Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 45

Morgunblaðið - 18.04.2004, Síða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 45 Elsku mamma, það er svo erfitt og skrýtið að hugsa til þess að þú sért farin. Erfitt að hugsa sér lífið án þín. Í hvert skipti sem mér líður illa, eða kem heim með nýjar fréttir, er ég alltaf á leiðinni að hringja í þig. Ég sakna þín svo mikið, meira en nokkur getur ímyndað sér. Ég veit að þú myndir segja mér að vera sterk og að lífið heldur áfram. Ég veit að þú myndir vilja að ég héldi áfram þannig að þú gætir verið stolt af mér. Það er bara svo erfitt. Mér finnst við eiga eftir að gera svo mikið saman, það er víst bara aldrei nóg. Ég veit þú verður alltaf hjá mér. Hjá okkur pabba og Esther, og Finnboga litla. Hjá okkur bæði huga og hjarta, til að hugga okkur og leiðbeina okkur, til að leiða okkur áfram í lífinu, lýsa okkur veginn og vernda okkur. Ég sakna þín bara svo mikið. Það er svo erfitt að hugsa til þess að geta ekki gert eitthvað með þér, geta ekki farið í ferðalög saman, talað saman í síma, borðað góða matinn þinn, og knúsað þig og knúsað. Þú ert svo yndisleg mamma, besta mamma sem maður getur hugsað sér, svo skemmtileg, svo falleg, svo góð, með svo hlýtt hjarta og yndislegt bros. Það geislaði alltaf af þér. Ég er svo stolt þegar fólk talar um hvað ég sé lík þér, ég er svo stolt af þér, stolt af að eiga svona yndislega mömmu eins og þig. Mamma, þakka þér fyrir að hafa alið mig svona vel upp, þakka þér fyrir að sýna mér hvað er rétt og hvað er rangt, móta skoðanir mínar og kenna mér að hugsa jákvætt, bæði til lífsins og til annars fólks. Þú sagðir alltaf: „Brostu við lífinu, þá brosir lífið við þér“. Takk fyrir öll þessi yndislegu ár sem við höfum notið saman, takk fyrir að vera svona sterk, kjarkmikil og dugleg þrátt fyrir veikindi þín, aðeins þess vegna höfum við getað gert svona mik- ið saman og notið lífsins fram á síðustu stund. Ég dáist að þér mamma. Þú ert ekki bara mamma mín, heldur líka besta vinkona mín og styrkurinn sem ég leitaði í þegar mér leið illa. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig, og innst inni veit ég að þú verður það áfram. Það er mér rosalega erfitt að þurfa að kveðja þig svona snemma, en elsku mamma, farðu í guðs friði. Koss og knús, mér þykir svo vænt um þig, minning þín er ljós í lífi okkar. Þín dóttir Ragna. Langt fyrir aldur fram er Sveina fallin frá. Eftir hetjulega baráttu við ill- SVEINBORG HELGA SVEINSDÓTTIR ✝ Sveinborg HelgaSveinsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 13. júní 1948. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 13. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Víði- staðakirkju í Hafnar- firði 26. mars. vígan sjúkdóm varð hún að láta undan. Okkar leiðir lágu fyrst saman er hún og Finn- bogi ásamt dætrunum Ester og Rögnu fluttu til Neskaupstaðar árið 1986. Þau bjuggu fyrst að Ásgarði 4 og síðan að Þiljuvöllum 4. Það var mikið lán fyrir okkur Norðfirðinga að við skyldum njóta þeirrar gæfu að fá þau austur. Það gerðist þegar Finn- bogi tók við rekstri Síld- arvinnslunnar, sem þá var erfiður, og leiddi það ágæta fyr- irtæki inn í nútíðina og lagði grunninn að því sem Síldarvinnslan er nú í dag. Í því mikla verkefni naut Finnbogi styrks þess að hafa sterkan lífsföru- naut sér við hlið. Sveina tók við starfi félgsmálastjóra í Neskaupstað í ágústmánuði árið 1987 og gegndi því starfi fram í júlímánuð árið 1996. Á því tímabili var lagður grunnur að öflugu starfi félagsþjónust- unnar í Neskaupstað og var Sveina þar í forystuhlutverki uppfull af nýjum hugmyndum sem hún fylgdi eftir af festu og ákveðni.Í hinu erfiða starfi fé- lagsmálastjórans naut Sveina sín vel og þar komu fram hinir miklu mann- kostir hennar.Því kynntist ég best eftir að ég tók við starfi bæjarstjóra í Nes- kaupstað árið 1991 og áttum við afar gott samstarf þann tíma sem við störf- uðum saman. Fyrir það er þakkað. Þá gegndi Sveinna einnig um skeið á þessu tímabili starfi félagsmálstjóra á Eskifirði. Sveina var afar myndarleg og bar heimili þeirra hjóna þess glöggt vitni og listakokkur var hún og í ófáar mat- arveislur var boðið á heimili þeirra hjóna. Hún var húmoristi góður og hrókur alls fagnaðar þegar svo bar undir. Seint líða mér úr minni upp- lestrar og tilvitnanir í ritverk skáldsins frá Stóru-Háeyri, þá var nú mikið hlegið. Sveina var vinstri manneskja og var félagi í Alþýðubandalaginu í Neskaup- stað meðan það var og hét. Er hér þakkað fyrir stuðning við þann góða málstað sem það félag barðist fyrir, ekki síst í bæjarmálum. Sveina og Finnbogi fluttu héðan frá Neskaupstað í ársbyrjun 1999 og sett- ust að í Hafnarfirði, en sterkum tengslum hingað austur héldu þau áfram enda eiga þau hér stóran vina- og kunningjahóp. Þau Sveina og Finn- bogi voru ákaflega samrýnd og oftast nefnd í sömu andránni. Það sýndi sig líka best í erfiðum veikindum Sveinu en þá stóð Finnbogi sem klettur við hennar hlið. Útför Sveinu var gerð frá Víðistaða- kirkju sl. föstudag að viðstöddu miklu fjölmenni. Sú athöfn verður viðstödd- um lengi eftirminnileg. Þarna voru hlutirnir gerðir eins léttbærir og hægt er á stundum sem þessum. Sú athöfn var í anda þeirrar sem við kvöddum. Finnboga, Ester, Rögnu, foreldrum Sveinu og öðrum skyldmennum og vin- um sendum við Klara innilegar sam- úðarkveðjur. Guðmundur Bjarnason. Nú þegar Sveina, elskuleg vinkona og nágranni öll uppvaxtarárin í Vest- mannaeyjum, hefur kvatt þessa jarð- nesku vist, fyllist ég þakklæti fyrir að hafa átt vináttu hennar og hafa fengið að vera samferða henni stund og stund á lífsins braut. Ég man fyrst eftir Sveinu þegar ég sem lítil hnáta horfði með aðdáun á þessa glæsilegu og smart klæddu ljóshærðu stelpu úr hús- inu við hliðina ganga fram hjá eldhús- glugganum okkar á leið í skólann. Hún var leikfélagi systur minnar og skóla- systir bróður míns, þannig að við hitt- umst daglega þar til við hleyptum heimdraganum. Hún til að fara í hjúkr- unarnám og ég á vit ýmissa ævintýra. Leiðir okkar skildu í nokkur ár, eða þar til Sveina flutti til Lundar í Svíþjóð með glæsilegt föruneyti með sér, þau Finnboga og Ester. Þau hjónin voru frá fyrstu tíð eins og eitt, þannig að mér fannst ég hafa þekkt Finnboga alla tíð og mikið fannst mér ég eiga mikið í Ester, sem varð mér kær eins og lítil frænka með sitt ljósa englahár. Margar skemmtilegar stundir áttum við saman í Lundi þar sem við vorum við nám og störf. Minnist ég sérstak- lega samvinnu okkar Sveinu við að undirbúa fæðingu Rögnu yngri dótt- urinnar og eldri sonar míns Ómars, m.a. með því að sauma utanum vöggu sem var ætluð þeim og fleira. Þá var oft slegið á létta strengi enda Sveina alveg einstaklega hláturmild og létt í lund, en einnig var mikið rætt um þjóð- félagsmál, pólitík, menningu, listir og uppeldismál og aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Sveinu, hún hafði skoðanir á öllu, alveg sérstaklega glögg á menn og málefni og veit ég að það nýttist vel í þeim störfum sem hún tók að sér. Þó að stundum hafi liðið nokkuð á milli okkar funda, var alltaf eins og við hefðum hist í gær. Og nú síðustu ár, eða frá því að fjölskyldan flutti frá Nes- kaupstað til Hafnarfjarðar hafa sam- skiptin verið tíðari og er ég afskaplega þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þessari baráttukonu í gegnum veikind- in sem hún vildi reyndar sem minnst gera úr, enda ætlaði hún sér að hafa betur í baráttunni við krabbameinið og var alveg fram á síðustu stundir að skipuleggja ferðalög með Finnboga, þau áttu svo margt eftir ógert. Það var mér alltaf gleðiefni að fara til fundar við Sveinu, hvort sem við fórum saman á kaffihús, hittumst yfir kaffibolla og spjalli heima hjá mér eða á hennar glæsilega heimili, þar sem ég naut ein- stakrar gestrisni þeirra hjóna. Þegar fór að halla undan fæti var Sveina um- vafin kærleika og umhyggju sinnar nánustu fjölskyldu, bernskuvinkonu, hjúkrunarfólks og annarra, enda hafði hún ríkulega til þess sáð að reynt væri að létta henni róðurinn þunga. Ég kveð Sveinu með þakklæti. Far þú í friði, kæra vinkona, minn- ingin um þig mun lifa um ókomin ár. Ég og fjölskylda mín sendum Finn- boga, dætrunum, dóttursyni, tengda- sonum, foreldrum, bræðrum og öðrum ástvinum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hulda Ósk Gränz. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Hjartkær eiginkona mín, ÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjalla Ölfusi, andaðist föstudaginn 16. apríl á Landspítala við Hringbraut. Finnbogi G. Vikar. Elsku langamma Dóra, þú kvaddir þetta líf á föstudaginn langa, sama dag og Jesú kvaddi sitt líf, og ég fæddist sama dag og Jesú fæddist, mikið er þetta allt skrítið. Einu sinni sagði langamma mín á Eskifirði við mömmu mína: „Við grátum þegar við fæðumst en aðrir gleðjast, við gleðjumst þegar við deyjum en aðrir gráta.“ Ég vona að þú sért glöð núna og hætt að vera veik. Ég er viss um að þú ert komin í góðar hendur núna, af því að ég veit að Guð er góður. Pabbi minn er þér ævinlega þakklátur fyrir að þú skyldir ganga honum í móðurstað, þegar hann missti mömmu sína þegar hann var lítill. Þú varst alltaf svo góð við alla. Ég, pabbi, Valdís og mamma við söknum þín ofboðslega mikið. Guð geymi þig, elsku langamma. Kær kveðja Helga Valtýsdóttir. Ég kynnist Halldóru Skúladótt- ur eða Dóru stjúpu, eins og ég kallaði hana, fyrir rúmum 30 árum þegar hún hóf búskap með föður HALLDÓRA SKÚLADÓTTIR ✝ Halldóra Skúla-dóttir fæddist í Nykhól 26. apríl 1925. Hún lést á St. Jósefsspítala í Hafn- arfirði 9. apríl síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Frí- kirkjunni í Hafnar- firði 16. apríl. mínum, Jóni á Grund eins og hann var jafn- an nefndur. Nokkrum árum áður, eða árið 1969, höfðu þau orðið fyrir miklu áfalli er þau misstu maka sína frá samtals tíu börn- um. Þau gengu í hjónaband, bæði kom- in á fimmtugsaldur, og bjuggu saman á Grund í Garðabæ alla sína hjúskapartíð eða til ársins 1984 þegar hann féll skyndilega frá, aðeins 58 ára gamall. Það var auðvitað ekki auðvelt fyrir Dóru að koma á Grund og hefja þar búskap, en hún var sterk og bjó yfir mikilli reynslu sem dugði vel. Þau héldu vel utan um stóra barnahópinn, við yngri nut- um leiðsagnar þeirra og hlýju, en þau eldri voru því sem næst dag- legir gestir. Þeim hjónum tókst að halda glæsileika heimilisins, þar sem ávallt var mjög gestkvæmt og þar var hennar hlutur mikill. Þann tíma sem hún bjó á Grund vann hún við verslunarstörf. Þau fóru vítt og breitt um landið en létu ut- anlandsferðir eiga sig. Hún tók ekki beinan þátt í hestamennsku föður míns, sem var umfangsmikil, en fylgdist vel með og tók alltaf vel á móti hestamönnunum og eign- aðist þar marga vini. Það er margs að minnast, þetta var mikilvægt og skemmtilegt tímabil á lífsleiðinni. Hún var traustur vinur minn alla tíð, ég kveð stjúpmóður mína með miklu þakklæti og virðingu. Guðmundur Jónsson. Nú er Magga Árna gengin síðasta spölinn. Hún hefur fylgt okkur systkinunum alla tíð, bæði í gleði og sorg, og var okkur mikils virði – miklu meira en hún ímyndaði sér. Líklega eru þó aðrir betur til þess fallnir að bregða upp mynd af Möggu, en í sjálfu sér er erf- MARGRÉT ÁRNADÓTTIR ✝ Margrét Árna-dóttir fæddist í Galtafelli í Hruna- mannahreppi 15. nóv- ember 1935. Hún lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut föstudag- inn 2. apríl síðastlið- inn og var útför henn- ar gerð frá Hrepp- hólakirkju 16. apríl. itt að hugsa sér aðra eins manneskju; alltaf glöð og bjartsýn og tók því sem að höndum bar með stillingu. Við vor- um lánsöm að fá að kynnast Möggu og sendum Ögmundi inni- legar samúðarkveðjur. Við munum hana. En minningin helzt í hvíld og kyrrð, sem krans yfir leiðið vafinn. Hún verður ei andans augum byrgð, hún er yfir dauðann hafinn. (Einar Ben.) Brynja Magnúsdóttir, Stefán Magnússon, Magnús Lyngdal Magnússon. Rosalega var sárt að sjá þig fara, ég gat ekki skilið og hætt að hugsa afhverju ein- hver myndi vilja hryggja fjölskylduna þína svona hrikalega mikið, þú varst svo ótrúlega yndisleg mann- eskja, alltaf með annarra hags- BRYNDÍS KRISTINSDÓTTIR ✝ Bryndís Kristins-dóttir fæddist í Reykjavík 8. október 1955. Hún lést á kvennadeild Land- spítalans við Hring- braut 13. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Bú- staðakirkju 23. mars. muni í huga. Alltaf á öllum fjölskyldusam- komum vildi ég helst fara fram í eldhús til þín, ömmu, Svandísar og Kristínar því þar var skemmtilegast að vera, þar voru þið að stússast og alltaf ríkti gleði og ánægja. Eftir að þú varst farin fór ég í kirkjuna mína í Hafnarfirði og vildi fá svar því að ég var svo reið að þú varst farin, ég fór upp til prests- ins í lok messu og tal- aði við hann um þig, þá sagði hann mér að Guð hefði sérstaklega valið þig til þess að koma til sín í himna- ríki því þar áttirðu mjög mikilvægt hlutverk. Ég skil núna að þú ert engill sem ert ennþá að passa uppá börnin þín og fjölskyldu, bara á öðrum stað. Elsku Svava, ég votta þér alla mína samúð og er með þér í huga og hjarta. Einnig vil ég votta mína einlæg- ustu samúð til Reynis, Bjarka, Ás- dísar litlu og ömmu og afa, megi guð vera með ykkur í sorginni. Elísabet. Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minn- ing@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- sími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til- tekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bil- um) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálk- sentimetrar).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.