Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
20 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
er náttúrulega ekki hlutlaus,“
segir Guðni og bætir við að
landsmenn hafa fengið þessa
mynd af húsinu í gegnum fjöl-
miðla í kjölfar samkeppninnar og
þar af leiðandi finnist fólki sjálf-
sagt undarlegt að verið sé að
leita eftir hönnuðum að húsinu.
„Frumskilyrðið er þó að gæði
hússins verði tryggð, að þetta
verði hágæða hús, auk þess sem
æskilegt væri að það tæki mið af
tillögu að rammaskipulagi, sem
unnið hefur verið með í áfram-
haldandi skipulagsvinnu svæð-
isins,“ segir Guðni að lokum.
Höfnin | Ekki var kveðið á um
að fylgja yrði verðlaunatillögu í
samkeppni um hönnun ráð-
stefnu- og tónlistarhúss og hót-
els (RTH) við höfnina í Reykja-
vík þegar hugmyndasamkeppni
var auglýst um skipulag svæð-
isins árið 2001. Nú hefur verið
auglýst forval vegna fjármögn-
unar, hönnunar og byggingar
verkefnisins. Alls tóku yfir 40
aðilar, innlendir og erlendir, þátt
í hugmyndasamkeppninni árið
2001 og hlaut Guðni Tyrfingsson,
arkitekt í Danmörku, fyrstu
verðlaun ásamt félögum sínum,
Lotte Elkjær, Mikel Fischer-
Rassmussen og Lasse Grosböl.
Guðni, sem hefur undanfarinn
vetur unnið ásamt Stúdíó
Granda að áframhaldandi skipu-
lagi svæðisins, segir að skýrt
hafi verið kveðið á um að ekki
væri um framkvæmdasamkeppni
að ræða þegar samkeppnin fór
fram á sínum tíma. „Þetta var
hugmyndasamkeppni, það kom
fram strax í samkeppnisgögn-
unum að tillagan væri til viðmið-
unar og hægt væri að nota hana
sem innlegg í einkaframkvæmd-
arútboð.“
Guðni segir að hugmyndirnar
frá verðlaunatillögunni verði lík-
lega ekki nýttar beint að öðru
leyti en til viðmiðunar. „Ég hefði
vissulega kosið að byggt hefði
verið eftir minni hugmynd, en ég
Höfundur verðlaunatillögu að ráðstefnu- og tónlistarhúsi við höfnina
„Frumskilyrði að gæði
hússins verði tryggð“
Útlitsteikning verðlaunatillögunnar: Nú liggur fyrir að hönnun hússins verður boðin út.
Hafnarfjörður | Fulltrúar Og Vodafone af-
hentu á dögunum foreldraröltinu í Hafn-
arfirði fimm farsíma til afnot a í starfinu.
Afhendingin fór fram í Gamla bókasafninu
við Mjósund, sem nú gegnir m.a. hlutverki
félagsmiðstöðvar ung-
linga yfir 16 ára aldri.
Foreldraröltið fer fram
í 4 skólahverfum, Set-
bergsskóla, Hvaleyr-
arskóla, Víðistaðaskóla og
Öldutúnsskóla. Foreldrar
úr Setbergshverfi hafa
staðið lengst vaktina og
verið öðrum foreldrum og
skólum gott fordæmi.
Foreldrafélag hvers skóla
hefur umsjón með starf-
inu og fer sjálft röltið fram á kvöldin um
helgar. Að sögn bæjaryfirvalda í Hafn-
arfirði hafa rannsóknir sýnt fram á víðtæk
áhrif foreldraröltsins Um leið og það efli
samstöðu foreldra, veiti það ungu fólki að-
hald auk þess sem upplýsingar um ástand-
ið í hverfinu berist yfirvöldum fyrr. Til
samans hafa þessir þættir jákvæð áhrif á
forvarnastarfið í bænum.
Að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur,
upplýsingafulltrúa Hafnarfjarðarbæjar,
er mikilvægt að foreldrar í foreldraröltinu
geti látið vita þegar eitthvað kemur fyrir,
síminn sé því hentugt tæki til að miðla
upplýsingum. Þannig geti forvarnafulltrúi
komið skilaboðum markvisst til þeirra sem
taka þátt í foreldraröltinu og því verður
allt upplýsingastreymi milli þeirra sem
vinna að forvörnum mun skilvirkara.
Foreldraröltið fær
farsíma til afnota
Seltjarnarnes | Á fjórða hundrað
manns lögðu leið sína í Gróttu síð-
asta laugardag í tilefni hins árlega
fjölskyldudags í Gróttu. Í þetta
sinn var umsjón dagsins í höndum
kennara í Tónlistarskóla Seltjarn-
arness. Gestir og gangandi gátu
því auk þess að njóta náttúru og
umhverfis Gróttu hlýtt á tónlist-
arflutning af ýmsu tagi. Í tjaldi
fyrir utan vitann spilaði gömlu-
dansasveit og sungu gestirni og
tóku snúning. Í Fræðasetrinu lék
strengjadúett og í vitanum spilaði
hornaflokkur svo undir tók enda
hljómburðurinn frábær. Að lokum
lék síðan í vitanum dixielandband
við góðar undirtektir.
Vel heppnaður fjölskyldudagur í Gróttu
N
ÁM HL
IÐ
A
S
T
A
RF
I
NÁM
S A M H L I Ð A S T A R F I
SA
H A U S T 2 0 0 4
www.endurmenntun.is/sími 525 4444
EFTIR REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANÁMIÐ
GETUR ÞÚ HALDIÐ ÁFRAM NÁMI Í VIÐSKIPTA- OG
HAG FRÆÐI DEILD HÍ OG LOKIÐ ÞAÐAN BS-GRÁÐU
Umsó
er til 1. ma