Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 38
UMRÆÐAN 38 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR dómsmálaráðherra skip- aði hæstaréttardómara á dögunum braut hann jafnréttislög samkvæmt áliti kærunefndar jafnréttismála, enn- fremur fór hann gegn áliti hæstaréttar um skipun dómara en hæstiréttur hafði talið að tveir umsækjendur væru heppilegastir. Dómsmálaráðherra hefur varið þessa skipan á ýmsa vegu, m.a. á þeim for- sendum að sá sem skipaður var hafi sér- þekkingu á Evrópu- rétti sem sé mik- ilvægt fyrir hæstarétt. Auk þess álítur dóms- málaráðherra að jafn- réttislögin séu barn síns tíma og því ættu lögin ekki að vera ráðandi í vali á hæsta- réttardómara. Breytir það ekki þeirri stað- reynd að lögin eru samþykkt á Alþingi og fullgild sem slík. Velji einhver að brjóta þau verður hann að taka afleiðingunum. Jafnréttislögin brjóta í bága við 65. gr. stjórnarskrárinnar Það sem er kannski áhugaverðast út frá réttindalegu sjónarmiði er að þarna eru margir hæfir umsækj- endur og þrír telja að á sér hafi verið brotið. Nú segir í 65. grein stjórnarskrárinnar að allir skuli jafnir fyrir lögum, óháð kyni, húð- lit, kynþætti, trú o.s.frv. Það sem vekur athygli í þessu máli er að á grundvelli jafnréttislaga getur kon- an leitað réttar síns og krafist skaðabóta en karlarnir ekki. Þannig að lögin sem ætlað er að tryggja jafnrétti á grundvelli kyns brjóta þá grein stjórnarskrárinnar sem ætlað er að vernda sama rétt. Hér er klárlega á ferðinni þversögn í lögunum. Dómsmálaráðherra virti álit hæstaréttar og að því er virðist jafnréttislög að vettugi við skipun í hæstarétt. Hins vegar virðast jafnréttislögin ekki taka tillit til stjórn- arskrárinnar og eru því hugsanlega hvorki barn síns tíma né þess- ara þar sem þau brjóta í bága við 65. grein stjórnarskrárinnar. Lögin eru hluti af EES-samningnum, þannig að kannski er ekki úr vegi að það sé að finna sérþekkingu á Evrópurétti í hæsta- rétti. Þess má geta að enginn þingmaður greiddi atkvæði á móti lögunum þegar þau voru samþykkt (49 já, 0 nei, 0 sátu hjá, 14 voru ekki við- staddir þ.m.t. Björn Bjarnason, heimild althingi.is). Þrískipting valdsins virt að vettugi Ef til vill er þó enn áhugaverðara að dómsmálaráðherra skuli skipa hæstaréttardómara þar sem hann fer með framkvæmdarvald og situr venjulega á löggjafarþingi en hæstaréttardómarar fara með dómsvaldið. Þarna mætast öll þrjú valdsvið ríkisins en samkvæmt þrí- skiptingu valdsins er ljóst að þau skulu vera aðskilin. Í því ljósi spyr maður sig hvort ekki sé betra að þessum embættisveitingum sé fundinn annar farvegur en sá sem mætir hinum tveimur valdsvið- unum. Ljóst er þó að skipa þarf dómara í hæstarétt og hjá því verður ekki komist. Hugsanlega gæti starfað nefnd skipuð af forsætisráðherra sem myndi skipa dómara, dóms- valdið gæti síðan haft sinn fulltrúa í nefndinni. Önnur leið gæti verið að kosið væri um dómara í almennum kosningum og væru þá hugsanlega 2–3 dómarar til vara hverju sinni til að hlaupa í skarðið þegar sæti losna. Hvernig sem farið er að því að velja dómara hlýtur það að vera sjálfsögð krafa almennings í land- inu að það sé gert samkvæmt lög- um. Þessi gjörningur allur er ekki til að auka traust almennings í landinu til dómstóla. Röng aðferða- fræði viðhöfð í jafnréttismálum Indriði Ingi Stefánsson skrifar um skipun hæstaréttardómara Indriði Ingi Stefánsson ’Dómsmálaráð-herra virti álit hæstaréttar og að því er virðist jafnréttislög að vettugi við skip- un í hæstarétt.‘ Höfundur er kerfisfræðingur. MEÐ morgunblöðunum berst þefur af mannablóði, svita og tár- um. Vopnabrak frá gömlu gufunni og neyðaróp örvæntingarfullra og heimilislausra. Líkin birtast á skjánum. Gömul mistök endurgerð með betri vopnum og reynsla kyn- slóðanna grafin á kistubotni. Fyrir nokkru las ég bók Howards Fast, Fimm syni. Höfundur þessi er amerískur gyðingur, frábær höf- undur, sem lenti í klónum á Óamerísku nefndinni og fékk vart notið sín eftir það. Þessi bók segir frá fólkinu í litlu þorpi í Júdeu á árunum milli Mósesar og mannsins frá Nasaret. Landið er hernumið af Assýringum, sem gyð- ingarnir kalla Grikki, enda var Grikkland hinn Vestræni heimur þeirrar tíðar og hafði ekki ólíka stöðu og Bandaríkin í dag. Grikk- irnir drottnuðu með hroka og hörku yfir gyðingunum og svívirtu trú þeirra og helgidóma. Þessi gyð- ingaþjóð hafði áður barist við ofur- efli, kúgun og ranglæti og æfinlega höfðu risið upp úr múgnum for- ingjar sem fylktu kringum sig bestu sonum og dætrum þjóð- arinnar. Þeir voru kallaðir Makka- bear. Engin völd höfðu þessir menn, enga titla, en fólkið fylgdi þeim. Hinir tvílráðu urðu einbeittir og þeir sterku urðu sem ljón í ná- vist Makkabeans. Bóndi einn og kona hans í þessu litla þorpi í Jú- deu áttu fimm mannvænlega sonu. Einn af þeim varð Makkabei, leið- togi fólksins á örlagatímun og þessi athyglisverða saga greinir frá því hvernig frjálsborið fólk bregst við kúgun og niðurlægingu. Ég hvet lesendur Morgunblaðsins til að lesa bókina Fimm syni og íhuga hvernig hlutverkum er nú skipt í þessum heimshluta. Aðra bók hvet ég lesendur Morg- unblaðsins til að lesa, Þeystu þegar í nótt eftir Wilhelm Moberg. Hún fjallar um ástir konu og manns og frelsisþrána. Bókin lýsir því á áhrifaríkan hátt hvað í gerist í sam- félagi þegar réttlætiskennd mann- eskju er ofboðið. Lífinu er fórnað og boðkeflið, tákngerv- ingur og andi frels- isins, hefst úr jörðu og fer um sveitirnar frá manni til manns og ekkert getur tafið för þess. Uppreist er hafin í Smálöndum gegn óþolandi valdastétt. Þessar bækur, ólík- ar sem þær eru, eiga margt sameiginlegt og lærdómurinn sem af þeim má draga er skýr. Makkabeinn í bók Howards Fast var gjörólíkur Osama bin Laden okkar tíma, en rótin kannske hin sama. Hinn ríki frelsisandi sem kemur fram í bók Mobergs er kannski að vakna við þröskuld vestrænnar menningar. Þrá þess fólks eftir frelsi, sem hef- ur misst það er hin sama þá og nú. Ef mannkynssagan getur kennt okkur eitthvað, er það einmitt að virða trú og siði annarra og van- meta ekki frelsisþrána. Hún verður ekki sprengd í loft upp og gildir einu hvort sprengjan er rússnesk eða amerísk. Nú hefur okkar ástkæra, fyrrum vopnlausa land verið vélað til þess að taka þátt í stríði gegn fjarlægri þjóð. Þessi þjóð hefur fátt til saka unnið nema að hafa aðra trú og klæða sig öðruvísi og hafa dálítið aðra þjóðfélagsgerð. Heyrir nokkur álfkonuna góðu gráta? En frelsisþráin á sér sem betur fer fleiri leiðir. Nýverið las ég æfi- sögu Jóhannesar Oddssonar verka- manns á Seyðisfirði. Bókin nefnist Brautryðjandinn og er merkileg heimild, skráð af Benjamín Sig- valdasyni. Jóhannes er alinn upp hjá vanda- lausum í Borgarfirði, hnepptur í vistarband og sendur á milli bæja við óvægna vinnuþrælkun og jafn- vel hungur, þótt húsbændur hans væru gjarnan allvel stæðir. Jóhann- es segir á einum stað frá vist sinni á Bjarteyjarsandi. Þar var hann ævinlega hungraður og hefði líkast til fallið eins og vanfóðruð skepna, ef hann hefði ekki náð fundum Jóns hreppstjóra í Kalastaðakoti. Er frá- sögnin af viðbrögðum Jóns athygl- isverð og sýnir manndóm og hjarta- gæsku. Jón þessi mun vera langafi þeirra bræðra Sveins Rúnars og Óttars Felix Haukssona og mættu þeir vera stoltir af langafa sínum og hann af þeim. Bitur reynsla Jóhannesar Odds- sonar gerði hann að betri manni og blés honum frelsisanda í brjóst. Hann greip ekki til vopna, sem tíðkaðist reyndar ekki í Borgarfirði eftir daga Jóns Arasonar, heldur stofnaði fyrsta verkalýðsfélagið á landinu, Fram á Seyðisfirði, 1. maí árið 1897. Vopnuð barátta undirokaðra og niðurlægðra þjóða er náskyld verkalýðsbaráttu. Heimastjórn- armennirnir okkar voru svosem ekki að berjast fyrir sjálfstæði fólksins í landinu, heldur auknum völdum og réttindum höfðingjanna sem fyrir voru. Önnur sjálfstæð- isbarátta var óunnin, barátta verka- lýðsfélaganna. Sú barátta var óvægin mestalla 20. öldina og saga hennar er enn óskrifuð. Fáein orð um frelsi Jóhannes Eiríksson skrifar um frelsi ’Vopnuð barátta undir-okaðra og niðurlægðra þjóða er náskyld verka- lýðsbaráttu.‘ Höfundur er prentari. Jóhannes Eiríksson NÚ er einkum rætt um tvo kosti í framtíðarsamgöngum yfir Klepps- vík. Vegagerðin mælir með Eyjalausn, þ.e. tilbúinni eyju og tveimur brúm, fyrir innan hafnarsvæðið. Borgaryfirvöld virð- ast hrifnari af Hábrú utan við höfnina. Auðvitað er mik- ilvægt að meta vand- lega kosti og galla þeirra mannvirkja sem til greina koma, áður en ráðist er í fram- kvæmdir, því við þær lausnir verður að búa í marga áratugi. Hafa þarf í huga að um er að ræða upphaf að að- alsamgönguæð borgarinnar við Vestur- og Norðurland, um Geld- inganes, Gunnunes og yfir Kolla- fjörð. Því þarf að gera ráð fyrir stór- aukinni umferð þegar Geldinganes hefur byggst upp, byggð aukist á Kjalarnesi, og hluti hafnarstarfsemi borgarinnar verður í Hvalfirði. Þrennt hef ég heyrt sem mælir með Hábrú utan við hafnarsvæðið. 1. Hún verður í góðum tengslum við Sæbraut. 2. Hún verður falleg. 3. Hún mun ekki ónáða laxana sem ætla upp í Elliðaárnar. Frá þessum kostum þarf þó að draga, að hún verður fjögur þúsund milljónum króna dýrari í byggingu en Eyjalausnin, og gæti sá kostn- aður jafnvel lent á Reykvíkingum eingöngu. Erindi þessa pistils er að benda á fleiri ókosti við Hábrú utan við höfn- ina. Ég man eftir stórslysi sem átti sér stað í Svíþjóð við svipaðar aðstæður sem þarna á að skapa, þeg- ar skip rakst á brú í fárviðri, brúin hrundi og með henni fjöldi bíla í sjóinn. Öll skip sem koma í höfnina verða að sigla undir brúna, og hún þarf því að vera yfir möstrum stærstu skipa, í yfir fimmtíu metra hæð. Það segir okkur að allir bílar, einkabílar og þungaflutningabílar, með öllum sín- um farangri, verða að strita við að hífa sig sem svarar í meiri hæð en klukkan er í turni Hallgrímskirkju, til að komast yfir víkina! Miðað við núverandi umferð yrðu það tugir þúsunda bíla, á hverjum einasta degi, og á næstu árum mun umferðin stóraukast. Við skulum aðeins hugsa um fyrstu 25 ár brúarinnar í notkun, og biðja Félag íslenskra bifreiðaeig- enda að áætla hvað skjólstæðingar þeirra verða búnir að greiða fyrir notkun brúarinnar að þeim tíma liðnum. Hve margar milljónir bíla hafa þá farið yfir hana? Hve mikið auka-eldsneyti hefur þurft til að hífa allan þennan fjölda upp í meira en 50 metra hæð? Hverjir verða að borga kostn- aðinn? (Þarf að spyrja að því?) Hvað hefur allt þetta strit, allra þessara bíla, valdið mikilli mengun? (Hver heldur því fram að brúin verði umhverfisvæn?) Hve mikill verður viðhaldskostn- aður brúarinnar orðinn miðað við Eyjalausnina? (Málarar í mikilli hæð þurfa hátt kaup.) Ég held að allir geti séð að Eyja- lausnin er miklu hagkvæmari en Hábrú, og ef verkfræðingarnir fengju til umráða fjögur þúsund milljónirnar sem sparast við að hætta við Hábrúna, er þeim vel treystandi til að gera myndarleg og hagkvæm umferðarmannvirki sem tengja Miklubraut og Sæbraut við innri brýrnar, og væru þær þá í miklu betra sambandi við Miklu- brautina en Hábrúin hefði orðið. Jarðgöng Ótrúlegar framfarir hafa orðið á síð- ustu árum í gerð jarðganga, og eru Hvalfjarðargöngin glöggt dæmi um það, sem menn höfðu talið útilokað áratug áður. Fáir geta gert sér í hugarlund umfang framkvæmdanna við Kárahnjúka. Til eru menn sem eru sannfærðir um hagkvæmni þess að gera göng til Vestmannaeyja. Þarf þá nokkur að efast um að umferðin upp á Kjalarnes standi undir kostnaði við gerð jarðganga þangað? Þótt Kleppsvík verði brúuð gæti framhald Sundabrautar verið jarð- göng með t.d. tveimur munnum í Reykjavík, bæði austan og vestan við Kleppsvík. Þótt ég nefni ýmsa ókosti við Há- brúna, vil ég alls ekki teljast til þess hóps fólks, sem málar skrattann á vegginn og mótmælir öllum fram- kvæmdum. Eins og ég gat um í upp- hafi, tel ég mikils vert að ræða kosti og galla þeirra möguleika sem völ er á, þá eru mestar líkur á að besti kosturinn verði valinn. Sundabraut hábrú, eyja- lausn og – eða jarðgöng Óskar Jóhannsson skrifar um framkvæmdir við Reykjavík ’Hve mikið auka-eldsneyti hefur þurft til að hífa allan þennan fjölda upp í meira en 50 metra hæð?‘ Óskar Jóhannsson Höfundur er fyrrverandi kaupmaður. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.