Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 63

Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 63
HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 63 Þetta eru aðeins örfá sýnishorn af vortilboðum Veiðihornsins. Veiðihornið býður alltaf meira úrval og alltaf betra verð. Veistu að það er opið í dag frá kl. 10-18! Fáðu þér sunnudagskaffi í Veiðihorninu og líttu á úrvalið Vertu góður við veiðifélagana og segðu þeim frá Veiðihorninu. Veiðihornið - Hafnarstræti 5 - sími 551 6760 • www.veidihornid.is • Veiðihornið - Síðumúla 8 - sími 568 8410 Sendum samdægursMunið gjafabréfin HEILDARLAUSNIR á apríldögum Veiðihornsins Nýtt kortatímabil Scierra Blackwater öndunarvöðlur með belti og sandhlífum. Taska fylgir. Scierra Norðurárjakki, vatnsheldur með öndun. Scierra Greyhound skór. Fullt verð 72.795. Pakkatilboð aðeins 54.995. Scierra Aquatex öndunarvöðlur með belti, brjóstvasa og sand- hlífum. Scierra Aquatex jakki, vatnsheldur með öndun. Scierra Greyhound skór. Fullt verð 47.890. Pakkatilboð aðeins 35.980. Mikið úrval af veiðipökkum. Ron Thompson grafit spinnstöng ásamt Okuma Aliax spinnhjóli með 8 kúlulegum. Pakkatilboð aðeins frá 11.999. Scierra fluguveiðisett. 3ja hluta grafit stöng, Okuma „large arbour“ diskabremsu- hjól, flotlína, baklína, taumatengi og taumur. Kastkennsla á DVD fylgir. Pakkatilboð aðeins 24.900. Greys „large arbour“ fluguhjól með góðri diskabremsu, 2 aukaspólur, 3 flugulínur; flotlína, intermediate og sökklína ásamt Ron Thompson Arezzo grafit fluguveiðistöng. Pakkaverð aðeins 19.995. Uppsetning með baklínu og taumatengjum kr. 3.000. Fáanlegt fyrir línu 6, 7 og 8. Ron Thompson 4 mm Lagoon neopren vöðlur með filt- botni. Ron Thompson Outback jakki, vatnsheldur með önd- un. Sérhönnuð vöðlutaska. Fullt verð 27.790. Pakkatilboð aðeins 19.995. Simms Freestone öndunarvöðlur, Simms Freestone jakki, vatnsheldur með öndun, Simms Freestone skór ásamt sandhlífum. Fullt verð 62.680. Pakkatilboð aðeins 49.900. Á miðvikudaginn varspurðist það, aðBandaríkjaforsetihefði gefið út þá yf-irlýsingu, að Ísrael mætti nú innlima stóran hluta af Vesturbakkanum, palestínskt land, og það endanlega. Það voru óvænt tíðindi og ekkert annað en kjaftshögg á önnur ríki heimsins, einkum og sér í lagi þau sem unnið hafa sleitulaust og heils- hugar að friði á þessum slóðum. Enda hefur mátt sjá það á við- brögðum alþjóðasamfélagsins undanfarið; það stendur á önd- inni, er hissa, sárt og ráðvillt. Allt hugsandi fólk sér reyndar hvað er í gangi, kosningar á næsta leyti og aðrir hagsmunir látnir ráða för; hann er m.ö.o. að kaupa sér atkvæði bandarískra gyðinga. Með framferði sínu núna hefur Bush enn frekar einangrað lands- menn sína frá umheiminum og að auki flekkað meþódistasöfnuðinn, sem hann tilheyrir. Ég fæ a.m.k. ekki séð betur, og hef enda ýver- ið lesið harða gagnrýni á hann úr þeirri áttinni. Og ekki sýnist mér hann góður fulltrúi alheimskirkjunnar, sem hefur kærleiksboðskapinn að leiðarljósi í hvívetna. Skilningur forsetans er einhver annar, að því er virðist; Gamla testamentið honum e.t.v. kærara en það nýja. Það gæti verið ein skýring. Eða máske lítur hann þetta öðrum augum en við hin, og telur sig vera að bæta heiminn, koma skikk á hlutina, og að þetta sé eina rétta leiðin, að reyna að lengja setuna í þessu æðsta og valdamesta embætti, til að geta haldið áfram á sömu braut. Hver veit? Ég fagnaði því á sínum tíma, að kristinn maður væri sestur að í Hvíta húsinu, eitthvað í líkingu við Jimmy Carter, en nú hafa efasemdirnar náð á mér tökum, og svo er um fleiri. En hvernig sem á málið er lit- ið, er komin upp næsta ömurleg staða. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, og hinn aðili þessa „ógeð- fellda“ bandalags, eins og það var orðað í leiðara Morgunblaðsins 15. mars, er afar reyndur stjórn- málamaður. Þess vegna greip hann tækifærið núna, og hafði sitt í frammi. Og hatrið vex í Mið-Aust- urlöndum. Hver gat séð það fyrir í lok síð- ustu aldar, að hugtakið „Banda- ríkjamaður“ yrði skammaryrði með þjóðum jarðar í byrjun þeirrar næstu? Tja, fáir, ef þá nokkur. Það er illa komið fyrir hinni glæstu þjóð og mesta her- veldi sögunnar, ef þetta heldur áfram, eins og flest þó bendir til. En svona getur pólitíkin verið, hörð og óvægin. Dr. Ismael Noko, aðalritari Lútherska heimssambandssins, en hann er frá Zimbabwe, var á ferð um Palestínu í júní 2002, og lét þá hafa eftir sér, að það sem fyrir augu hefði borið slægi það út sem hann reyndi sem ungur námsmaður í Suður-Afríku á tíma apartheidstefnunnar, á sjö- unda áratugnum. Sr. Þorbjörn Hlynur Árnason, prófastur að Borg á Mýrum, var með honum í þessari umræddu ferð, og hélt er- indi í september það ár á ráð- stefnu á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar. Þar sagði hann m.a.: Það var sterk reynsla að fara til Palestínu og Ísrael og upplifa átökin af eigin raun. Að kynnast óbreyttum borgurum í Palest- ínu sem þurfa að búa við ótrúlegt harðræði. Hömlur á ferðafrelsi, geðþóttaeyðilegging á verðmætum. Ég er hræddur um að ef við Íslendingar þyrftum að búa við þessar að- stæður værum við búnir að gefast upp. Sú aðferð sem ísraelsk stjórnvöld beita í bar- áttu gegn hryðjuverkum, er það sem kall- ast á ensku collective punishment; það er að segja öllum er refsað. Það sem upp úr stendur samt er að í viðhorfum þeirra Pal- estínumanna sem við kynntumst er ekki reiði eða hatur vegna stöðugra innrása, af- lokanna, og mannréttindabrota, heldur fyrst og fremst harmur og ósk um frið; en vonin er veik… Alþjóðasamfélagið þarf að koma að þessu máli með einurð. Það dugar ekki lengur bara að horfa á, og sér í lagi þarf að verða breyting á afstöðu Bandaríkjamanna, þeir hafa lykilstöðu. Munib Younan, biskup lúthersku kirkjunnar í Palestínu hefur sagt, að ef Bandaríkjamenn hefðu haft heiðarleg afskipti af þessari deilu, þá væri nú friður í Palestínu og Ísrael. Almenningur, bæði í Ísrael og í Palestínu er langþreyttur og hrjáður og þráir frið og það er kominn tími til þess að friðarsinn- arnir í báðum röðum fái að njóta sín, og byssurnar þagni. Nú er bara spurning hvort þetta er um seinan, eftir nýjustu tíðindi frá Washington. Er framapot Bandaríkjaforseta og þetta kænlega útspil Sharons loksins búið að drepa frið- arvegvísinn og þar með kæfa áð- urnefnda von? Það er ekki ljóst á þessari stundu. En 14. mars síð- ast liðinn var óneitanlega svartur dagur fyrir þorra jarðarbúa, og mikið afl og bjart þarf til að leysa hann úr þeim fjötrum. Kannski tekst það ekki. Og hvað þá? Svartur dagur Reuters sigurdur.aegisson@kirkjan.is George W. Bush segist vera kristinn maður, en í ljósi atburða síðustu daga fer maður að efast um það. Sig- urður Ægisson ræðir um það sem yfirlýsing Banda- ríkjaforseta í nýliðinni viku felur í sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.