Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 49 Subaru Impreza, sjálfskiptur, árg. '99, GL, 4x4, ek. 100 þús., topp bíll, 4ra d. Verð 1.080 þ. Bíla- lán 550 þ. Ath. skipti á ód. Sími 690 577. MMC (Mitsubishi) Space Wag- on árg. '98. Rafdrifnar rúður, ABS, álfelgur, vökvastýri, 5 dyra, skráður 7 manna. Verð 950.000. Uppl. í síma 893 6384. Bryngljái á bílinn! Endist árum saman - verndar lakkið - auðveldar þrif. Mössun - blettun - alþrif. Yfir 20 ára reynsla! Litla Bónstöðin, Skemmuveg 22 sími 564 6415 - gsm. 661 9232. Jeppapartasala Þórðar, Tangar- höfða 2, sími 587 5058. Sérhæfum okkur með varahluti í jeppa og Subaru. Nýrifnir: Patrol '95, Impreza '97, Pajero V6 '92, Patrol '92, Legasy '92, og Vitara '91-'97 Matador nýir sumarhjólbarðar 155 R 13 kr. 3750, 165/70R13 kr. 3950, 175/65 R 14 kr. 4790, 185/ 70R14 kr. 5450, 185/65R15 kr. 5990. Besta verðið. Kaldasel ehf., Dalvegi 16, Kóp., s. 544 4333 og Grensásvegi 7 (Skeifumegin) Rvík s. 561 0200. Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Wolksvagen Passat, 892 4449/557 2940. Glæsileg ný kennslubifreið, Subaru Impreza '04, 4 WD. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. HEK MSL tveggja mastra vinnu- pallalyftur. Til sölu lítið notaðar HEK MSL vinnupallalyftur. Lengd á vinnupalli 20,4 m, hæð á möstr- um getur orðið 80 m. Lyftigeta 2,2 t. www.mot.is - sími 544 4490 - 696 4490. www.midlarinn.is Hlutir tengdir bátum og smábát- um. Net, teinar, vélar, drif, spil, dælur, rúllur, kranar, skip og bát- ar. Sími 892 0808. midlarinn@midlarinn.is Til sölu Quicksilver 430 gúmmí- bátur með 25 hs. Merkuri 2 stroke, á kerru með útdregnu beisli. Mótor og bátur ársgamalt, notað ca 7 tíma. Verð 450.000. Einnig er til sölu 4 hs. Mercury 4 gengis mótor, sem nýr. Verð 90 þús. Sími 863 4570. Toyota Avensis, nýskr. 11/99, ekinn 62 þús. km. Einn eigandi. Góður bíll. Uppl. í síma 554 4402 eða 892 8923. Toyota Avensis dísel, árg. 2002, station, ekinn 70 þús. km., leður, álfelgur, spoiler, dráttarkúla, CD. Verð 1.950 þús. Ath. skipti. Upplýsingar í síma 690 2577. Til sölu Mazda 323, árg. '91, vel með farin og lítið ekin, aðeins 135 þús. km. Lítur mjög vel út. Verð 160 þús. Upplýsingar í síma 895 6391. VW Polo ek. 68 þús. 3 d. 5 g., 15" álf., lowp. dekk, saml., þjófav. og vetrard. á felgum. Ath. ný kúpling og gírkassi frá umboði. Gott verð 560 þús. Uppl. í s. 695 1214/562 1421, Brynja. Þarftu að auglýsa bílinn þinn? Mundu tilboð til áskrifenda í Bíla- blaðinu á miðvikudögum. Auglýs- ing með mynd á kr. 995. Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. Auglýsingadeild Morgunblaðsins, sími 569 1111. Netfang: augl@mbl.is Sumarhátíð í Tónabæ Fé- lagsmiðstöðvarnar Tónabær og Þróttheimar standa að sumarhátíð í Tónabæ, Safamýri 28, í dag kl. 14–16. Dagskráin verður bæði inn- an- og utandyra. Það sem boðið verður upp á utandyra: Harry Potter hoppkastali, box búr, hokkíkynning, sápubandý, andlits- málun og pylsusala. Innandyra verður uppskeruhátið á tóm- stundastarfi, þar verður freestyle danssýning, myndlistarsýning, stuttmyndasýning, japönsk myndasögusýning, leiklistarsýn- ingar, tískusýningar o.fl. einnig verður kaffi og vöfflusala. Þá verða veittar upplýsingar um sum- arstarf í hverfinu. Einnig verður boðið upp á fjöltefli skákmeistara við börn og ung- linga. Fjölteflið hefst klukkan 11 og fer fram hjá Taflfélagi Reykja- víkur, Faxafeni 12. Skráning er á staðnum. Málþing um samkynhneigð ung- menni, ábyrgð og innsæi fag- stétta Málþing verður haldið í Fjöl- brautaskóla Suðurlands á Selfossi föstudaginn 23. apríl kl. 10–17 undir heitinu Andspænis sjálfum sér. Það er Fræðslunet Suðurlands sem hef- ur umsjón með málþinginu. Mark- mið málþingsins er að skerpa vitund fagstétta um tilfinningar og tilveru ungs, samkynhneigðs fólks. Fagleg umsjón málþingsins er á hendi dr. Sigrúnar Sveinbjörns- dóttur og ráðstefnustjóri er dr. Ólaf- ur Páll Jónsson. Samstarfsaðilar Fræðslunetsins um málþingið eru Háskólinn á Akureyri og embætti landlæknis. Fyrirlestur um áttun og rötun fugla verður hjá Líffræðistofnun á morgun, föstudaginn 23. apríl í stofu 132 í Öskju, Náttúrufræðihúsi Há- skólans. Guðmundur A. Guðmunds- son, Náttúrufræðistofnun Íslands, talar um áttun og rötun fugla. Fjallað verður um stöðu þekkingar á því hvernig farfuglar rata á lang- ferðum. Stefnuval þeirra (áttun, e: orientation) byggist á því að nýta ýmsa umhverfisþætti s.s. sólargang, snúningsmiðju stjörnuhimins og segulsvið jarðar. Á MORGUN Ráðstefna um símenntun á Íslandi Kennsluréttindanemar í KHÍ og LHÍR standa að ráðstefnu um sí- menntun á Íslandi í Kennaraháskól- anum, mánudaginn 26. apríl kl. 14–17. Markmið ráðstefnunnar er að gefa yfirlit yfir þróun og stefnu símennt- unar í íslensku samfélagi. Einnig að kanna hvað hefur verið gert, hvaða hugmyndir liggja að baki því og hvert stefnir. Framsögu hafa: Jón Torfi Jónasson, prófessor við Félagsvísindadeild Há- skóla Íslands, Gylfi Einarsson, fram- kvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar málmiðnaðarins, Björg Árnadóttir, framkvæmdastjóri Framvegis, Ingi- björg Hafstað, framkvæmdastjóri Fjölmenningar ehf., og Ingibjörg E. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Skráning og nánari upplýsingar á netfanginu: radstefna@khi.is. Japönsk ræðukeppni Sendiráð Jap- ans í samvinnu við heimspekideild Háskóla Íslands ætlar að halda ræðu- keppni laugadaginn15. maí nk. kl.14 í Háskóla Íslands, Odda 101. Þátttakendur þurfa að halda ræðu í 5 mínútur á japönsku og er öllum vel- komið að taka þátt. Skiptist keppnin í eftirfarandi flokka, ungmennaflokk (undir 15 ára), byrjendaflokk og framhaldsflokk. Skráning hófst 20. apríl. sl. Þátttak- endur geta skráð sig með því að senda tölvupóst (japan@itn.is) eða bréf til Sendiráðs Japans, Laugavegi 182, 105 Reykjavík í síðasta lagi 10. maí. Þurfa að koma fram upplýsingar um nafn, kennitala, kyn, heimilisfang, sími, tölvupóstfang, titill ræðunnar og flokkur. Vinningar eru veittir fyrir hvern flokk, fyrir bestu frammistöð- una og fyrir vinsælustu ræðuna. Aflinn, félag qi gong-iðkenda á Ís- landi, hefur opið hús í Valsheim- ilinu við Hlíðarenda í Reykjavík fyrir hádegi laugardaginn 24. apríl í tilefni af alþjóðlega qi gong deginum. Húsið er opnað kl. 10 f.h. og verður leiðbeint um æfingar fram að hádegi undir for- ystu Gunnars Eyjólfssonar leikara. Vefsíða alþjóðadagsins er www.worldtaichiday.org/ Félagsskapurinn Aflinn var stofn- aður árið 2002 og heldur hann úti vef- síðunni www.qigong.is. Á NÆSTUNNI Listasafn Íslands kl. 15 Leiðsögn um sýninguna Íslensk myndlist 1900–1930 í fylgd Rakelar Péturs- dóttur safnfræðings. Sýningin er yf- irlit yfir þá strauma sem ríktu í ís- lenskri myndlist upp úr aldamót- unum 1900. Eden, Hveragerði Ólöf Pétursdóttir myndlistarkona sýnir verk til 2. maí. Þetta er 12. einkasýning Ólafar. Á sýningunni er fjölda vatnslitamynda, aðallega frá síðustu mánuðum. Opið alla daga. Í DAG APRÍL er mánuður jarðar hjá AVEDA um allan heim. AVEDA- hárgreiðslu- og snyrtistofur á höf- uðborgarsvæðinu taka þátt í verk- efninu. Í ár er sérstök áhersla lögð á gróðurhúsaáhrif í heiminum. AVEDA á Íslandi hefur undanfarin ár stutt verkefni Skógræktarfélags Reykjavíkur með því að leggja fé til aukinnar gróðursetningar. Á þenn- an hátt vill AVEDA vekja almenn- ing til umhugsunar um að jörðin er sameign. Ákveðið hefur verið að nota styrkinn frá AVEDA til aukinnar gróðursetningar við útivistarsvæði í Heiðmörk og gróðursetja þar blómstrandi tré og runna. Ráðgert er að gróðursetning fari fram í maí- mánuði og munu nemendur úr Wal- dorf-skólanum aðstoða við hana. Í ár var bryddað upp á þeirri ný- breytni að bjóða til sölu litabók til styrktar Skógræktarfélagi Reykja- víkur. Litabókin er hönnuð af nem- endum og kennurum Waldorf- skólans í Lækjarbotnum og er hug- myndafræði þeirra að börnin eigi ekki að fylgja ákveðum línum þeg- ar litað er í bókina heldur að láta sköpunargáfuna og hugmynda- flugið ráða för. Hver blaðsíða er einnig póstkort sem hægt er að klippa úr bókinni og senda til vina og vandamanna, segir í frétt frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur. Leggja fé til aukinnar gróðursetningar KARLAKÓR Selfoss heldur vortónleika að kvöldi sumardagsins fyrsta, kl. 20.30 í Sel- fosskirkju. Kórinn syngur einnig í Há- teigskirkju í Reykjavík á sunnudag kl. 16 og Selfosskirkju föstudag- inn 30. apríl kl. 20.30. Lokatónleikarnir verða svo í Félagsheimilinu að Flúðum laugardaginn 1. maí kl. 21. Gestakór á þeim tónleikum verður Karlakór Keflavíkur. Í vetur hafa um 45 söng- menn æft með kórnum og á söngskránni eru mörg þekkt karlakórslög og einnig ný verk. M.a. hefur Björgvin Þ. Valdimarsson, lagahöfundur og kórstjórnandi, sett saman í eina syrpu mörg af sínum vin- sælustu lögum og mun kórinn frum- flytja Björgvinssyrpuna á vortónleikunum. Þá hefur Helena R. Kára- dóttir umskrifað hið þekkta lag Friðriks Jónssonar, Rósina, fyrir kórinn og mun Jónas Lilliendahl syngja þar einsöng. Þórir Baldurs- son útsetti Liljuna og þar syngja dúett Stein- dór Gestsson og Jónas Lilliendahl. Loftur Erlingsson, stjórnandi kórsins, syngur einsöng með kórnum í lögunum Hraustir menn og Á Sprengisandi. Undir- leikari kórsins er Julian Edward Isaaks. Í vor áforma karlakórsfélagar að fara í hljóðver og taka upp efni fyr- ir geislaplötu sem gefin verður út í til- efni 40 ára afmælis kórsins á næsta ári. Loftur Erlingsson Karlakór Selfoss frum- flytur Björgvinssyrpu OPIÐ hús verður í leikskólunum í vesturbæ Reykjavíkur frá 23. apríl næstkomandi til 7. maí frá kl. 10–11 og 13.30–14.30. Allir eru velkomnir í heimsókn að kynna sér starf leikskólanna. Leik- skólarnir sem hér um ræðir eru Drafnarborg, Dvergasteinn, Gull- borg, Hagaborg, Leikgarður, Mánagarður, Mýri, Sæborg, Tjarn- arborg, Vesturborg, Ægisborg og Öldukot. Opið hús hjá leikskólum í vesturbænum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.