Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 61
DAGBÓK
Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Skipagötu 5 • Akureyri • Sími 466 3939
Afmælis- &
opnunardagar í NÆS
Fögnun nú 1 árs afmæli í Torginu, Grafarvogi
og opnun nýrrar verslunar að
Skipagötu 5, Akureyri
20% afmælis- og opnunarafsláttur
af öllum vörum dagana 19.-24. apríl
Úrval af
glæsilegum
fatnaði fyrir konur
á öllum aldri
Stærðir 36-52
Opnunartími
mán.-fös. kl. 11-18
lau. kl. 11-14
Námskeið í indverskri grænmetismatargerð
Fæða fyrir sál og líkama
Skemmtilegt eitt kvöld, grunnnámskeið
21. apríl, 28. apríl og 5. maí og
framhaldsnámskeið 26. apríl, 3. maí og 10.
maí. frá kl. 18—22.30 með Shabönu,
símar 581 1465 og 659 3045.
Indversk matargerð í eldhúsinu þínu.
Ef þú vilt halda veislu þá kem ég á staðinn
og sé um matinn.
Skemmtileg gjafabréf fyrir þá, sem ætla að
gefa skemmtilega gjöf.
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
HRÚTUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert kraftmikil/l og heið-
arleg/ur og hefur sterka
réttlætiskennd. Það eru
nýir og spennandi hlutir
að koma inn í líf þitt.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert að velta því fyrir þér
hvernig þú getir bætt vinnu-
aðstæður þínar. Þú vilt ein-
faldlega hafa minna fyrir því
að vinna fyrir kaupinu þínu.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Sólin er að fara inn í merkið
þitt og því áttu skemmtilegan
mánuð í vændum. Það er loks-
ins komið að þér að end-
urhlaðið batteríin.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Við höfum öll gott af því að
staldra við og líta yfir farinn
veg. Reyndu að gefa þér tíma
til einveru á næstu vikum. Þú
munt hafa bæði gagn og gam-
an af því að vera ein/n með
sjálfri/sjálfum þér.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Búðu þig undir mikið annríki í
félagslífinu. Það er eins og það
vilji allir vera í návist þinni á
næstunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Afstaða sólarinnar gerir það
að verkum að þú færð mikla
og jákvæða athygli þessa dag-
ana.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú hefur lagt hart að þér að
undanförnu og nú langar þig í
einhvers konar tilbreytingu.
Það er eins og þig langi hrein-
lega til að stinga af frá öllu
saman.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þú hefur sterkar skoðanir á
hlutunum þessa dagana og
það hefur áhrif á öll samskipti
þín við aðra. Það er eins og þú
viljir komast til botns í öllum
hlutum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sólin er eins langt frá merk-
inu þínu og hugsast getur og
því þarftu á meiri hvíld að
halda en venjulega.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú þarft að leggja hart að þér
næstu vikurnar til að koma
öllu í verk sem þú þarft að
gera. Þú hefur þörf fyrir að
taka til í kringum þig og koma
skipulagi bæði á umhverfi þitt
og líf þitt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það verður mikið að gerast í
ástamálunum hjá þér næstu
sex vikurnar. Þú ættir að láta
það eftir þér að kaupa þér
eitthvað fallegt sem ýtir undir
sjálfstraust þitt.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Heimilið og fjölskyldan verða
í brennidepli hjá þér næsta
mánuðinn. Þú verður hugs-
anlega boðin/n í fjölskylduboð
eða þá að ættingjar þínir
banka upp á hjá þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það verður annríki í vinnunni
auk þess sem þú munt líklega
fara í stutt ferðalög og hafa
mikið að gera í félagslífinu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
VORVÍSA
Vorið er komið, og grundirnar gróa,
gilin og lækirnir fossa af brún,
syngur í runni, og senn kemur lóa,
svanur á tjarnir og þröstur í tún.
Nú tekur hýrna um hólma og sker,
hreiðra sig blikinn og æðurin fer,
hæðirnar brosa og hlíðarnar dala,
hóar þar smali og rekur á ból,
lömbin sér una um blómgaða bala,
börnin sér leika að skeljum á hól.
Jón Thoroddsen
LJÓÐABROT
FJÓRIR spaðar er enginn
draumasamningur, en verri
geim hafa unnist:
Vestur gefur; allir á
hættu.
Norður
♠Á743
♥ÁK10742
♦10
♣109
Suður
♠10982
♥85
♦ÁK6
♣K863
Spilið er frá annarri um-
ferð Íslandsmótsins og yf-
irleitt var spilaður bútur í
hjarta eða spaða. En nokkur
pör reyndu fjóra spaða,
gjarnan eftir opnun vesturs
á veiku grandi (12-14). Ein
sagnröðin var þannig:
Vestur Norður Austur Suður
1 grand 2 lauf * Pass 2 tíglar *
Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar
Pass 4 spaðar Allir pass
Innákoma norðurs sýnir
hálitina og svar suðurs á
tveimur tíglum gefur til
kynna jafna háliti eða ein-
hvers konar áskorun. Þegar
suður breytir tveimur hjört-
um í tvo spaða hefur hann
sýnt áhuga á spaðageimi.
Vestur kemur út með smáan
tígul og austur lætur gos-
ann. Hvernig er best að
spila?
Það er langsótt að spilið
vinnist nema hálitirnir
brotni 3-2, svo það er rétt að
slá því föstu. En það er verk
að vinna, jafnvel þótt legan
sé góð. Hjartað þarf að fría
og svo þarf að ná tromp-
unum af AV. En til að byrja
með verður að henda laufi
niður í tígulhámann.
Norður
♠Á743
♥ÁK10742
♦10
♣109
Vestur Austur
♠D6 ♠KG5
♥DG6 ♥93
♦D975 ♦G8432
♣ÁD54 ♣G72
Suður
♠10982
♥85
♦ÁK6
♣K863
Aðalmálið er að varðveita
vel sambandið við blindan.
Ekki má spila spaðaás og
spaða, eins og gerðist á einu
borði. Austur tekur þá
þriðja spaðann og spilar
laufgosa í gegnum kónginn.
Vörnin styttir svo blindan
og hjartaliturinn fer fyrir
lítið.
Önnur hugmynd er að
dúkka spaða til austurs. En
þegar hann svarar með lauf-
gosa og styttingi, verður að
fara í hjartað áður en spaða-
ás er tekinn. Einfaldasta
leiðin er þó sú að spila hjart-
anu strax – taka ÁK og
trompa. Spila svo spaðaás
og spaða.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
Í FYLGIBLAÐI Frétta-
blaðsins, sem nefnist
„allt“, 14. þ.m., segir frá
sérstökum skóla með
ofangreindu nafni. Fyrir-
sögnin var þessi: „Streitu-
skólinn kippir skapinu í
lag.“ Þessi grein minnti
mig á það, að snemma á
ferli þessara pistla í Mbl.
(1990) var birtur pistill
undir heitinu Streita –
streittur. Tilefnið var það,
að erlendu no. stress og lo.
stressaður voru farin að
smeygja sér inn í tungu
okkar og þá þegar allmikið
notuð, bæði í mæltu og rit-
uðu máli, og er reyndar
svo enn í dag. Jafnvel
hafði stress fengið sess í
OM (1983), en að sjálf-
sögðu merkt sem vont mál
og óæskilegt. Áður létu
menn sér nægja, að e - r
væri með þreytu eða
þreyttur, þegar hann hafði
unnið mikið. Bent var á, að
fyrir er í íslenzku no.
streita og m. a. haft um
þreytu eða lúa. Lægi því
beint við að íslenzka no.
stress með no. streita. og
láta það merkja sama og
(tauga)þreytu eða lúa sök-
um langvarandi áreynslu,
eins og það er skýrt í OM.
Hér fengjum við þá í stað-
inn orð, sem minnir mjög
á stressið, þar sem það
hefst einmitt á sama
hljóðasambandi str- Í
sama pistli var bent á, að í
stað lo. stressaður, færi
vel á, að nota lo. streittur,
sbr. lo. þreyttur. Þá mætti
segja sem svo: Ég er
(hálf)streittur þessa
stundina. Ég held þetta
orðalag sé öllum auðskilið.
Má í þessu sambandi
minna á no. staðall, sem er
ekki nema hálfrar aldar
gamalt í málinu og kemur
fyrir erlenda orðið stand-
ard og samsetningar af því
orði. Hefur áður verið vik-
ið að því snjalla nýyrði í
pistlum þessum (2002) og
samsetningum þess. Von
mín er sú, að no. streita
ásamt ýmsum samsetn-
ingum þess orðs og eins lo.
streittur festist jafnræki-
lega í sessi í máli okkar og
no. staðall og samsetning-
ar þess hafa gert. Sími
557-4977 og tölvufang jaj-
@simnet.is – J.A.J.
ORÐABÓKIN
Streituskóli
1. e4 e6 2. d3 d5 3. Rd2 c5 4.
Rgf3 Rc6 5. g3 g5 6. Bg2 h6
7. 0-0 Bg7 8. exd5 exd5 9.
He1+ Rge7 10. Rb3 b6 11.
c3 a5 12. a4 Bf5 13. d4 c4 14.
Rbd2 0-0 15. h4 g4 16. Rh2
Dd7 17. b3 cxb3 18. Dxb3
Hfb8 19. Ba3 Be6 20. Rhf1
Rf5 21. Re3 Rxe3 22. Hxe3
Hc8 23. Hae1 Hab8
Staðan kom upp á meist-
aramóti Pétursborgar sem
lauk fyrir skömmu. Valery
Loginov (2.516) hafði hvítt
gegn Genrikh Chepukiatis
(2.413). 24. Hxe6! fxe6 25.
Hxe6 Dxe6 einnig hefði
25... Hd8 tapað vegna 26.
Hd6. 26. Bxd5 Dxd5 27.
Dxd5+ Kh8 28. Re4 Rd8 29.
Be7 Rc6 30. Bf6 Bxf6 31.
Rxf6 Kg7 32. Rh5+ og
svartur gafst upp. 2. mótið í
bikarsyrpu Eddu verður
haldið í kvöld á skákþjón-
inum ICC.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup, ætt-
armót og fleira les-
endum sínum að kostn-
aðarlausu. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
MEÐ MORGUNKAFFINU
Ein smámistök, og
allt verður vit-
laust … Einkenn-
andi fyrir karlmenn!
KIRKJUSTARF
Háteigskirkja. eldri borgarar Eldri borgar-
ar. Félagsvist á morgun í Setrinu kl. 13.
Skráning í síma 511 5405.
Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æskulýðs-
félag Árbæjarsafnaðar, með fundi í safn-
aðarheimilinu.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek-
ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl.
9–17 í síma 587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og 10.
bekk kl. 20. Mánudagur: Æskulýðsfélag
fyrir 8. bekk kl. 20.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnudag
kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti 601. Í
dag er samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdótt-
ir talar. Lofgjörð og fyrirbænir. Tvískipt
barnastarf fyrir 1–6 ára og 7–12 ára börn á
samkomutíma. Kaffi og samfélag eftir
samkomu. Allir velkomnir. Nánari upplýs-
ingar á www.kefas.is
Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11.00.
Ræðumaður Omar Mando frá V-Afríku. Al-
menn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður
Hafliði Kristinsson. Gospelkór Fíladelfíu
leiðir í söng. Fyrirbæn í lok samkomu.
Barnakirkja á sama tíma. Allir hjartanlega
velkomnir. Miðvikudaginn 21. apríl kl.
18.00–20.00 er fjölskyldusamvera með
léttri máltíð. Allir hjartanlega velkomnir.
Bænastundir alla virka morgna kl. 06.00.
filadelfia@gospel.is www.gospel.is
Safnaðarstarf Agi og uppeldi
í Seltjarnarneskirkju
ÞÓRKATLA Aðalsteinsdóttir sál-
fræðingur flytur erindi á for-
eldramorgni í Seltjarnarneskirkju
nk. þriðjudag 20. apríl kl. 10. Er-
indið ber yfirskriftina „Agi og upp-
eldi“ eitthvað sem allir foreldrar
þurfa að eiga við á degi hverjum.
Foreldramorgnar eru í Seltjarn-
arneskirkju alla þriðjudaga milli kl.
10 og 12.
Við bjóðum foreldra hjartanlega
velkomna í spjall og kaffi.
Starfsfólk
Seltjarnarneskirkju.
Kvöldmessa
í Grensáskirkju
Í KVÖLD, sunnudagskvöldið 18.
apríl, verður kvöldmessa í Grens-
áskirkju og hefst hún kl. 20.
Form kvöldmessunnar er afar
einfalt með áherslu á létta söngva,
fyrirbæn og lofgjörð. Altarisganga
er í messunni en töluðu máli stillt í
hóf.
Kirkjukórinn leiðir söng en org-
anistinn, Árni Arinbjarnarson, leik-
ur undir á píanó.