Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 43 Kæri tengdapabbi, nú ert þú farinn frá okkur. Ég áttaði mig ekki á því að þú værir að fara. Ég var viss um að við Halla ættum eftir að sækja þig á sjúkra- húsið og koma með þig aftur heim. Ég vona að þér líði vel. Tíminn sem við höfum átt saman frá því ég kom til Íslands og þangað til núna hefur verið svo yndislegur. Þrátt fyrir smá erfiðleika fyrst vegna tungumálsins. En með táknmáli og stundum smá hjálp gátum við skilið hvor annan. Þetta batnaði eftir því sem árin liðu. Kannski voru síðustu tvö árin þau bestu hjá okkur saman. Ég vildi óska þess að tíminn sem við áttum saman hefði verið lengri og við verið meira saman. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að hjálpa þér í gegnum síðustu mán- uðina og dagana. Leyft mér að fara með þér til læknis og ganga í gegn- um það með þér. En nú ertu farinn, það er mikill missir í hjarta mínu. Það verður falleg stund þegar þú hittir foreldra þína, bræður og góða vini. Guð blessi þig, þinn tengdason- ur, Niklas. Elsku pabbi minn, nú ert þú far- inn. Það er svo óendanlega sárt. Ég sakna þín svo mikið, engin orð fá lýst tilfinningum mínum. Það er svo erf- itt að reyna að halda áfram að lifa og halda öllu gangandi án þín. Við vor- um svo nátengd, þú varst fyrirmynd- in mín, ég vildi líka alltaf vera hjá þér sem sést kannski best á því að ég var komin yfir þrítugt og búin að búa í sama húsi og þú allt mitt líf. Það var mér erfitt og þungbært að flytja en ég fór ekki langt, bara á næsta bæ og tengslin rofnuðu ekki, urðu jafnvel ennþá sterkari. Ég er svo innilega þakklát fyrir að hafa átt þig fyrir föð- ur og þú hefur gert mig að því sem ég er. Þú varst frábær uppalandi og ég mun ávallt bera mikla virðingu fyrir þér. Þú varst blíður en um leið þægilega strangur. Þið mamma vor- uð eins og sköpuð fyrir hvort annað. Vóguð hvort annað upp. Þar sem þú hafðir veika hlið hafði hún sterka hlið og öfugt. Þú með allar þessar til- finningar, hún svo jarðbundin. Þú máttir aldrei neitt aumt sjá, ef ein- hver átti bágt, þá leið þér alltaf svo illa. Þú varst maður tilfinninga. Þú hafðir einstaka sönghæfileika og fallega rödd. Þú varst alltaf að syngja í fjósinu, í bílnum, heima inni í eldhúsi oft alveg upp úr þurru og þú fékkst mann alltaf til að gleðjast með þér, ég fór alltaf í gott skap þegar þú byrjaðir að syngja. Ekki er hægt að minnast þín án þess að minnast Jóns bróður þíns sem var þér svo kær. Þið voruð næstum eins og einn maður, voruð svo samtaka í flestu sem sést kannski best á því hve stutt var á milli andláts ykkar. Við erum ekki enn búin að jafna okkur á að missa Jón, þá missum við þig rétt á eftir. Þetta er búið að vera ótrúlega erfitt tímabil fyrir okku öll og systur ykk- ar, þeirra missir er mikill, þið voruð öll svo nátengd. Minningarnar eru óteljandi og allar góðar enda bar aldrei skugga á okkar samband. Þú varst vinur vina þinna, áttir fáa en góða vini. Vinir þínir voru um margt óvenjulegir menn, ofurhugar langt á undan sinni samtíð. Menn sem ég var svo lánsöm að fá að kynn- ast í gegnum þig. Mig langar sér- staklega til að minnast á Guðmund heitin Friðriksson skipstjóra úr Þor- lákshöfn. Ég sé fyrir mér fagnaðar- fundina þegar þið hafið hist handan BJARNI ÁRSÆLSSON ✝ Bjarni SigurðurÁgúst Ársælsson fæddist í Eystri- Tungu í Vestur- Landeyjum 29. októ- ber 1928. Hann lést á Landspítalanum 29. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Akureyjarkirkju í Vestur-Landeyjum 3. apríl. og Jón frænda okkar Bjarnason heitinn í Dufþekju stórbrotnir menn, já sannar hetjur. Þessir menn áttu ákveðinn sess í lífi þínu. Þú varst svo tryggur, traustur og ráðagóður. Þú varst okkur mömmu svo mikils virði. Þú varst dugnað- arforkur, mikið hraust- ur og seigur. Þetta er svo ótrúlega sárt, ég vil ekki trúa þessu. Þú sem varst hérna heima hjá okkur fyrir tveim vikum, ekki hefði ég trúað því þá að þú værir allur tveim vikum síðar. En allt er í heiminum hverfult. Þú og Jón bróðir þinn voruð alltaf heima í Bakkakoti enda heimakærir menn. Það er svo tómlegt í Bakka- koti án þín og Jóns. Augu mín fyllast tárum, nú komið þið ekki lengur saman keyrandi í Ártún til að líta eft- ir mér, ég sakna þess svo mikið. Elsku pabbi minn, ég vil ekki kveðja þig, enda veit ég að þú ert núna alltaf hjá okkur, þið Jón eruð að ,,basla eitthvað í Bakkakoti“ eins og þú sagðir alltaf. Orðin þín, orða- forðinn þinn, sögurnar þínar, söng- urinn þinn, þetta mun ég geyma í hjarta mínu. Herra, mig heiman bú í hendur þínar, leið mig í lífsins trú um lífstíð mína. Allt hvað minn góði Guð gaf mér í heimi einn taki aftur við annist og geymi. Ég á mig ekki hér í veröldinni, Drottinn, ég eign þín er af miskunn þinni. Höfuð mitt seka sé sem kjöltu móður lagt í þitt líknarkné, lausnarinn góður. (H. Pétursson.) Við elsku mamma höfum misst svo mikið, við verðum að reyna að vera sterkar. Þú sagðir alltaf við mig ef eitthvað var að „vertu sterk, Halla mín“. Já, ég er og verð ætíð Halla þín. Þú ert í hjarta mínu, ég elska þig svo mikið, þín dóttir, Halla. Bjarni frændi minn var annar föð- urbræðra minna sem ég umgekkst daglega þegar ég var í sveit hjá henni ömmu Ragnheiði í Bakkakoti. Bjarni var eldri bróðir pabba og hann var ekki mikið fyrir að flíka til- finningum sínum. Það er ekki hægt að segja annað en að eitt hafi þeir átt sameiginlegt blessaðir og það var erfitt skapferli en á stundum neistaði í kringum þá. Ég lærði snemma að umgangast Bjarna, var fljót að láta mig hverfa ef að það gustaði um hann en naut þess að hlusta á þegar hann skellihló og gerði að gamni sínu. Þegar Bjarni heimsótti Spán með pabba og mömmu fyrir nánast 40 ár- um síðan þá varð skemmtileg breyt- ing á honum við heimkomuna, enda var þetta áður en landinn fór að venja komur sínar til sólarlanda. Við stelpurnar minnumst þess þegar hann átti það til að skella upp strá- hattinum sínum og vitna hressilega í einhverjar uppákomur sem voru honum minnisstæðar. Þá vantaði ekki lýsingarorðin. Ekki fannst hon- um heldur nokkurt vit í því að liggja fáklæddur á sólarströnd, heldur sat þar alklæddur og honum fannst for- kastanlegt af pabba að synda eitt- hvert útí buskann á algerlega óþekktum slóðum. Þetta sýnir kannski best viðhorf ungs manns sem ólst upp í sveit og bjó þar alla sína ævi. Eitt sinn vorum við tvö í jeppanum á leið heim í bæ en þá segir hann mjög ákveðinn og alveg uppúr þurru: ,,Syngdu fyrir mig þennan bæ, bæ söng“ Ég kom alveg af fjöll- um og hváði. Hann gafst ekki upp og sagði: „Nú, þessi sá þig snemma dags.“ Nú, ég var ekki lengi að kveikja og hóf upp raust mína, öll er- indin ef ég man rétt, og var mjög upp með mér að vera beðin um þetta við- vik. Ekki var fjölyrt um þetta atvik okkar á milli og um leið og jeppa- hurðinni var skellt aftur þá gufaði það upp. Sennilega man ég svo greinilega eftir þessu því Bjarni hafði mjög góða söngrödd og það var mikill heiður að fá að taka lagið með honum. Það kom flatt uppá marga í fjöl- skyldunni þegar við fregnuðum að Bjarni átti kærustu og að hún var barnshafandi. Sigríður Ólafsdóttir frá Stóru-Mörk kom inní líf Bjarna ásamt henni Höllu litlu, einkadótt- urinni, sem varð fljótt augasteinn pabba síns og hvers manns hugljúfi æ síðan. Ósköp fannst manni gaman að sjá þessa mjúku hlið koma í ljós hjá Bjarna þegar hann fór að fást við föðurhlutverkið. Við höfum átt góð samskipti við Bjarn ekki síst eftir að ég varð full- orðin, hann hafði sínar skoðanir á hlutunum og var ekkert að fela þær. Honum fannst ég oft hafa skrýtnar skoðanir á lífinu og tilverunni en vildi alltaf spjalla og vita hvað ég væri að fást við. Hann hafði miklar áhyggjur af því að ég yrði innlyksa í Grikklandi og var hinn kátasti þegar ég fluttist heim með börnin mín, þó að hann hefði ekki mörg orð um það. Síðastliðið sumar áttum við gott spjall og þá spurði hann frétta af Sindra syni mínum sem dvaldist í föðurhúsum suður í Evrópu. Ég nefndi að það væru að renna tvær grímur á stráksa en ég vildi að hann fengi að vita hvar Davíð keypti ölið og læra af reynslunni, en hann hafði ætlað að vera þar í heilan vetur. Þá segir Bjarni með festu: ,,Þú leyfir drengnum að koma heim ef að hann langar til þess, Ingibjörg.“ Hann var ekki margorður hann frændi minn en ég geymdi þessi orð hans. Ég veit að hann hafði hug á að koma í ferm- inguna hennar Katerínu núna í vor en af því verður ekki. Litríkur kar- akter er fallinn frá og ég er ekki í vafa um að við eigum öll eftir að sakna hans. Ég sendi Sigríði, Höllu, Niklasi og börnum þeirra mínar samúðarkveðj- ur. Ingibjörg Ingadóttir. Elsku afi, þú varst alltaf að hugsa um mig. Ég sakna þín, þú varst alltaf svo góður, elsku afi minn. Mér þótti svo vænt um þig. Mér finnst eins og þú sért hérna hjá okkur, þú hefur alltaf verið hjá okk- ur. Þú gerðir svo margt fyrir okkur, gafst okkur gjafir og keyrðir okkur út um allt. Þín Sigríður Linda. Elsku afi, mig langar til að segja takk við þig. Við amma viljum fá þig aftur heim. Þín Jóhanna Sóldís. Elsku afi, ég sakna þín mikið, þú hefur gert svo margt fyrir mig, varst alltaf svo góður. Ég vil fá þig aftur til mín, það er svo sárt að sjá þig ekki lengur í Bakkakoti hjá ömmu. En ég veit að þér líður vel núna og ert alltaf hjá okkur þótt ég sjái þig ekki. Þinn Bjarni Kristófer. HINSTA KVEÐJA Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÓLÍNA RUT MAGNÚSDÓTTIR, Víkurbraut 5, Grindavík, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut fimmtudaginn 8. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar Berg Ólafsson, Margrét Erlingsdóttir, Oddur Ólafsson, Linda Bryndís Gunnardóttir, Hilmar Elíasson, Ólafur Viðar Gunnarsson, Jónína Árný Skarphéðinsdóttir, Magnús Gunnarsson, Margrét Eyjólfsdóttir, Kristinn Gunnarsson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG KRISTJANA GUÐMUNDSDÓTTIR WAAGE, Þórustíg 5, Njarðvík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi föstu- daginn 16. apríl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Elísabet Karlsdóttir, Guðbjörg Andrésdóttir, Ásta Andrésdóttir, Anna Andrésdóttir, Óskar Karlsson, Drífa Sigfúsdóttir, Daníel Óskarsson, Rakel Dögg Óskarsdóttir, Kári Örn Óskarsson. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, HRAFN JÓNASSON frá Melum, lést á hjartadeild Landspítalans miðviku- daginn 14. apríl. Jónas R. Jónsson, Elín Þ. Þórhallsdóttir, Elsa Jónasdóttir, Gunnar Guðjónsson, Ína H. Jónasdóttir, Eggert Sv. Jónsson, Þóra Jónasdóttir, Birna Jónasdóttir, Gunnar Vignisson, systrabörn og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, UNNUR SVEINSDÓTTIR frá Nýlendu, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, andaðist föstudaginn 2. apríl sl. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sveinn Teitsson, Helga Guðjónsdóttir, Ester Teitsdóttir, Margrét Teitsdóttir, Guðlaugur Eiríksson. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN TEITSSON, Eyvindartungu, Laugardal, sem lést á skírdag, verður jarðsunginn frá Skálholtskirkju þriðjudaginn 20. apríl kl. 14.00. Sigurður Jónsson, Ásdís Hrönn Viðarsdóttir, Laufey Jónsdóttir, Sigurður Örn Leósson, Helga Jónsdóttir, Snæbjörn Smári Þorkelsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.