Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 49
Subaru Impreza, sjálfskiptur,
árg. '99, GL, 4x4, ek. 100 þús.,
topp bíll, 4ra d. Verð 1.080 þ. Bíla-
lán 550 þ. Ath. skipti á ód. Sími
690 577.
MMC (Mitsubishi) Space Wag-
on árg. '98. Rafdrifnar rúður,
ABS, álfelgur, vökvastýri, 5 dyra,
skráður 7 manna. Verð 950.000.
Uppl. í síma 893 6384.
Bryngljái á bílinn!
Endist árum saman - verndar
lakkið - auðveldar þrif.
Mössun - blettun - alþrif.
Yfir 20 ára reynsla!
Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22
sími 564 6415 - gsm. 661 9232.
Jeppapartasala Þórðar, Tangar-
höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum
okkur með varahluti í jeppa og
Subaru. Nýrifnir: Patrol '95,
Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol
'92, Legasy '92, og Vitara '91-'97
Matador nýir sumarhjólbarðar
155 R 13 kr. 3750, 165/70R13 kr.
3950, 175/65 R 14 kr. 4790, 185/
70R14 kr. 5450, 185/65R15 kr.
5990. Besta verðið.
Kaldasel ehf., Dalvegi 16, Kóp.,
s. 544 4333 og Grensásvegi 7
(Skeifumegin) Rvík s. 561 0200.
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Wolksvagen Passat,
892 4449/557 2940.
Glæsileg ný kennslubifreið,
Subaru Impreza '04, 4 WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
HEK MSL tveggja mastra vinnu-
pallalyftur. Til sölu lítið notaðar
HEK MSL vinnupallalyftur. Lengd
á vinnupalli 20,4 m, hæð á möstr-
um getur orðið 80 m. Lyftigeta 2,2
t. www.mot.is - sími 544 4490 -
696 4490.
www.midlarinn.is
Hlutir tengdir bátum og smábát-
um. Net, teinar, vélar, drif, spil,
dælur, rúllur, kranar, skip og bát-
ar. Sími 892 0808.
midlarinn@midlarinn.is
Til sölu Quicksilver 430 gúmmí-
bátur með 25 hs. Merkuri 2
stroke, á kerru með útdregnu
beisli. Mótor og bátur ársgamalt,
notað ca 7 tíma. Verð 450.000.
Einnig er til sölu 4 hs. Mercury
4 gengis mótor, sem nýr.
Verð 90 þús. Sími 863 4570.
Toyota Avensis, nýskr. 11/99,
ekinn 62 þús. km. Einn eigandi.
Góður bíll. Uppl. í síma 554 4402
eða 892 8923.
Toyota Avensis dísel, árg. 2002,
station, ekinn 70 þús. km., leður,
álfelgur, spoiler, dráttarkúla, CD.
Verð 1.950 þús. Ath. skipti.
Upplýsingar í síma 690 2577.
Til sölu Mazda 323, árg. '91, vel
með farin og lítið ekin, aðeins 135
þús. km. Lítur mjög vel út.
Verð 160 þús.
Upplýsingar í síma 895 6391.
VW Polo ek. 68 þús. 3 d. 5 g., 15"
álf., lowp. dekk, saml., þjófav. og
vetrard. á felgum. Ath. ný kúpling
og gírkassi frá umboði. Gott verð
560 þús. Uppl. í s. 695 1214/562
1421, Brynja.
Þarftu að auglýsa bílinn þinn?
Mundu tilboð til áskrifenda í Bíla-
blaðinu á miðvikudögum. Auglýs-
ing með mynd á kr. 995.
Pantanafrestur er til kl. 12 á
þriðjudögum.
Auglýsingadeild Morgunblaðsins,
sími 569 1111.
Netfang: augl@mbl.is
Sumarhátíð í Tónabæ Fé-
lagsmiðstöðvarnar Tónabær og
Þróttheimar standa að sumarhátíð
í Tónabæ, Safamýri 28, í dag kl.
14–16. Dagskráin verður bæði inn-
an- og utandyra. Það sem boðið
verður upp á utandyra: Harry
Potter hoppkastali, box búr,
hokkíkynning, sápubandý, andlits-
málun og pylsusala. Innandyra
verður uppskeruhátið á tóm-
stundastarfi, þar verður freestyle
danssýning, myndlistarsýning,
stuttmyndasýning, japönsk
myndasögusýning, leiklistarsýn-
ingar, tískusýningar o.fl. einnig
verður kaffi og vöfflusala. Þá
verða veittar upplýsingar um sum-
arstarf í hverfinu.
Einnig verður boðið upp á fjöltefli
skákmeistara við börn og ung-
linga. Fjölteflið hefst klukkan 11
og fer fram hjá Taflfélagi Reykja-
víkur, Faxafeni 12. Skráning er á
staðnum.
Málþing um samkynhneigð ung-
menni, ábyrgð og innsæi fag-
stétta Málþing verður haldið í Fjöl-
brautaskóla Suðurlands á Selfossi
föstudaginn 23. apríl kl. 10–17 undir
heitinu Andspænis sjálfum sér. Það
er Fræðslunet Suðurlands sem hef-
ur umsjón með málþinginu. Mark-
mið málþingsins er að skerpa vitund
fagstétta um tilfinningar og tilveru
ungs, samkynhneigðs fólks.
Fagleg umsjón málþingsins er á
hendi dr. Sigrúnar Sveinbjörns-
dóttur og ráðstefnustjóri er dr. Ólaf-
ur Páll Jónsson. Samstarfsaðilar
Fræðslunetsins um málþingið eru
Háskólinn á Akureyri og embætti
landlæknis.
Fyrirlestur um áttun og rötun
fugla verður hjá Líffræðistofnun á
morgun, föstudaginn 23. apríl í stofu
132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Há-
skólans. Guðmundur A. Guðmunds-
son, Náttúrufræðistofnun Íslands,
talar um áttun og rötun fugla.
Fjallað verður um stöðu þekkingar á
því hvernig farfuglar rata á lang-
ferðum. Stefnuval þeirra (áttun, e:
orientation) byggist á því að nýta
ýmsa umhverfisþætti s.s. sólargang,
snúningsmiðju stjörnuhimins og
segulsvið jarðar.
Á MORGUN
Ráðstefna um símenntun á Íslandi
Kennsluréttindanemar í KHÍ og
LHÍR standa að ráðstefnu um sí-
menntun á Íslandi í Kennaraháskól-
anum, mánudaginn 26. apríl kl. 14–17.
Markmið ráðstefnunnar er að gefa
yfirlit yfir þróun og stefnu símennt-
unar í íslensku samfélagi. Einnig að
kanna hvað hefur verið gert, hvaða
hugmyndir liggja að baki því og hvert
stefnir.
Framsögu hafa: Jón Torfi Jónasson,
prófessor við Félagsvísindadeild Há-
skóla Íslands, Gylfi Einarsson, fram-
kvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar
málmiðnaðarins, Björg Árnadóttir,
framkvæmdastjóri Framvegis, Ingi-
björg Hafstað, framkvæmdastjóri
Fjölmenningar ehf., og Ingibjörg E.
Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri
Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Skráning og nánari upplýsingar á
netfanginu: radstefna@khi.is.
Japönsk ræðukeppni Sendiráð Jap-
ans í samvinnu við heimspekideild
Háskóla Íslands ætlar að halda ræðu-
keppni laugadaginn15. maí nk. kl.14 í
Háskóla Íslands, Odda 101.
Þátttakendur þurfa að halda ræðu í 5
mínútur á japönsku og er öllum vel-
komið að taka þátt. Skiptist keppnin í
eftirfarandi flokka, ungmennaflokk
(undir 15 ára), byrjendaflokk og
framhaldsflokk.
Skráning hófst 20. apríl. sl. Þátttak-
endur geta skráð sig með því að
senda tölvupóst (japan@itn.is) eða
bréf til Sendiráðs Japans, Laugavegi
182, 105 Reykjavík í síðasta lagi 10.
maí. Þurfa að koma fram upplýsingar
um nafn, kennitala, kyn, heimilisfang,
sími, tölvupóstfang, titill ræðunnar og
flokkur. Vinningar eru veittir fyrir
hvern flokk, fyrir bestu frammistöð-
una og fyrir vinsælustu ræðuna.
Aflinn, félag qi gong-iðkenda á Ís-
landi, hefur opið hús í Valsheim-
ilinu við Hlíðarenda í Reykjavík fyrir
hádegi laugardaginn 24. apríl í tilefni
af alþjóðlega qi gong deginum. Húsið
er opnað kl. 10 f.h. og verður leiðbeint
um æfingar fram að hádegi undir for-
ystu Gunnars Eyjólfssonar leikara.
Vefsíða alþjóðadagsins er
www.worldtaichiday.org/
Félagsskapurinn Aflinn var stofn-
aður árið 2002 og heldur hann úti vef-
síðunni www.qigong.is.
Á NÆSTUNNI
Listasafn Íslands kl. 15 Leiðsögn
um sýninguna Íslensk myndlist
1900–1930 í fylgd Rakelar Péturs-
dóttur safnfræðings. Sýningin er yf-
irlit yfir þá strauma sem ríktu í ís-
lenskri myndlist upp úr aldamót-
unum 1900.
Eden, Hveragerði Ólöf Pétursdóttir
myndlistarkona sýnir verk til 2. maí.
Þetta er 12. einkasýning Ólafar. Á
sýningunni er fjölda vatnslitamynda,
aðallega frá síðustu mánuðum. Opið
alla daga.
Í DAG
APRÍL er mánuður jarðar hjá
AVEDA um allan heim. AVEDA-
hárgreiðslu- og snyrtistofur á höf-
uðborgarsvæðinu taka þátt í verk-
efninu. Í ár er sérstök áhersla lögð
á gróðurhúsaáhrif í heiminum.
AVEDA á Íslandi hefur undanfarin
ár stutt verkefni Skógræktarfélags
Reykjavíkur með því að leggja fé til
aukinnar gróðursetningar. Á þenn-
an hátt vill AVEDA vekja almenn-
ing til umhugsunar um að jörðin er
sameign.
Ákveðið hefur verið að nota
styrkinn frá AVEDA til aukinnar
gróðursetningar við útivistarsvæði
í Heiðmörk og gróðursetja þar
blómstrandi tré og runna. Ráðgert
er að gróðursetning fari fram í maí-
mánuði og munu nemendur úr Wal-
dorf-skólanum aðstoða við hana.
Í ár var bryddað upp á þeirri ný-
breytni að bjóða til sölu litabók til
styrktar Skógræktarfélagi Reykja-
víkur. Litabókin er hönnuð af nem-
endum og kennurum Waldorf-
skólans í Lækjarbotnum og er hug-
myndafræði þeirra að börnin eigi
ekki að fylgja ákveðum línum þeg-
ar litað er í bókina heldur að láta
sköpunargáfuna og hugmynda-
flugið ráða för. Hver blaðsíða er
einnig póstkort sem hægt er að
klippa úr bókinni og senda til vina
og vandamanna, segir í frétt frá
Skógræktarfélagi Reykjavíkur.
Leggja fé til aukinnar
gróðursetningar
KARLAKÓR Selfoss
heldur vortónleika að
kvöldi sumardagsins
fyrsta, kl. 20.30 í Sel-
fosskirkju. Kórinn
syngur einnig í Há-
teigskirkju í Reykjavík
á sunnudag kl. 16 og
Selfosskirkju föstudag-
inn 30. apríl kl. 20.30.
Lokatónleikarnir verða
svo í Félagsheimilinu að
Flúðum laugardaginn
1. maí kl. 21. Gestakór á
þeim tónleikum verður
Karlakór Keflavíkur. Í
vetur hafa um 45 söng-
menn æft með kórnum
og á söngskránni eru mörg þekkt
karlakórslög og einnig ný verk. M.a.
hefur Björgvin Þ. Valdimarsson,
lagahöfundur og kórstjórnandi, sett
saman í eina syrpu mörg af sínum vin-
sælustu lögum og mun kórinn frum-
flytja Björgvinssyrpuna
á vortónleikunum. Þá
hefur Helena R. Kára-
dóttir umskrifað hið
þekkta lag Friðriks
Jónssonar, Rósina, fyrir
kórinn og mun Jónas
Lilliendahl syngja þar
einsöng. Þórir Baldurs-
son útsetti Liljuna og
þar syngja dúett Stein-
dór Gestsson og Jónas
Lilliendahl. Loftur
Erlingsson, stjórnandi
kórsins, syngur einsöng
með kórnum í lögunum
Hraustir menn og Á
Sprengisandi. Undir-
leikari kórsins er Julian Edward
Isaaks. Í vor áforma karlakórsfélagar
að fara í hljóðver og taka upp efni fyr-
ir geislaplötu sem gefin verður út í til-
efni 40 ára afmælis kórsins á næsta
ári.
Loftur Erlingsson
Karlakór Selfoss frum-
flytur Björgvinssyrpu
OPIÐ hús verður í leikskólunum í
vesturbæ Reykjavíkur frá 23. apríl
næstkomandi til 7. maí frá kl. 10–11
og 13.30–14.30.
Allir eru velkomnir í heimsókn að
kynna sér starf leikskólanna. Leik-
skólarnir sem hér um ræðir eru
Drafnarborg, Dvergasteinn, Gull-
borg, Hagaborg, Leikgarður,
Mánagarður, Mýri, Sæborg, Tjarn-
arborg, Vesturborg, Ægisborg og
Öldukot.
Opið hús hjá leikskólum
í vesturbænum