Morgunblaðið - 22.04.2004, Side 42
UMRÆÐAN
42 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Í MARS lagði ég fram tillögu á Al-
þingi þess efnis að forsætisráðherra
verði falið að skipa nefnd sem móti
reglur um kynjahlutföll við ráðningu
forstöðumanna ríkisstofnana, ráðu-
neyta og ríkishlutafélaga o.fl. Morg-
unblaðið fjallaði ítarlega um tillöguna
í Reykjavíkurbréfi 28. mars sl. Ég er
ósammála rökstuðningi
og ályktunum höfundar
Reykjavíkurbréfsins og
vil gera nánari grein
fyrir sjónarmiðum mín-
um.
Í inngangi Reykja-
víkurbréfsins er tekið
fram að almenn sam-
staða sé um að æskilegt
sé að tryggja jafnrétti í
reynd. Þar er vægt til
orða tekið. Það er afar
brýnt að sjónarmið og
reynsla kvenna njóti sín
til jafns við karla í öllum
þáttum þjóðlífsins. Þar gildir hið
sama og í sambúð og öllum sam-
skiptum kynjanna að þau ná mestum
blóma þegar jafnræði ríkir. Í Reykja-
víkurbréfinu er vísað til ummæla
Henriette Kjær, jafnréttisráðherra
Danmerkur, þess efnis að til að fá
fleiri konur inn í stjórnir verði að
skapa fleiri kvenkyns leiðtoga. Síðan
segir hún: „Maður á jú ekki mögu-
leika á að vera valinn til starfa án
þess að hafa sýnt sig og sannað“. Ég
get verið sammála ummælum hennar
um kvenleiðtoga að því gefnu að kon-
ur komist að sem slíkar. En konur
komast einfaldlega ekki að jafnvel
þótt þær hafi sýnt sig og sannað. Ný-
lega var greint frá nýju skipuriti Ís-
landsbanka þar sem æðstu stjórn-
endur eru eingöngu karlar. Sé gengið
út frá því að „samkeppnisstaða“ karla
og kvenna innan bankans sé jöfn er
nærtækt að álykta að konur hjá
bankanum standi körlum að baki
hvað hæfni varðar. Ég veit þó betur,
þar starfa konur sem sannanlega eru
jafnhæfar og um sumt hæfari en þeir
karlar sem valist hafa til yfirstjórnar
bankans næstu árin. Þær eru gagn-
menntaðar, starfssamar og hug-
myndaríkar, hafa sýnt sig og sannað,
en fá ekki brautargengi í karllægu
samfélagi bankans. Ég nefni Íslands-
banka í dæmaskyni, önnur stórfyr-
irtæki standa sig ekki betur. Rík-
isstofnanir eru við sama heygarðs-
hornið.
Í Reykjavíkurbréfinu er einnig vís-
að til ummæla Birgit Augaard-
Svendsen sem situr „munaðarlaus“
meðal karla í stjórn Danske Bank:
„Ég myndi ekki vilja vita til þess að
ég hefði verið valin vegna þess að ég
er kona, en ekki vegna þess að ég bý
yfir þeirri faglegu þekk-
ingu og stjórn-
unarhæfni sem er kraf-
ist“. Lái henni hver sem
vill. Það geri ég ekki.
Ég er að tala um að
konur séu valdar vegna
hæfni sinnar en ekki
gengið ítrekað fram hjá
þeim eins og raun ber
vitni. Einungis 20%
kvenna gegna stöðu for-
stöðumanna hjá rík-
isstofnunum, þær eru
30% nefndarmanna á
vegum ríkisins og í
minnihluta á Alþingi og sveit-
arstjórnum. Og þær eru enn færri
meðal stjórnenda íslenskra fyr-
irtækja. Af röksemdafærslu höfundar
Reykjavíkurbréfsins verður vart
dregin önnur ályktun en að konur séu
einfaldlega minna hæfar til að gegna
stjórnendastöðum en karlar. Álykt-
unin er dapurleg í ljósi þess hversu
margar fjölmenntaðar og reynslurík-
ar konur starfa í íslensku atvinnulífi.
Enn og aftur, ég er ekki að fara fram
á að konur séu ráðnar til starfa vegna
kynferðis, ég vil hins vegar ekki að
þær gjaldi þess eins og tölulegar
staðreyndir staðfesta. Ég veit af
þessum tölulegu staðreyndum og af
eigin reynslu að konur njóta ekki
sannmælis við ráðningu. Hæfileikar
þeirra eru hvorki virtir að verðleikum
í launum né við stöðuveitingar. Mál
Hjördísar Hákonardóttur er glöggt
dæmi um það. Gangi ég út frá rök-
semdum höfundar Reykjavíkurbréfs-
ins sem hann, þ.e. HANN miðað við
skipun yfirstjórnar Morgunblaðsins,
hafa íslenskar konur enn ekki náð ís-
lenskum körlum að hæfni. Hér er ég
að álykta en ekki að gera höfundinum
upp skoðanir. Ég er sammála honum
um að meta eigi konur að eigin verð-
leikum og þingsályktunin hefur þann
tilgang að koma í veg fyrir mismunun
en ekki að ívilna.
Höfundur Reykjavíkurbréfsins fer
lofsamlegum orðum um áætlun fé-
lagsmálaráðherra um jafnréttismál
til næstu fjögurra ára, sem tryggja á
„dætrum okkar og sonum jafnrétti á
öllum sviðum mannlífsins“ eins og
ráðherra orðaði það nýlega á mál-
þingi um jafnréttismál. En ég spyr í
einlægni, duga fögur fyrirheit og
jafnréttisáætlanir? Þrátt fyrir metn-
aðarfulla jafnréttisáætlun rík-
isstjórnar Sjálfstæðis- og Framsókn-
arflokks sem hún setti sér árið 1998
hefur lítið þokast í jafnréttisátt. Ekki
má þó gleyma fæðingarorlofinu, sem
komið var á eftir langvarandi baráttu
kvennasamtaka, verkalýðshreyfing-
arinnar o.fl., en á nú að skerða. Í rík-
isstofnunum og ráðuneytum hefur
ótrúlega lítið miðað um bættan hlut
kvenna í nefndum og ráðum og í for-
stöðumannsstöðum. Nýleg skýrsla
forsætisráðherra um efnahagsleg
völd kvenna er nærtækust sönnun
þess. Staða kvenna í leikhúsum færir
okkur heim sanninn um sömu stað-
reyndir. Ef fram fer sem horfir munu
fyrirheit og jafnréttisáætlanir ekki
skila jafnrétti á þeirri öld sem hafin
er. Konur munu þurfa að þreyja þorr-
ann eftir jafnrétti fram á næstu öld.
Það er ekki að tilefnislausu að jafn-
réttissinnar hafa í auknum mæli horft
til þess að með virkum stjórnvald-
stækjum er unnt að stuðla með afger-
andi hætti að jafnrétti kynjanna og
auka áhrif kvenna á stjórn ríkis,
sveitarfélaga og fyrirtækja, öllum til
hagsbóta.
Kynjakvótar
Atli Gíslason skrifar
um kynjahlutföll ’… ég er ekki að farafram á að konur séu
ráðnar til starfa vegna
kynferðis, ég vil hins
vegar ekki að þær gjaldi
þess eins og tölulegar
staðreyndir staðfesta.‘
Atli Gíslason
Höfundur er hæstaréttarlögmaður
og varaþingmaður Vinstri –
hreyfingarinnar græns framboðs
í Reykjavík norður.
ÉG var að fá þær fréttir, að dagar
Útgerðarfélags Akureyringa eru
senn taldir. Starfsemin verður sam-
einuð öðru útgerðarfélagi og fær
nýtt nafn.
Mér líður rétt eins og ég hafi misst
nákominn vin. Þetta verður því eins
konar minningargrein.
Útgerðarfélag Akureyringa var
stofnað árið 1945 eftir miklar um-
ræður um uppbyggingu í atvinnu-
málum á Akureyri. Minnkandi síld-
veiðar höfðu þá dregið alla döngun
úr atvinnulífi bæjarins,
líkt og gerðist með
fleiri þéttbýlisstaði á
Norður- og Austur-
landi. Fæðing ÚA gekk
ekki átakalaust fyrir
sig. Hart var tekist á
milli manna og flokka,
en niðurstaðan varð sú,
að Akureyrarbær
keypti fjórðung í félag-
inu, KEA fimmtung og
einstaklingar afgang-
inn. Allir bæjarbúar
fengu boð um að taka
þátt í stofnun félagsins
og var því vel tekið. Margir lögðu í
pottinn og margir fengu vinnu sína
fyrir félagið greidda í hlutabréfum
fyrstu árin og áratugina, því það
gekk á ýmsu við að koma króganum
á legg. Það tókst, en það kostaði
blóð, svita og tár. Þess vegna er fé-
lagið bæjarbúum kært, en auk þess
hefur það reynst ómetanleg kjölfesta
í atvinnulífi bæjarins í ríflega hálfa
öld. Fyrsti togari félagsins kom til
Akureyrar 1947 og hét Kaldbakur
EA 1. Þá orti Kristján frá Djúpalæk:
„Þú ert steinn undir framtíðarhöll,
er skal rísa á fortíðarrústum
með reisn, sem hin íslensku fjöll.“
Allt fram yfir fermingu komst út-
gerðarfélagið oft í krappan dans, en
þegar félagið komst af táningsaldri
tók smátt og smátt að birta til.
Kristján reyndist sannspár, þessi
starfsemi varð „framtíðarhöll“ Ak-
ureyringa. Akureyrarbær átti meiri-
hluta í félaginu og þannig var tryggt,
að „höllin“ færi ekki úr bænum til að
mala gull fyrir eig-
ingjarna kauphéðna.
Þetta gekk fyrir áeggj-
an stórmenna á borð
við Helga Pálsson, Jak-
ob Frímannsson, Jón
G. Sólnes, Gísla Kon-
ráðsson, Vilhelm Þor-
steinsson og Bjarna Jó-
hannesson, svo
einhverjir séu nefndir.
En því miður reynd-
ist arftökum þeirra við
stjórn bæjarins ekki
treystandi fyrir þessu
fjöreggi bæjarins. Þeir
tóku að henda því á milli sín, sem gat
ekki endað með öðru en skelfingu.
Jakob Björnsson, oddviti Framsókn-
armanna á Akureyri til margra ára,
kastaði egginu í loft upp undir lok
síðustu aldar með því að setja sölu-
mál félagsins í uppnám, þegar hann
vildi hygla gömlum vinum sínum úr
Sambandinu sáluga.
Það gekk að vísu ekki eftir, en
hann gat ekki gripið eggið þegar það
kom til baka. Það fór í þúsund mola,
sem fjárfestar Eimskipafélagsins
sópuðu upp. Bærinn fékk 2,3 millj-
arða króna fyrir sinn hlut. Í upphafi
þessa árs var félagið síðan selt út-
gerðarmönnum af Snæfellsnesi fyrir
tæplega 10 milljarða. Höfðu þó ýms-
ar verðmætar eignir verið seldar frá
félaginu eftir að bærinn seldi.
Menn hrukku óneitanlega í kút,
þegar þessi staðreynd varð ljós.
Menn róuðust ögn, þegar nýju eig-
endurnir lýstu því yfir, að ekki væri
hugmyndin að draga úr starfseminni
á Akureyri.
Fljótlega kom þó til uppsagna,
reyndustu skipstjórarnir þurftu að
rýma til fyrir einkavinum nýju eig-
endanna og traustir starfsmenn á að-
alskrifstofunni fengu reisupassann í
síðustu viku. Jafnframt var tilkynnt,
að félagið yrði sameinað öðru félagi í
eigu nýju eigendanna undir nafni
Brims. Hrunadansinn er hafinn; af-
rakstur heimskupara Jakobs Björns-
sonar, fyrrum bæjarstjóra. Ég veit
ósköp vel, að Jakob stóð ekki einn að
þeirri ákvörðun að selja ÚA frá bæn-
um, en hann bar engu að síður
ábyrgðina sem bæjarstjóri og oddviti
þess meirihluta sem þá stjórnaði.
Undan því getur hann ekki vikist.
Nú er ég ekki með þessu að segja,
að rekstur Útgerðarfélags Akureyr-
inga hafi átt að vera óbreyttur um
aldur og ævi. Síður en svo. Stöðug af-
skipti bæjarstjórnar af stjórn félags-
ins voru eins og helsi um háls þeirra
sem áttu að stjórna. En þessu mátti
breyta með því að gera stjórn félags-
ins sjálfstæðari, en um leið ábyrgari
fyrir arðbærum rekstri. Ef sú leið
hefði verið valin væri Útgerð-
arfélagið búið að skila margfaldri
söluupphæðinni í arð í bæjarkass-
ann.
Bæjarsjóði veitti ekki af því í dag,
að hafa slíka mjólkurkú, þar sem áð-
ur nefndur Jakob og Kristján Þór
Júlíusson standa ráðalausir við
stjórnvölinn.
Ég varaði við því þegar Akureyr-
arbær seldi Útgerðarfélagið, að þessi
gæti orðið afleiðingin. Því miður hafa
varnaðarorð mín reynst sönn.
Þegar best lét voru um fimm
hundruð manns starfandi hjá ÚA, en
í dag eru þeir 320. Eftir árið verða
þeir ekki nema tvö hundruð ef svo
fer sem horfir. Á sama tíma lætur
Valgerður Sverrisdóttir gera rán-
dýra sóknaráætlun í félagi við Krist-
ján Þór og Jakob Björnsson. Inni-
haldið reyndist gagnslaust blaður,
sem margsinnis hefur verið sett á
blað og borið á góma, án þess að hér
sköpuðust fyrirtæki á borð við Út-
gerðarfélag Akureyringa há eff. Til
að bæta gráu ofan á svart var bast-
arðurinn prentaður í Reykjavík og
formaður starfshópsins sóttur á
sama stað, eins og lausnin eigi að
koma að sunnan. Því miður eigum
við Akureyringar ráðalausa ráða-
menn.
Útgerðarfélag Akureyringa lést af
völdum voðaverka. Jarðarförin hefur
farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk
að handan. Þeim sem vilja minnast
hins látna er bent á Jakob Björns-
son.
Andlát ÚA
Sverrir Leósson skrifar
um sjávarútvegsmál
’Ég varaði við því þegarAkureyrarbær seldi Út-
gerðarfélagið, að þessi
gæti orðið afleiðingin.‘
Sverrir Leósson
Höfundur er útgerðarmaður.
MORDECHAI Vanunu heitir
maður. Hann vann í Dimona-
kjarnorkuverinu í Ísrael til 1986, en
þá ljóstraði hann því
upp í vestrænum fjöl-
miðlum að Ísraelar
ættu kjarnorkuvopn.
Máli sínu til stuðnings
lagði hann fram sönn-
unargögn, þar á meðal
ljósmyndir, sem voru
birtar í Sunday Times í
Bretlandi. Útsendarar
Mossad, ísraelsku
leyniþjónustunnar,
rændu honum á flug-
velli í Rómarborg,
börðu og svæfðu með
lyfjum og komu honum
nauðugum til Ísraels,
þar sem réttað var yfir
honum og hann dæmd-
ur með leynd. Honum
var ekki ætlað að hafa
samneyti við umheim-
inn, en hann skrifaði í
lófa sér, og eru frægar
myndirnar af því er
hann í örvæntingu
lagði lófana á rúðu fangaflutningabíls
og kom þannig frá sér þeim skila-
boðum að honum hefði verið rænt.
Fyrir njósnir og landráð og að
stofna öryggi ríkisins í hættu var
hann dæmdur í 18 ára fangelsi, þar af
tæp 12 ár í einangrun. Það var 1986,
nú er 2004, nú lýkur Vanunu loksins
afplánun sinni.
Þegar menn ljúka afplánun er
venjan að þeir fái frelsi. Svo verður
ekki um Mordechai Vanunu. Innan-
ríkisráðherra Ísraels, Avraham Por-
az, tilkynnti í síðustu viku að honum
yrði meinað að fara úr landi og fengi
ekki vegabréf. Honum verður enn
fremur bannað að koma nálægt
landamærastöðvum, höfnum og flug-
völlum, inn í erlend sendiráð og tala
við erlenda ríkisborgara. Farsíma
má hann ekki fá sér, ekki fara á int-
ernet, sími hans verður hleraður og
fylgst með ferðum hans. Vilji hann
sofa annars staðar en á
lögheimili sínu þarf það
að tilkynnast lögreglu
með sólarhrings fyr-
irvara. Þessir fjötrar
verða á honum fyrsta
árið og eftir það endur-
skoðaðir – en talsvert
líklegt er að þeir verði
framlengdir, og er þó
lagaheimildin fyrir þeim
vafasöm, svo ekki sé
meira sagt. Mörg fé-
lagasamtök, þar á meðal
Amnesty International,
hafa mótmælt því harð-
lega að mannréttindi
hans verði skert með
þessu móti.
Nokkur ár eru liðin
síðan bandarísku hjónin
Nick og Mary Eoloff
ættleiddu Mordechai
Vanunu. Með því var
ætlunin að hann gæti
fengið bandarískan rík-
isborgararétt og hafið nýtt líf í
Bandaríkjunum. Ekki einu sinni
Eoloff-hjónunum, löglegum for-
eldrum Vanunus, verður heimilað að
hitta hann.
Þessi píslarvottur baráttunnar
gegn kjarnorkuvígbúnaði, sem meðal
annars hefur verið ítrekað tilnefndur
til Friðarverðlauna Nóbels, segja ísr-
aelsk stjórnvöld að sé hættulegur ör-
yggi ríkisins og að hann kynni að
ljóstra upp meiri upplýsingum.
Stuðningsmenn hans segja það af og
frá: Hann hefur ekki komið nálægt
kjarnorkuverinu í meira en 18 ár og
sagði á sínum tíma allt sem hann
hafði að segja. Þótt eitthvað hefði
verið eftir væri það líklegast úrelt
núna, 18 árum síðar. Ástæðan fyrir
því að Ísraelsstjórn vill þagga niður í
Vanunu er önnur: Hann mundi ella
ganga í lið með alþjóðlegri hreyfingu
gegn kjarnorkuvopnaeign Ísraels og
leggja sitt af mörkum til að draga
óþægilega athygli að henni. Á tímum
mikils umróts í Miðausturlöndum
kæra Ísraelar sig lítið um að heim-
urinn sé minntur á að Ísrael er
kjarnorkuveldi og hefur litlar
áhyggjur af mannréttindamálum.
Slík áminning væri einnig óheppileg
fyrir Bandaríkin. Þar sem Banda-
ríkjamenn heyja nýlendustríð í Írak í
nafni gjöreyðingarvopna sem engin
eru, þá býr þeirra helsti bandamaður
yfir kynstrum af slíkum vopnum og
nýtur óskoraðs stuðnings þeirra,
bæði í pólítísku, hernaðarlegu og
efnahagslegu tilliti. Afstaða Banda-
ríkjamanna til Íraks, Írans, Sýrlands
og Líbýu undanfarin misseri hefur
verið skýr: Arabalöndin eiga ekki að
koma sér upp gereyðingarvopnum
og ekki að ástunda þjóðarmorð. En
hvers vegna gildir ekki sama mæli-
stika á Ísrael?
Stjórnmálamenn sem ljúga eða
leyna sannleikanum grafa undan lýð-
ræðinu. Það komast þeir upp með
svo lengi sem enginn þorir að segja
sannleikann. Uppljóstrarar eru því
dýrmætir til að koma upp um
myrkraverk, samsæri og fleira sem
ekki þolir dagsins ljós. Þeir veita að-
hald og geta unnið gagn sem ekki
verður metið til fjár. Mordechai Van-
unu er einn þeirra, og hefur þegar
greitt samvisku sína dýru verði, svo
að jafnvel að afplánun lokinni þarf
hann að berjast áfram fyrir frelsi
sínu. Megi framlag hans til heims-
friðar ekki gleymast og rödd hans
ekki verða kæfð.
Píslarvottur
baráttunnar
gegn kjarnorku-
vígbúnaði
Vésteinn Valgarðsson skrifar
um Mordechai Vanunu
Vésteinn Valgarðsson
’Megi framlaghans til heims-
friðar ekki
gleymast og
rödd hans ekki
verða kæfð.‘
Höfundur er sagnfræðinemi.