Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN
44 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
TÆKNIHÁSKÓLI Íslands telur
nú um 820 nemendur. Þetta gerir
hann að einum öfl-
ugasta skóla höf-
uðborgarsvæðisins á
sínum sviðum. Námið
sem skólinn býður
upp á skiptist niður í
fjórar deildir: tækni-
deild, rekstrardeild,
heilbrigðisdeild og
frumgreinadeild. Að
því er námið snertir
stenst skólinn fylli-
lega samanburð við
nágrannalönd okkar
og var því orðið löngu
tímabært að skólinn
fengið nafnbótina há-
skóli, sem nú er orðið.
Ekkert er því hægt að
setja út á nám við
skólann enda er það
rómað bæði af nem-
endum, kennurum
sem og í atvinnulífinu.
Húsnæði skólans er
aftur á móti á allt
öðru plani en hann er
staðsettur í leigu-
húsnæði að Höfða-
bakka. Ástandi þess
er vægast sagt ábóta-
vant og það engan
veginn samboðið því námi sem
skólinn hefur upp á að bjóða. Hús-
næðið er gamalt iðnaðarhúsnæði
og því ekki hannað í samræmi við
það að í því sé starfræktur háskóli.
Viðhald hefur verið vanrækt í ára-
tugi og einnig vantar mikið upp á
að aðstaða til verklegrar kennslu
sé viðunandi. Rafmagnsþörfin er
langt yfir því sem lagnakerfi húss-
ins getur flutt og ekki er óalgengt
að álagið verði það mikið að raf-
magn rofni í einhvern tíma á viss-
um svæðum. Þá eru margir aðrir
þættir ráðandi í þessu máli og má
þar helst nefna gólfefni og hús-
gögn sem eru mjög bágborin, eng-
inn salur er í húsinu fyrir ráð-
stefnur og uppákomur, mötuneytið
er löngu búið að sprengja utan af
sér, sem og lesaðstaða
nemenda. Hægt væri
að halda áfram með
þennan lista og er
hann mikið lengri ef
ekki ótæmandi.
Haustið 2003 hófst
vinna við þarfagrein-
ingu á húsnæði og að-
búnaði Tækniháskól-
ans og var úttektin á
hugsanlegri framtíð-
arstaðsetningu skól-
ans í höndum Arkís
ehf. Sex staðir voru til
athugunar en þeir
eru: Bíldshöfði,
Keldnaholt, Urriða-
holt í Garðabæ,
Vatnsmýrin, Mosfells-
bær og miðsvæði
Valla í Hafnarfirði.
Verður að teljast
alveg ljóst að einn
staður hefur áberandi
kosti umfram hina
bæði að okkar mati
og að mati þeirra sem
stóðu að þarfagrein-
ingunni. Keldnaholtið
er greinilega ákjósan-
legasta staðsetningin
fyrir framtíðarshúsnæði Tæknihá-
skólans. Árið 1985 gaf Ragnhildur
Helgadóttir fyrrverandi mennta-
málaráðherra fyrirheit um þessa
lóð en aldrei var ráðist í fram-
kvæmdir af ýmsum ástæðum.
Í skýrslu um vísinda- og tækni-
stefnu sem forsætisráðuneytið lét
og gera og samþykkt var þann 18.
desember 2003 kemur fram að vís-
inda- og tækniráð leggi áherslu á
að háskólar móti sér skýra stefnu í
rannsóknum og hvetur þar jafn-
framt til samstarfs milli rannsókn-
arstofnana og fyrirtækja um rann-
sóknir og rannsóknarnám. Í
nágrenni lóðarinnar í Keldnaholti
eru starfræktar fjórar rannsókn-
arstofnanir: Rannsóknarstofnun
byggingariðnaðarins, Rannsókn-
arstofnun landbúnaðarins, Iðn-
tæknistofnun og Lagnakerfamið-
stöð Íslands. Þessar rannsóknar-
stofnanir og Tækniháskólinn hafa
undirritað samstarfssamning og er
samstarf þegar fyrir hendi í dag
sem gerir staðsetninguna virkilega
fýsilega.
Byggingafélag námsmanna (BN)
sem sér um að byggja og reka
nemendagarða fyrir 7 aðildarskóla
innan BÍSN (þar á meðal
Tækniháskólann), hefur þegar lýst
yfir áhuga á því að byggja um 60
einstaklings- og tveggja herbergja
íbúðir í nágrenni Keldnaholts ef
þar yrði framtíðarhúsnæði
Tækniháskólans. Þar að auki á BN
þegar 67 íbúðir í nánasta ná-
grenni, 33 við Kristnibraut í Graf-
arholtinu, 28 í Bryggjuhverfinu og
6 í Gullengi í Grafarvogi. Þetta
verður að teljast afar áhugavert og
eftirsótt bæði fyrir nemendur og
stjórnendur skólans til framtíðar.
Í aðalskipulagi Reykjavíkur fyr-
ir árið 2001-2004 er gert ráð fyrir
að á svæðinu umhverfis lóðina í
Keldnaholti rísi aðallega fjármála-,
hátækni- og þekkingarfyriræki
sem og öll þjónusta tengd þeim en
það yrði mjög sterkt fyrir skólann.
Þá er einnig gert ráð fyrir fram-
tíðarbyggð við Úlfarsfell. Það er
því auðséð að Keldnaholtið er í ná-
lægð við alla helstu þjónustu, bæði
Grafarvog með Spöngina innan-
borðs, svo og framtíðarhverfi
Reykjarvíkurborgar.
Þegar allt er upptalið er aug-
ljóst að skólinn býður upp á gott
nám en húsnæðismál er eitthvað
sem laga þarf hið snarasta.
Því skorum við á stjórnvöld að
gefa grænt ljós á að framkvæmd
nýs Tækniháskóla geti hafist í
Keldnaholtinu. Á þessu fertugasta
afmælisári skólans væru stjórn-
völd að lyfta grettistaki í mennta-
málum með því að stuðla að því að
þessi mál færu í réttan farveg.
Tækniháskólinn er í örri sókn og
vonum við því að stjórnvöld sjái
hag sinn í að gera framtíð skólans
enn bjartari.
Nýjan Tækniháskóla
í Keldnaholt!
Steinþór Óskarsson og
Erla Margrét Gunnarsdóttir
skrifa um húsnæðismál
Tækniháskólans
’Húsnæði skólans eraftur á móti á allt öðru
plani en hann er stað-
settur í leiguhúsnæði á
Höfðabakka. Ástandi
þess er vægast sagt
ábótavant og það engan
veginn samboðið því
námi sem skólinn hefur
upp á að bjóða.‘
Steinþór Óskarsson
Höfundar eru nemendur í
Tækniháskólanum.
Erla Margrét
Gunnarsdóttir
PÉTUR Gunnarsson rithöfundur
skrifar grein í Morgunblaðið 17. apr-
íl 2004 sem hann nefnir „Í góðri trú“.
Hún er viðbrögð hans við grein eftir
mig í sama blaði 27. mars. Ég þakka
Pétri fyrir hófsama og málefnalega
grein. Því hefur maður
ekki alltaf átt að venj-
ast eins og dæmi voru
tekin af í grein minni
27. mars.
Pétur segir m.a.:
„Ef ég hef skilið hann
(þ.e. undirritaðan –
innskot mitt) rétt þá
setur hann jafnvel ekki
spurningarmerki við
við eyðingu regnskóg-
anna af því að hún
hangir saman við kaffi-
drykkjuna í heim-
inum“. Í grein minni
var hvergi minnst á
regnskógana, heldur
graslendi, í sambandi
við kaffidrykkju. Mér
vitanlega eru það gras-
lendur en ekki regn-
skógarnir sem teknar
hafa verið undir kaffi-
ekrur í Brasilíu. Aftur
á móti hafa regn-
skógar sums staðar
verið teknir þar í landi
undir miðlunarlón
vatnsaflsvirkjana þar
sem koltvísýringurinn frá rotnun
gróðursins undir vatninu nemur tug-
um prósenta af losuninni frá jafn-
stórri kolastöð, borið saman við 0,2%
við Kárahnjúka. Ég er sammála
Pétri um að eyðing regnskóganna er
mikið vandamál. En hvort er þá
betra fyrir okkur öll, sem eigum að-
eins eina jörð, að taka regnskóg eða
Kringilsárrana undir miðlunarlón?
Pétur ræðir um neysluhætti nú-
tímans sem hann segir ekki „geta
haldið áfram hjá þeim fimmtungi
sem fleytir rjómann ofan af þeim, né
breiðst út til milljarðanna sem
standa í biðröðinni“. Í grein minni
hafði ég leitt rök að því að neysla
okkar í iðnríkjunum væri fremur
bjöguð en of mikil í heild; að saman
færi ofneysla á vissum sviðum og
vanneysla á öðrum. Þetta skiptir
miklu máli því að ef við leiðréttum
bjögunina getur heildarneyslan í
iðnríkjum vaxið hægar en ella og það
er þá bætt neyslumynstur sem
breiðist út til þróunarlandanna. En
neyslan í iðnríkjunum vex samt.
Mestu máli skiptir þó vöxturinn í nú-
verandi þróunarlöndum, hjá „millj-
örðunum í biðröðinni“. Í heild verður
hann miklu meiri en vöxturinn í iðn-
ríkjunum. Sá vöxtur er beinlínis for-
senda friðar í heiminum. Og Guð
hjálpi bæði okkur og umhverfinu ef
friður helst ekki milli iðnríkjanna og
þróunarlandanna!
Pétur segir ennfremur að öll betur
megandi lönd bandi frá sér meng-
andi iðju til þróunarlandanna og á
þar væntanlega m.a. við áliðnað.
Samt eru milli 75 og 80% af áliðnaði
heimsins enn í núverandi iðnríkjum.
Hins vegar er það rétt að nýjar ál-
verksmiðjur eru fremur reistar í
þróunarlöndum en gömlu iðnríkj-
unum. Ekki vegna þess að iðnríkin
vilji ekki slíkan iðnað heldur vegna
hins að efnahagsleg vatnsorka í
þessum löndum hefur nú þegar verið
nýtt að 60 til 90 hundraðshlutum og
þar yfir, borið saman við 15% á Ís-
landi nú og 26% eftir Kára-
hnjúkavirkjun. Er þá jarðhitinn á Ís-
landi ótalinn. Í samræmi við þetta
fer hlutur vatnsorku í raforku-
vinnslu til álframleiðslu minnkandi í
heiminum en hlutur kola vaxandi
sem er öfugþróun fyrir
viðleitnina til að hemja
gróðurhúsáhrifin.
Mér virðist Pétur
hafa úreltar hugmyndir
um nútíma áliðnað. Ál-
ver í dag á fátt annað en
nafnið sameiginlegt
með álveri um miðja 20.
öld. Því valda tækni-
framfarir, ekki síst í
stýritækni á framleiðsl-
unni, þar sem tölvu-
studd sjálfvirkni hefur
rutt sér mikið til rúms.
Það er slíkum fram-
förum að þakka að t.d.
álverið í Straumsvík
hefur getað dregið úr
losun sinni á flúorkol-
efnum um meira en 90%
frá 1990. Skyldu íbúar
höfuðborgarsvæðisins
upplifa álverið í
Straumsvík sem „eit-
urspúandi ófreskju“
eins og ég hef séð suma
andstæðinga áliðnaðar
komast að orði? Ég held
ekki.
Pétur hefur áhyggjur af dómi
komandi kynslóða um óafturkræfar
breytingar á náttúrunni við Kára-
hnjúka. Vissulega eru þær breyt-
ingar óafturkræfar. En þær eru ekki
hinar fyrstu. Í sókn okkar frá ör-
birgð til velferðar höfum við Íslend-
ingar gert margar óafturkræfar
breytingar á 20. öld. Við höfum
byggt borg á Seltjarnarnesi og ger-
breytt náttúru þess með því á óaft-
urkræfan hátt. Við höfum mulið
hraunið við Hafnarfjörð niður í hús-
grunna og byggt á því hús. Enginn
mannlegur máttur fær endurskapað
kynjamyndirnar í því hrauni. Við
höfum gert uppfyllingu undir breið-
götu í fjörunni framan við gömlu
Skúlagötuna, lagt fjörur með fugla-
söng og skeljum undir bryggjur, við-
legukanta, frystihús og fiskimjöls-
verksmiðjur víðsvegar um land?
Þessar aðgerðir eru óafturkræfar.
Álasar núverandi kynslóð ungs fólks
forfeðrum sínum og formæðrum fyr-
ir þetta? Fáir held ég að svari þeirri
spurningu játandi.
Frá alda öðli hefur maðurinn haft
uppi óskir sem rekast á innbyrðis og
þannig vanist því að til að öðlast
verðmæti af einu tagi þurfi að fórna
verðmætum af öðru tagi. Ég get ver-
ið sammála Pétri um að óaft-
urkræfar breytingar á náttúrunni
feli oft í sér fórn. En ég er honum
innilega ósammála um að við séum
að færa tröllunum þá fórn. Við erum
þvert á móti að leggja grunn undir
vaxandi velferð komandi kynslóða í
þessu landi jafnframt því sem við
tökum þátt í sókn alls mannkyns til
betra lífs og friðsamari heims með
verkaskiptingu þjóða á milli. Sú sókn
verður alls ekki vandalaus. En hún
er óhjákvæmileg.
Hvort er betra?
Jakob Björnsson svarar
Pétri Gunnarssyni
Jakob Björnsson
’Í sókn okkarfrá örbirgð til
velferðar höfum
við Íslendingar
gert margar
óafturkræfar
breytingar á
20. öld.‘
Höfundur er fv. orkumálastjóri.
Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar
ævintýraferðir fyrir útskriftarhópa
og alla sem vilja upplifa ævintýr
Upplýsingar í síma 562-7700
www.travel-2.is
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s