Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 18.04.2004, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Smáfólk HA HA, ÞÚ ERT LOKAÐUR INNI! JÁ, LOKAÐUR INNI MEÐ HEILA SÚKKULAÐIKÖKU BARA FYRIR MIG EINANN! ÉG VILDI AÐ ÉG VÆRI LOKAÐUR INNI ÞÚ ÞYRFTIR STÆRRI HOLU! JÖRÐIN ER ÞAKINN SNJÓ... VIÐ ÆTTUM AÐ HENDA BRAUÐI ÚT HANDA FUGLUNUM... GÓÐ HUGMYND... GRRR GRRR GRRR GRRR ÉG LAGAÐI KRUMPAÐA FJÖÐUR! AAHHH Svínið mitt © DARGAUD ROSALEGA ERTU FALLEGUR STRÁKURINN MINN HANN ER JAFN SÆTUR OG PABBI HANS VILTU GERA MÉR GREIÐA OG HÆTTA AÐ LEIKA ÞÉR MEÐ ÞESSA LJÓTU DÚKKU ÞETTA ER EKKI LJÓT DÚKKA. ÞETTA ER PEPPINO BARNIÐ OKKAR! GROIN! BARN? ÞESSI VASAKLÚTUR? ÞÚ ERT VONDUR! EKKI HLUSTA PEPPINO MINN ÞÚ ERT VONDUR!! NÚ ER NÓG KOMIÐ ADDA! ÞAÐ ER RÉTT HJÁ ÞEIM. ÞÚ ERT VONDUR! NÚ? FINNST ÞÉR GÁFULEGT AÐ LEIKA SÉR MEÐ ÞETTA... TALAÐU EKKI SVONA VIÐ MIG. ÞAÐ ER EKKI MÉR AÐ KENNA AÐ ÞÚ ÞOLIR ILLA AÐ VERA AFI AFI? JÁ! BRR! GROIN! PEPPINO HMM! SVONA, SVONA! STRÍÐIÐ ER BÚIÐ. ALLIR EIGA AÐ VERA VINIR. KYSSTU NÚ MÖMMU OG PEPPINO ÆTLAR AÐ KYSSA AFA! BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. SAMÞYKKT var fyrir nokkru í skipulags- og bygginganefnd að veita ESSO leyfi til byggingar bensínstöðvar á lóð Staldursins við Stekkjarbakka. Við meðferð þessa máls voru samþykktir borgarinnar um bensínstöðvarlóðir hundsaðar og þverbrotnar. Hér er um ótrúleg mistök í stjórnsýslu borgarinnar að ræða og ekki í fyrsta sinn að R-listinn lendir í ógöngum í skipulagsmálum borg- arinnar. Þetta mál sýnir með augljósum hætti hve stjórn borgarinnar verð- ur sífellt ruglingslegri og ómark- vissari. Í Morgunblaðinu 15. apríl sl. er viðtal við Steinunni Valdísi Óskars- dóttur, formann skipulags og bygg- ingarnefndar Reykjavíkur vegna málsins. Þar segir hún, eins og svo oft áður að um embættismannamis- tök sé að ræða. Þetta er lítilmann- leg afstaða en það virðist vera við- tekin venja R listans, að þegar gerð eru mistök af einhverju tagi, þá er embættismönnum kennt um. Og síðan geta menn velt því fyrir sér hvort það er alveg einstök til- viljun að Þórólfur Árnason, borg- arstjóri, er fyrrverandi markaðs- stjóri ESSO. Til hamingju íbúar í nágrenni Staldursins með nýju bensínstöðina ykkar sem gleymdist að gera ráð fyrir á deiliskipulagi. ÓLAFUR R. JÓNSSON, íbúi í Breiðholti. Gleymda bensínstöðin Frá Ólafi R. Jónssyni: SPURT er um smásöluverð á rún- stykkjum. Til upplýsinga viljum við gjarnan leiðrétta misskilning sem gætir í fyrirspurn Þorsteins. Við seljum ekki rúnstykki í smásölu og þess vegna eigum við erfitt með að svara fyrirspurninni. Engar miðlæg- ar upplýsingar liggja fyrir um hlut- deild á markaði en um 60 bakarí, fjöldi innflytjenda og Myllan þjón- usta þennan markað. Í þeim borgum sem við Íslending- ar berum okkar saman við er verð og gæði rúnstykkja eins misjöfn og verslanirnar eru margar. Þannig er sanngjarn samanburður háður ótelj- andi atriðum. Eitt er víst. Við Íslendingar erum mjög dugleg þrátt fyrir fámennið og má með sanni segja að við öll séum að gera okkar besta. BJÖRN JÓNSSON, Myllunni-Brauðum. Svar við fyrirspurn Þorsteins Baldurssonar Frá Birni Jónssyni: Í ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐUNNI undanfarna mánuði hafa menn verið að spyrja hvort rétt sé að taka upp skólagjöld við Háskóla Íslands. En í þágu hvers það gæti verið? Öll- um hlýtur að vera ljóst að þetta mun hafa slæmar fjárhags- legar afleiðingar fyrir námsmenn um leið og það gerir mörgum ókleift að mennta sig. Er það í þágu þjóðarbúsins, gætum lækkað skatta á móti? Nei, það virð- ist ekki vera því það er jú talin 14% ávöxtun á þeim fjármunum sem ríki leggja til menntunar, það er að segja þessir fjármunir skila sér aft- ur og það með 14% vöxtum, til að mynda í hærri tekjuskatti menntaðs fólks þar sem það kemur til með að hafa hærri laun. Ef við berum það saman við Kárahnjúkavirkjun þá er arðsemi af henni áætluð 11% af eig- infé, og rökin fyrir henni eru jú auk- inn kaupmáttur. Skilar menntun ekki enn þá meiri kaupmætti en virkjun? Hvernig dettur stjórn Háskóla Ís- lands í hug að sækja um heimild fyrir skólagjöldum? Er ríkisstjórnin búin að setja henni afarkosti? ,,Þið fáið ekki meiri fjármuni en þið ráðið hvort þið skerið niður eða takið upp skólagjöld.“ Auðvitað er fjárhags- legt aðhald nauðsynlegt innan Há- skóla Íslands en fjársvelti er það ekki. Það eru miklar líkur á því að ef skólagjöld verða tekin upp verði þau síðar notuð sem ástæða til að draga en úr fjárveitingum til Há- skólans og það verður hægðarleikur að réttlæta það, þar sem bæði nem- endum mun fækka og tekjur Há- skólans af skólagjöldum draga úr fjárþörf hans. Svo ég spyrji eins og fávís maður. Hver eru rökin fyrir skólagjöldum yfir höfuð og hver átti þessa hugmynd? Ef hæstvirtir ráða- menn þessa lands eru hrifnir að hagkerfum þriðja heimsins þar sem ódýrt og ómenntað vinnuafl er aðal- auðlind fyrirtækja, með tilheyrandi stéttaskiptingu, geta þeir örugglega sótt um ríkisborgararétt þar. En ég held að íslenska þjóðin vilji frekar bjóða hátæknifyrirtækisem sækja eftir vel menntuðu starfsfólki vel- komin til landsins. Þar sem börn þessa lands geta í framtíðinni fengið að spreyta sig í hátæknigeiranum við góð kjör, í stað fjöldafram- leiðslugeirans sem borgar ómennt- uðu vinnuafli lágmarkslaun. JÚLÍUS EYMUNDSSON, Vallanesi, 701 Egilsstaðir. Hvers vegna menntum við unga fólkið okkar? Frá Júlíusi Eymundssyni: Júlíus Eymundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.