Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 65

Morgunblaðið - 18.04.2004, Page 65
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. APRÍL 2004 65 Óhætt er að segja að DavidByrne bindur ekki baggasína sömu hnútum ogsamferðamennirnir. Ekki er bara að hann hefur farið ótroðnar slóðir í tónlist sinni heldur hefur hann verið ötull bar- áttumaður fyrir tón- list frá öllum heims- hornum, rekið út- gáfufyrirtæki og skrifað sérkennilegar bækur. Fyrir skemmstu kom út ný sólóskífa Byrnes, Growing Backwards, sem er með því besta sem hann hefur gert, fjölskrúðug og snærð að vanda. David Byrne er skoskur, fæddur í Skotlandi og bjó þar fyrstu tvö árin en þá fluttist fjölskyldan til Kanada. Þegar piltur var sjö ára tóku þau sig upp og settust nú að skammt frá Balti- more. Nánir sam- starfsmenn Byrnes segja að platan sé eins og æviágrip hans, yfirlit yfir ævi utangarðsmanns, enda hafi hann alltaf verið innflytjandi í Bandaríkjunum, fengið annað uppeldi en jafnaldrar hans og haldið traustu sam- bandi við Skotland þótt hann sé banda- rískur þegn og hafi alla tíð búið vestan- hafs. Hryðjuverkin í New York og Washington urðu svo enn til að ýta undir þá tilfinningu að hann væri utangarðs að því er Byrne segir, enda hafi enginn mátt hafa sjálfstæða skoðun í kjölfar árásanna, eiginlega skylda að veifa fána og mæra föðurlandið sama hvað. Artistics, Autistics og Talking Heads Byrne spilaði á gítar í ýmsum hljómsveitum á unglingsárunum og síðar stofnaði hann hljómsveit með þeim Chris Frantz og Tinu Wey- mouth sem hann kynntust er hann var við nám í hönnunarskóla á Rhode Island, þótt Byrne hafi ekki enst nema ár í þeim skóla. Framan af hét hljómsveitin Artistics eða Autistics til skiptis, en þegar Jerry Harrison gekk til liðs við hana breyttu þau nafninu í Talking Heads. Fyrsta platan var Talking Heads 77 sem kom út 1977, en næsta plata á eftir, More Songs About Building and Food, sem kom út 1978, vakti fyrst verulega athygli á sveitinni, en Brian Eno lagði sveitinni lið við upp- tökurnar. Hann kom einnig að næstu plötum, Fear of Music, sem kom út 1979, og svo Remain in Light, sem sló í gegn um heim allan. Sú Talking Heads-plata sem flestir þekkja er þó Speaking in Tongues, sem kom út 1983 og seldist milljóna- sölu. Síðasta Talking Heads-platan, Naked, kom svo út 1988, en segja má að sveitin hafi verið hætt nokkru áð- ur, enda Byrne löngu orðinn leiður á að vera í hljómsveit og félagar hans, sérstaklega Tina Weymouth, kunnu því illa hve Byrne var mikið í sviðs- ljósinu, fannst sem þeirra framlag til sveitarinnar, sem var ekki lítið, væri ekki metið að verðleikum. Frá því Talking Heads hætti hef- ur Byrne verið lúsiðinn. Hann hefur gefið út ellefu breiðskífur, gaf út fjórar sólóskífur til á meðan hann var enn í Talking Heads, tekið þátt í fjölbreyttu samstarfi, skrifað bækur og unnið að ýmiskonar listsköpun. Hann stofnaði einnig og rak útgáf- una Luaka Bop sem sendi frá sér grúa af afbragðs plötum með tónlist frá ýmsum löndum. Byrne hefur einnig gefið út nokkrar ljósmynda- bækur og haldið sýningar á mynd- verkum sínum. Hann hefur einnig skrifað bækur eins og The New Sins / Los Nuevos Pecados og nú síðast Envisioning Emotional Epistemo- logical Information, eða EEEI, sem er einskonar myndverk sem samið er á Power Point-glæruhugbúnað frá Microsoft. Í bókinni segir Byrne meðal annars að allir listamenn glími við þann efa að það sem þeir eru að gera sé bannsett rugl og í við- tali á BBC fyrir skemmstu sagði hann að sá efi herjaði einmitt sífellt á sig en væri hagnýtur: „Hann er mótvægi við þá sannfæringu að verk mín séu alger snilld.“ Miklar breytingar Að sögn Byrnes er Growing Backwards tekin upp í kjölfar mik- illa breytinga á högum hans, hann skildi við eiginkonu sína til margra ára, þótt þau séu aðeins skilin að borði og sæng, hætti störfum hjá Luaka Bop-útgáfunni, sem fór reyndar á hausinn ekki löngu síðar, og lauk útgáfusamningi við Virgin- útgáfuna sem hafði þó staðið í tæpa tvo áratugi. Allt hafði þetta það í för með sér að hann þurfti að flytja bú- ferlum og koma sér upp annarri vinnuaðstöðu og kemur varla á óvart að umstangið allt hafði áhrif á laga- smíðarnar. Mörgum hefur reynst erfitt að vinna með Byrne, enda er hann ekki bara frægur fyrir það að vilja hafa hönd í bagga með allt sem fram fer, stýra öllum smáum atriðum ekki síð- ur en stórum, heldur hefur hvað eft- ir annað komið fram að hann leggur meiri áherslu á listsköpun sína en samskipti við fólk, er til í að fórna hverju sem er fyrir listina. Nefni sem dæmi hvernig viðskilnaðurinn var við aðra liðsmenn Talking Heads, sem Byrne hafði unnið náið með í áratug; þegar hljómsveitin var búin að syngja sitt síðasta hætti hann að tala við forðum félaga sína, ekki af neinni gremju, hann hafði ekki áhuga á þeim lengur. Segir sitt að hann lét félaga sína í sveitinni ekki vita, heldur tilkynnti það ófor- varandis í viðtali. Eitthvað hefur reyndar hlýnað milli liðsmanna, þau komu saman til að spila fjögur lög 2002, en þegar þau Frantz, Weymouth og Harrison stungu upp á því fyrir stuttu að Talking Heads kæmi saman aftur af- tók Byrne það með öllu og bað um að það yrði aldrei nefnt við hann aftur. Nóg um tilfinningar Kemur varla á óvart að mörgum finnist David Byrne vera fjarrænn og/eða vélrænn, sneyddur öllum tilfinn- ingum, en þegar hlust- að er á tónlistina kem- ur annað í ljós, í henni er nóg um tilfinningar, jafnvel óp og öskur. Í viðtali fyrir stuttu sagði Byrne að hugs- anlega hefði hann verið fullskipulagður þegar hann var að semja lög áður fyrr, en fólk mis- skildi líka oft hlutverk söngvarans/lagasmiðs- ins: „Flestir ganga út frá því að maður semji lag til að miðla ákveð- inni tilfinningu, en ég held að því sé frekar þveröfugt farið; það að syngja eða hlusta á lag dregur fram tilfinn- inguna.“ Í samtali sem ég átti við Byrne á bar í New York fyrir löngu, var að reyna að kynna fyrir honum Risaeðluna og íslenskt brennivín, kom á óvart hvað hann var óöruggur og feiminn, eins og hann ætti erfitt með samskipti við fólk og fleiri hafa borið vitni um það. Á sviðinu er hann aftur á móti öruggari, eins og sjá mátti og heyra á tvenn- um framúrskarandi tónleikum í Háskólabíói á RúRek 4. og 5. september 1994. Byrne hefur gengið til sálfræð- ings vegna samskiptavanda síns og félagsfælni, en vill ekki læknast um of; er það ekki einmitt tilfinninga- spennan og geðflækjurnar sem krydda tónlist og texta og gera for- vitnileg? Afbragðsskífa Growing Backwards er afbragðs- skífa, sú besta sem Byrne hefur sent frá sér árum saman, og sýnir að hann er enn að vaxa sem listamaður. Áhrifin af leit hans um heiminn að forvitnilegri tónlist fyrir Luaka Bop hafa skilað sér í lagasmíðum hans og gera plötuna fjölbreyttari fyrir vikið en einnig er hann naskur á að finna lög eftir aðra sem hann túlkar á sinn hátt (minni á frábæra útgáfu hans á lagi Crystal Waters Gypsy Woman (She’s Homeless)). Þannig eru á Growing Backwards ekki bara lög eftir Byrne heldur tekur hann einnig lag eftir þá Lambchop-félaga, end- urgerir danslagið Lazy sem hann samdi með X-Press og syngur Au Fond du Temple Saint úr Perluköf- urum Bizets og Un di Felice, Eterea úr La Traviata eftir Verdi. Leiki aðrir það eftir. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Enn að vaxa Skotinn David Byrne er með merkustu tónlistarmönn- um Bandaríkjanna síðustu áratuga. Hann sendi frá sér nýja skífu fyrir skemmstu, Growing Backwards. David Byrne syngur í Háskólabíói í september 1994. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.