Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 59

Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 59
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 59 LYFJAVERÐ og -kostnaður hafa verið mjög í umræðunni á Íslandi undanfarin misseri og flestir virð- ast sammála um að lyfjaverð á Ís- landi sé of hátt og það verði að lækka með öllum tiltækum ráðum. Ekki verði við það unað að Íslend- ingar greiði hærra verð fyrir lyf en Danir, Svíar eða Norðmenn (af hverju ekki Grikkir?). Ráðherrar, alþingis- og embættismenn setja sig í stellingar, ábúðarmiklir á svip, og meira að segja ritstjórar Morg- unblaðsins skrifa marga leiðara um málið og krefjast úrbóta. Þeirri hugmynd hefur jafnvel verið fleygt að Ríkið ætti að hefja innflutning á lyfjum til að tryggja ásættanlegt verð! Gott og vel, en ég spyr, af hverju eru menn svona einarðir og staðfastir, þegar lyf eru annars vegar? Hvað með verð á matvælum, áfengi og bensíni? Hvað með verð á bílum og heimilistækjum? Hvað með okurvextina og -iðgjöldin? Hvar eru hinir ötulu talsmenn verð- jöfnunar, þegar þessi málefni eru annars vegar? Og þá rennur upp fyrir mér ljós. Það er ríkissjóður, sem stendur undir stærstum hluta lyfjakostnaðar og ,,þanþol“ ríkis- sjóðs er ekki ótakmarkað eins og einn af gæslumönnum hans komst svo skemmtilega að orði. En hvað er ríkissjóður? Er ekki ríkissjóður óbeint heimilisbudda okkar allra, n.k. þjóðarheimilisbudda? Þess vildi ég óska að þeir, sem nú slá skjaldborg um þjóðarheimilisbudd- una, myndu sýna sama dug og djörfung, þegar allar litlu heimilis- buddurnar eru annars vegar. Fell- um niður innflutningshöft, ofurtolla og vörugjöld. Lækkum verulega áfengis- og bensíngjaldið. Fellum niður virðisaukaskatt af lyfseðils- skyldum lyfjum. Búum þannig um hnútana að ríkisendurskoðanir og neytendasamtök í Skandinavíu (og Grikklandi?) semji skýrslur og geri verðkannanir, þar sem verðlag á Ís- landi er til viðmiðunar og fyrir- myndar. Ég skora á hina vösku sveit, sem nú hefur einsett sér að jafna lyfjaverð, að vinda sér nú í að vinna að því að lækka verðlag og vexti á Íslandi almennt og lækka þannig rekstrarkostnað íslenskra heimila til frambúðar. Fer ekki hagur ríkissjóðs saman við hag ís- lenskra heimila? ARI KR. SÆMUNDSEN, Fannafold 55, 112 Reykjavík. Orð í belg Frá Ara Kr. Sæmundsen:BÓNDINN (?) Jóhannes G. Gíslason skrifar í Fréttablaðið hinn 7. apríl sl. einhvers konar svarbréf til mín. Þar kallar hann fyrirbærið að hafa skoð- un á málum „að rífast“. Auk þess tel- ur hann að lítið hafi hann upp úr því að skrifa mér, enda hárrétt, því mál- staður hans er veikur en minn sterk- ur. Hitt er annað mál að skoðanir mínar (greinar) les hann aftur og aft- ur og það gleður mig að hafa haft það mikil áhrif á hann að hann leggi það á sig að vera stöðugt að lesa gamlar greinar og vitnar hann í þessu „svar- bréfi“ í grein mína sem birtist í Morgunblaðinu í september 2003, er hann segir að ég fullyrði að fólk verði bara „feitt, feitt, feitt af kjötáti“. Síð- an koma hugleiðingar hans um of- fituvandamál landans. Orðrétt er til- vitnunin svona: „Hvað eru menn að hugsa á 21. öldinni? Er ekki kominn tími til að tengja? Það eru alltof, allt- of, alltof margar rollur sem naga hina grænu kápu fjallkonunnar og alltof, alltof, alltof margir rollus- krokkar (lambaket) afgangs að hausti, sem við hvorki viljum né get- um étið. Við verðum auk þess bara feitari, feitari og feitari af ÖLLU ÞESSU kjötáti.“ Sem þýðir að menn fitna af OF MIKLU kjötáti, en þarna var verið að ræða um offramleiðslu á kjöti, sem til stóð að borga aukalega með og var reyndar gert í fyllingu tímans. Hinu virðist bóndi gleyma, um hvað skrif mín fyrst og fremst snú- ast, og vil ég því leggja fyrir hann fá- einar spurningar. 1. Finnst þér réttlátt að landsmenn þurfi að borga með bændum „til þess að fá ódýrari mat“, eins og gjarnan er sagt? Er þá ekki jafn réttlætanlegt að borga með iðn- aðarmönnum sem koma yfir okk- ur þaki, svo við fáum ódýrara hús- næði? Að hafa þak yfir höfuðið er jafn nauðsynlegt og éta, því hér lifði enginn maður deginum leng- ur án húsaskjóls og væri þá til lít- ils að eiga nægan mat. 2. Finnst þér réttlátt að landsmenn þurfi fyrst að borga með fram- leiðslu rollukjöts, síðan borga hæsta verð í heimi fyrir það við búðarborðið og að lokum borga með óseldu kjöti? Þetta er vissu- lega „heimskulegur þvættingur“ en engu að síður staðreynd. 3. Finnst þér réttlátt að landsmenn borgi með útfluttu kjöti? Ættum við þá líka að fara að borga með útfluttum tölvuhugbúnaði, flæði- línum eða einhverju öðru? 4. Finnst þér réttlátt að ein skepna (rollan) hafi einkarétt á nær öllum villtum gróðri landsins, sem þó er á stöðugu undanhaldi? 5. Finnst þér við hæfi að búa í landi (Íslandi) þar sem gróðurhulan þekur aðeins ¼ hluta af því? Eða eigum við að orða spurninguna svona; finnst þér við hæfi að búa í landi þar sem ¾ hlutar þess eru eyðimörk í ýmsum myndum eftir að 2⁄4 hlutar gróðurhulunnar hafa tapast út í hafsauga? 6. Finnst þér við hæfi að Ísland sé spilltasta (verst farna) land í Evr- ópu? Mín skoðun (ekki rifrildi) er sú að ekkert af þessu sé við hæfi. Og það er ekki bara mín skoðun heldur flestra þeirra er ég hitti á förnum vegi, þeirra sem senda mér tölvupóst og þeirra sem hringja í mig. Að ég nú ekki tali um þá sem hafa dirfsku til að styðja mig á prenti. Vona ég nú að tími sé til kominn að bréfritari verði ögn málefnalegri og telji fram allt það sem ég hef rangt fyrir mér í mínum skoðanaflutningi. Ég held að þar standi hnífurinn í kúnni. Menn eru nefnilega svo reiðir sannleikanum að öllum brögðum er beitt til að gera orð mín fáfengileg. En … því miður, þau eru sönn og ætluð öllum Íslendingum, ekki bara bændum. MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Melteigi 4, Akranesi, melteigur@simnet. Að hafa skoðun Frá Margréti Jónsdóttur á Akranesi: Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki ekki veittar í síma Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300, en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is . Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölu:  Íþróttavöruverslun með golfvörur o.fl. Þekkt merki. Sami eigandi í 20 ár. Hagstætt verð.  Þekkt barnavöruverslun. Góð umboð.  Þekkt smurbrauðsstofa og veisluþjónusta. Velta 400—800 þús. á mánuði. Góð fyrirtæki í föstum viðskiptum. Auðveld kaup.  Fasteignasala í fullum rekstri. Gott húsnæði og allur búnaður. Þrír sölu- menn og stækkunarmöguleikar.  Veitingahúsið Pasta Basta við Klapparstíg til sölu eða leigu.  Vitum af mörgum sérverslunum, heildverslunum og iðnfyrirtækjum í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-1000 m. kr.  Tvær litlar tískuverslanir í Kringlunni.  Þekkt lítið framleiðslufyrirtæki í matvælageiranum. Hentugt til samein- ingar.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Rekstrarleiga með kauprétti. Þekkt dekurstofa. Nudd, Eurowave, hljóð- bylgjutæki, leirpottur, ljós, naglaborð. Góð staðsetning.  Þekkt fyrirtæki í kvenfatnaði.  Flottur sportbar í góðu hverfi með nýjum innréttingum og tækjum, m.a. þrjú breiðtjöld. Velta 2—3 m. kr. á mánuði. Tilvalið fyrir samhent hjón.  Lítið og arðbært sjálfsalafyrirtæki. Hentugt sem aukavinna eða með öðrum rekstri. Góðir vaxtarmöguleikar.  Söluturninn Hagamel. Auðveld kaup.  Álgluggaverksmiðja með miklum tækjakosti. Tilvalið til sameiningar. Meðeign kemur til greina.  Arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði með góða verkefnastöðu. Ársvelta 60 m. kr. Tilvalið til sameiningar við fyrirtæki tengd bygg- ingariðnaði.  Rekstrarleiga með kauprétti. Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dansleiki, veislur og fundi. Ársvelta 30 m. kr. Gott tækifæri fyrir fagmenn.  Maraþon í Kringlunni. Sportvöruverslun með þekkt merki og mikla sölu. Rekstrarhagnaður 11 m. kr. á ári.  Þekkt vefnaðarvöruverslun. Ársvelta 60 m. kr. Góð framlegð. Tilvalið fyr- ir „saumakonur“ með góðar hugmyndir.  Gallery bón. Lítil bónstöð í Skeifunni. Gott byrjendafyrirtæki. Auðveld kaup.  Lítið landflutningafyrirtæki með föst viðskipti um fiskflutninga. Heppileg viðbót við annað álíka. Gagnlegur fróðleikur á heimasíðu fyrirtækjadeildar: www.husid.is . Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen), sími 533 4300, GSM 820 8658.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.