Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 29
E
in af ástsælustu sviðs-
og kvikmynda-
leikkonum Dana, Mal-
ene Schwartz, er
stödd hér á landi og
mun kynna nýútkomna ævisögu
sína í Norræna húsinu í kvöld kl.
20. Malene Schwartz lék hlutverk
Maude í framhaldsþáttunum Mata-
dor sem margir muna enn eftir.
Ævisagan nefnist Livet er ikke
for begyndere, Lífið er ekki fyrir
byrjendur, og hefur notið mikilla
vinsælda í Danmörku frá því hún
kom út í fyrra. Malene kemur fram
í Norræna húsinu ásamt píanóleik-
aranum Nini Ørsnes.
Hún kveðst ætla að segja frá
bókinni sem lýsir lífi hennar bæði á
sviðinu og utan þess, en hún hefur
ferðast um gervalla Danmörku á
undanförnum mánuðum og flutt
þessa dagskrá við góðar und-
irtektir.
Eina konan í leikhússtjórastól
Auk leikferilsins hefur Malene
Schwartz jafnframt starfað sem
leikhússtjóri, nú síðast við Álaborg-
arleikhúsið (1994–2002) og var
lengst af eina konan í leik-
hússtjórastól í Danmörku og ásamt
leikkonunni Lone Herts var hún
fyrsta konan sem tók að sér leik-
hússtjórn í Danmörku fyrir um 20
árum.
Það á vel við að spyrja Malene
hvers vegna fleiri konur hafi ekki
vermt leikhússtjórastóla í Dan-
mörku fram að þessu. „Það er eng-
in kona í slíku embætti í dag í Dan-
mörku og hefur ekki verið síðan ég
hætti í Borgarleikhúsinu í Álaborg,
“ segir hún. Hún bætir við til skýr-
ingar að þegar hún segi engin kona
í leikhússtjórastól eigi hún við
stærri leikhúsin, þau sem styrkt
eru af ríki og/eða borg. „Konur eru
auðvitað mjög áberandi í dönsku
leikhúslífi og stjórna leikhópum og
smærri leikhúsum víða um landið.“
Hún rifjar upp viðbrögð við því
þegar hún ásamt Lone Herts tók
við Bristol-leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn árið 1984. „Þá var tekið
svo til orða að við ættum alla sam-
úð en líklega ekkert inni fyrir henni
og einn gagnrýnandi ráðlagði öllum
að taka á sig stóran krók framhjá
leikhúsinu okkar. Síðan þegar
fyrstu sýningarnar undir okkar
stjórn tókust vel þá þögnuðu þessar
raddir og ég hef aldrei heyrt neitt
slíkt síðan.“
Hún segist álíta að konur séu
óþarflega ragar við að sækjast eftir
hæstu embættunum í dönsku leik-
húslífi. „Kannski skortir þær kjark-
inn en ég er einnig á þeirri skoðun
að bestu manneskjuna eigi að ráða í
störfin og þá sé kynferði auka-
atriði.“
Silfurbrúðkaup Matadors
Líklega er Malene Schwartz Ís-
lendingum minnisstæðust sem
Maude, ein af aðalpersónunum í
sjónvarpsþáttunum Matador sem
sýndir voru í Ríkissjónvarpinu fyrir
nær 20 árum við gríðarlegar vin-
sældir.
Sjónvarpsmyndaflokkurinn
Matador skipar sérstakan sess í
danskri sjónvarpssögu. „Matador
skipti sköpum fyrir alla, bæði þá
sem tóku þátt og þá sem á eftir
hafa komið,“ segir Malene
Schwartz. „Þetta var fyrsta stóra
leikna þáttaröðin sem danska sjón-
varpið hafði framleitt og enginn átti
von á því að hún myndi slá svona í
gegn.“ Í fyrra var haldið upp á 25
ára afmæli þáttanna en þeir seljast
grimmt á myndbandsspólum og
geisladiskum og eru nánast orðnir
hluti af þjóðarímynd Dana. „Síðan
hefur gerð leikinna framhalds-
myndaflokka vaxið og dafnað í Dan-
mörku og allir eru sammála um að
það sé markaður fyrir hana þótt
þetta sé gríðarlega dýr fram-
leiðsla.“
Hér á landi hafa þættirnir Taxa
og Nikolaj og Julie notið mikilla
vinsælda og Malene Schwartz segir
að þessi gróska hafi skilað sér í
auknum áhuga almennings á öllu
leiknu efni, sjónvarpi, kvikmyndum
og leikhúsi. „Allir njóta góðs af
þessu. Ungu leikararnir í dag sem
leika í sjónvarpinu og kvikmynd-
unum eru sannkallaðar stjörnur í
Danmörku; þetta er gerólíkt því
sem var þegar ég var ung leikkona.
Svo þegar þessir þekktu leikarar
koma fram á leiksviði þá flykkist
fólk þangað til að sjá þá. Þetta hef-
ur jákvæð áhrif á allt leikhúslífið.“
Gróska í leikritun
Áhrif Malene Schwartz á danskt
leikhúslíf í gegnum starf hennar
sem leikhússtjóri í 20 ár er marg-
þætt. Eitt af því sem hún var frum-
kvöðull að á leikhússtjóraárum sín-
um í Kaupmannahöfn var stofnun
höfundasmiðju þar sem ungir höf-
undar gátu fylgst með uppsetn-
ingum sýninga og kynnst mögu-
leikum leikhússins og því hvernig
leikarar, leikstjórar og höfundar
geta unnið saman,“ segir hún og
nefnir þekkta höfunda á borð við
Line Knutzon og Morti Viscki sem
hófu feril sinn í höfundasmiðju und-
ir hennar stjórn. „Höfundasmiðja
þótti nýstárlegt fyrirbrigði á þeim
tíma en hefur orðið hluti af starf-
semi flestra leikhúsa í Danmörku
sem einhvers mega sín,“ segir hún
„Þessi áhersla á hlut höfundanna
hefur haft gríðarlega jákvæð áhrif
á danska leikritun og hún er mun
blómlegri í dag en hún var á þeim
tíma sem ég var að stíga fyrstu
sporin í leikhúsinu. Gróskan í fram-
leiðslu leikinna sjónvarpsþátta og
kvikmynda býður ungum höfundum
í dag einnig fjölbreytta möguleika á
að starfa við skriftir fyrir alla þessa
miðla,“ segir Malene Schwartz sem
mun slá á létta strengi í tali og tón-
um í Norræna húsinu í kvöld og
segja frá lífi sínu og þátttöku í
dönsku leikhúslífi.
Malene Schwartz kynnir nýútkomna ævisögu sína í Norræna húsinu
Matador skipti sköpum
Morgunblaðið/Ásdís
Malene Schwartz talar um líf sitt og feril í Norræna húsinu í kvöld.
havar@mbl.is
Laugavegi 32 sími 561 0075
HÚSFYLLIR var í Listasafni
Reykjanesbæjar sl. sunnudag þegar
ofanskráðir lágtíðnisöngvarar tróðu
upp við mikinn fögnuð. Formúlan frá
fordæmi Pavarottis, Domingos &
Carrerasar fer að vísu að verða svo-
lítið lúin, því álíka þríeyki hafa nú að
ég held birzt á öllum raddsviðum,
m.a.s. „Þrír kontratenórar“. Á hitt
má þó líta, að hlutverk bassasöngv-
ara bjóða ekki síður upp á gáskafulla
alþýðuskemmtun en önnur söngsvið,
og jafnvel frekar, þar eð óperubass-
ar – séu þeir ekki skúrkar eða harm-
þrungnir leiksoppar illra örlaga –
fara söngradda oftast með gaman-
mál. Enda sýndi yfir tuttugu atriða
löng dagskráin að af nógu væri að
taka, þó að alvarlegri hliðin kæmi
einnig við sögu.
Fyrst var óskráð atriði, O Isis und
Osiris úr Töfraflautunni þar sem
bassarnir líkt og í seinni samsöng
skiptust á erindum eða sungu í senn.
Því miður langoftast einradda, og
stafaði það að líkindum mest af tíma-
hraki samfara örðugleikum við að ná
hópnum saman þegar tveir eru önn-
um kafnir erlendis. Fórst þeim
þríein skipting Sarastros æðsta-
prests vel úr hendi, burtséð frá smá
minnisgloppu eftir millispilskaflann.
Margir söngtextar voru á þýzku
og fóru því ugglaust mismikið fram
hjá hlustendum í fjarveru útprent-
unar í tónleikaskrá. Hinir þýzku-
sleipari gátu þó gripið sitthvað úr
meinfyndnu lagi Kötschers, Ich bin
ein Baß, er Bjarni Thor söng með
fagkómískum tilþrifum, enda reynd-
ist hann fremstur allra í leikrænni
mímík. Tevje mjólkurpóstur úr Fiðl-
ara Bocks hefði einnig náð til fleiri á
íslenzku eða ensku í Ef ég væri rík-
ur, en Jóhann Smári Sævarsson
kaus samt að syngja á þýzku.
Kannski vegna fyrrtilgetins tíma-
hraks, er einnig lýsti sér í textafalli á
einum stað. Davíð Ólafsson sýndi
hljómmikla hæð í Ol’ Man River
Kerns, og Bjarni tefldi skemmtilega
saman dára og demón í Fló Múss-
orgskíjs. Irrlicht úr Vetrarferð
Schuberts var svolítið stirt hjá Jó-
hanni, en austurríski svínabóndinn
var jafn klaufkerskinn og fyrri dag-
inn hjá Davíð í Ja das schreiben
(Joh. Strauss).
Allir tóku bassarnir síðan fyrir ís-
lenzka syrpu með áðurgreindu nið-
urskiptingarfyrirkomulagi. Fyrst Í
dag er ég ríkur, Fögur sem forðum,
þá Nirfilinn, þar sem niðurlagsorðin
„grafa í jörð“ rumdu vitaskuld af
meiri sannfæringu á botnsviði en
tenórar hefðu megnað. Bjórkjallar-
inn með íslenzkum texta Guðmundar
Jónssonar frá hérlendum bjórbanns-
tíma leiddi síðan í Nótt Árna Thor-
steinssonar að viðbættu bassasprelli
í lokin er var tekið með kostum og
kynjum.
Af hápunktum seinnihlutans má
nefna safaríkt tenútó Davíðs í Il lac-
erato spirito úr Simon Boccanegra
Verdis, óviðjafnanlega þórðarglaða
túlkun Bjarna á La calunnia úr Rak-
ara Rossinis, alvöruþrunginn dúett
Jóhanns og Bjarna í gervum Fillipp-
os og inkvísatórsins úr Don Carlo
(Verdi), glettna meðferð Davíðs á
feita riddaranum Falstaff úr Kátu
konunum í Windsor (Nicolai), hina
ægifögru aríu Gremins úr Eugen
Onegin Tsjækovskíjs sem Bjarni
söng af líðandi innlifun og Kirkju-
garðs- og helgönguatriðin úr „gam-
andrama“ Mozarts, Don Giovanni,
þar sem rullum flagarans, þjóns
hans Leporellos og dómsdagsper-
sónu Il Commendatore var vel og
viðeigandi fyrir komið í höndum Jó-
hanns Smára, Davíðs og Bjarna
Thors. Aukalög Davíðs (Ma Curly
Headed Babby e. Clutsam), Jóhanns
(Í fjarlægð) og Aftangeislar sólar úr
Rínargulli Wagners þar sem Bjarni
var hinn fullkomni Wotan kölluðu
fram tryllt fótastapp og klapp á fæti
hjá hlustendum.
Enda þótt samkeyrsla uppákom-
unnar væri ekki með öllu snurðulaus
(þ.m.t. stundum frekar atkvæðalítill
píanóleikur Kopeckys), og hnyttið
hnútukast milli þessara húmorista
hyldýpisins hefði vel mátt vera
meira, var auðsjáanlega í burðarliðn-
um „show“ sem gæti átt eftir að
skáka flestum fyrri slíkum þrenning-
artilraunum íslenzkra einsöngvara.
Óþekkt kirkjuperla
Hátíðarmessa Césars Francks í
A-dúr mun varla hafa verið flutt áður
hér á landi. Skyldi engan undra, því
verkið, er belgískættaða tónskáldið
samdi 1860 en endursamdi fyrir of-
anskráða áhöfn 1872, virðist enn
hvítur hrafn á hljómdiskum og að
sama skapi sjaldan flutt erlendis. Ég
var því löglega afsakaður þótt kæmi
nýr að verkinu, og má gera ráð fyrir
að svipað hafi gilt um aðra áheyr-
endur.
Verður ekki annað sagt en að að-
standendur hafi hér ratað á forvitni-
legan feng, því „Messe solennelle“
var hið fegursta verk. Kom manni
ekki sízt á óvart hvað Franck skyldi
geta verið ferskur undir tönn miðað
við sum yngri kammerverk hans.
Tónmálið var frumlegt, fjölbreytt og
víða kraftmikið þó að héldist að
mestu hómófónískt, því varla var
aukatekið fúgató að finna, og fannst
manni raunar hálfskrýtið í klukku-
stundar löngu eldra kirkjuverki. Hér
mátti og heyra upphaflegu útgáfu
Francks af hinni alþekktu og mikið
fluttu mótettu Panis Angelicus, skot-
ið inn milli Credo og Agnus Dei.
Messunni lauk á hreint paradísísku
englahniti síðarnefnda þáttarins,
undirstrikuðu af hörpuslætti Elísa-
betar Waage, er áður átti sprækan
sprett í Gloria.
Hér var nokkuð stórt upp í sig tek-
ið fyrir lítinn kirkjukór. Samt tókst
stjórnanda vel að koma öllum helztu
sérkennum verksins til skila, og þó
að mér sýndist aðfengnu einsöngv-
ararnir oftast syngja með í kórköfl-
um, var hljómur kórsins furðukraft-
mikill, allþéttur og tónstaðan
yfirleitt hrein. Né heldur gleymdist
að draga fram dulúðina sem einnig
setti mikinn svip á verkið, m.a.s. í
textaköflum sem venjulega bjóða
upp á hlakkandi fögnuð eins og Et
resurrexit og Et vitam venturi.
Orgelleikur var gegnumgangandi
í öllu verkinu og leysti Lenka Mát-
éova viðamikið hlutverk sitt óaðfinn-
anlega af hendi. Meðleikshljóðfærin
selló og harpa voru í heild frekar
sparlega notuð af höfundi en komu
bráðfallega út, enda sömuleiðis í
beztu höndum. Af einsöngvurum
mæddi langmest á tenórnum, og var
Snorri Wium að vonum hljómmikill
og glæsilegur, þó að meiri yfirlega
hefði ugglaust leyft að gæla betur við
viðkvæmustu staði. Kristín R. Sig-
urðardóttir var og tilkomumikil
þrátt fyrir stundum ískyggilega
lausan fókus. Kórbassinn Gunnar
Jónsson fékk einnig allmörg ein-
söngstækifæri þar sem mikil radd-
fylling hans kom að góðum notum,
þó að vantaði aðeins meiri skerpu í
framburði og rytmískri mótun.
Minnst bar á einsöngshlutverki alts-
ins frá hendi höfundar en hljómaði
samt ágætlega þá sjaldan hann birt-
ist, þó að raddstyrkur Grétu Jóns-
dóttur væri áberandi minnstur í
fyrrgetnum félagsskap.
Húmoristar
hyldýpisins
„Hlutverk bassasöngvara bjóða ekki síður upp á gáskafulla alþýðuskemmt-
un en önnur söngsvið, og jafnvel frekar,“ segir meðal annars í umsögninni.
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Duushús, Keflavík
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
„Bassarnir 3“ frá Keflavík, Bjarni Thor
Kristinsson, Davíð Ólafsson og Jóhann
Smári Sævarsson. Kurt Kopecky píanó.
Sunnudaginn 18. apríl kl. 16.
Hjallakirkja
KÓRTÓNLEIKAR
Franck: Messe sollenelle í A Op. 12.
Kristín R. Sigurðardóttir sópran, Gréta
Jónsdóttir mezzosópran, Snorri Wium
tenór, Gunnar Jónsson bassi; Lenka
Mátéova orgel, Elísabet Waage harpa,
Bryndís Halla Gylfadóttir selló ásamt Kór
Hjallakirkju. Stjórnandi: Jón Ólafur Sig-
urðsson. Þriðjudaginn 20. apríl kl. 20:30.