Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 21
Hólmavík | Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir í
dag, sumardaginn fyrsta, Frænku Charleys
eftir Brandon Thomas. Um er að ræða einn vin-
sælasta farsa allra tíma. Verkið er skrifað árið
1892, en hefur staðist tímans tönn gríðarlega
vel og er raunar eina verk höfundarins sem hef-
ur ekki fallið í gleymskunnar dá, að sögn leik-
stjórans, Arnars S. Jónssonar.
Ættmóðir leikfélagsins
Frænkan hefur einu sinni áður, svo vitað sé,
lagt leið sínar á Strandir. Árið 1984 sýndi Ung-
mennafélagið Elding í Kollafirði þetta verk í
Broddanesskóla. Þeirri uppfærslu leikstýrði
Signý Sigmundsdóttir, amma Arnars. Þrátt
fyrir að Arnar væri þá aðeins sjö ára segist
hann muna mjög vel eftir þessari sýningu:
„Hún er greypt í minni mitt,“ segir hann og er
greinilegt að leiklistaráhugi hans hefur kviknað
snemma.
Það má líka með sanni segja að fjölskylda
Arnars sé haldin ættgengri leiklistarbakteríu,
enda er hann þriðji úr átta systkina hópi til að
leikstýra hjá Leikfélagi Hólmavíkur. Þá hafa
móðir hans, sem gárungar kalla ættmóður
Leikfélagsins, og fleiri af systkinum hans og
systkinabörnum tekið þátt í starfi Leikfélags-
ins á einn eða annan hátt.
Sjálfur á Arnar að baki flestar uppfærslur
allra leikara í Leikfélaginu, þrátt fyrir að vera
aðeins 27 ára. Þetta er þrettánda uppfærslan
sem hann tekur þátt í, en hann fer með lítið
hlutverk auk leikstjórnarinnar.
Tíu leikarar taka þátt í sýningunni og eru all-
ir frá Hólmavík og nágrenni. Auk þeirra vinnur
annar eins fjöldi aðstoðarfólks að sýningunni á
einn eða annan hátt. Að sögn Arnars gekk
þokkalega að manna öll hlutverk að þessu sinni.
Í Hólmavíkurhreppi búa aðeins um 500 manns
en þrátt fyrir það hefur starfsemi Leikfélagsins
verið gríðarlega öflug síðan það var vakið af
dvala seint á níunda áratugnum. Þessi upp-
færsla er sú 24. fyrir utan ýmsar uppákomur,
þátttöku í þorrablótum, góugleðum, bæj-
arhátíðum og menningarviðburðum, eins og
segir í leikskrá.
Leikfélag Hólmavíkur hefur jafnan verið
þekkt fyrir að vera eitt ferðaglaðasta leikfélag
landsins og sjaldnast er látið duga að sýna
nokkrar sýningar á heimavelli. Til að mynda
fór leikfélagið hringferð um landið með Djúpa-
víkurævintýrið fyrir nokkrum árum.
Að þessu sinni er áformað að sýna á Hólma-
vík, á Drangsnesi, Árnesi, Króksfjarðarnesi,
Ketilási í Fljótum og á höfuðborgarsvæðinu.
Sýningarnar verða alls níu og þeim lýkur laust
fyrir miðjan júní. Frumsýningin verður í
Bragganum á Hólmavík og hefst klukkan 20.30.
Þriðji úr systkina-
hópnum til að leikstýra
Frænka Charleys á
fjalirnar á Hólmavík
Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Leikhópurinn sem tekur þátt í Frænkunni á Hólmavík: Efri röð frá vinstri: Arnar S. Jónsson,
Jón Gústi Jónsson, Ester Sigfúsdóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Jórunn Helena Jónsdóttir, Úlfar
Örn Hjartarson og Matthías Lýðsson. Neðri röð frá vinstri: Sigríður Einarsdóttir, Einar
Indriðason og Ingibjörg Birna Sigurðardóttir. Fremst er Alda Guðmundsdóttir hvíslari.
Ólafsfjörður | Björgunarsveitin Tindur í
Ólafsfirði fékk á dögunum afhenta veglega
gjöf frá Slysavarnadeild kvenna og Kven-
félaginu í Ólafsfirði. Raunar voru það tvær
gjafir, samtals að verðmæti 778.000 krónur,
sem renna beint í bíla- og tækjakaup björg-
unarsveitarinnar.
Annars vegar er það sameiginleg gjöf
Slysavarnafélagsins og Kvenfélagsins upp á
278.000 krónur, en það er ágóði af sameig-
inlegri árshátíð félaganna og þorrablóti. Hins
vegar er það peningagjöf Slysavarnafélagsins
upp á 500.000 krónur, gagngert til að styðja
björgunarsveitina við kaupin á „nýja“ jeppan-
um í vetur.
Georg Kristinsson, formaður Björgunar-
sveitarinnar, veitti gjöfunum viðtöku og vildi
koma á framfæri kæru þakklæti til beggja fé-
laganna. Einnig vildi hann þakka öðrum sem
hafa styrkt björgunarsveitina að undanförnu,
t.d. þeim sem hjálpuðu við að kaupa 15 snjó-
flóðaýlur í vetur.
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Við nýja jeppann: Í höfuðstöðvum björg-
unarsveitarinnar Tinds sem hefur fengið
nafnið Tindasel. Frá vinstri: Ásta Andreas-
sen og Georg Kristinsson sem tekur við pen-
ingunum úr hendi Jónu Arnórsdóttur.
Hægra megin eru Ásdís Pálmadóttir og
Anna María Elíasdóttir.
Veglegar gjafir
Átt flú Íslandsvini?
Í vinning er fer› fyrir tvo til Reykjavíkur*
frá einhverjum af fjölmörgum áfanga-
stö›um Icelandair og gisting í flrjár
nætur á Nordica Hotel.
Innifali› er dekurdagur í Laugum –
Spa, glæsilegur kvöldver›ur
fyrir tvo í Sjávarkjallaranum og
Gestakort Reykjavíkur í flrjá daga,
sem veitir frían a›gang a› helstu
söfnum borgarinnar, öllum sundlaugum
og strætó. Auk fless veitir korti› frábær
afsláttarkjör af ‡mis konar afflreyingu,
vörum og veitingum.
Far›u á www.visitreykjavik.is
og flú gætir or›i› gestgjafi ársins flér
a› kostna›arlausu.
Sendu erlendum vinum og vi›skiptafélögum póstkort í gegnum www.visitreykjavik.is og bjóddu
fleim til höfu›borgar Íslands me› persónulegri kve›ju frá flér. fiar me› lenda fleir í sérstökum
happdrættispotti sem dregi› ver›ur úr fyrir 15. maí.
* Fer›in gildir ef bóka› er me› lágmark flriggja vikna
fyrirvara á tímabilinu 15. maí 2004 – 15. maí 2005
a› undanskildu tímabilinu
15. júní – 15. ágúst.
Vinningshafi grei›ir
flugvallarskatta.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
H
BS
2
43
79
04
/2
00
4
Ferðamálaráð Íslands
www.icetourist.is