafa gefið fyrirskipun um að hefja innrásina inn í Írak 19. mars í fyrra og talar einnig um það hvað trúin hafi verið mikilvæg allan þann tíma. „Þegar þessi tími hófst bað ég um styrk til að framkvæma vilja drottins … Að sjálf- sögðu réttlæti ég ekki stríð með guði, það skalt þú skilja. En engu að síður á það við í mínu tilviki að ég bið þess að ég megi verða eins góður boðberi vilja hans og hægt er. Síðan bið ég þess að mér sé veittur styrkur og fyrirgefning.“ „Ég er tilbúinn að fórna forsetaembættinu til að gera það, sem mér finnst rétt,“ sagði Bush við Woodward. „Ég ætlaði að láta til skarar skríða og gerði mér fulla grein fyrir að það gæti kostað mig forsetastólinn. En sannfæring mín fyrir því að þetta væri rétt var svo sterk að ég var tilbúinn að gera það.“ Woodward spyr hvernig sagan muni dæma stríðið og Bush svarar: „Sagan. Við vitum það ekki. Við verðum öll dáin.“ Morgunblaðið/Jim Smart Í bókinni kemur fram að sambandið milli Cheneys og Powells hafi verið orðið svo stirt að þeir ræddust varla við. Cheney hafi í Íraksmálinu lagt í hatramma baráttu við Powell, sem hafi verið þeirrar hyggju að Cheney væri altekinn af því að vilja sýna fram á tengsl milli Íraks og al-Qaeda og farið með óljósar upplýs- ingar sem stað- reyndir. Á endanum hafi Cheney haft betur. Laugardagur 17. apríl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.