Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 55 laugardaginn 24. apríl Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar Skráning á www.golf/gsg.is Upplýsingar í símum 421 2791 og 898 6942 Ræst út frá kl. 9.00-11.10 og frá kl. 13.00-15.10 Afmælismót GSG Golfklúbbur Sandgerðis  RON Artest, varnarmaður ársins í NBA-deildinni í körfuknattleik, hef- ur verið úrskurðaður í eins leiks bann þar sem hann fór inn á keppn- isvöllinn í leyfisleysi í leik Indiana Pacers gegn Boston Celtic í úrslita- keppni NBA. Artest var á vara- mannabekk liðsins og fór inn á þegar allt stefndi í áflog milli leikmanna.  ANTOINE Walker, leikmaður NBA-liðsins Dallas Mavericks, segir við fréttavef CBS að hann vilji meiri hraða í leik liðsins gegn Sacramento Kings, en liðin skoruðu samtals 221 stig í fyrsta leik liðanna í úrslita- keppninni, þar sem Kings hafði bet- ur. „Ekkert lið getur stöðvað okkur þegar við leikum eins hratt og við getum. Við þurfum að skora úr fleiri hraðaupphlaupum, stytta sóknirnar enn frekar og missa ekki boltann frá okkur. Ef það tekst mun ekkert stöðva okkur,“ sagði Walker.  DIKEMBE Mutombo, miðherji NBA-liðsins New York Knicks, seg- ir að hann vilji fá stærra hlutverk í leik liðsins í úrslitakeppninni gegn New Jersey Nets, en Mutombo lék aðeins í 14 mínútur í fyrsta leik lið- anna sem Nets vann. Nazr Mo- hammed hefur verið í byrjunarliðinu undanfarna mánuði og eftir að Vin Baker kom til liðsins hefur Mutombo mátt sætta sig við enn minna hlut- verk hjá þjálfara Knicks, Lenny Wilkens.  BANDARÍSKI kylfingurinn Stew- art Cink er í 22. sæti á heimslist- anum í golfi en hinn þrítugi Cink hef- ur aldrei náð svo hátt á heimslistanum áður. Hann sigraði á PGA-mótinu MCI Heritage sl. sunnudag og fer upp um 21. sæti. Tiger Woods er sem fyrr í efsta sæti en hann hefur verið samfellt í 245 vikur í efsta sæti og 315 vikur alls á ferlinum. Hann er 16 vikum frá meti Greg Norman frá Ástralíu sem var samfellt í 331 viku í efsta sæti. FÓLK DIDIER Deschamps, þjálfari franska knattspyrnuliðsins Mónakó, fær mikið hrós fyrir stjórnun sína á liðinu í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeild Evrópu í fyrrakvöld. Vassilis Zakis, leikmaður Mónakó, var rekinn af velli á 53. mínútu þegar staðan var 1:1 en samt náði franska liðið að knýja fram sigur, 3:1. Það vakti athygli að lið Mónakó lagðist ekki í vörn þrátt fyrir að vera manni færri og Deschamps tefldi áfram fram tveimur sóknarmönnum, í stað þess að taka annan af velli og freista þess að halda fengum hlut. „Ég ákvað að leggjast ekki í vörn þar sem mínir menn eru miklir sókn- armenn í eðli sínu. Við fengum líka meira pláss til að sækja eftir að Chelsea bætti við þriðja sóknar- manninum hjá sér. Ég valdi að leika áfram með tvo menn í framlínunni því ég vildi að við myndum nýta okk- ur auðu svæðin og skapa okkur marktækifæri. Lið Mónakó hefur skorað mikið af mörkum í Meistaradeild Evrópu í vetur og á tvo markahæstu leikmenn keppninnar. Þeir skoruðu báðir gegn Chelsea, Fernando Morientes skoraði sitt áttunda mark og Dado Prso sitt sjöunda. Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea, var seinheppnari í sínum ákvörðunum en þrjár inná- skiptingar hans skiluðu ekki ár- angri. Deschamps kom kollega sín- um til varnar: „Þetta er alltaf eins, þjálfarinn á 10 prósent í sigurleikj- unum en ber 95 prósent ábyrgð á tapleikjunum. Ég tók réttar ákvarð- anir að þessu sinni, hann rangar, en þetta er líka alltaf spurning um heppni,“ sagði Deschamps, fyrrum leikmaður Chelsea og fyrirliði frönsku heimsmeistaranna árið 1998. Vildi ekki leggjast í vörn LANDSLIÐSMAÐURINN Þórður Guðjónsson á við meiðsli að stríða og óvíst er hvort hann getur tekið þátt í landsleiknum gegn Lettum í Ríga í næstu viku. Þórður meidd- ist á nára á æfingu Bochum-liðsins á föstudaginn og var þar af leið- andi ekki í leikmannahópi liðsins í leiknum gegn Köln á sunnudaginn og ekki lítur út fyrir að hann geti verið með í æfingaleiknum gegn gömlu félögunum í ÍA sem fram fer í kvöld. „Ég þurfti að hætta á æfingunni í dag svo það lítur ekki út fyrir að ég get spilað á móti ÍA miðað við hvernig þetta var í dag,“ sagði Þórður við Morgunblaðið í gær. Var fyrirliði í Albaníu „Ég er að vonast til að þessi nárameiðsli séu minni háttar og að ég verði kominn á fullt aftur fyrir landsleikinn þannig að ég geti tekið þátt í honum,“ sagði Þórður, en hann var fyrirliði í sín- um 50. landsleik – tapleiknum gegn Albaníu í Tirana á dögunum og skoraði eina mark íslenska liðs- ins, 2:1. Óvíst hvort Þórður fer til Lettlands Claudio Ranieri, knattspyrnu-stjóri Chelsea, tók strax á sig sökina eftir leikinn en lið hans fékk á sig tvö mörk, manni fleiri, í Món- akó og tapaði fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinn- ar, 3:1. Eiður Smári sagði hins veg- ar að leikmennirnir hefðu ekki stað- ið sig sem skyldi og frammistaða liðsins í síðari hálfleik væri óásætt- anleg. „Þetta eru okkur mikil vonbrigði vegna þess að við héldum ekki takti þegar við vorum orðnir manni fleiri. Það er reyndar ekki hægt að gagn- rýna okkur fyrir að leggja ekki nægilega hart að okkur, en við spil- uðum sem einstaklingar en ekki sem lið í síðari hálfleiknum. Þegar liðið missir taktinn, geta menn hald- ið áfram að hlaupa og berjast en það kemur ekkert út úr því. Við settum Mónakó undir pressu þegar við vorum manni fleiri en skoruðum ekki, og annað mark þeirra var okk- ur mikið áfall. Síðasta hálftímann lékum við langt undir getu. Það eru mikil vonbrigði að hafa tapað því þegar flautað var til leikhlés vorum við mjög bjartsýnir þar sem við höfðum góð tök á leiknum. Ekki síst þar sem við tókum vel við okkur þegar við lentum undir í fyrri hálf- leiknum.“ Eiður sagði ennfremur að það yrði afar erfitt verkefni að vinna upp tveggja marka forskot Mónakó í síðari leiknum á Stamford Bridge. „Það verður ekki erfitt að lyfta leik liðsins en verkefnið er stórt. Við komum okkur sjálfir í þessa stöðu og þurfum að sýna styrk til að vinna okkur út úr henni,“ sagði Eið- ur Smári Guðjohnsen. Reuters Frank Lampard, Eiður Smári Guðjohnsen og Claudio Ranieri slá á létta strengi á æfingu fyrir leikinn gegn Mónakó. „Komum okkur í þessa stöðu“ „ÞAÐ erum við leikmennirnir sem eigum sök á hvernig fór, við urð- um of værukærir þegar einn leikmanna Mónakó var rekinn af leik- velli,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrirliði í knatt- spyrnu, við enska blaðið Evening Standard í gær. EIÐUR Smári Guðjohnsen þótti einn af betri leikmönnum Chelsea í viðureigninni við Mónakó í undanúrslitum Meist- aradeildar Evrópu í knattspyrnu í fyrrakvöld á Stade Louis- leikvellinum í Mónakó. Evening Standard gefur honum 6 í ein- kunn af 10 mögulegum og að- eins Frank Lampard fær betri einkunn af leikmönnum Chelsea, eða 7. Auk Eiðs fá markvörð- urinn Marco Ambrosio og vinstri bakvörðurinn Wayne Bridge einkunnina 6 en aðrir fá 5 eða 4. Þeir Marcel Desailly og Claude Makelele eru lægstir með 4 og sömu einkunn fær knattspyrnustjórinn Claudio Ranieri fyrir misheppnaðar breytingar á liðinu. Sverðið ristir dýpra „Sverð Romans Abramovichs ristir nú enn dýpra og er í þann veginn að stingast í hjarta hans,“ segir í umsögn um Ran- ieri. Um Eið segir blaðið: „Tók virkan þátt í spilinu og komst í úrvals marktækifæri en nýtti þau ekki sem skyldi.“ Eiður Smári metinn einn af þeim bestu EIÐUR Smári Guðjohnsen, lands- liðsfyrirliði Íslands í knattspyrnu, er í hópi ellefu bestu leikmannanna í sögu Chelsea. Það er allavega mat markvarðarins reynda, Dave Beas- ant, sem valdi besta lið Chelsea frá upphafi í leikskrá félagsins fyrir heimaleik gegn Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni fyrr í þessum mánuði. Beasant, 45 ára, lék með Chelsea frá 1988 til 1993. Hann seg- ir að Eiður Smári sé vanmetnasti sóknarmaðurinn í ensku knatt- spyrnunni. „Hver einasti knatt- spyrnustjóri myndi vilja hafa hann í sínu liði. Eiður er fæddur marka- skorari. Sjáið bara markið sem hann skoraði í fyrri leiknum gegn Arsenal í Meistaradeildinni. Hann bjó til marktækifæri úr engu, og þegar hann náði boltanum var hann eldsnöggur að senda hann í netið. Og þegar hann lék með Franco [Gianfranco Zola] fékk hann nóg af sendingum.“ Þannig hljóðar um- sögn Beasants, sem velur fimm af núverandi leikmönnum, en auk Eiðs Smára eru það Carlo Cudicini, John Terry, Frank Lampard og Damien Duff. Hinir sex í liðinu eru varnarmennirnir Steve Clarke, Graham Roberts og Graeme Le Saux, miðjumennirnir Dennis Wise og Andy Townsend og sóknarmað- urinn Zola. Allt leikmenn sem hafa spilað síðustu 15 árin. „Er vanmetnasti sóknar- maðurinn í Englandi“ ENSKA knattspyrnusambandið hefur staðfest með formlegum hætti að áhugamaðurinn Marc Burrows skoraði mark fyrir lið sitt Cowes eftir aðeins 2 ½ sekúndu gegn Eastleigh Reserves. Þar með er hinn 25 ára gamli Burrows búinn að skrá nafn sitt í metabækurnar því að aldrei áður hefur liðið svo skammur tími frá því að knötturinn hefur verið settur í leik þar til mark hefur verið skorað. Hávaðarok var á meðan leikurinn fór fram og nýtti Burrows sér að lið hans lék undan vindi í upphafi leiks. Fyrra metið var 2,8 sekúndur en það var í eigu Ricardo Olivera frá Argentínu, sett árið 1998. Skoraði eftir 2,5 sek. Eiður Smári Guðjohnsen um leik Chelsea í Mónakó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.