Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 41
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 41 ÞEGAR loftboramenn tóku upp á því snjallræði að hafa eyrnaskjól varð heimurinn þeim bærilegri og svo komu eyrnaskjól á járnsmiði í smiðjum til varnar þeim óþægilega hávaða, sem kemur þegar járn- plötur „brotna“ og síðan eyrnaskjól við hverskonar hávaða- söm störf. Næsta skref á þró- unarbrautinni voru „hljóðmanir“: háir moldarveggir, tyrfðir, til að verja íbúðarhús fyrir umferðarhávað- anum. Og mælitæki voru tekin í notkun. Einingarnar, sem þessi tæki mæla, eru kallaðar „desibel“. Hámark svo og svo margra desibela er notað sem mælikvarði til að vernda höfuð manna og til að minnka heyrnarskemmdir. En það kemur margt annað til og um það fjallar þessi pistill. Páll Ísólfsson tónskáld var að skýra fyrir hljómsveitarmönnum mun á forte sem þýðir sterkt (það er mikið hljóðmagn) og piano sem táknar veikt og mælti eitthvað á þessa leið: Það eru andstæðurnar sem skipta máli. Því meiri and- stæður; til dæmis ef leikið er mjög veikt, þá er ekki nauðsynlegt að spila mjög sterkt, innri áhrif styrks- ins koma fram þótt menn þenji ekki hornin, berji bumburnar eða strjúki strengina til hins ýtrasta. Hann meinti augljóslega að hóf skyldi hafa á öllu; áhrif andstæðnanna væru það sem skipti sköpum. Tónar Allt sem við heyrum eru hljóð- bylgjur (talið er að heyrnarsvið manna sé á bilinu 16 til 20.000 sveiflur á sek.) en þetta segir ekkert um hljóðstyrkinn – hávað- ann! Tónn er vissulega hljóð. En tónninn er ákvarðaður af mönn- um, þ.e. mældur, og hefur vissa eiginleika (normal tónn, einstr. A = 440 sveiflur á sek.). Þetta segir heldur ekkert um hljóðstyrk- inn. Gróflega má skipta hljóðfærum í tvo höf- uðflokka. Í fyrsta lagi hljóðfæri sem hafa innbyggða yfirtóna og í öðru lagi þau hljóðfæri sem hafa ekki yf- irtóna, en það eru mörg rafmagns- hljóðfæri. Ekki má rugla saman því að mikrófónar eru oft hafðir til að magna upp hljóð, bæði talað mál, söng og venjuleg hljóðfæri. Einn af þekktari tónfræðingum tuttugustu aldarinnar skrifar um yfirtóna, náttúrutónana, sem eru nátturufyrirbrigði og menn geta ekki breytt (lauslega þýtt úr ensku): „Tónn, sem er gersneyddur yf- irtónum, er staðfestulaus (charact- erless). Hann hefur enga hlið- armynd (profile), enga tilfinningu (expression), hann er ekki framleið- anlegur á hljóðfærakost okkar. Slíkan algerlega hreinan tón af þeirri gerð (yfirtónalausan) er að- eins hægt að framleiða á sveiflu- gjafa (oscillator) eða önnur slík áhöld.“ Og tónfræðingurinn bætir við: „Hann hefur raunverulega ekkert tónlistargildi (musical value).“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan árið 1948 þegar bók sú er ég vitna í var skrifuð. Rafmagnshljóðfærin (án yfirtón- anna) hafa þróast til okkar dags í rúma hálfa öld og líkja eftir hinum venjulegu hljóðfærum okkar. Þau hafa náð ótrúlegri fullkomnun en geta af eðlisfræðilegum ástæðum aldrei komið fullkomlega í staðinn fyrir þau. En hvað kemur þetta efni þessa pistils við? Hávaði, hvað er það? Styrkur í tónum skiptir miklu máli, ekki síst hér á Vesturlöndum. En áður en fjallað verður um Vest- urlandahávaðann verður að hafa í huga eftirfarandi: Til eru sterkar bylgjur og veikar bylgjur. Þetta hefur ekkert með tíðni tóna að gera. Tónninn litla A með sínar 440 sveifl- ur á sek. getur verið veikur eða mjög sterkur en heldur sinni sveiflutíðni! Hávaðamörk 70 til 80 desibel eru talin hámark hávaða, sem mannsheilinn þolir, að minnsta kosti ef hávaðinn er nokk- uð langvarandi. Meiri hávaði veldur heyrnarskemmdum og lokar af heilastarfsemina, veldur streitu og kemur í veg fyrir mannleg sam- skipti. Nú er það svo að tískuhávaðinn er orðinn helsti þáttur þess sem yngri kynslóðirnar almennt telja vera tónlist. Þessum hávaða fylgir mikið „stuð“, hollar líkamshreyf- ingar, öskur, múgsefjun og margt annað verra. Þessi hávaðadýrkun er orðin svo almenn að meðlimir hinna bestu hljómsveita eins og til dæmis Stór- sveitar Reykjavíkur, sem sam- anstendur af okkar fremstu blás- urum og öðrum snillingum, hafa stundum hver sinn míkrófóninn til mögnunar og hávaðinn er á köflum yfirþyrmandi. Eða þá blessaðir poppararnir með allar sínar vold- ugu hávaðagræjur. Þeir keppast við að hafa sem hæst og eru oftast metnir eftir því hver getur framleitt mestan hávaða. Hávaðinn er oftast aðal-„elementið“, aðalþátturinn í framleiðslu þeirra. Ágætir spilarar og söngvarar á smábúllum mæta með hávaðagræj- urnar sínar, syngja og spila þekkt dægurlög sem þeir ætlast til að fjörugir gestir syngi með en yf- irgnæfa gestina svo kröftuglega að fólkið heyrir ekki í sjálfu sér og gefst upp. Nútíma hávaðagræjur eru ekki hljóðfæri í sjálfu sér heldur tæki til að magna upp hljóð. Rafmagns- hljóðfæri sem eru, eins og áður sagði, eftirlíkingar af þeim hefð- bundnu hafa vissulega möguleika til að fremja meiri hávaða en hin hefð- bundnu. Aftur á móti geta báðir hljóðfæraflokkarnir framleitt ótrú- legan hávaða; venjuleg hljóðfæri með hljóðnemum en rafmagns- hljóðfærin hafa þetta innbyggt. Ekki þarf að snúa eða snerta nema einn takka til að þessir stóru magn- arar og hátalarar geti látið heyra í sér langan veg, t.d. 17. júní heyrist í þessum tækjum neðan af Arnarhóli og upp í Breiðholt, margra kíló- metra leið. Hljóðmagnið er orðið mörg hundruð desibel . Húsvörður fyrir norðan notaði „hljóðmæli“ og setti upp hávaða- mörk sem danshljóðfæraleikarar og söngvarar urðu að fara eftir, annars fengju þeir ekki inni í þessu vinsæla stórdansleikjahúsi árið eftir. Ef hljómsveitirnar fóru yfir markið þá voru þær útilokaðar! Á þessum ár- um var alltaf troðið hús en þegar þessi húsvörður hætti störfum, með mæli sinn, þá brá svo við að aðsókn minnkaði, þrátt fyrir að hávaðinn í þessum stórpoppurum heyrðist um alla sveit! Tískan Hávaðinn, ásamt fettum og brett- um, er tískufyrirbrigði, sem hefur þróast og aukist á þessari hálfu öld, sem liðin er frá síðara stríði 1945. Hávaðinn er orðinn allsráðandi í fjölmiðlum, kvikmyndahúsum, dansleikjum, vinnustöðum, hljóm- leikjum dægurheimsins og á mannamótum og hefur þau áhrif á heilastarfsemina að það lokast fyrir alla hugsun. Hin volduga múgsefj- un, sem hávaðinn veldur, er kölluð „list“, en það er að mínu mati alger þverstæða. „Popp er dóp,“ segir merkur poppari. Ekki veit ég það en hávað- inn, hljóðstyrkurinn er oft orðinn höfuðatriði framleiðslunnar. Það er afleitt að þetta „element“ skuli vera orðið helsti grundvöllur „listsköp- unar“. Hávaði Eftir Guðmund Norðdahl ’Nútíma hávaðagræjureru ekki hljóðfæri í sjálfu sér heldur tæki til að magna upp hljóð.‘ Guðmundur Norðdahl Höfundur er tónlistarkennari. fiú gætir hitt á töfrastund flegar flú notar VISA og unni› fer› á Ólympíuleikana í AfiENU 2004 til fless a› hvetja Vonarstjörnur VISA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.