Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 18
 Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Nýttu þér áratuga reynslu okkar og traust í fasteignaviðskiptum Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Sameining könnuð | Á fundi Héraðsráðs Austur-Húnavatnssýslu á þriðjudag var tekið fyrir erindi framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi þar sem þess er farið á leit að kannað verði með hugsanlega sameiningu heilbrigðisstofnana í Austur Húnavatnssýslu. Er þar um að ræða Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi, dvalar- og hjúkrunarheimilið Sæborgu á Skagaströnd og dvalardeild HSB. Var framkvæmdastjóra og oddvita falið að ræða nánar við fulltrúa HSB um málið, að því er fram kemur á blonduos.is.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Reglur um hundahald | Umhverfisráðu- neytið hefur staðfest samþykkt um hunda- hald í Þingeyjarsveit og hefur samþykktin verið auglýst í Stjórnartíð- indum. Hún hefur því hlotið formlegt gildi og eru á vef- síðu sveitarfélagsins birt eindregin tilmæli til hunda- eigenda um að hundar eigi ekki að ganga lausir á al- mannafæri. Í fyrstu grein samþykktarinnar segir m.a. að alla hunda í Þingeyjarsveit sé skylt að skrá. Ein- staklingum búsettum í sveitarfélaginu, öðr- um en ábúendum lögbýla, er óheimilt að halda hunda nema með sérstöku leyfi sveit- arstjórnar og að uppfylltum þeim skil- yrðum sem tilgreind eru í samþykktinni. Eigendur þarfahunda eru undanþegnir gjaldtöku, nema vegna hundahreinsunar … Þarfahundar eru t.d. smalahundar á lögbýl- um, veiðihundar fyrir mink og ref, hundar haldnir vegna fötlunar eiganda og björg- unarhundar.    Bæjarstjórar keppa | Efnt verður til Bryggjudaga í Súðavík í annað sinn dag- ana 17.–19. júní og meðal atriða er svo- kölluð bæjarstjórakeppni. Þar keppa bæjar- og sveit- arstjórar á Vestfjörðum um titilinn „sveitarstjórn- andi Vestfjarða“. Und- irtektir þeirra hafa verið góðar er haft eftir Vil- borgu Arnarsdóttur, eins skipuleggjanda Bryggju- daganna, á vef Súðavíkurhepps. Starfs- mannafélag Hraðfrystihússins-Gunn- varar hf. og Súðavíkurhreppur standa að bryggjudögunum. Grímsey | Í hugum margra er grásleppan einn af vorboðunum. Ekki var að sama skapi vorlegt um að litast á fyrstu dögum ver- tíðarinnar og örugglega kulda- legt fyrir grásleppukarlana og grásleppukerlinguna einu, hér í eyju, að halda út á sjóinn í bítið. Með Sæmundi Ólasyni, útgerð- armanni á Kristínu EA 37, eru í áhöfn Steinar sonur hans og ung kona úr Aðaldal, Kristbjörg Vala Kistjánsdóttir. Hún er ekki alveg ókunnug sjómennsku því hún hefur verið á handfærum á bát frá Húsavík. Sæmundur sagði að nú myndu fjórir bátar verða gerðir út á grásleppu frá Grímsey. Hann sagðist ekki vera svartsýnn, þó einum báti væri fleira en í fyrra. „Ég er glaður, sagði Sæmundur, ef maður heldur 70.000 krónum fyrir tunnuna en tíðin mætti vera skemmtilegri.“ Vertíðina sagði hann vera fram í miðjan maí og reiknaði með því að þurfa, þegar á vorið liði, að færa eitthvað af netunum austur að Melrakkasléttu. Morgunblaðið/Helga Mattína Á grásleppu: Steinar Sæmundsson, Kristbjörg Vala Kristjánsdóttir og Sæmundur Ólason skipstjóri. Með körlunum á grásleppu Vorverk „VIÐ erum spennt að sjá hvernig þessu verður tekið,“ segir Stefán Gunnlaugsson, einn eigenda veitingastaðarins Bautans á Akureyri, en á þriðjudag voru reykingar bannaðar með öllu á staðnum. Um eitt ár er liðið frá því bannað var að reykja á staðn- um á kvöldin, en nú ganga Bautamenn alla leið og gera staðinn algjörlega reyklausan. „Við höldum að fleiri í hópi okkar gesta verði ánægðir með þetta framtak okkar en óánægðir,“ segir Stefán. Hann telur að þróunin verði sú að innan fárra ára verði reykingar ekki leyfðar á veitingastöðum. Bautinn er einn elsti veitingastaður lands- ins í eigu sömu manna, nýlega orðinn 33 ára gamall, „og það hefur alltaf á þessum tíma mátt reykja einhvers staðar í húsinu þar til nú,“ segir Stefán. Hann gat þess jafnframt að 95% starfs- manna Bautans væru reyklaus. Reyklaus Bauti Morgunblaðið/Kristján Veitingastaðurinn Bautinn á Akureyri. SALA nautgripakjöti í marsmánuði jókst um 4,4% miðað við sama mánuð í fyrra. Frá september í fyrra hefur söluaukning því orðið í hverjum einasta mánuði, ef janúar 2004 er undanskilinn. Síðustu 12 mánuði var sala nautgripakjöts alls 3.557,7 tonn, miðað við 3.845,1 tonn sama tímabil árið áður. Sala hefur dregist saman frá árinu áður, og er þar um að kenna lélegri sölu fyrri hluta árs 2003, segir á vef kúabænda. Framleiðslan sl. 12 mánuði var heldur minni en árið áður eða 3.655,8 tonn miðað við 3.887,1 tonn sama tímabil árið áður. Sala nautgripakjöts í mars var heldur meiri í ár en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir töluverðan samdrátt í slátrun kvíga og kúa, en í mars í ár var salan 300,1 tonn miðað við 287,4 tonn árið áður. Framleiðslan var einnig töluvert meiri í mars í ár en á sama tíma í fyrra eða 318,6 tonn en 292,7 tonn í sama mánuði í fyrra. Breytingin á milli ára felst í aukningu á slátrun ungnauta. Aukning í sölu á nautakjöti ♦♦♦ Mínstund frett@mbl.is Laugardaginn 24.apríl fer fram íFæreyjum leikur Íslandsmeistara KR og Færeyjameistara HB í Atlantic Cup keppninni. Útvarp KR verður á staðnum og byrjar Þröstur Emilsson út- sendingu frá Færeyjum klukkan 14. Kristinn Kjærnested lýsir leikn- um sem hefst klukkan 15. Tæknimaður í KR- heimilinu verður Sig- urður Pétur Harðarson. Útvarp KR fagnar í ár 5 ára afmæli en það var stofnað í maí 1999. Út- sendingin frá Færeyjum á laugardaginn verður 126. útsending KR- útvarpsins, segir í frétt frá KR-ingum. Útvarp KR Hólmavík | Jóhannes Helgi Alfreðsson, nemandi í tí- unda bekk í Grunnskól- anum á Hólmavík, sigraði á skákmóti skólans þriðja árið í röð og hlaut þar með farandbikar til eignar. Jó- hannes varð fyrstur til að vinna bikarinn oftar en einu sinni. Á skólaskák- mótinu keppa allir nem- endur saman, en sá sem efstur er í flokki nemenda í 1.–7. bekk hlýtur þó tit- ilinn skólaskákmeistari í yngri flokki. Það var Jón Arnar Ólafsson, nemandi í 6. bekk, sem varð efstur í yngri flokki að þessu sinni, en hann var jafn- framt í öðru sæti á mótinu. Í þriðja sæti var Hrafnkell Fjölnisson sem einnig er í 6. bekk. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Verðlaunahafarnir, frá vinstri: Jón Arnar Ólafsson, Jó- hannes Helgi Alfreðsson og Hrafnkell Fjölnisson. Vann skákbikarinn til eignar Ellý Helga Gunn-arsdóttir seturupp kirkjulega dagskrá Morgunblaðsins. Séra Hjálmar Jónsson var seinn fyrir og eig- inlega búið að loka síð- unni. Hjálmar sagðist yrkja um hana lofkvæði ef hún bjargaði honum. Hún sagði ekki amalegt að vera gerð ódauðleg í kveðskap og kvaðst myndu gera sitt besta: Mogganum ábyrgist elegant brag og annast um kirkjur og presta. Ódauðleg verður hún Ellý í dag ef hún nú gerir sitt besta. Þegar hann sá að hún hafði sett inn tilkynn- ingar Dómkirkjunnar um messur um bæna- daga og páska orti Hjálmar: Komplimentin kynni ég af kæruleysi og gáska: Ellý hún er yndisleg, einkum fyrir páska. Ódauðleg kona pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.