Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 56
ÍÞRÓTTIR
56 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÚRSLIT
KNATTSPYRNA
Meistaradeild Evrópu
Undanúrslit, fyrri leikur:
Porto – Deportivo La Coruna ................ 0:0
Rautt spjald: Jorge Andrade (87.) Depor-
tivo. - 50.818.
England
1. deild:
Crystal Palace – Sunderland................... 3:0
Staðan:
Norwich 42 25 10 7 71:34 85
WBA 42 24 11 7 61:35 83
Sunderland 42 20 11 11 58:43 71
Ipswich 43 21 8 14 81:68 71
Wigan 43 18 15 10 59:43 69
West Ham 43 17 16 10 61:44 67
Cr. Palace 43 19 10 14 67:57 67
Millwall 43 17 15 11 54:45 66
Sheff. Utd 43 19 9 15 60:52 66
Reading 43 18 10 15 53:56 64
Cardiff 43 17 11 15 64:54 62
Stoke City 42 16 11 15 52:52 59
Coventry 43 15 13 15 59:50 58
Preston 43 15 12 16 62:63 57
Watford 43 14 12 17 52:62 54
Crewe 43 14 10 19 53:59 52
Nottingham F. 43 12 15 16 56:57 51
Rotherham 43 12 14 17 47:57 50
Burnley 43 12 14 17 58:72 50
Derby 43 12 13 18 51:65 49
Walsall 43 12 12 19 42:61 48
Gillingham 43 13 8 22 44:62 47
Bradford 43 10 6 27 38:64 36
Wimbledon 43 7 4 32 38:86 25
Norwich er öruggt með sæti í úrvalsdeild
að ári. Bradford og Wimbledon eru fallin í
2. deild.
Ítalía
Lazio – Roma............................................ 1:1
Bernardo Corradi 39., - Francesco Totti 61.
(víti). Rautt spjald: Fabio Liverani 80. (La-
zio). - 51.590.
Staða efstu liða:
AC Milan 30 23 6 1 59:20 75
Roma 30 20 7 3 64:15 67
Juventus 30 19 6 5 59:36 63
Inter 30 15 7 8 54:33 52
Lazio 30 15 6 9 48:34 51
Parma 30 14 9 7 49:40 51
Udinese 30 12 9 9 37:34 45
Sampdoria 30 11 11 8 39:37 44
Bologna 30 9 8 13 40:47 35
Chievo 30 8 10 12 29:35 34
Ancona er fallið í 2. deild.
Skotland
Celtic – Aberdeen..................................... 1:2
Danmörk
Bikarkeppnin, undanúrslit:
Bröndby – AaB ......................................... 0:0
FC Kaupmannahöfn – OB....................... 3:1
Austurríki
Bikarkeppnin, 8-liða úrslit:
Rapid Vín – Grazer AK............................ 1:3
Deildabikar karla
Neðri deild, C-riðill:
Huginn – Afturelding............................... 1:2
Staðan:
HK 4 4 0 0 12:5 12
Víkingur Ó 4 2 1 1 11:6 7
Afturelding 3 2 0 1 3:2 6
Skallagr. 4 1 1 2 4:14 4
Huginn 4 1 0 3 15:13 3
KS 3 0 0 3 3:8 0
BLAK
Karlar, fyrsti úrslitaleikur:
Stjarnan – HK .......................................... 3:1
(Stjarnan vann fjórðu hrinuna 25:23)
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
16-liða úrslit, leikir númer tvö:
Austurdeild:
New Jersey – New York...................... 99:81
New Jersey er yfir, 2:0.
Indiana – Boston ................................ 103:90
Indiana er yfir, 2:0.
Vesturdeild:
Sacramento – Dallas ............................ 83:79
Sacramento er yfir, 2:0.
HANDKNATTLEIKUR
Úrslitakeppni kvenna, undanúrslit, annar
leikur:
Ásgarður: Stjarnan – Valur..................19.35
KNATTSPYRNA
Deildabikarkeppnin
Efri deild karla, B-riðill:
Egilshöll: Valur – Fram.............................14
Laugardalur: Þróttur R. - FH ..................14
Efri deild karla, A-riðill:
Njarðvík: Njarðvík – KA ...........................16
Egilshöll: Fylkir – Þór A. ..........................16
Egilshöll: Víkingur R. – Haukar...............18
Efri deild kvenna:
Fífan: FH – KR ..........................................12
VÍÐAVANGSHLAUP
Víðavangshlaup ÍR fer fram í 89. sinn í dag
kl. 13. Hlaupnir verða 5 km, um göturnar
kringum Reykjavíkurtjörn og í Hljóm-
skálagarðinum. Skráning verður í Tjarn-
arsal Ráðhússins frá kl. 11.
Í DAG
TVEIR tékkneskir knatt-
spyrnumenn eru komnir til
Breiðabliks og miklar líkur eru á
að þeir leiki með Kópavogsliðinu í
1. deildinni í sumar. Þeir heita
Petr Podzemsky, 29 ára varn-
armaður, og Michal Nehoda, 27
ára sóknarmaður.
„Þeir eru hjá okkur til reynslu
en þetta eru leikmenn sem hafa
spilað mikið í efstu deild í Tékk-
landi og ættu því að geta orðið
okkur góður liðsauki, ef samn-
ingar takast,“ sagði Bjarni Jó-
hannsson, þjálfari Breiðabliks, við
Morgunblaðið í gær.
Báðir leikmennirnir hafa spilað
í efstu deild í Tékklandi í vetur,
Nehoda með Zlin, sem er í 6. sæti,
og Podzemsky með Plzen, sem sit-
ur á botni deildarinnar.
Podzemsky hefur leikið í efstu
deild frá 1997, samtals ríflega 100
leiki. Hann hefur lengst af spilað
með Pribram, sem áður hét Dukla
Prag, en hann hefur verið í röðum
Plzen í tvö ár.
Nehoda hefur spilað í efstu
deildinni frá 1995 og á einnig ríf-
lega 100 leiki þar að baki. Hann
lék með Pribram, Budejovice,
Petra Donovice og Viktoria
Zizkov í Tékklandi áður en hann
fór til Zlin árið 2002 og hefur
einnig verið hjá Ethnikos í Grikk-
landi, Strasbourg og Grenoble í
Frakklandi og De Graafschap í
Hollandi.
Tveir Tékkar til
reynslu hjá Breiðabliki
SIGURÐUR Bjarnason heldur ekki
áfram þjálfun karlaliðs Stjörnunnar
í handknattleik á næstu leiktíð.
Þetta hefur Morgunblaðið sam-
kvæmt heimildum en hvorki Sig-
urður né Halldór Sigurðsson, for-
maður meistaraflokks karla hjá
Stjörnunni, vildu staðfesta fréttina í
samtali við Morgunblaðið í gær. Sig-
urður sagði að tilkynningar væri að
vænta á mánudaginn, a.m.k. þangað
til yrði engin breyting á samstarfi
hans og Stjörnunnar.
Sigurður tók við þjálfun liðsins á
síðasta sumri þegar hann flutti heim
eftir hartnær tíu ára veru í Þýska-
landi sem atvinnumaður í hand-
knattleik við góðan orðstír, en hann
lék með Stjörnunni áður en hann
hélt út. Eftir því sem næst verður
komist hefur ekki verið ráðinn þjálf-
ari í stað Sigurðar enda mun það
ekki hafa legið fyrir fyrr en í gær að
hann hætti.
Undir stjórn Sigurðar náði Stjarn-
an að vinna sér sæti í úrvalsdeildinni
eftir áramótin eftir mikla baráttu
við FH í suðurriðli Íslandsmótsins
fyrir áramótin. Stjörnumenn byrj-
uðu ágætlega í úrvalsdeildinni en
m.a. vegna meiðsla nokkurra leik-
manna, þar á meðal Sigurðar, datt
botninn úr leik liðsins þegar á leið
og það rak lestina þegar upp var
staðið í úrvalsdeildinni.
Gústaf Bjarnason, sem var aðstoð-
arþjálfari og leikmaður með Sig-
urði, hætti í mars.
Sigurður Bjarnason
hættur með Stjörnuna
FÓLK
ALEXANDER Petersson, fyrr-
verandi handknattleiksmaður hjá
Gróttu/KR, glímir enn við meiðsl í
olnboga og getur ekki leikið með
samherjum sínum í HSG Düsseldorf
á sunnudaginn gegn MSG Melsung-
en. Alexander lék heldur ekki með
gegn Aue um síðustu helgi þegar
Düsseldorf tryggði sér sæti í 1. deild
þýska handknattleiksins á næstu
leiktíð.
GRZEGORZ Tkaczyk, lærisveinn
Alfreð Gíslasonar, þjálfara þýska
handknattleiksliðsins Magdeburg,
leikur ekki meira með liðinu á þess-
ari leiktíð. Þetta er talsvert áfall fyr-
ir Magdeburg því Tkaczyk er næst-
markahæsti leikmaður liðsins á
leiktíðinni. Magdeburg á í harðri
keppni um að tryggja sér sæti í
meistaradeild Evrópu í handknatt-
leik á næstu leiktíð.
MAGNUS Andersson tekur ekki
við þjálfun spænska handknattleiks-
liðsins Barcelona, en hann hefur átt í
viðræðum við félagið um að taka við
af Valero Rivera þegar hann hættir í
vor eftir 20 ár í brúnni. Upp úr samn-
ingaviðræðum slitnaði í gær og
hyggst Andersson halda áfram að
þjálfa sænska liðið Halmstad.
GIOVANNI Trapattoni, landsliðs-
þjálfari Ítala í knattspyrnu, hefur
farið fram á það við varnarmanninn
reynda hjá AC Milan, Paolo Maldini,
að hann gefi kost á sér í ítalska
landsliðið í knattspyrnu sem tekur
þátt í Evrópumeistaramótinu í
Portúgal í sumar. Maldini hætti að
leika með landsliðinu eftir HM í Jap-
an og Suður-Kóreu fyrir tveimur ár-
um. Maldini er 35 ára og á ítalska
landsleikjameið, 125 leiki.
NILS Arne Eggen, fyrrum þjálf-
ari norska meistaraliðsins Rosen-
borg, hafnaði í gær boði frá Viking
um að taka við þjálfun liðsins í stað
Kjell Inge Olsens sem ákvað að
segja starfi sínu lausu fyrr í vikunni.
AÐSÓKN á leiki í tveimur fyrstu
umferðunum í norsku úrvalsdeild-
inni í knattspyrnu hefur aldrei verið
meiri en nú en alls hafa tæplega
114.000 manns mætt á leikina sem er
aukning um 12% frá því á síðustu
leiktíð. Að meðtali voru 6.540 áhorf-
endur á leikjum úrvalsdeildarinnar í
fyrra en miðað við aðsóknina í upp-
hafi leiktíðarinnar má reikna með að
yfir 7.000 mæti að meðaltali á hvern
leik en hingað til eru þeir 7.837.
SEX íslenskir kylfingar eru farnir
til Þýskalands, þar sem þeir munu
taka þátt í opna þýska áhugamanna-
mótinu í golfi sem fram fer á
Elfrather Mühle-golfvellinum. Þetta
eru þau Helena Árnadóttir, Helga
Rut Svanbergsdóttir, Birgir Már
Vigfússon, Gunnar Þór Gunnars-
son, Magnús Lárusson og Örn Ævar
Hjartarson. Í fyrra tóku nokkrir ís-
lenskir kylfingar þátt í þessu móti og
þar náði Heiðar Bragason 7.–10.
sæti.
Ellert B. Schram gefur kost ásér sem forseti Íþrótta- og ól-
ympíusambands Íslands í síðasta
skipti á íþróttaþingi ÍSÍ sem haldið
verður á Grand Hóteli í Reykjavík
á laugardaginn. Kosið er til tveggja
ára og Ellert hyggst því láta af
embættinu árið 2006.
„Eftir tvö ár hef ég verið forseti í
fimmtán ár, svo framarlega sem ég
verð endurkjörinn á þessu þingi, og
það verður orðinn ágætur tími í
þessu embætti,“ sagði Ellert í gær.
Um þingið í ár sagði hann að
ekki væri reiknað með miklum
átökum. „Við vitum ekki til þess að
nein stór ágreiningsmál liggi fyrir
og íþróttalífið í landinu er með
miklum blóma,“ sagði Ellert sem
tók við sem forseti af Sveini
Björnssyni árið 1991.
Friðjón Friðjónsson, gjaldkeri
ÍSÍ, hefur ákveðið að draga sig í
hlé og gefur ekki kost á sér til end-
urkjörs. Friðjón var gjaldkeri
Knattspyrnusambands Íslands frá
1971 til 1984 og hefur verið gjald-
keri ÍSÍ frá þeim tíma.
Samkvæmt reikningum ÍSÍ, sem
lagðir hafa verið fram, var velta
sambandsins á síðasta ári um 344
milljónir króna. Rekstrarhagnaður
ársins 2003 var um 2,7 milljónir
króna og óráðstafað eigið fé ÍSÍ um
síðustu áramót nam 310 milljónum
króna.
Ellert hyggst hætta
sem forseti ÍSÍ 2006
Morgunblaðið/Sverrir
Ellert B. Schram
ÞRÓTTUR Reykjavík fagnar Ís-
landsmeistaratitlinum í blaki
kvenna, en það er fyrsti titill
kvennaliðs Þróttar frá Reykjavík í
blaki í sextán ár. Þar með varð
Þróttur Neskaupstað að eftirláta
Íslandsmeistaratitilinn sem liðið
hafði haldið síðastliðin fjögur ár.
Petrún Jónsdóttir, fyrrverandi
liðsmaður og þjálfari Þróttar Nes-
kaupstað til margra ára en þjálfar
nú Þrótt Reykjavík, fagnar Íslands-
meistaratitlinum fimmta árið í röð,
en með henni í Þrótti Reykjavík
spila nú fjórir fyrrverandi liðsmenn
Þróttar frá Neskaupstað. Petrún
var ánægð og þakkaði þennan ár-
angur einfaldlega góðum mann-
skap. „Við erum með rosafínan
mannskap, breiðan og góðan hóp.
Við byrjuðum bara með sex liðs-
menn í haust en það tíndist vel inn í
hópinn í vetur og með æfingum
fjórum sinnum í viku höfum við náð
þessum árangri,“ sagði Petrún.
Spurð um hvernig henni líkaði að
spila á móti gömlu félögunum sín-
um í Þrótti Neskaupstað sagði Pet-
rún það bara vera yndislegt að sjá
alla þessa ungu og efnilegu leik-
menn sem hún hefði þjálfað í Nes-
kaupstað vera að skila sér inn í
meistaraflokkinn.
Um Íslandsmeistaramótið í heild
sinni sagði Petrún að þar væri ekki
nægjanleg breidd og það vantaði
meiri samkeppni, enda liðin í
mótinu bara fjögur. „Það var meiri
barátta meðal þessara fjögurra liða
í vetur en árin á undan, þegar
Þróttur Nes hafði algera yfirburði,
en það vantar fleiri lið.“
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Meistararnir – aftasta röð frá vinstri: Petrún Bj. Jónsdóttir, Nína B. Oddsdóttir, Natalía Ravva, Anna
Pavliouk og Sunna Þrastardóttir. Miðröð: Birna Björk Þorkelsdóttir og María Indriðadóttir. Fremsta
röð: Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Berta Hreinsdóttir, Lilja Jónsdóttir og Ása Birna Björnsdóttir.
Fyrsti titill Þróttar R. í sextán ár