Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 41
verkum, eins og við segjum í verk- takabransanum, rifjast upp og fá nú miklu sterkara gildi en fyrr. Salt- fiskur og grjónagrautur í hádeginu á laugardögum. Svo miklu betra en flest annað og kom mannskapnum í ákveðið hátíðarskap. Þetta kunni Sigga og allir gátu fengið aftur á diskana. Við kynntumst henni fyrst við gerð Blönduvirkjunar 1989 til 1991 og svo birtist hún aftur hjá okkur við gerð Hvalfjarðarganga í apríl 1996. Upp í Sultartangavirkjun var svo farið í apríl 1998 og fengum við fyrst aðstöðu niðri við Búrfellsvirkj- un þar sem vinnubúðirnar voru á kafi í snjóskafli. Og vatnið frosið. Bræddi þá Sigga snjóinn í pottum og eldaði mat eins og ekkert væri sjálfsagðara. Og hafði gaman af öllu saman. Lýsir henni vel að bjarga málunum við erfiðar aðstæður. Og stundum komum við allt of seint í mat og fengum svip sem endaði með brosi og allir urðu saddir. Síðan Smáralind og gatnamót við Mjódd og þaðan út á Keflavíkurflugvöll. Og loks austur á Reyðarfjörð til að gera jarðgöng til Fáskrúðsfjarðar. Ekki hvarflaði að okkur að það yrði síð- asta mötuneytið hennar Siggu að stjórna. Að lokum viljum við þakka fyrir samveruna og sendum við Steindóri og fjölskyldu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð veita þeim styrk til að komast yfir missinn. Fyrir hönd Ístaksfólks við Fá- skrúðsfjarðargöng Steindór Óli Ólason. MESSUR/KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 41 ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Barnakór. Lok barnastarfs að vori. BÚSTAÐAKIRKJA: Hverfisdagur betra lífs í Bústaðahverfi. Skrúðganga frá Grímsbæ. Stund í kirkjunni kl. 13.30. Þaðan haldið niður í Vík, þar sem haldin verður dagskrá. HALLGRÍMSKIRKJA: Skátaguðsþjónusta kl. 11 í umsjón sr. Sigurðar Pálssonar. HÁTEIGSKIRKJA: Taizé-messa kl. 20. LANDSPÍTALI HÁSKÓLASJÚKRAHÚS: Grensás: Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Ferming kl. 11. Org- anisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. LAUGARNESKIRKJA: Fermingarmessa kl. 11. Kór Laugarneskirkju syngur. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjarni Karlsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Stutthelgistund kl. 14 í Fella- og Hólakirkju við upphaf há- tíðarhalda dagsins í Fella- og Hólahverf- um. Prestur sr. Svavar Stefánsson og org- anisti Lenka Mátéová. GRAFARVOGSKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og 13.30. SELJAKIRKJA: Sumardagurinn fyrsti. Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 13.30. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Blóma- messa sumardaginn fyrsta kl. 14. Barna- og unglingakór Víðistaðakirkju syngur und- ir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur. Sig- urður Skagfjörð syngur einsöng. Allir vel- komnir. www.vidistadakirkja.is. KÁLFATJARNARSÓKN: Fermingarmessa í Kálfatjarnarkirkju sumardaginn fyrsta kl. 11. VÍDALÍNSKIRKJA: Skátaguðsþjónusta kl. 13. Skátar úr Skátafélaginu Vífli annast fánaburð og vígslu nýrra félaga og aðstoða við athöfnina. Gunnar Örn Erlingsson, framkvæmdastjóri íþróttamiðstöðvarinn- ar, flytur hugleiðingu. Félagar úr Kór Vídal- ínskirkju leiða sönginn. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr Friðrik J. Hjartar þjónar. Skrúðganga að lokinni guðsþjónustu. Allir velkomnir. Prestarnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjón- usta sumardaginn fyrsta kl. 13.30. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Natalíu Chow organista. Baldur Rafn Sigurðsson. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fimmtudagur 22. apríl: Sumardagurinn fyrsti. Skátaguðs- þjónusta kl. 13. Athugið breyttan tíma vegna skrúðgöngu frá skátaheimilinu kl. 12.30. A: Sálm. 104.1–14, Fil. 4.4–9, Lúk. 17.11–19. Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Skátar aðstoða og lesa ritning- arlestra. Hrafnhildur Atladóttir, skátafor- ingi, sér um vígsluathöfn. Barnakór Kefla- víkurkirkju syngur sumarlög. Félagar úr Kór Keflavíkurkirkju leiða almennan söng ásamt barnakórnum. Organisti og söng- stjóri ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur: Há- kon Leifsson. Meðhjálpari Helga Bjarna- dóttir. Sjá Vefrit: keflavikurkirkja.is. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 13.30. Fermdur verður Skúli Guðmundsson, Þór- ólfsgötu 17a. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Skátamessa á sumardaginn fyrsta 22. apríl kl. 10. Jóna Benediktsdóttir predikar. Skátar aðstoða við helgihaldið. Fermingarmessa laugar- daginn 24. apríl kl. 14. Sóknarprestur. AKUREYRARKIRKJA: Skátamessa sum- ardaginn fyrsta kl. 11. Sr. Jóna Lísa Þor- steinsdóttir. Ræðumaður Baldur Dýrfjörð. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. GLERÁRKIRKJA: Fermingarmessa kl. 13.30. Sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson þjóna. Félagar úr kór Glerárkirkju. Organisti Hjörtur Steinbergs- son. SVALBARÐSKIRKJA: Fermingarguðsþjón- usta kl. 11 og kl. 13.30. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Ferming- arguðsþjónusta 22. apríl kl. 13.30. Kór Odda- og Þykkvabæjarsókna syngur. Org- anisti Nína M. Morávek. Altarisganga. Sr. Skírnir Garðarsson. SELFOSSKIRKJA: Skátamessa sumar- daginn fyrsta kl. 11. Sóknarprestur. Sumardagurinn fyrsti Morgunblaðið/ÓmarÓlafsvíkurkirkja Samkirkjuleg uppskeruhátíð Alfa í Grafarvogskirkju Í KVÖLD kl. 20 verður samkirkjuleg uppskeruhátíð Alfa á Íslandi í Graf- arvogskirkju. Þá koma allir saman sem tekið hafa þátt í hinum vinsælu Alfa-námskeiðum á Íslandi á und- anförnum árum. Þeir sem standa að uppskeruhá- tíðinni eru allir söfnuðir og fé- lagasamtök innan þjóðkirkjunnar sem boðið hafa upp á Alfa-námskeið, ásamt Fríkirkjunni Kefasi, Fríkirkj- unni Veginum, Hvítasunnukirkjunni og Íslensku Kristskirkjunni. Á uppskeruhátíðinni verður sann- kölluð Alfa-stemming, lofgjörð og vitnisburðir. Sr. Kjartan Jónsson kristniboði, verður ræðumaður kvöldsins. Tónlistarflutningur er í umsjá Þorvaldar Halldórssonar, Ómars Guðjónssonar, Erlu Kára- dóttur og Rannveigar Káradóttur. Kynnir kvöldsins er Jón Þór Eyjólfs- son. Fyrirbænaþjónusta í lok sam- verunnar. Kvöldstundinni lýkur með „Pálínuboði,“ þar sem allir koma með eitthvert kaffibrauð og leggja á eitt stórt hlaðborð. Allar upplýsingar um Alfa- námskeiðin er hægt að nálgast á www.alfa.is Fögnum sumri með því að fjöl- menna á samkirkjulega uppskeru- hátíð Alfa í Grafarvogskirkju í kvöld. Biðjum fyrir borginni AÐ morgni fimmtudagsins, 22. apríl, fer fram bænaganga í kringum Reykjavík. Borgarmörkunum hefur verið skipt upp í 7 gönguleggi og munu 7 hópar frá jafn mörgum kirkjum umvefja höfuðstaðinn í bæn meðan á göngunni stendur. Að göngunni standa eftirtaldar kirkjur; Hvítasunnukirkjan Fíla- delfía, Fríkirkjan Vegurinn, Digra- neskirkja, Betanía, Hjálpræðisher- inn í Reykjavík, Íslenska Kristskirkjan og Óháði söfnuðurinn. Undirbúningur og skipulag göng- unnar er á hendi tveggja kristilegra útivistarhópa; Foglander og 7TS. Útlit er fyrir að um 150 manns taki þátt í göngunni. Gönguleggir eru frá 4,5 til 8,4 km að lengd. Stysta legginn tekur um klukkustund að ganga og þann lengsta um 2½ klst. Gangan er hugs- uð fyrir fólk á öllum aldri og er öll- um opin. Þátttakendur velja sér hentugan legg, mæta á tilsettum tíma, ganga með hópnum í bæn og njóta jafnframt útiveru og sam- félagsins. Tilgangur göngunnar er að taka fyrir málefni höfuðborgarinnar,og íbúa hennar, í kröftugri bæn. Að lok- inni göngu hittast þátttakendur í matsal Fíladelfíu, Hátúni 2, og eiga sameiginlega bænastund sem lýkur með léttum hádegisverði. 7 gönguleggir Leggur 1 – Vesturbær: Mæting kl. 9.30 fyrir framan Hagkaup við Eið- istorg. Vegalengd 6,2 km. Leggur 2 – Sundin: Mæting kl. 9.30 við Listasafn Sigurjóns í Laug- arnesi. Vegalengd 6 km. Leggur 3 – Grafarvogur: Mæting kl. 9.30 við Bryggjugarð (höfnina). Vegalengd 7 km. Leggur 4 – Grafarholt: Mæting kl. 9 á bílastæðinu við enda Barðastaða. Vegalengd 8,4 km. Leggur 5 – Breiðholt: Mæting kl. 9 við Árbæjarlaug. Vegalengd 8 km. Leggur 6 – Fossvogur: Mæting kl. 10 á bílastæðinu við Sprengisand. Vegalengd 4,5 km. Leggur 7 – Skerjafjörður: Mæting kl. 9.50 á bílastæðið við ylströndina í Nauthólsvík. Vegalengd 5 km. Kirkjustarf Morgunblaðið/Jim Smart Grafarvogskirkja Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í Safnaðarheimilinu. Sr. Þorvaldur Víðisson. Kl. 20 kóræfing kirkju- kórs Landakirkju. AD KFUM í húsi KFUM og KFUK að Holta- vegi. Enginn fundur í kvöld kl. 20. Minnum á kaffisölu Skógarmanna. Glerárkirkja. Mömmumorgunn – opið hús fyrir foreldra og börn kl. 10–12. Léttur morgunverður. Hjálpræðisherinn, Akureyri. Kl. 20 ung- lingasamvera fyrir 8. bekk og upp úr. Hvítasunnukirkjan, Akureyri. Kl. 20 bibl- íufræðsla sem Snorri Óskarsson sér um. Allir eru velkomnir á samkomur í Hvíta- sunnukirkjunni. Safnaðarstarf Ferming í Glerárkirkju sumardaginn fyrsta kl. 13.30. Prestar sr. Gunnlaugur Garðarsson og sr. Arnaldur Bárðarson. Fermd verða: Andri Már Mikaelsson, Melasíðu 4 b. Arnar Haraldsson Krüger, Ekrusíðu 3. Axel Gauti Guðmundsson, Reykjasíðu 19. Bjarni Þór Bragason, Múlasíðu 10. Elín Inga Bragadóttir, Bogasíðu 2. Eva Hafdís Ásgrímsdóttir, Möðrusíðu 6. Guðný Vala Þorsteinsdóttir, Stapasíðu 15g. Halla Björnsdóttir, Rimasíðu 23b. Halla Soffía Tulinius, Búðasíðu 1. Haukur Hólm Ármannsson, Núpasíðu 2e. Inga Rún Jónsdóttir, Melasíðu 3a, íb. 101. Jóhann Gunnarsson, Núpasíðu 2 c. Kristinn Anton Harðarson, Búðasíðu 4. Lilja Magnúsdóttir, Múlasíðu 40. Linda Björg Jónsdóttir, Melasíðu 3a, íb. 101. María Hólmgrímsdóttir, Möðrusíðu 10. Oddur Grétarsson, Keilusíðu 2a. Rúnar Björn Reynisson, Stapasíðu 17e. Stefanía Helga Stefánsdóttir, Tungusíðu 18. Tryggvi Þór Skarphéðinsson, Bogasíðu 7. Örn Haraldsson, Tungusíðu 7. Ferming sumar- daginn fyrsta Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og vinur, JÓN BJÖRN BENJAMÍNSSON húsasmíðameistari, Kópavogsbraut 1a, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstu- daginn 23. apríl kl. 15.00. Alda Dagmar Jónsdóttir, Jón Sören Jónsson, Sólveig Sjöfn Helgadóttir, Jóhanna Björk Jónsdóttir, Pétur Jónsson, Sigríður Guðrún Jónsdóttir, Kristján Þ.G. Jónsson, Sigrún Anna Jónsdóttir, Sveinbjörn Egilsson, Kjartan Helgi Björnsson, Guðlaug Guðmundsdóttir, Hólmfríður Eyjólfsdóttir, afabörn og langafabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir til starfsfólks Landakots og Droplaugarstaða fyrir alúð og góða umönnun. Útförin fór fram frá Fossvogskapellu miðviku- daginn 14. apríl. Kristín R. Guðnadóttir, Einar Hermannsson, Árni Einarsson, Guðni Einarsson, Sigríður Ólafsdóttir, Einar Atli og Ólafur Breki Guðnasynir. Ástkær móðir okkar, dóttir, systir, mágkona og frænka, SNJÓLAUG G. STEFÁNSDÓTTIR verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi að morgni miðvikudagsins 21. apríl. Brynja Dan Gunnarsdóttir, Líney Dan Gunnarsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Stefán Gunnlaugsson, Gunnlaugur Stefánsson, Sjöfn Jóhannesdóttir, Guðmundur Árni Stefánsson, Jóna Dóra Karlsdóttir, Ásgeir Gunnar Stefánsson, Sigrún Björg Ingvadóttir, Finnur Torfi Stefánsson, Steinunn Jóhannesdóttir og bræðrabörn. MINNINGAR alltaf vildi allt fyrir mig gera og hún stóð vel með sínu fólki. Elsku besta amma mín, þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okk- ur. Þín Hjördís. Elsku besta amma langamma, það er leiðinlegt að þú ert farin frá okkur og það er erfitt að skilja það. Þú varst góð í bakstri og bjóst til bestu kleinur í heimi og kenndir mér svo margt. Ég veit að þú ert glöð hjá manninum þín- um honum afa Jóni. Það er örugglega ekki hægt að óska sér betri lang- ömmu. Ég ætla að vera dugleg að segja Hildi Védísi frá þér. Rembingskoss og stórt knús. Þín langömmustelpa. Heiðrún Valdís. Elsku langamma, takk fyrir hvað þú varst alltaf góð við okkur, söngst fyrir okkur og kenndir lög og vísur. Prjónaðir sokka og vettlinga svo okk- ur yrði ekki kalt. Og bjóst til besta hrísgrjónagraut og kjötbollur í heimi. Við vonum að þér líði vel á nýja staðn- um. Þín langömmubörn, Eir, Iðunn, Urður og Óðinn. Við fráfall Hjördísar móðursystur okkar koma upp í hugann minningar um einstaklega glaðværa, velviljaða og ósérhlífna manneskju. Mikill samgangur var alla tíð milli heimila systranna Hjördísar og Hlín- ar á Akureyri, þrír synir ólust upp á öðru, tvær dætur á hinu, svilarnir góðir vinir og skoðanabræður. Æsku- heimili þeirra, Haganes, stóð svo öll- um opið og þar voru margar sameig- inlegar samverustundir á árum áður. Þegar 85 ára gamall einstaklingur kveður þetta jarðlíf er sjaldgæft að hann sé sjálfum sér nógur og hafi jafnframt getu til að aðstoða og létta undir með öðrum, en þannig var Hjördís og hafði raunar verið allt sitt líf. Hún hafði þann hæfileika að rétta öðrum hjálparhönd eins og það væri gert fyrir hana sjálfa en ekki okkur hin sem nutum. Við systur viljum að leiðarlokum lýsa þakklæti til Hjördísar fyrir okk- ur og okkar fólk fyrir alla hennar vel- vild og umhyggju. Allar minningar okkar um Hjördísi frænku eru ljúfar. Sonum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Margrét og Úlfhildur Rögnvaldsdætur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.