Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 40
SKOÐUN 40 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ UNDANFARIÐ hefur margt ver- ið ritað um umdeilda ákvörðun Sivj- ar Friðleifsdóttur umhverf- isráðherra að alfriða rjúpuna í þrjú ár. Á sínum tíma lagðist Umhverf- isstofnun gegn þeirri ráðstöfun og benti á ótal annmarka en lagði til hófsamari aðgerðir. Á þessa fag- stofnun á sviði veiði- stjórnunar innan stjórnkerfisins var ekki hlustað og nú hefur flest ræst sem sú stofn- un spáði. Ég hef leyft mér að taka saman punkta úr greinargerð Umhverf- isstofnunar ásamt þeim varnaðarorðum sem uppi voru og í lokin sett saman ákveðna fram- tíðarsýn í þessum málaflokki svo hægt sé að koma í veg fyrir álíka stjórnsýsluklúður í framtíðinni. Upplýsingar úr veiðiskýrslum Fjöldi manna sem veiðir rjúpur Samkvæmt veiðiskýrslum veiddu að jafnaði um 5.140 manns rjúpur ár hvert (1995–2000) og er lítill munur fjölda veiðimanna milli ára (bil: 5.132–5.405, sjá 1. töflu). Árin 2001 og 2002 fækkaði þeim hins vegar töluvert sem veiddu rjúpu. Ekki er vitað hversu margir fara til rjúpna án þess að veiða nokkuð en talið er að það séu um 1.000 manns skv. skoðanakönnun er gerð var á vegum Veiðistjóraembættisins árið 2002. Heildarveiði Heildarveiði á rjúpum ár hvert fylgir nokkuð vel stofnsveiflu rjúp- unnar. Líkur eru á að veiðin 2002 verði um 80–85.000 fuglar skv. mati Veiði- stjórnunarsviðs UST en ekki hafa allir veiðimenn skilað inn skýrslum fyrir árið 2002 (sjá 1. töflu). Veiðin virðist því tvöfaldast frá lágmarki til hámarks og karra- vísitölur á árunum 1995–2001 benda til þess að rjúpnastofninn á árunum 1995–2001 hafi verið þrisvar til fjór- um sinnum stærri í toppi en í lægð. Veiðiálag á rjúpnastofninn er því hlutfallslega meira þegar stofninn er í lægð en þegar hann er í hámarki. Hins vegar er áhugavert að þegar dregur úr hlutfallslegu veiðiálagi með stækkandi stofnstærð þá virðist vaxtarhraði stofnsins ekki aukast að sama skapi milli ára heldur helst stöðugur um 25% á ári. Magnveiði Samkvæmt skýrslum er hlutfall þeirra sem veiða meira en 50 rjúpur nokkuð breytilegt: 11–15% veiði- manna teljast til þessa hóps og virð- ist hlutfall þeirra vera hæst þegar mest er af rjúpu. Þessir svokölluðu magnveiðimenn veiða 48–59% af heildaraflanum. Þeir sem veiða meira en 100 rjúpur ár hvert eru 3-6% veiðimanna (byggt á upplýs- ingum úr veiðiskýrslum). Umræða um þessar niðurstöður Ofangreindar upplýsingar má draga saman í eftirfarandi atriði  Stærð stofnsins vex og dvínar með reglubundnum hætti í lotu sem spannar 10 ár að meðaltali.  Alfriðun rjúpnastofns hefur sýnt að gríðarleg nátt- úruleg afföll verða sbr. rannsókn í Hrís- ey þar sem um 90% allra fugla dóu. Ekki var hægt að kenna skotveiði þar um.  Gögnin sýna að há- mark stofnstærðar hefur verið fallandi frá 1950 meðan lág- markið virðist vera svipað.  Áhrif veiða vega hvað þyngst þegar stofninn er í lág- marki.  Það munar mest um veiðar svo- kallaðra magnveiðimanna sem veiða um 48–59% af heildarafl- anum. Aðgerðir til að draga úr veiði ættu að beinast að því að tak- marka sem mest þessa magnveiði.  Hvatinn fyrir magnveiðimenn er mikið til markaðslegur. Þ.e. þeir eru að veiða til að afla sér fjár og væntanlega vex veiðiálag þeirra við hækkandi verð á rjúpu, þ.e. þegar stofninn er í lágmarki og lít- ið veiðist.  Alfriðun í tiltekinn árafjölda hefur rofið þá mikilvægu gagnasöfnun sem veiðimenn láta í té í gegnum veiðikortakerfið og auka veiðiálag á aðrar tegundir fugla, sér- staklega gæsategundir. Tillögur til veiðistjórnunar Umhverfisstofnun var ekki sammála niðurstöðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um alfriðun í tiltekinn ára- fjölda þar sem rjúpan var ekki í meira lágmarki en áður og fálka- stofninum stafaði ekki bein hætta af þessu lágmarki frekar en öðrum sambærilegum lágmörkum. Hins vegar hefur náttúrulegum óvinum rjúpunnar fjölgað undanfarna ára- tugi og til þess að forðast að rjúpan lendi í svokölluðum „predators pit“ þannig að henni sé haldið til lang- frama í lágmarki af afræningjum, féllst Umhverfisstofnun á það sjón- armið að rjúpan skuli njóta vafans þegar hún er náttúrulegu lágmarki og að réttlætanlegt sé að grípa til að- gerða á þeim tíma. Því taldi stofnunin að vænlegra væri að grípa til mildari aðgerða og vinna að heildstæðari aðgerðaáætlun vegna veiðistjórnunar á rjúpu. Helstu tillögur Umhverfisstofnunar voru eftirfarandi:  Að veiðar verði heimilaðar í mesta lagi í mánuð og veiðitímabilið end- að 15. nóv. Rjúpur sem eru á lífi í desember eru verðmætari en aðrar rjúpur á veiðitímabilinu þar sem þær hafa lifað af náttúruleg afföll og mjög líklegt að rjúpa sem er á lífi 1. des. muni lifa til vors.  Bann við veiði á sunnudögum. Með stuttum veiðitíma getur ánauð á veiðislóð aukist og við því þarf að bregðast með að brjóta upp veiðitímann auk þess sem það mun draga úr veiði frístundaveiði- manna sem og atvinnuveiðimanna. Eftirlit með slíku banni ætti að vera jafnauðvelt/erfitt og eftirlit með öðrum veiðitímum.  Bann við veiði 1–2 daga í miðri viku sem hugsanlega gæti dregið úr sókn atvinnumanna.  Þegar skil á veiðitölum sem inni- halda sóknardaga og talning á svæðum liggur fyrir verði metið hvort aðgerðirnar hafi skilað ár- angri – eða hvort takmarka þurfi frekari sókn sem væntanlega yrði gert annað hvort með aukningu á griðlöndum eða að stytta veiðtím- ann enn frekar.  Skráning á griðsvæðum rjúp- unnar hafin og unnið að því að auka þau á næstu árum.  Sölubann. Umhverfisstofnun var sammála SKOTVÍS og Náttúrufræðistofn- un Íslands um að sölubann sé tvímælalaust fyrsti og besti kostur til þess að draga úr veiðiálagi á rjúpu. 1. Veiðistjórnunarsvið Umhverf- isstofnunar og Skotvís eru sam- mála um aðrar leiðir en algert veiðibann til verndunar rjúp- unnar. Ekkert bendir til annars en að þær tillögur hafi tilætluð áhrif. 2. Umhverfisstofnun telur fyr- irliggjandi gögn Náttúru- fræðistofnunar ekki réttlæta al- gert rjúpnaveiðibann. 3. Mun almennari sátt ríkir um til- lögur Umhverfisstofnunar og SKOTVÍS. 4. Innlendir og erlendir sérfræð- ingar draga þörf á algeru veiði- banni í efa. 5. Ákvarðanir á borð við rjúpna- veiðibanniðhafa kallað á neikvæð viðbrögð skotveiðimanna gagn- vart veiðikortakerfinu og veiði- tölur verða ónothæfar. 6. Rjúpnaveiðibannið gæti hæg- lega markað endalok veiðikorta- kerfisins sem nágrannalöndin horfa öfundaraugum til. 7. Ef veiðimenn missa trú á veiði- kortakerfinu verður ekki hægt að mæla veiðiálag í framtíðinni. 8. Engar upplýsingar liggja fyrir um stofnstærð rjúpunnar þrátt fyrir verulegar fjárveitingar til Náttúrufræðistofnunar sem ætl- aðar voru til rannsókna. Ef stofnstærð er ekki vituð er ekki hægt að fullyrða eitt né neitt um veiðiálag. 9. Með ógnun við tilvist veiðikorta- kerfisins er hætt við að fjárveit- ingar til rannsókna á veiðiteg- undum þurfi að berast úr opinberum sjóðum en ekki úr vasa veiðimanna eins og í dag. 10. Rjúpnaveiðibannið hefur opnað augu manna fyrir því að Nátt- úrufræðistofnun hefur bæði sinnt hlutverki rannsókna og til- lögugerða til veiðistjórnunar þrátt fyrir að Umhverfisstofnun eigi að sinna tillögugerð. 11. Fjöldi fyrirtækja hefur orðið fyrir fjárhagslegu tjóni af völd- um lítils fyrirvara á rjúpna- veiðibanni. 12. Fjöldi landeigenda og ferða- þjónustubænda verða af tekjum vegna algers rjúpnaveiðibanns. 13. Rannsóknir undanfarinna ára á stofnsveiflu rjúpunnar verða gerðar marklausar með rjúpnaveiðibanni. Þegar horft er til þess að Náttúrufræðistofnun hefur fengið um 55 milljónir á undanförnum árum til rjúpnarannsókna með því miður litlum árangri og misheppnuðum rannsóknum, er undarlegt að fórna því litla sem stendur eftir. 14. Álag á alla gæsastofna mun vafa- laust aukast. Hætt er við að stöð- ugleika þar á bæ sé fórnað. Með hugsanlegri áskapaðri óvild skotveiðimanna gagnvart veiði- skýrslum er óvíst að hægt verði að mæla veiðiálagið. 15. Ekki er hægt að meta áhrif rjúpnaveiðibannsins á vöxt rjúpnastofnsins þar sem stofn- stærðin er ekki vituð og NÍ hef- ur gefið út að engar sérstakar rannsóknir verði stundaðar til þess að meta áhrif alfriðunar á stofninn. 16. Ef gripið hefði verið til takmark- andi aðgerða í stað alfriðunar hefði mátt losna við flest ef ekki öll áðurnefnd neikvæð hlið- aráhrif rjúpnaveiðibanns. Lokaorð Innan Umhverfisstofnunar starfar veiðistjórnunarsvið sem m.a. safnar saman veiðitölum í gegnum veiði- kortakerfið, hefur umsjón með og stjórn á þeim aðgerðum sem ætlað er að hafa áhrif á stofnstærð og út- breiðslu villtra dýra, heldur veið- inámskeið og próf fyrir nýja veiði- menn, vinnur úr þeim veiðitölum sem berast og gerir tillögur til Um- hverfisráðuneytis um hvaðeina sem varðar vernd, friðun og veiðar á villt- um fuglum og spendýrum. Mín til- laga er sú að þetta svið verði eflt í framtíðinni með eftirfarandi aðgerð- um: 1. Allar rannsóknir á sviði veiði- stjórnunar fari fram að beiðni sviðsins. 2. Rannsóknirnar verði stundaðar út frá Akureyrarsetri NÍ eða Náttúrustofu Norðausturlands á Húsavík. Í þessu sambandi má benda á að Akureyrarsetrið er að flytja í glæsilegt Rannsókna- og nýsköpunarhús í haust og enginn dýrafræðingur starfar á setrinu þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir þar að lútandi. M.a. hefur Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Friðrik Friðriksson bent áður á þetta atriði í greinum hér í MBL. 3. Veiðikortasjóður verði færður undir Umhverfisstofnun sem aug- lýsir eftir umsóknum og úthlutar beint úr sjóðnum. Af þessari braut verður að snúa sem fyrst áður en það verður um seinan. Ég sem bóndi, náttúruunn- andi og veiðimaður tel mig eiga heimtingu á slíkri sanngirni. Verndun og nýting rjúpunnar Eftir Þorgils Gunnlaugsson ’Sjálfbærar veiðar úrdýrastofnum og mark- viss eyðing meindýra verða ekki stundaðar nema með samvinnu vís- indamanna, veiðimanna og stjórnsýslu. Alfriðun á rjúpu rauf þann trún- að, eyðilagði vöktun á veiðitölum og setti til- finningasemi ofar rök- hyggju.‘ Þorgils Gunnlaugsson Höfundur er bóndi og býr á Sökku í Svarfaðardal. 1. tafla. Rjúpnaveiði og rjúpnaveiðimenn 1995 –2002. Byggt á veiðiskýrslum. Ár Fjöldi veiðimanna sem veiddu rjúpur Fjöldi veiddra rjúpna Meðalveiði þeirra sem veiddu amk. eina rjúpu 1995 5.330 123.392 23 rjúpur 1996 5.335 158.029 30 rjúpur 1997 5.405 164.220 30 rjúpur 1998 - 158.223 - 1999 - 149.301 - 2000 5.189 129.056 24,8 rjúpur 2001 4.719 101.221 21,5 rjúpur 2002 4.000* 83.000* 20,3 rjúpur* * Áætlun – um 500 veiðiskýrslur eiga eftir að berast. ÞINGMENN úr röðum Frjáls- lynda flokksins, Sam- fylkingar og Vinstri – grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um íþróttaáætlun. Til- lagan mælir svo fyrir að menntamálaráðherra undirbúi og leggi fram áætlun um markmið og stefnu ríkisins í íþrótta- málum til fimm ára. Í áætluninni komi m.a. fram markmið ríkisins hvað varðar eflingu al- mennings- og afreks- íþrótta, hvernig tryggt verði að öll börn hafi jafna mögu- leika til að stunda íþróttir innan og utan skóla, og að gerð verði grein fyrir fjáröflun til íþróttamála og fjárstuðningi ríkisins við íþróttastarf í landinu og uppbyggingu íþrótta- mannvirkja. Að auki verði í áætl- uninni fjallað um rann- sóknir sem ríkið tekur þátt í á sviði íþrótta- mála. Áætlunin verði unn- in í samstarfi við íþróttahreyfinguna, íþróttakennara og sveitarfélög og lögð fyrir Alþingi á 131. löggjafarþingi. Gildi íþrótta Gildi íþrótta fyrir lík- amlega og andlega vellíðan fólks er fyrir löngu viðurkennt. Á síðustu ár- um hefur áhugi almennings á íþrótt- um vaxið mikið enda kemur sífellt betur í ljós hvernig þær efla þrek og þrótt ungra sem aldinna. Þá hafa sjónir manna einnig beinst að hlut þeirra í forvörnum gegn vímu- efnaneyslu og öðru miður góðu líf- erni. Þrátt fyrir þetta liggur ekki fyrir skýr stefnumörkun ríkisins í íþróttamálum til lengri tíma. Því ber ríkinu að setja niður skýra stefnu í íþróttamálum. Mikilvægi þess að ríkið geri áætl- anir yfir fyrirhuguð verk í tilteknum málaflokkum hefur sýnt sig og dug- ar þar að vísa til jafn ólíkra flokka sem jafnréttismála og vegamála þar sem ráðherra yfir hvorum mála- flokki er skylt samkvæmt lögum að leggja fram áætlun á hverjum tíma. Með framlagningu áætlana er fólki ekki aðeins gerð grein fyrir hvert ríkið stefnir heldur vekur það einnig umræður. Þá geta einstaklingar og frjáls félagasamtök stuðst við áætl- anir ríkisins, t.d. í íþróttum, þegar þeir setja sér markmið. Því er mik- ilvægt að horft sé til lengri tíma en eins árs í senn eins og algengt er hjá ríkinu þar sem fjárlög hvers árs eru látin ráða stefnunni. Framlög en ekki styrkir Það er mikið þarfaþing að ráðgjafar verði fengnir til víðtækrar úttektar á fjárhagslegum áhrifum íþrótta- hreyfingarinnar á íslenskt samfélag. Verði þar m.a. tekið tillit til eftirfar- andi þátta: a) Sparnaðar fyrir heilbrigðiskerfi og annan samfélagslegan kostn- að. b) Fjárhagslegrar veltu er leiðir til tekna atvinnufyrirtækja, veltu- skatta o.s.frv. c) Mats á þeirri miklu sjálfboðal- iðsvinnu sem fram fer innan vébanda hreyfingarinnar og spar- ar um leið opinber útgjöld vegna samsvarandi lausna samfélags- ins. Markmið slíkrar úttektar er að leggja mælistiku á verðmæti starfsemi íþróttahreyfingarinnar fyrir íslenskt samfélag, og slík út- tekt geti nýst sem vopn í baráttu við hugarfarsbreytingu gagnvart íþrótt- um hér á landi. Þess efnis að litið verði á fjárveitingar hins opinbera til hreyfingarinnar sem framlög til uppbyggingar- og forvarnarstarfs en ekki sem styrki til tómstundaiðk- unar. Þakka þeim sem lásu. Íþróttaáætlun? Eftir Gunnar Örn Örlygsson ’ Gildi íþrótta fyrir líkamlega og andlega vellíðan fólks er fyrir löngu viðurkennt.‘ Gunnar Örn Örlygsson Höfundur er þingmaður Frjálslynda flokksins.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.