Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Erlendur Pálssonfæddist á Þrastar-
stöðum á Höfða-
strönd í Skagafirði
20. október 1920.
Hann lést á heimili
sínu á Móaflöt 20 í
Garðabæ 28. mars
síðastliðinn. Erlendur
var sonur hjónanna
Hólmfríðar húsfreyju
Rögnvaldsdóttur
Jónssonar frá Á í
Unadal og Páls Er-
lendssonar bónda,
organista og söng-
stjóra, ritstjóra og
kennara, síðar á Siglufirði, en
hann var fæddur á Sauðárkróki,
sonur Erlendar Pálssonar verslun-
arstjóra þar og síðar á Grafarósi.
Hólmfríður og Páll áttu auk Er-
lendar: Guðbjörgu, verslunar-
starfsmann í Reykjavík, f. 1918,
Ragnar, bankastjóra á Sauðár-
króki, f. 1924, d. 1987, og Guðrúnu,
kennara í Reykjavík, f. 1937.
Erlendur kvæntist 7. desember
1946 Sigrid Fridel Bjarnason
(Hamelý), dóttur Ásgeirs rafveitu-
stjóra á Siglufirði Bjarnasonar
Þorsteinssonar prests og tónskálds
á Hvanneyri og Friedel Franz
Bjarnason frá Karlsruhe í Þýska-
landi. Þau eignuðust tvö börn,
Sverri Pál Erlendsson, f. 1948,
menntaskólakennara á Akureyri
og Eddu Erlendsdóttur, f. 1954,
þjónustustjóra. Eiginmaður henn-
ar er Magnús Kristinsson bygg-
ingameistari í Garða-
bæ. Börn þeirra eru:
1) Sigrún, f. 1976,
listasögunemi í Berg-
en í Noregi, maki Jón
Gauti Jónsson rekstr-
arfræðingur. Börn
þeirra Pétur, f. 1976,
og Berglind, f. 2003.
2) Kristinn, f. 1981,
við ljósmyndanám í
Florida í Bandaríkj-
unum, og 3) Erla, f.
1987, nemi í FG.
Erlendur ólst upp í
foreldrahúsum á
Þrastarstöðum og
naut þeirrar barna- og unglinga-
menntunar sem viðgekkst á þeim
tíma en lauk einnig prófi frá
Bændaskólanum á Hólum. 1940
flutti hann með foreldrum sínum
til Siglufjarðar og stundaði þar
ýmis störf, meðal annars af-
greiðslustörf og bílstjórastörf hjá
Kjötbúð Siglufjarðar. Lengst af
dvölinni á Siglufirði var hann
skrifari bæjarfógeta en var auk
þess um árabil ökukennari. 1966
fluttu Erlendur og Hamelý suður,
bjuggu skamma hríð í Reykjavík
en byggðu 1968 hús á Móaflöt 20 í
Garðabæ og bjuggu þar æ síðan.
Þau unnu bæði á skrifstofu sýslu-
mannsins í Gullbringu- og Kjósar-
sýslu meðan þau höfðu aldur til.
Útför Erlends fór fram frá
Garðakirkju 2. apríl og hann var
síðan jarðsettur í kirkjugarðinum
á Görðum.
Í bókaherberginu okkar hangir lít-
ið málverk: Hvítur bær í grænu túni,
blátt stöðuvatn og haf, Drangey,
Þórðarhöfði, Málmey. Mér verður oft
litið á þessa mynd og löngu liðin sól-
arsumur svífa fyrir hugskotssjónir.
Þrastarstaðir á Höfðaströnd; þar átt-
um við mörg, frændur og frænkur
húsráðenda, athvarf sumar eftir
sumar á því skeiði ævinnar þegar
tíminn getur staðið kyrr ef sólin er
nægilega heit og lognið svo ósvikið að
manni finnst hægt að þreifa á því.
Hvíta húsið er ekki stórt og mér
hefur verið það undrunarefni og ráð-
gáta síðan ég fór að leitast við að
hugsa rökrétt hvernig svo margt
fólk, sem þar var á sumrin, gat rúm-
ast í því og var þó hvergi þröngt. Að
sjálfsögðu voru þar hjónin, Hólmfríð-
ur og Páll, börn þeirra fjögur, for-
eldrar Hólmfríðar, vinnukona og
stundum vinnumaður og svo sumar-
börnin öll, oft sex eða átta, að
ógleymdum næturgestum sem komu
til að njóta samvista við skemmtilegt
fólk.
Þrímælt var á Þrastarstöðum og
þar var slíkt allsnægtaborð að ekki sá
högg á vatni þó að margt væri í heim-
ili. Þar virtist aldrei þurrð á neinu.
Stundum hefur mér fundist að þarna
hafi orðið kraftaverk á hverjum degi,
ekki ósvipað því sem gerðist með
brauðin og fiskana fyrir tvö þúsund
árum. Andinn á heimilinu var slíkur
að þar féll aldrei styggðaryrði. Frið-
ur ríkti þar innan dyra sem utan,
notaleg glaðværð, kyrrð, ró. Og þó
var að sjálfsögðu mikið unnið og vel.
Húsráðendur mótuðu heimilisbrag-
inn, Páll íhugull listamaður, söng-
stjóri og organisti, Hólmfríður kær-
leiksrík og hlý, sívökul yfir heill og
hag barna og fullorðinna.
Í slíku umhverfi ólst Erlendur
Pálsson upp. Það mótaði hann. Hátt-
vísi, glaðværð og prúðmennska ein-
kenndu jafnan dagfar hans. Ungur
átti hann sinn þátt í að gæða lífið á
Þrastarstöðum þeim töfrum sem við
sumarbörnin höfum notið alla ævi.
Hann var skemmtinn og skopvís en
hæglátur og okkur börnunum vinur
og ráðgjafi sem við treystum og þótti
vænt um. Hann var hestamaður góð-
ur eins og hæfði á þessum bletti ver-
aldarinnar, átti fjörugan hest sem
kallaður var Edda-Brúnn. Seint
hverfur mér úr minni þegar mér
tókst níu ára að sækja hann í haga og
koma ríðandi á honum heim. Og Er-
lendur Pálsson tók litlum frænda sín-
um frá Siglufirði fagnandi, þegar
hann birtist á gæðingnum, og sparaði
ekki hrósyrðin.
Allt hefur sinn tíma. Hólmfríður
og Páll fluttu frá Þrastarstöðum og
þótti mörgum skarð fyrir skildi. Þau
fóru til Siglufjarðar þar sem Páll
stjórnaði kirkjukórnum í áratugi. Er-
lendur fór með þeim og átti síðan
ekki afturkvæmt í Skagafjörð nema
sem gestur. Á Siglufirði réðust hins
vegar örlög hans. Þar kynntist hann
ungri stúlku, einstakri mannkosta-
konu, sem hefur gengið með honum
æviveginn í meira en hálfa öld.
Erlendur Pálsson hefur skilað
drjúgu dagsverki þegar hann hverf-
ur á braut. Lengi var starfsvettvang-
urinn Siglufjörður en síðustu áratug-
ina vann hann í Hafnarfirði. Ég
þykist vita að andinn frá Þrastar-
stöðum hafi fylgt honum í störfum
engu síður en í einkalífi.
Það var alltaf notalegt að hitta Er-
lend. Ljúfur blær liðinna ára fylgdi
honum. Hlýjan og notaleg glettnin
var jafnan söm við sig. Minningar um
skemmtilega daga og eftirminnilegt
fólk brugðu glöðum ljóma á sam-
skipti okkar frænda.
Og nú er hann horfinn á braut.
Þegar afi okkar og alnafni hans lést
rúmlega hálfsjötugur árið 1922 sagði
svo í prentuðum minningarorðum
um hann: „Erlendur Pálsson ... var
vel gefinn bæði til sálar og líkama,
fríðleiksmaður í sjón og prúðmenni
hið mesta í allri framkomu, skemmti-
legur og skýr í viðræðum og gestris-
inn með afbrigðum. Þessi orð ná
einnig að lýsa nafna hans sem nú hef-
ur kvatt.
Við minnumst góðs drengs með
virðingu og þökk, vottum ástvinum
hans samúð og biðjum þeim bless-
unar Guðs í bráð og lengd.
Ólafur Haukur Árnason.
ERLENDUR
PÁLSSON
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Önnumst alla þætti útfararinnar
Þegar andlát ber að höndum
Arnór L. Pálsson
framkvæmdastjóri
Ísleifur Jónsson
útfararstjóri
Frímann Andrésson
útfararþjónusta
Svafar Magnússon
útfararþjónusta
Hugrún Jónsdóttir
útfararþjónusta
Guðmundur Baldvinsson
útfararþjónusta
Halldór Ólafsson
útfararþjónusta
Ellert Ingason
útfararþjónusta
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Blómabúð
MICHELSEN
ÞÚ VELUR AÐEINS ÞAÐ
BESTA Í GLEÐI OG SORG
44 ÁRA
STARFSREYNSLA Í
ÚTFARARSKREYTINGUM
MICHELSEN
HÓLAGARÐI
SÍMI 557 3460
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Englasteinar
Einstakir legsteinar
Látin er Jóhanna
frænka mín frá
Haukatungu. Við Jó-
hanna vorum systra-
börn og Haukatunga
var heimili móður
minnar um árabil. Ég
sem þessar línur skrifa var aðeins
3ja vikna gamall þegar móðurbróð-
ir minn Benjamín fór ríðandi frá
Brúarfossi og vestur að Hauka-
tungu og reiddi hann mig fyrir
framan sig. Fjórtán urðu sumrin
sem ég dvaldi alltaf í Haukatungu. Í
fyrstu var móðir mín með mér en
seinna meir fór ég bara í sumardvöl
í Haukatungu, en foreldrar mínir
bjuggu í Reykjavík.
Ég minnist Jóhönnu frænku sem
lítillar stúlku að leik í túninu ásamt
systur minni Hönnu Veigu, sem
einnig er látin. Þær áttu sér bú í
túninu og réðu þar ríkjum. Sögðu
þær, við eigum þetta bú. Tíu ára
aldursmunur var á okkur Jóhönnu
og hafði ég mikla unun og skemmt-
un af þessari litlu frænku minni þau
sumur sem ég var í Haukatungu.
Seinna þegar hún eltist dvaldi hún
oft á heimili foreldra minna, var
hún meðal annars að læra á orgel.
Hún var mjög tónelsk ogvar meðal
annars í Pólýfónkórnum um árabil.
Jóhanna var ákaflega sterkur per-
sónuleiki og þau störf sem hún
tókst á við sinnti hún af stakri um-
hyggju. Hún lærði til sjúkraliða og
JÓHANNA
GUÐRÍÐUR
SIGURBERGSDÓTTIR
✝ Jóhanna Guðríð-ur Sigurbergs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 19. sept-
ember 1933. Hún lést
á LSH í Fossvogi 23.
mars síðastliðinn og
fór útför hennar
fram í kyrrþey.
bætti svo við sig
svæðanuddi og eru það
ófáir sjúklingar lífs og
liðnir sem nutu um-
önnunar hennar á
krabbameinsdeild
Landspítala – háskóla-
sjúkrahúss, enda ein-
stök manneskja hvort
sem hún gaf blítt bros
eða ástúðlegt faðmlag.
Hún elskaði litlu
barnabörnin sín ásamt
börnum sínum og góð-
um eiginmanni. Ég
varð fyrir því að missa
heilsuna sjálfur og er
bundinn hjólastól. Ég dvaldi á spít-
ala þegar þú varst jörðuð og gat
ekki fylgt þér síðasta spölinn. Hug-
ur minn var hjá þér og fjölskyldu
þinni á meðan þið tókust á við síð-
asta stríðið. Vorum við þá bæði á
sama spítalanum. Ég veit að þú tek-
ur vel á móti mér þegar að því kem-
ur, þá getum við rifjað upp minn-
ingarnar frá Haukatungu. Þú varst
jörðuð 31. mars á afmælisdegi
pabba míns. Hann hefur ábyggilega
tekið vel á móti þér í afmælisveislu.
Það var gaman þegar við hittumst
síðast heima hjá mér og við vorum
að rifja upp æskuminningarnar.
Einnig þegar þú komst til mín í
heimsókn á Landakot. Allt þetta
get ég upplifað núna aftur og yljað
mér við minningarnar.
Við þökkum innilega fyrir allt
sem þitt heimili hefur gefið okkur
af reynslu og ástríki og biðjum Guð
að vera með ástvinum þínum í þess-
ari djúpu sorg. Skarð það sem
myndaðist þegar þú féllst frá verð-
ur aldrei fyllt.
Hafðu þökk fyrir allt.
Kveðja,
Inga og Ásmundur frændi.
Sumarið 1964 fór ég
til sumardvalar hjá
Óla og Ingibjörgu
Ólafsdóttur móður
hans sem þá bjuggu í
Krókseli, en atvikin
höguðu því svo að ég ílengdist þar
hjá þeim til ársins 1971. Hjá þeim
mæðginum var gott að alast upp.
Margar og ljúfar minningar á ég
um Óla þegar ég var að þvælast í
kringum hann við búskapinn í
Krókseli, sérstaklega hvað hann
var laginn við að vekja áhuga minn
á hinum ýmsu hlutum er sneru að
búskap, smíðum, vélum, útgerð,
náttúrunni, sögunni, og öðrum
hlutum er snerta lífið almennt, það
var einstakur hæfileiki Óla að geta
gert hlutina mjög forvitnilega og
spennandi, en að launum fékk hann
flóð af spurningum sem hann svar-
aði kannski með annarri spurningu
og kímnu brosi sem gerði málefnið
enn forvitnilegra og spennandi,
þannig að úr varð skemmtilegur
ÓLAFUR
PÁLSSON
✝ Ólafur Pálssonbóndi fæddist á
Akureyri 3. maí
1924. Hann lést á
heimili sínu á
Blönduósi föstudag-
inn 26. mars síðast-
liðinn og var útför
hans gerð frá Hofs-
kirkju 3. apríl.
leikur og mjög fræð-
andi.
Þá var gaman að
fylgjast með hvað Óli
var einkar laghentur
og verklaginn og var
mjög útsjónarsamur
að láta vélar og verk-
færi létta sér vinnuna
og hvað hann fór vel
með alla hluti og
biluðu vélar sjaldan
hjá honum þrátt fyrir
mikla notkun.
Alla tíð hafði hann
gaman af að ferðast
um landið, en ávallt
hafði hann lesið sér til um það land-
svæði sem skoða skyldi í ferðinni,
fórum við nokkrar ferðir saman á
síðustu árum og verða þær mér
ógleymanlegar, get ég varla sagt að
landabréf hafi verið tekið upp í
þeim ferðum vegna þess hvað Óli
var vel að sér um staðhætti og jafn-
vel númerakerfi þjóðveganna og
var aðdáunarvert hvað hann var
duglegur að komast að settum
markmiðum þar sem hann átti ekki
auðvelt um gang síðustu árin en
þegar markinu var náð gaf það hon-
um mikla lífsfyllingu hvort heldur
það var að komast á ákveðinn stað
til að taka myndir eða að sjá eitt-
hvað sem hann hafði ekki séð áður.
Óli minn, þakka þér fyrir allt.
Páll Stefánsson.
Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er
sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út-
prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu-
síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda
þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn
einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar
skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17
dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er
hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að
það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.