Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 53
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert jarðbundin/n og svo-
lítið einræn/n. Þú býrð
yfir mikilli skipulagning-
arhæfni og vilt gera hlutina
almennilega.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Gerðu ráð fyrir einhverju
óvæntu í vinnunni í dag. Það
er þó ekki þar með sagt að
um óþægilega uppákomu sé
að ræða.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er hætt við að þú kaupir
eitthvað í fljótræði í dag.
Reyndu að stilla þig og hugsa
hlutina til enda áður en þú
kaupir nokkuð.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er eins og þú sért á nál-
um í dag. Tunglið er í merk-
inu þínu auk þess sem það er
spenna á milli Úranusar og
Júpiters.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú ert í sterkum tengslum
við tilfinningar þínar í dag og
því er hætt við að þú segir
eitthvað sem þú átt eftir að
iðrast síðar.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú munt sennilega rekast á
óvenjulegt fólk í dag. Varastu
að láta telja þig á eitthvað
sem þú veist innst inni að er
ekki rétt fyrir þig. Reyndu að
hafa stjórn á hlutunum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Foreldrar þínir eða yfirmenn
munu hugsanlega koma þér á
óvart í dag. Þér gæti fundist
sem fótunum sé kippt undan
þér.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það gæti orðið einhvers kon-
ar breyting á lífsviðhorfi þínu
í dag. Þetta mun bæði koma
sjálfri/sjálfum þér og öðrum
á óvart.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Bilanir í tölvum og öðrum
tækjum geta valdið töfum í
vinnunni hjá þér í dag. Þá
muntu hugsanlega eiga
óvænt samskipti við einhvern
sem er langt í burtu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú þarft að sýna sveigj-
anleika í dag. Fólk mun koma
með óvæntar uppástungur og
það er ekki þess virði að
standa gegn þeim. Láttu þig
berast með straumnum.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Farðu varlega í að lofa
nokkru í vinnunni í dag. Þér
hættir til of mikillar bjartsýni
og því gleymirðu að taka það
með í reikninginn að þú gætir
þurft að endurvinna hlutina
eða takast á við óvæntar taf-
ir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þér er óvenju hætt við slys-
um í dag og því ættirðu að
fara sérlega varlega og fylgj-
ast vel með börnum sem eru í
umsjá þinni.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Bilanir á heimilinu geta vald-
ið töfum í dag. Þetta ætti þó
ekki að skapa stór vandamál.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
NÚ ER SUMAR
Nú er sumar,
gleðjist gumar,
gaman er í dag.
Brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða
eykur yndishag.
Látum spretta,
spori létta,
spræka fáka nú.
Eftir sitji engi,
örvar víf og drengi
sumarskemmtun sú.
Tíminn líður,
tíminn býður
sælan sólskinsdag.
Yndi er úti á grundum,
yndi, heim þá skundum
seint um sólarlag.
Steingrímur Thorsteinsson
LJÓÐABROT
ÞEGAR suður tekur loka-
ákvörðun í sögnum sér hann
fyrir sér tólf örugga slagi.
Gosi á réttum stað gæti gef-
ið þann þrettánda og því er
skiljanlegt að hann reyni við
alslemmu:
Norður gefur; allir á
hættu. Tvímenningur.
Norður
♠D6
♥ÁKG5
♦Á752
♣ÁG10
Suður
♠Á8
♥D10974
♦KD6
♣KD5
Vestur Norður Austur Suður
– 1 tígull Pass 1 hjarta
Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd
Pass 5 tíglar * Pass 7 grönd
Pass Pass Pass
* fjögur lykilspil
Stökk norðurs í fjögur
hjörtu sýnir 18–19 punkta
og svarið á fimm tíglum lof-
ar fjórum lykilspilum. Suður
veit að makker á fjórlit í
tígli og gosinn þar gæti ver-
ið þrettándi slagurinn svo
hann veðjar á tvímennings-
samninginn sjö grönd. Út-
spil vesturs er spaðagosi.
Hver er áætlunin?
Spil blinds eru ekki alveg
samkvæmt óskalistanum –
laufgosinn hefði gjarnan
mátt vera í tígli. En hvað
um það; tígullinn gæti kom-
ið 3–3 og svo er möguleiki á
kastþröng í spaða og tígli.
Með öðru útspili hefði
verið eðlilegt að leggja niður
spaðaás og taka slagina á
hjarta og lauf. Þá myndi
vestur þvingast með tíg-
ullengd og spaðakóng. En
nú er ljóst að austur á
spaðakónginn og hann lend-
ir aldrei í vandræðum með
að kasta á eftir blindum.
Þvingunin er stöðubundin
þegar báðar hótanirnar eru
á sömu hendi.
Norður
♠D6
♥ÁKG5
♦Á752
♣ÁG10
Vestur Austur
♠G1093 ♠K7542
♥82 ♥63
♦G943 ♦108
♣964 ♣8732
Suður
♠Á8
♥D10974
♦KD6
♣KD5
En spaðaáttan heima er
stórveldi. Með því að leggja
drottninguna á gosann er
valdið í spaðanum fært yfir
á vestur og þá er kast-
þröngin til staðar.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5
4. Rgf3 cxd4 5. exd5 Dxd5
6. Bc4 Dd6 7. 0-0 Rf6 8.
Rb3 Rc6 9. Rbxd4 Rxd4 10.
Rxd4 a6 11. Bb3 Dc7 12.
Df3 Bd6 13. Kh1 0-0 14.
Bg5 Rd7 15. c3 Re5 16.
Dh5 Rg6 17. Bc2 h6 18.
Bd2 Bf4 19. Had1
Bxd2 20. Hxd2 Rf4
21. Dh4 Bd7 22.
Hfd1 Had8 23. Rf3
Rd5 24. Dg3 Dxg3
25. hxg3 b5 26. Re5
f6 27. Rd3 Bc6 28.
Rc5 Hfe8 29. Rxa6
Ha8 30. Rc5 Hxa2
31. Bb3 Ha7
Staðan kom upp í
frönsku deilda-
keppninni sem lauk
fyrir skömmu.
Sergei Rublevsky
(2.671) hafði hvítt
gegn Namig Gouliev
(2.449). 32. Rxe6! Hxe6 33.
Hxd5 Bxd5 34. Bxd5 Kf7
35. He1 Haa6 36. Kg1 nú
kemur upp peðsendatafl
sem er auðunnið á hvítt. 36.
– Ke7 37. Hxe6+ Hxe6 38.
Bxe6 Kxe6 39. Kf1 Kd5 40.
b3 Ke4 41. Ke2 h5 42. f3+
Ke5 43. Ke3 g5 44. c4 b4
45. f4+ Kf5 46. Kf3 og
svartur gafst upp saddur
lífdaga.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
Eitt skot af sódavatni stjórnborðsmegin á yfirvar-
arskeggið, James!
MEÐ MORGUNKAFFINU
Nýkomin sending af
consolum í 3 litum
með skúffu og hillu
Verð aðeins
kr. 8.900
HANDMÁLUÐ CONSOLA
Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • OPIÐ kl. 11-18 og Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • OPIÐ kl. 13-18.
Þú getur hætt að reykja!
- fyrir sumarið
Vegna mikillar eftirspurnar!
Grand Hótel dagana
4., 6. og 13. maí kl. 20.10.
Verð 15.000 kr. (jafngildir einum
sígarettupakka á dag í 30 daga)
Kennari: Guðjón Bergmann
Skráning á www.gbergmann.is
og síma 517 3330.
Námskeiðið byggir á metsölubókinni Þú getur hætt að reykja!
sem kom út milli jóla og nýars 2003. Sjálfur reykti Guðjón um
12 ára skeið og veit fullvel hvað það er að láta af fíkninni. Ekki
láta þetta tækifæri framhjá þér fara og farðu reyklaus inn í
sumarið!
Metsölubókin
Þú getur hætt
að reykja!
kostar einungis 990 kr. og
fæst í öllum bókaverslunum,
á bensínstöðvum og í matvöru-
verslunum víða um land.
Skemmtilegir g jafapakkar
á frábæru verði!
Góða
skemmtun!
©
D
IS
N
EY
Verðgildi 2
.190 kr.r il i .
r.
Verðgildi 2.490
kr.
Afmælisþakkir
Innilegar þakkir til ættingja og vina, sem
heiðruðu mig með fjölmennri heimsókn, sím-
tölum, skeytum og gjöfum á 90 ára afmæli
mínu þann 12. apríl síðastliðinn.
Guð blessi ykkur öll.
Eyjólfur Valgeirsson frá Krossnesi,
Hrafnistu, Reykjavík.