Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Pólland er um það bil að ganga í Evrópusambandið. Eru Pólverjar undir þetta búnir og er ESB undir það búið að taka við Pólverjum? Þetta er óhlutbundin [e. abstract] spurning. Pólitískt séð er þegar búið að ákveða hvað verður. Ef þú litir svo á að um óhlutbundið ferli væri að ræða þá væri auðvitað hægt að kom- ast að þeirri niðurstöðu að hvorki nýju aðildarríkin né ESB séu undir það bú- in að ganga í bandalag. En pólitískt séð væri slík niðurstaða bara vitleysa, pólitískt séð skiptir mestu að nýta sér þann skriðþunga sem nú er í þessum málum. Í þeim skilningi hefði stækk- unin raunar átt að eiga sér stað fyrir nokkrum árum, það hefði verið enn betra. […] [Við hefðum átt að] hag- nýta þá jákvæðu orku sem var leyst úr læðingi eftir 1989 í Austur- og Mið- Evrópu. Pólland er stærsta nýja aðild- arríkið. Mun það reyna að láta finna fyrir sér í ESB og þá með hvaða hætti? Pólland stendur frammi fyrir tveimur valkostum. Að verða ann- aðhvort stórt jaðarríki, hvers mik- ilvægi felst aðeins í því að það kemur til með að taka við stórum fjárhæðum úr sjóðum ESB. En það getur á hinn bóginn líka orðið ríki sem ekki aðeins gengst við ábyrgð á eigin hlut, held- ur telur sig líka bera ábyrgð á ESB sem heild; þ.e. þjóð sem reynir líka að hugsa um hagsmuni hinna ESB- ríkjanna. Ef Pólland hefur áhuga á þessum síðari kosti ættu Pólverjar að leggja sig eftir því að tala fyrir hönd þjóðanna sem nú eru að ganga í sambandið. En þetta eru auðvitað viðkvæm málefni. Enginn mun una því að eitt ríki taki sér leiðtogahlutverk í þessum hluta álfunnar. En ef Pólland sýnir nægilega nærgætni og ef Pólland hefur nægilega mikinn skilning á málstað nýju ríkjanna tíu þá getur það orðið eins konar fyrirliði, getur tekið að sér eins konar samstillingarhlutverk fyrir nýju ríkin, og það mundi tryggja áhrif Póllands innan ESB. Þetta er einmitt það hlutverk sem ég vil sjá Pól- land taka að sér innan ESB. Hvað með pólskan almenning, mun hann greina mik- il umskipti við inngönguna í ESB? Nei, ekki í upphafi. Og ég tel raunar ekki að fólk geri ráð fyrir því að hlutirnir taki stakkaskiptum til hins betra þegar í stað. Ég tel að þegar Pólverjar ákváðu að ganga í ESB þá hafi þeir meira verið að hugsa um fram- tíðarhagsmuni sína, að þeir hafi litið svo á að um sögu- legt tækifæri væri að ræða til að bæta hag kynslóðanna sem á eftir okkur munu koma. […] Ég tel að fólk muni hins vegar skynja að Pólland sé á réttri leið, að skref hafi verið stigið í rétta átt, að Pólland sé loks að verða jafningi annarra Evrópuþjóða. Þetta þrá Pólverjar meira en margt annað, hér eru margir mjög uppteknir af þeirri hugsun að þeir hafi verið eins konar annars flokks Evrópubúar. Donald Rumsfeld ræddi á sínum tíma um „nýju“ og „gömlu“ Evr- ópu. Ert þú sammála greiningu hans eða stendur „nýja“ Evrópa (Mið- og Austur-Evrópuþjóð- irnar) nær „gömlu“ Evrópu held- ur en Bandaríkjunum? Herra Rumsfeld er ekki í mín- um huga sá sem dæmir um stöð- una í Evrópu. Hin pólitísku mark- mið ummæla hans voru auðvitað alveg ljós. Það er ekkert um það að ræða að Evrópa skiptist í hið „nýja“ og hið „gamla“. En auðvit- að er munur á milli þjóða í Evrópu. Ef þú hins vegar horfir til nýju að- ildarríkjanna þá eru þau ekki að- eins í sögulegum skilningi hluti af Evrópu, þau tilheyra Evrópu einnig andlega og í menning- arlegu tilliti. […] Á hinn bóginn eru auðvitað ýmis málefni í deigl- unni hjá okkur, nýju aðildarríkj- unum, sem ekki eru uppi á borð- um í Vestur-Evrópu. Ég nefni sem dæmi öryggismálin. Af sögu- legum og landfræðilegum ástæð- um hafa menn í þessum hluta Evrópu ríkari þörf á því að tryggja öryggi sitt. Þetta blasir einfaldlega við. Ef þú þekkir sög- una og ef þú horfir á landakortið þá er ekki svo erfitt að skilja hvers vegna. Vestur-Evrópubúar verða að skilja að í sumum málefnum höfum við aðra sýn á hlutina, þeir verða að átta sig á því að reynsla okkar er einfaldlega önnur en þeirra. Ef þeir skilja þetta þá er engin ástæða til þess að einhver klofningur myndist á milli gömlu að- ildarríkjanna í ESB og hinna nýju. Ertu að segja að það sem skilgreini muninn á nýju og gömlu Evrópu sé ótti ykkar við nálægðina við Rússland – sem hugsanlega er að að sækja í sig veðrið á ný? Sannarlega leikur Rússland hér rullu, ég nefndi landafræðina þess vegna. Ef þú horfir á Frakkland, Belgíu, Þýskaland þá sérðu að þau eru öll í miðju ESB, umkringd löndum sem deila öllum helstu gildum með þeim, eru á sama róli að því er varðar lýðræði og mark- aðsbúskap. Þetta á ekki við í Póllandi. Nágrannar okk- ar eru annars vegar ríki sem nú eru bandamenn okkar í ESB og í NATO en við eigum hins vegar einnig ná- granna sem ekki deila þessari lýðræðishefð eða mark- aðsbúskap. Í okkar tilfelli er um að ræða Úkraínu, Hvíta-Rússland og Rússland. Þetta skiptir máli og hef- ur auðvitað áhrif á hugsunarhátt Pólverja, einkum að því er varðar varnar- og öryggismál. Þessa hluti verður að taka með í reikninginn og þetta er ekki bara vanda- mál Pólverja heldur Evrópu allrar. Hinir nýju nágrann- ar Evrópu eru evrópskt vandamál. Það þarf að móta sameiginlega stefnu um það hvernig á því vandamáli verður tekið. Spurt og svarað | Janusz Reiter Pólland loks jafningi annarra Evrópuþjóða Janusz Reiter er forseti virtustu stofnunar um alþjóðamál sem starfrækt er í Póllandi (sjá www.csm.org.pl). Reiter hefur starfað sem blaðamaður og tilheyrði andófshreyfingunni pólsku á tímum kommúnistastjórnar- innar þar. Á árunum 1990–1995 var hann hins vegar sendiherra Pól- lands í Þýskalandi. Morgunblaðið lagði nokkrar spurningar fyrir Reiter. Janusz Reiter ’ Vestur-Evr-ópubúar verða að skilja að í sumum málefnum höfum við aðra sýn á hlut- ina, […] reynsla okkar er einfaldlega önnur en þeirra. ‘ Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is KAREN Jurgensen, ritstjóri USA Today, víðlesnasta dagblaðs í Bandaríkjunum, sagði starfi sínu lausu í fyrradag. Er ástæðan þær fréttafalsanir, sem einn kunnasti fréttamaðurinn á blaðinu hafði kom- ist upp með í áratug eða meira. Engin ástæða var nefnd í tilkynn- ingu um brotthvarf Jurgensen, sem verið hefur ritstjóri blaðsins frá 1999. En í annarri frétt sagði, að hún hefði sagt af sér vegna rannsóknar á fréttafölsunum blaðamannsins Jack Kelleys. Hann skrifaði um erlend tíðindi í blaðið. Kelley var látinn hætta á blaðinu í janúar sl. en þá hafði hann orðið upp- vís að því að hafa falsað fréttir í lang- an tíma auk þess að seilast í annarra manna skrif. Var hann meðal annars kunnur fyrir æsileg skrif um alþjóð- lega hryðjuverkastarfsemi, sem oft reyndist síðan enginn fótur fyrir. Sumir samstarfsmenn Karenar í meira en tvo áratugi efast um, að Kelley-málið hafi verið eina ástæðan fyrir því, að hún hætti og benda á, að Kelley hafi komist upp með blekk- ingarnar í tíð þriggja fyrirrennara hennar. Hefur þetta vakið mikla um- ræðu um ábyrgð á störfum blaða- manna og telja margir, að hún hljóti á endanum að vera hjá ritstjóranum. Þetta er í annað sinn á innan við ári, sem svona hneyksli kemur upp í Bandaríkjunum. Í júní í fyrra sagði Howell Raines upp sem einn af rit- stjórum dagblaðsins New York Tim- es eftir að upp komust miklar fals- anir fréttamannsins Jayson Blairs. Hann var, eins og Kelley, látinn hætta störfum. Afsögn vegna fréttafalsana Ritstjóri USA Today axlaði ábyrgð á fölsunum kunns blaðamanns Washington. Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.