Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 47 Vinur minn og félagi til margra ára Eggert Thorberg Björnsson er látinn. Það fóru margar minningar af stað hjá mér þegar ég frétti um andlátið sem var eftir frekar stutt veikindi. Ég hélt að Eggert yrði 100 ára eins og móðir hans, en þau voru mjög lík, eða eins lík og karl og kona geta orðið. Fyrst man ég eftir Eggerti árið 1965, þá hef ég verið sjö ára. Hann kom skálmandi upp Víkurgötuna í stígvél- um með röndótta húfu á höfði, það vantaði bara lepp fyrir annað augað. En hann var enginn sjóræningi held- ur stálheiðarlegur karl sem vildi greiða götur sem flestra. Þá hafði hann einnig stórar og miklar tennur sem gerðu hann enn vígalegri. Ég minnist þess einhvern tíma að hafa fengið að stýra á Gísla Gunnarssyni á leiðinni fram í Elliðaey og var settur upp á kassa svo ég sæi út, þessi bátur var 12 tonna súðbyrðingur smíðaður upp úr nótabát. Þetta var góður bát- ur sem reyndist vel. Eggert skírði alla báta sína sama nafni, Gísli Gunn- arsson, en þeir voru sex eða sjö tals- ins. Nema einn sem hét Trausti og man ég vel eftir honum. Þetta var einn af fyrstu bátum sem Eggert eignaðist og hann var búinn að marg- breyta honum í gegnum árin, tveggja til þriggja tonna fley. Eggert prófaði svo margar vélar í hann að hann mundi ekki hvað þær væru margar. Ásgeir, fóstursonur Eggerts, sonur Unnar og undirritaður fóru oft á Trausta í lunda og lúðuróðra þá bara 14–17 ára gamlir. En nafnið Gísli Gunnarsson er eftir langafa Eggerts sem var formaður á hákarlabátum og þótti mikill sjósóknari. Það eru til margar sögur af honum. Á þessum tíma voru þau farin að búa saman á Skúlagötu 24 Unnur Lára, móðursystir mín, og hann, Guðrún Birna, þá nýfædd 1964. Seinna fæddist Jóhann Garðar 1967, síðan Unnsteinn Logi 1973 en hann fæddist eftir að þau fluttu á Höfða- götu 23. Þegar þau voru á Skúlagötu 24 bjó Guðrún gamla, móðir Egg- erts, í Kjallaranum. Ég man þegar hún var að sjóða selkjöt með miklum tilþrifum og lét það sjóða á hæsta hita í langan tíma svo allt fylltist af gufu. Þessa eldunaraðferð notaði Eggert sjálfur, seinna, þegar hann eldaði. Bauð hann mér oft í mat. Sér- staklega er mér minnisstætt þegar hann bauð mér í hrogn og lifur eitt sinn, sem hann hafði soðið á hæsta straum í upp undir klukkustund, líkt- ist það þá meira súpu en hrognum og EGGERT THORBERG BJÖRNSSON ✝ Eggert Thor-berg Björnsson fæddist í Bíldsey á Breiðafirði 2. desem- ber 1915. Hann and- aðist á St. Francisk- usspítala í Stykkis- hólmi 30. mars síð- astliðinn og var jarð- sunginn frá Stykkis- hólmskirkju 7. apríl. lifur. En við slöfruðum þetta í okkur og höfð- um gaman af. Hann sagði að það yrði að sjóða mat vel og lengi svo enginn yrði veikur Eitt sinn vorum við að sjóða svartbaksegg og hann tók tímann átta mínútur. Eitthvað gleymdum við okkur og var kominn hálftíma suða. Þá segir karlinn: „Ætla helvítis eggin aldrei að verða linsoð- in?“ Eggert tók sjálfan sig og lífið sjálft ekkert of alvarlega, þetta fannst mér einn af hans bestu kostum. Hann gerði grín að öllu og ekki síst að sjálfum sér. Hann átti gott með að búa til vísur og þá líka um sjálfan sig. Ein kom í vísnabálk á fjölskyldumóti í Elliðaey. Eggert hann byrjaði á Unni of seint enda hefur mikið á skanka hans reynt, ein löppin alveg úr sambandi er, allt sem er notað það gengur úr sér. Hann var orðinn 48 ára þegar hann hóf sambúð með Unni og þegar vísan er ort, um 20 árum seinna, var karlinn orðinn lélegur í fótum, húm- orinn og tilsvörin létu aldrei á sér standa. Þegar ég flyt í hólminn, 1982, fór ég á sjó hjá honum og Ásgeiri á skel. Þá var mikill uppgangur í skelveið- um og einnig grásleppu sem við stunduðum á sumrin. Þá fannst mér Eggert ekkert vera gamall, þó að hann væri að nálgast sjötugt. Hann talaði líka aldrei um það þó að hann væri orðinn slæmur í fótunum. Hann var áhugasamur og hvetj- andi, það var gott að vinna hjá hon- um. Hann hafði létt skap, en gat ver- ið orðhnippinn ef það seig í hann. Eggert reyndist mér oft vel á erf- iðum tímum og get ég seint fullþakk- að það. Sagt er að engir tveir menn séu eins og á það vel við um hann, það var aðeins eitt eintak til af Eggerti Björnssyni. Það þyrfti heila bók til að lýsa honum og dygði varla til. Hann var mótaður af eyjalífi, sjóvolki og basli. Uppgjöf og harðindavæl var ekki til í hans orðabók, hann sá alltaf ljósið í myrkrinu, margt datt honum í hug og margt brallaði hann. Sjórinn og eyjarnar voru hans líf og yndi og á seinni árum börnin og barnabörnin. Eggert var orðinn 80 ára þegar hann fór í land, geri aðrir betur, hann naut trausts stuðnings frá Ásgeiri, alla tíð og man ég varla eftir styggðaryrði þeirra á milli þau ár sem ég vann með þeim. Eitt sinn þegar Eggert var á sjúkrahúsi í Reykjavík eftir aðgerð á mjöðm var hann að fara á milli hæða í lyftu. Gekk honum eitthvað illa að finna hæðina. Þá kemur inn lyftuna myndarleg hjúkrunarkona, honum varð starsýnt á konuna. Hún spyr hvort hún geti aðstoðað hann, og hann segir: Hér er ekki flóarfriður, fögur eru brjóstin þín. Á þeim fer ég upp og niður eftir þörfum, elskan mín. Eggert hafði gaman af því að dansa og skemmta sér. Samt notaði hann aldrei vín, sagðist hafa fæðst fullur, svo hann þyrfti ekki áfengis með. Eggert var afar laginn sjómaður og aðgætinn og það eru mörg sker og grunn og harðir straumar á Breiða- firði sem hann kunni skil á, enda al- inn upp í eyjum og var snemma kom- inn með sinn eigin bát og flutti fólk og fénað og vörur á milli eyja og lands í mörg ár og hef ég aldrei heyrt að honum hafi hlekkst á svo orð sé á gerandi. Lipur var hann með af- brigðum ef þurfti að koma fólki fram í eyjar og ekki voru það dýrar ferðir fyrir farþegann. Ég finn að ég gæti haldið lengi áfram, það er margs að minnast og á Eggert stóran sess í mínu lífi. Bless- uð sé minning Eggerts Björnssonar. Sigurður Páll Jónsson, Stykkishólmi. Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Ólafur Ö. Pétursson, útfararstjóri, s. 896 6544 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. S. 551 7080 Vönduð og persónuleg þjónusta. ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Þegar andlát ber að Síðastliðin 14 ár höfum við feðgar aðstoðað við undirbúning útfara. Alhliða útfararþjónusta Símar: 567 9110, 893 8638 og 897 3020 Rúnar Geirmundsson Sigur›ur Rúnarsson Elís Rúnarsson Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför MARGRÉTAR A. KRISTÓFERSDÓTTUR frá Kúludalsá, Höfðagrund 8, Akranesi. Gæfan fylgi ykkur öllum. Fjölskyldan. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns og föður okkar, ERLENDAR PÁLSSONAR. Sérstakar þakkir viljum við færa Bjarna Jónas- syni heimilislækni og Heimahlynningu Krabba- meinsfélags Íslands fyrir frábæra alúð og góða umönnun. Hamelý Bjarnason, Edda Erlendsdóttir, Sverrir Páll Erlendsson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát okkar ástkæra sonar og bróður, SIGMUNDAR VIGGÓSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheim- ilisins Sólvangs. Kristín Guðmundsdóttir, Vigdís, Lilja og fjölskyldur. Kæru ættingjar og vinir. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð við andlát og útför INGÓLFS AGNARS GISSURARSONAR, Kleppsvegi 34, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 13D, Landspítalanum við Hringbraut. Vilborg Stefánsdóttir, Guðrún, Gissur, Sæmundur, Auður, Helga og Arna Ingólfsbörn og fjölskyldur. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GESTS BREIÐFJÖRÐS SIGURÐSSONAR skipstjóra, Þrastarási 2, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Elísabet Hauksdóttir og fjölskylda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.