Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SNEKKJAN Svarti haukurinn sökk í höfninni í Gimli í Kanada í fyrradag. Þegar var hafist handa við að reyna að dæla vatni úr henni. Það gekk illa þar sem snekkjan hallaði það mikið og ómögulegt reyndist að rétta hana af en kafari var fenginn til að- stoðar. Um síðir tókst þó að rétta snekkjuna við og ljúka dælingu. Eftir er að kanna skemmdir en ljóst er að snekkjan verður ekki notuð í sumar. Dr. Irvin Olafson í Gimli á snekkjuna. Hann er vel þekktur í ,,íslenska“ samfélaginu í Manitoba og var ásamt Larry Ragnari Krist- janson helsti hvatamaðurinn að byggingu Menningarmiðstöðv- arinnar í Gimli, The Waterfront Centre, en Davíð Oddsson forsætis- ráðherra og Eric Stefanson, fyrr- verandi fjármálaráðherra Mani- toba, eru verndarar miðstöðvar- innar og opnuðu hana formlega 21. október 2000. Ísinn á Winnipegvatni er að þiðna og er ótraustur í höfninni í Gimli, en það er lán í óláni að grunnt er niður á botn þar sem snekkjan er og því ætti að vera auðveldara að koma henni á réttan kjöl en ella. Undanfarin ár hefur Irvin einkum notað snekkjuna fyrir ýmsar móttökur og meðal annars hafa margir íslenskir ráðamenn komið um borð. ,,Þetta er mikið áfall en eftir er að kanna hvað gerðist og hvert framhaldið verð- ur,“ sagði Irvin við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Steinþór Svarti haukurinn marar í hálfu kafi í höfninni í Gimli í Kanada. „Íslensk“ snekkja sökk í höfninni í Gimli Gimli. Morgunblaðið. FERÐALANGUR 2004 verður haldinn í fyrsta skipti í dag, sumar- daginn fyrsta, en um er að ræða nýj- an ferðaviðburð sem ætlað er að efla ásýnd ferðaþjónustunnar á höfuð- borgarsvæðinu. Höfuðborgarstofa, í samstarfi við Ferðamálaráð, Ferða- málasamtök höfuðborgarsvæðisins og Samtök ferðaþjónustunnar, hefur virkjað á sjötta tug ferðaþjónustuað- ila til þátttöku í fjölskylduvænni dag- skrá víðsvegar á höfuðborgarsvæð- inu og í nágrenni þess. Í frétt frá aðstandendum Ferða- langs segir að markmiðið með sýn- ingunni sé að freista þess að gera íbúa höfuðborgarsvæðisins að enn betri gestgjöfum fyrir ferðamenn, innlenda sem erlenda með því að þeir kynnist því betur hvað ferða- þjónustan hefur upp á að bjóða á heimaslóð. Hópbílafyrirtækin bjóða upp á „Skemmtiferðir á heimaslóð“, boðið er upp á ákveðið þema í hverri ferð, svo sem ágrip af Kjalnesingasögu, sögu rafvæðingar, upphaf byggðar í Reykjavík, Heiðmörk og hella, Hafn- arfjörð og Bláfjallahring. Að auki er ýmiskonar afþreying og/eða safna- heimsókn í hverri skemmtiferð. Í af- þreyingarhluta dagskrár Ferða- langs stendur margt til boða, svo sem álfa-, garða-, miðbæjar- og ljóðaganga, útsýnisflug, bílaleigur bjóða upp á ratleik og ökuleiknipróf fyrir börn á rafmagnsbílum, fjalla- trukkur ekur upp á Úlfarsfell, hesta- ferðir verða í boði auk hvalaskoðun- ar og sjóstangaveiði. Söfn eru með fjölþætta dagskrá á Ferðalangi 2004 og að auki bjóða hótel, upplýsinga- miðstöðvar og félagsmiðstöðvar á vegum ÍTR ferðalöngum að ganga í bæinn. Þeim, sem taka þátt í Ferðalangi 2004, gefst kostur á að taka þátt í vinningsleik með því að safna fimm límmiðum hjá ferðaþjónustuaðilum meðan á Ferðalangi 2004 stendur og skila til Upplýsingastöðvar ferða- manna í Aðalstræti 2 fyrir 30. apríl. Á sjötta tug fyrirtækja tekur þátt í Ferðalangi BÆJARSTJÓRN Blönduósbæjar samþykkti á fundi sínum í gær að gera Jón Ísberg, fyrrverandi sýslumann, að heiðursborgara Blönduóss. Til- nefningin er til komin vegna óeigingjarns starfs Jóns fyrir samfélagið. Jóni verður afhent heiðursskjal þessu til staðfestu í tengslum við 80 ára af- mæli hans hinn 24. apríl nk. Jón Ísberg gerður að heið- ursborgara Blönduósi. Morgunblaðið. SVONEFND Vísindavika á norður- slóðum hófst í Reykjavík í gær, en hún stendur til 28. apríl. Hátt í tvö hundruð innlendir og erlendir vís- indamenn, sem fást við rannsóknir á loftslagi, lífríki, umhverfi og mannlífi norðurslóða, taka þátt í ráðstefn- unni, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá utanríkisráðuneytinu. Vísindavikan er haldin í tengslum við formennsku Íslands í Norður- skautsráðinu. Dagskráin hófst með vinnufundum en á laugardag setur Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra ráðstefnuna með ávarpi. Vísindavika á norður- slóðum AÐ minnsta kosti sextíu og átta manns biðu bana í samræmdum sprengjutilræðum í borginni Basra og nágrenni hennar í suðurhluta Íraks í gær. Um það bil tvö hundruð manns til viðbótar særðust í þessum ódæðisverkum sem þykja til marks um að ógnaröldinni í Írak sé engan veginn lokið. Meðal látinna var hóp- ur barna sem átti leið framhjá einu skotmarka ódæðismannanna á leið sinni í skólann. Tiltölulega rólegt hefur verið um að litast í Basra, ef borið er saman við önnur svæði í Írak, á þessu ári sem liðið er síðan Bandaríkjamenn gerðu innrás í landið. Í gærmorgun sprungu hins vegar bílsprengjur fyr- ir framan þrjár lögreglustöðvar í Basra, eða kl. 7.15 að staðartíma, kl. 3.15 að nóttu til að íslenskum tíma. Létust að minnsta kosti sextíu og sex í þessum sprengjutilræðum. Enginn vafi virðist leika á því að um sam- ræmdar aðgerðir var að ræða. Tvær bílsprengjur til viðbótar sprungu svo um tveimur klukku- stundum síðar við æfingabúðir ír- askra lögreglumanna í bænum Zubair, skammt frá Basra. Þar dóu tveir Írakar. Fjórir hinna særðu þar voru breskir hermenn en Bretar ráða ríkjum í suðurhluta Íraks sem hluti af bandalagi viljugra þjóða, sem Bandaríkin fara fyrir. Tveir Bret- anna voru sagðir alvarlega særðir. Breskir hermenn grýttir „Flest fórnarlambanna voru lög- reglumenn og skólabörn,“ sagði Wael Abdel Latif, héraðsstjóri í Basra, um hryðjuverkin í gær en hann sagði hættu á að tala látinna ætti eftir að hækka enn, margir særðra hefðu verið þungt haldnir. Latif kenndi al-Qaeda-hryðju- verkasamtökunum um ódæðin. „Þessar árásir minna á árásir al- Qaeda,“ sagði hann. Samir Shaker Mahmoud al-Sumeidi, innanríkis- ráðherra í íraska framkvæmda- ráðinu, tók í sama streng. „Það er ljóst að fingraför þeirra sem stóðu að ódæðisverkunum í Erbil og Karbala [í febrúar] sjást vel á árásum dags- ins,“ sagði hann. Síðdegis í gær var staðfest að um sjálfmorðsárásir hefði verið að ræða. Munu tilræðismennirnir hafa verið fimm en tveir til viðbótar voru hand- teknir áður en þeir gátu framkvæmt ætlunarverk sitt. Mennirnir óku bíl- um að lögreglustöðvunum í Basra, sem um ræðir, og sprengdu þá í loft upp á tilteknum tíma. Margir Írakar voru á ferli þegar sprengjurnar sprungu en Saudia- lögreglustöðin, þar sem ein bíl- sprengja sprakk, er í nágrenni helsta útimarkaðssvæðis Basra. Tvær rút- ur, sem voru á leið fram hjá Saudia- stöðinni, eyðilögðust í sprenging- unni: önnur þeirra hafði innanborðs hóp grunnskólabarna en hin ungar skólastúlkur. Mátti sjá illa brennd lík barnanna liggja á götunni eftir ódæðið. Tölur um hversu mörg börn biðu bana voru þó mjög á reiki, Lati sagði að sextán börn hefðu látist en aðrir sögðu þá tölu of háa. Stór gígur var fyrir framan Saudia-lögreglustöðina, um tveir metrar á dýpt og um 3 metrar á breidd. Sagði Mohammed Kadhim al-Ali, lögreglustjóri í Basra, að bíl- arnir, sem sprengdir voru í loft upp, hefðu verið hlaðnir sprengiefni. Breskir hermenn sem komu aðvíf- andi eftir sprengjutilræðin til að hjálpa til við björgunarstarf fengu óblíðar móttökur, að sögn AP, hjá reiðum heimamönnum sem kenndu Bretunum um að hafa ekki tryggt öryggi í borginni nægilega vel. Var grjóti kastað í bresku hermennina, að sögn fréttavefjar BBC. Hörð átök í nágrenni Fallujah Bardagar brutust út norður af borginni Fallujah, vestur af Bagdad, í gær milli bandarískra hermanna og andspyrnumanna, þrátt fyrir að samkomulag hefði verið gert tveim- ur dögum áður um að átökum skyldi hætt. Sögðu talsmenn Bandaríkja- hers að um fjörutíu andspyrnumenn hefðu gert árás á bandaríska her- sveit. Talsmaður hersins sagði að níu Írakar hefðu verið drepnir og að þrír Bandaríkjamenn hefðu særst en bandarískir landgönguliðar á staðn- um sögðu að 36 Írakar hefðu verið drepnir í átökunum. Skv. samantekt AP hafa a.m.k. ell- efu hundruð Írakar fallið í átökum í landinu í aprílmánuði. Tugir manna biðu bana í árásum í Basra Írösk skólabörn í hópi þeirra sem féllu Basra. AFP, AP. Reuters Mikið öngþveiti ríkti á vettvangi sprengjutilræðanna í Basra í gær.                                    !" #!      $ %&  '()* +,     -"".  / 0 &2 / 345"   $ SLÖKKVILIÐSMENN rannsaka flak tveggja lesta sem lentu í árekstri í Süssen, suðaustur af Stuttgart í Þýskalandi í gærmorgun. Einn lést og sex slös- uðust. Áreksturinn varð rétt fyrir klukkan níu að staðartíma á brautarteinunum á milli Stuttgart og München. AP Lestarslys í Þýskalandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.