Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 51
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 51 Mikið úrval - Gott verð 10% afsláttur m.v. staðgreiðslu RAÐGREIÐSLUR á handhnýttum, austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli, Sigtúni, Reykjavík Sölusýning Í dag, fimmtudag 22. apríl, kl. 13-19 Sími 861 4883 Töfrateppið Í VIÐTALI í Morgunblaðinu 30. mars síðastliðinn heldur Bjarni F. Einarsson ýmsu fram sem við sem sátum í umræddri dómnefnd getum ekki látið ósvarað. Dylgjum Bjarna um einkavina- væðingu og að fyrirfram hafi verið ákveðið hver hlyti umrætt starf, og persónulegum ásökunum á nafn- greinda einstaklinga vísum við á bug og teljum þetta ekki svaravert. Þessi ummæli segja meira um hann en þá sem hann gagnrýnir. Við viljum hins vegar gera nokkra grein fyrir starfi okkar í dómnefndinni um umrætt starf fyrir Háskóla Íslands. Allir umsækjendur um starfið full- nægðu þeim kröfum sem Háskóli Ís- lands gerir um menntun við ráðn- ingu kennara við skólann. Að teknu tilliti til þessa lagði dómnefndin mesta áherslu á að meta vísindalegt gildi rita og rannsókna umsækjend- anna, svo sem vera bar. Eins og öll- um umsækjendum var kunnugt, var verið að efna til kennslu í fornleifa- fræði sem sjálfstæðri grein í fyrsta sinn. Nefndin taldi að henni bæri skylda til þess að sýna á afdráttar- lausan hátt hvort umsækjendur væru hæfir til þess að móta kennslu í þessu nýja fagi við skólann. Aðeins eitt starf í fornleifafræði var auglýst og farsæl framtíð greinarinnar við skólann var í húfi. Það var með þessi markmið að leiðarljósi, og engin önnur, sem dóm- nefndin vann sitt verk og komst að þeirri niðurstöðu sem raun varð á. Í dómnefndarálitinu var fjallað á já- kvæðan hátt um hæfni Bjarna við stjórnun fornleifauppgrafta og um þau verk hans sem lagt hafa skerf til íslenskrar fornleifafræði. Stór hluti þeirra fræðiverka sem hann lagði fram til mats stóðst hins vegar ein- faldlega ekki þær kröfur sem gera þarf til háskólakennara og var hann því talinn vanhæfur til að gegna starfinu. Þessi varð niðurstaðan þótt Bjarni hafi lokið doktorsprófi í forn- leifafræði. Á það reyndi aldrei hvort við teldum Bjarna hæfan á grund- velli doktorsritgerðar hans einnar, það var heildarmatið á þeim verkum sem hann sendi með umsókn sinni sem réð úrslitum. Bjarni víkur að ágreiningi sem varð í heimspekideild um niðurstöð- ur dómnefndar. Deildarfundur heimspekideildar valdi annan þeirra tveggja umsækjenda sem dómnefnd taldi hæfa. Um hann hefur síðan ríkt sátt í deildinni og stuðningur við störf hans er eindreginn. Bjarni víkur að rannsóknum sín- um á Hólmi og Hjarðarbólsodda. Um rannsóknina á Hólmi er það að segja að hann taldi sig hafa fundið þar blóthús og fullyrðir það í ritverk- um sem hann lagði fram til mats, m.a. í skýrslu um rannsóknina, svo sem í titli hennar. Ef rétt er væri þetta líklega eina blóthús á Norður- löndum. Niðurstaða okkar var sú að Bjarna væri engan veginn stætt á þessum ályktunum og þessi niður- staða okkar hefur í engu breyst. Á Hjarðarbólsodda gróf Bjarni upp naust eða hróf og var tóftin ‘sennilega ekki mikið eldri en frá miðri 20. öld’ og ‘samkvæmt þessu nýtur rústin ekki friðunarákvæða þjóðminjalaga og er því ekki forn- leifar’ eins og segir í skýrslu hans um rannsóknina. Við fundum að því að Bjarni skyldi grafa þessa tóft upp nákvæmlega, stein fyrir stein. Rétt- læting hans er sú að eðlilegt hefði verið að kanna hvort undir leyndist eldri tóft en svo var ekki. Hin eðlileg- asta aðferð til að ganga úr skugga um þetta var að grafa könnunarholu eða einfaldan könnunarskurð en það gerði Bjarni ekki. Í athugasemdum við drög að áliti okkar sagði Bjarni að ‘yfirvöld’ hefðu falið sér að grafa svo nákvæmlega sem hann gerði. Síðan nefndi hann til Vegagerðina sérstaklega og núna síðast í viðtalinu segir hann að ‘ákvörðun um uppgröft hafi verið í höndum Vegagerðarinn- ar og Minjavörslunnar’ og er ekkert af þessu nefnt í skýrslu hans. Sem sérfræðingi bar Bjarna að meta hvort grafa ætti og þá hvernig. Hann segir í viðtalinu að rannsókn á um- ræddu nausti á Snæfellsnesi sýni hvernig sambærileg naust á Suður- landi ‘kynnu að hafa litið út’. Hvernig svo sem á að skilja þetta þá er þessi ástæða ekki nefnd í skýrslunni. Núna er eins og hið sýnilega naust hafi verið aðalatriðið eftir allt saman en ekki eitthvert hugsanlegt eldra naust undir því. Um þessar rannsóknir Bjarna á Hólmi og Hjarðarbólsodda höfðum við orðalag sem hæstiréttur taldi óviðurkvæmilegt og þykir okkur það miður. Bjarni segir að erlendis sé stöðu- veitingum öðruvísi háttað en á Ís- landi. Sá munur felst fyrst og fremst í því að fjöldi umsækjenda um hvert starf er yfirleitt mun meiri en svo að unnt sé að meta hvern og einn niður í kjölinn. Í litlu samfélagi eins og hinu íslenska er hætta á því að þeir sem lenda í því að dæma hæfni annarra séu sakaðir um persónulega hlut- drægni. Það er afar mikilvægt að slíkar ásakanir nái ekki að setja höft á fræðilega umræðu og gagnrýni innan Háskóla Íslands og á almenna fræðilega umræðu á Íslandi. Guðrún Sveinbjarnardóttir Helgi Þorláksson John Hines GUÐRÚN SVEINBJARN- ARDÓTTIR PhD, FSA, Institute of Archaeology, University College London, 31-34 Gordon Square, London WC1H 0PY. Svar við gagnrýni Bjarna F. Einarssonar Frá Guðrúnu Sveinbjarnardóttur í London: AFMÆLI ÓLAFUR Björnsson, útgerðarmaður og eð- alkrati í Keflavík, er áttræður í dag. Mér er sagt hann njóti nú ævikvöldsins við sól- bakaðar strendur suð- ursins. Sjávarniður- inn gæti samt minnt hann á hrjóstrugri strendur norðar, það- an sem hann hóf sjó- mannsferil sinn ung- lingur með tvær hendur tómar, vart af barnsaldri. Frá ísi- lögðum ströndum Eystrasalts flytjum við Bryndís hon- um vinarkveðjur og árnaðaróskir. Ef ég ætti að lýsa Ólafi í einni setningu, þá væri hún þessi: Hann er enginn veifiskati. Æðrulaust karl- menni og hjartahlýr mannvinur í senn. Karlmennskan efldist við keip- inn, þar sem óharðnaður unglingur- inn mátti leggja sig allan fram við að halda sínum hlut við fíleflda harð- jaxla. Sú lífsreynsla meitlaði svip og stældi kjark. Þaðan er Ólafi runnið í merg og blóð að láta aldrei sinn hlut fyrir neinum, og allra síst fyrir oflátung- um og merkikertum. En þessi lífs- reynsla kenndi honum líka ungum örlæti í garð þeirra, sem minna mega sín. Hann þurfti ungur fyrir öðrum að sjá og aðrir að treysta á hann. Og þannig hefur hann reynst öðrum stoð og stytta, þegar á hefur reynt í sviptivindum mannlífsins. Hugsjón Ólafs – jafnaðarstefnan – er af þess- um rótum runnin. Hún er runnin honum í merg og blóð. Sá sem á ungum aldri velst til þess að bera ábyrgð á lífi og limum ann- arra í áhöfninni, í tvísýnni baráttu við óblíð náttúruöfl, þroskar með sér ríka ábyrgðarkennd. Þannig er jafn- aðarstefna Ólafs. Hann var sjálfum sér samkvæmur á sjó og landi. Jafnaðarstefna hans er ekki bara kröfu- gerð, heldur krafa um ábyrgð. Suðurnesja- kratar af kynslóð Ólafs voru margir steyptir í það mótið. Þeir hugsuðu eins og meirihlutamenn. Og undu því lítt, ef þeir voru það ekki. Líka þess vegna áttum við vel skap saman. Þar sem þetta er af- mæliskveðja en ekki minningarorð, læt ég ógert að rekja starfsferil Ólafs. Það bíður síns tíma. Margur maðurinn mætti þó vera sáttur við minna dagsverk: Sjómaður, skip- stjóri, útgerðarmaður, fiskverkandi, útflytjandi, athafnamaður – alls staðar þar sem þurfti að taka til hendi. En lífið var ekki bara saltfisk- ur heldur líka pólitík: Félagsmála- frömuður og foringi í samtökum sjó- manna, í verkalýðshreyfingunni, í Alþýðuflokknum, í bæjarstjórn og á Alþingi, þótt hann staldraði þar stutt við. Og alltaf samur við sig: Einarður og afdráttarlaus í skoðunum og ódeigur í athöfnum. Það munaði um hann, alls staðar þar sem hann lét að sér kveða. Áttræður getur hann litið af æðru- leysi yfir farinn veg, sáttur við Guð og menn. Þeir eru ófáir, samferða- mennirnir, sem eiga honum gott að gjalda og munu hugsa hlýlega til hans á þessum degi. Vonandi munu þær hlýju hugsanir, sem berast hon- um að heiman á afmælisdaginn, ylja honum um hjartarætur, þótt hann taki því trúlega mátulega hátíðlega og sýnist lítt uppveðraður. Enda aldrei að vita nema hann eigi enn eft- ir að taka til hendinni, ef þörf krefur. Helsinki, 17. apríl 2004. Jón Baldvin. ÓLAFUR BJÖRNSSON GUÐMUNDUR Arason varð 85 ára 17. mars síðastliðinn og er enn að æfa og kenna hnefaleika. Guðmundur hefur kennt fjölda Ís- lendinga íþróttina á þessum 70 ára ferli sínum. Hann hófst þegar hann var 15 ára gamall í íþróttasal Mennta- skólans í Reykjavík, en þá hafði Glímufélagið Ármann leikfimissalinn til afnota. Guðmundur er strangur þjálfari og krefst þess að menn mæti vel á æfing- ar enda fer árangurinn eftir því. Margir afburðagóðir hnefaleikarar hafa notið leiðsagnar hans, svo sem Íslandsmeistarar, Reykjavíkurmeist- arar og Ármannsmeistarar. Einnig hefur Guðmundur keppt við nokkra erlenda hnefaleikara og er mér minnistæðust keppnin við Otto von Porat 1948. Otto von Porat var á lista fjögurra bestu hnefaleikara í heimi í þungavigt. Otto von Poratmótið var haldið á vegum Ármanns í Austurbæjarbíói 27. júlí 1948, fyrir troðfullu húsi áhorfenda. Guðmundur náði jafntefli á stigum við heimsmeistarann Otto von Porat. Þrír þátttakendur á Otto von Poratmótinu eru enn við æfingar hjá Guðmundi og hafa stundað hnefaleika í 60 ár. Þeir eru Þorkell Magnússon fyrrverandi útibússtjóri Landsbank- ans, Björn Eyþórsson prentarameist- ari og Matthías Matthíasson fyrrver- andi yfirverkstjóri. Þeir hafa allir unnið til meistaratitla í léttþungavigt, hér áður fyrr. Björn og Þorkell hafa haldið sér- stakan trúnað og vinskap við Guð- mund, öll þessi ár, og notið leiðsagnar hans með góðum árangri. Guðmundur hefur ætíð haldið á lofti merki Glímufélagsins Ármanns og stutt það dyggilega. Má í því sam- bandi nefna byggingu íþróttahússins við Sigtún. Guðmundur var sæmdur heiðursmerki Ármanns fyrir ómetan- legan stuðning við félagið. Guðmundur hefur byggt fyrir eigin reikning tvo íþróttasali við Skútuvog- inn, með fullkomnum tækjabúnaði fyrir iðkendur hnefaleikaíþróttarinn- ar. Kostnaður er upp á fleiri tugi milljóna króna. Í Skútuvogi 1C hefur Guðmundur stofnað „Hnefaleikafélag Guðmundar Arasonar“ með eigin merki. Þar hafa gamlir Ármenningar fengið að æfa með tilsögn hans. Nýir áhugamenn hafa fengið kennslu hjá honum og hafa þeir náð gífurlegum framförum í tækni. Ég leyfi mér að að segja eftir 60 ára reynslu af hnefaleikum, að nokkrir þeirra gætu örugglega orðið gullmenn á ólympískan mælikvarða. Guðmundur hefur aldrei tekið krónu af nokkrum manni, fyrir kennslu eða notkun tækja og æfinga- sala. Má því með sanni segja að vand- fundinn sé sá maður í heiminum, sem hefur fórnað öllum þessum tíma og mörgum tugum milljóna króna fyrir hnefaleikaíþróttina. MATTHÍAS MATTHÍASSON, fyrrverandi yfirverkstjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hefur kennt og æft hnefaleika í 70 ár Frá Matthíasi Matthíassyni, fyrr- verandi yfirverkstjóra há Raf- magnsveitu Reykjavíkur: Boxarar afhenda Guðmundi Arasyni viðurkenningu á 85 ára afmælinu hinn 17. mars. Frá vinstri: Björn Eyþórsson, Matthías Matthíasson, Guð- mundur og Þorkell Magnússon. Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.