Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 52
FRÉTTIR
52 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
!
"
!
#
$ !%
! &'(
)
( !! !
) & !!( ) ) ' &
!
' '
** ' !% +
!
$ & ' ! ! ,!)!
- ' ! .
/%)!
" "#" # $
0' % $
& ' ! !
Jón Hólm Stefánsson,
sími 896 4761.
Ef þú þarft að selja eða kaupa
bújörð hvar á landi sem er
hafðu þá endilega samband
við okkar mann,
Jón Hólm bónda,
sem aðstoðar þig
með bros á vör.
Bújarðir
FURUGRUND 56, 1.H.F.M. - LAUS STRAX - OPIÐ HÚS
Falleg og vel skipulögð ca 58 fm íbúð á 1.
hæð í litlu fjölbýlishúsi. Íbúðin skiptist í for-
stofu/hol, rúmgott svefnherbergi, baðher-
bergi, eldhús og góða stofu. Vestursvalir. Ný-
legt eikarparket er á öllum gólfum nema bað-
herbergi. V. 10,3 m. 3927
Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag,
milli kl. 14 og 17.
TJARNARGATA - FRÁBÆR STAÐSETNING
4ra herb. íbúð á 4. hæð sem skiptist í 2
saml. stofur, 2 herb., eldhús og bað. Vestur-
svalir. Fallegt útsýni. Laus strax. V. 12,9 m.
3761
SKÚLAGATA - GLÆSILEG
4ra herb. glæsilega íbúð á 3. hæð í lyftuhúsi
með fallegu útsýni. Íbúðin skiptist í gang, hol,
3 herb., rúmgott eldhús, baðh. m. lögn fyrir
þvottavél og þurrkara og sérgeymslu. V. 18,7
m. 4092
KRÍUHÓLAR - GLÆSILEGT ÚTSÝNI
Falleg og vel skipulögð 80 fm íbúð á 6. hæð í
mikið endurnýjuðu lyftuhúsi. Íbúðin skiptist í
stofu, borðstofu, 2 svefnherb., bað og eld-
hús. Suðvestursvalir. Parket og flísar á gólf-
um. Góðar innréttingar. V. 11,3 m. 4100
DRÁPUHLÍÐ
Falleg og vel skipulögð 3ja herb. 80 fm íbúð í
kjallara sem mikið hefur verið endurnýjuð.
Íbúðin er með sérinngangi og skiptist í for-
stofu, hol, tvö svefnherbergi, baðherbergi,
eldhús, stofu og bað. Sérgeymsla innaf for-
stofu fylgir. Sameign er mjög snyrtileg en þar
er m.a. þvottahús, kyndiklefi o.fl. V. 12,3 m.
4096
VÍÐIMELUR
Vorum að fá í sölu góða 50 fm 2ja herb. íbúð
í kjallara í þríbýlishúsi. Falleg gróin lóð til suð-
urs. Íbúðin er laus 1. júní n.k. Góð íbúð í
vesturbænum, í göngufæri við Háskóla Ís-
lands og miðbæinn. V. 8,5 m. 4101
OPIÐ HÚS - SKIPHOLT 62 - EFRI SÉRHÆÐ
Vorum að fá í sölu glæsilega 185 fm efri sér-
hæð í þríbýlishúsi (efsta hæð í húsinu). Auk
þess fylgir 26 fm innbyggður bílskúr. Íbúðin
afh. í núverandi ástandi þ.e. tæplega tilbúin
u. tréverk. Húsið er fullbúið að utan. Gert er
ráð fyrir arni. Innanhússarkitekt er Guðbjörg
Magnúsdóttir en teikningar fylgja íbúðinni.
Íbúðin er laus nú þegar. V. 23,5 m. 4023
ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG,
SUNNUDAG, FRÁ KL. 12-14.
OPIÐ HÚS - GEITASTEKKUR 9 - EINBÝLI
Fallegt og vel skipulagt 267,5 fm einbýli ásamt 28 fm bílskúr. Húsið er á einni hæð og
hálfum kjallara. Hæðin 180 fm og 87 fm í kjallara sem er með sérinng. og hægt að útbúa
séríbúðaraðstöðu. Stórar stofur, sérsvefnherbergisálma og fallegur garður. Eignin er stað-
sett innst í botnlangagötu. Vönduð og vel staðsett eign. V. 27,5 m. 3914
HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13.00-16.00.
OPIÐ HÚS - MELABRAUT 32 - 1. HÆÐ
Snyrtileg og björt 97 fm sérhæð á 1. hæð (jarðhæð) ásamt ca 20 fm bílskúr. Íbúðin er
staðsett á góðum stað á Seltjarnarnesi og skiptist í hol, stóra stofu, þrjú svefnherb., eld-
hús og baðherb. Á hæðinni er innb. bílskúr, sérgeymsla og sam. þvottahús. Parket og flís-
ar á gólfum. Sérinngangur. V. 18 m. 3984
ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG, SUNNUDAG, FRÁ KL. 13-15.
Til leigu í Borgartúni
Gott 692 m² verslunarhúnæði á tveimur hæðum til leigu og af-
hendingar strax. Húsnæðið er staðsett á áberandi stað við
Borgartúnið með þægilegri aðkomu og nægum bílastæðum.
Hæðirnar eru jafnstórar, eða 346 m² hvor, með góðri tengingu
á milli, þannig að þær nýtast mjög vel saman. Á verslunarhæð-
inni eru innkeyrsludyr á bakhlið og stórir gluggar á þrjá vegu.
Lyfta í sameign. Mánaðarleiga kr. 565.000.
Sími 511 2900
Áhugasamir hafi samband
við sölumenn Leigulistans.
HÆSTIRÉTTUR hefur opnað nýtt
vefsvæði á slóðinni www.haestirett-
ur.is. Origo ehf., dótturfélag Tölvu-
Mynda hf., endurvann og hannaði
vefsvæðið frá grunni í samstarfi við
starfsfólk Hæstaréttar.
Notendur geta nú nálgast nýjustu
hæstaréttardóma og dagskrá
Hæstaréttar strax á upphafssíðu
vefsvæðisins. Eldri hæstaréttar-
dóma má nálgast með nýrri leitarvél
þar sem setja má inn mörg leitarskil-
yrði til að auðvelda leitina.
Vefumsjónarkefið Kasmír er not-
að við hönnun og viðhald vefsvæðis
Hæstaréttar.
Nýtt vefsvæði
Hæstaréttar
HERTZ á Íslandi hélt upp á 33 ára
afmæli sitt 1. apríl sl. Lands-
mönnum var boðið að koma og
heimsækja fyrirtækið í aðal-
stöðvum þess. Fengu nokkrir af af-
mælisgestunum gjafir frá Hertz í
tilefni afmælisins. 33 Íslendingar fá
fjarstýrðan Hertz-jeppa og bíla-
leigubíl í 2 daga.
Vilhjálmur Sigurðsson sölu- og
markaðsstjóri Hertz afhenti tveim-
ur vinningshöfum verðlaunin.
Hertz á Íslandi fagnar
33 ára afmæli sínu
BORIST hefur eftirfarandi frá
stjórn Menningar- og friðarsamtaka
íslenskra kvenna:
„Vegna þingmáls nr. 749 um
breytingar á lögum um útlendinga
gerir stjórn Menningar- og friðar-
samtaka ísl. kvenna eftirfarandi at-
hugasemdir:
Frumvarpið brýtur gegn þeirri
grundvallarreglu Stjórnarskrár Ís-
lands að allir séu jafnir fyrir lögum.
Þetta er gert ef: Sett verða önnur
lög um innflytjendur hvað varðar
friðhelgi einkalífsins.
Ef aðrar reglur eiga að gilda um
forsendur hjúskapar innflytjenda.
Ef réttur ættingja til að heimsækja
og dveljast hjá fjölskyldum sínum er
takmarkaður.
Ef leyft verður að ráðast inn á
heimili fólks.
MFÍK bendir á mikilvægi þess að
Íslendingar fari fram með gott for-
dæmi í heimi tortryggni og ófriðar
og axli þá ábyrgð sem felst í því að
vera ríkt og sjálfstætt lýðræðisríki í
samfélagi þjóðanna.“
Íslendingar
sýni gott
fordæmi
EFTIRFARANDI tilkynning hefur
borist frá Sambandi ungra sjálfstæð-
ismanna:
„Samband ungra sjálfstæðis-
manna fagnar frumvarpi nokkurra
alþingismanna Sjálfstæðisflokksins
og fleiri um afnám einkaleyfis
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
á sölu léttra áfengra drykkja. Verði
frumvarp þetta að lögum er stigið
mikilvægt skref til fulls afnáms
einkasölu hins opinbera á almennum
neysluvörum. Öll rök fyrir tilvist
Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins
eru fyrir löngu brostin og væri rík-
inu farsælast að leggja ÁTVR niður
og selja eignirnar, sbr. ályktanir
landsfundar Sjálfstæðisflokksins og
þings Sambands ungra sjálfstæðis-
manna. Í landsfundarályktunum
Sjálfstæðisflokksins segir: „Leggja
skal niður ÁTVR þegar í stað og
selja eignir þess. Selja skal áfengi
eftir reglum sem Alþingi lögfestir.“
Þá hvetur SUS til þess að frum-
varp Jóhönnu Sigurðardóttur,
Bjarna Benediktssonar, Drífu
Hjartardóttur, Einars K. Guðfinns-
sonar, Guðmundar Hallvarðssonar,
auk annarra um lækkun áfengis-
kaupaaldurs í 18 ár verði samþykkt.“
Fagna afnámi
einkasölu
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111