Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 24
AKUREYRI 24 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Handverksfólk Ákveðið hefur verið að halda alþjóðlegu handverks- sýninguna Vestnorden Arts & Crafts í annað sinn í Laugardalshöll, dagana 16.—19. september 2004 Þeir sem áhuga hafa á að vera með í sýningunni, eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við sýningar- stjórn sem fyrst og eigi síðar en 15. maí 2004 í síma 896 9400 eða með tölvupósti reynir@vestnordencrafts.com Samstarfsnefnd Tilvitnanir um lífið og tilveruna ... og það sem skiptir máli. Ást, erótík, glundroði, vinátta, stríð og vopnaglamur og lífið sjálft, eins og það leggur sig, í dúr og moll ... Nú á vordögum gefur SALKA út tvær glæsilegar bækur og státar sig af nýrri heimasíðu Ótuktin Anna Pálína Árnadóttir söngkona greindist með krabbamein fyrir 5 árum. Einstæð lífssýn og frásagnargleði birtist í þessari heillandi bók þar sem takast á sorg á sigrar. Eigðu við mig orð Ný heimasíða: Salka býður ykkur velkomin á nýja heimasíðu með mörgum frábærum bókatilboðum. www.salkaforlag.is Gleðilegt bókasumar! Skólavörðustíg 4 Sími 552 1122 • salkaforlag.is Listagili, Akureyri. Á sýningunni eru um 60 málverk unnin með blandaðri tækni. Valgarður hefur í nokkur ár kannað óþrjótandi möguleika stafrænnar myndvinnslu og notar óhikað ýmiss myndvinnsluforrit í bland við frjálsa mynd- sköpun. Sýningin stendur til 2. maí og er opin alla daga frá kl. 13 til 17 nema 24. og 26. apríl. VALGARÐUR STEFÁNSSON SÝNIR Í KETILHÚSINU JAFNRÉTTISSTEFNU Akureyr- arbæjar sem gildir til ársins 2007 hefur verið dreift til bæjarbúa. Ýms- ar nýjungar er að finna í þessari nýju jafnréttisstefnu, m.a. að á tímabilinu verði unnið að gerð mælitækis, svo- nefndrar jafnréttisvogar, sem gera á samanburð á stöðu sveitarfélaga mögulegan og raunhæfan. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri kvaðst vænta þess að ef vel tækist til með gerð jafnréttisvogar- innar gæti hún skilað jafnréttismál- um lengra fram á veginn, „hún myndi gera okkur kleift að koma pólitískri umræðu um jafnréttismál á vitlegan grunn. Samanburður milli sveitarfélaga í þessum málaflokki verður raunhæfur,“ sagði hann. Katrín Björg Ríkarðsdóttir jafn- réttisráðgjafi Akureyrarbæjar kynnti nýju stefnuna á fundi í vik- unni og sagði hana um margt ólíka þeirri stefni sem áður var í gildi. Nú er kveðið á um ýmis verkefni sem unnið verður að, ákveðnir aðilar gerðir ábyrgir og tímamörk sett. Þessi háttur er hafður á til að tryggja markvissa vinnu og eins er með þessu stigið skrefi lengra en áð- ur með því að flétta jafnréttissjón- armið inn í ýmsa þætti í starfsemi bæjarins. Þannig yrði jafnréttis- starfið markvissara og öflugra og gæfi Akureyrarbæ möguleika á að vera öðrum bæjarfélögum til fyrir- myndar á þessu sviði. Hlutfallið jafnt í fastanefndum Gat Katrín þess að í hópi lykil- stjórnenda bæjarins væru 9 karlar og 10 konur og eins að miklar fram- farir hefðu orðið á hvað varðar að jafna kynjahlutfall í fastanefndum. Nú væri hlutfallið nánast jafnt. Kartín sagði að meðal nýjunga í stefnunni væri samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða, sem felur í sér að jafnréttismál flytjist úr þeim farvegi að vera sérstakur málaflokk- ur í að vera reglubundið og skipulagt viðfangsefni. Í hugmyndafræðinni felist viðurkenning á að ákvarðanir geti haft mismunandi áhrif á konur og karla, þar sem líf þeirra og reynsla er oft ólík. Styður ímynd um öll lífsins gæði Jafnréttisstefnan er unnin í svip- uðum anda og fjölskyldustefna bæj- arins og er ætlað að styðja þá ímynd að á Akureyri sé að finna öll lífsins gæði. Í stefnunni er að finna verkefni sem lögbundin eru í jafnréttislögum og eins verkefni sem eru það ekki. Þar má nefna gerð gátlista sem tæk- is til að gæta að kynja- og jafnrétt- issjónarmiðum við ákvarðanatöku, könnuð verði stefna leik- og grunn- skóla í jafnréttismálum, könnuð mis- munandi þörf kvenna og karla af er- lendum uppruna fyrir þjónustu og stuðning sem snertir jafnrétti kynjanna, horft verði til jafnréttis- sjónarmiða við úthlutun starfslauna listamanna, úttekt gerð á framboði og nýtingu stúlkna og drengja á tóm- stundastarfi, eins verður notkun íþróttamannvirkja og úthlutun æf- ingatíma könnuð með tilliti til kyns og aldurs og brottfall unglinga úr íþróttum verður einnig kannað, þá verður leiðakerfi og þjónusta Stræt- isvagna skoðuð með tilliti til þarfa karla og kvenna. „Ég er afar stolt yfir þessari nýju jafnréttisstefnu. Í henni felast mikl- ar breytingar frá því sem áður var,“ sagði Gerður Jónsdóttir formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar Ak- ureyrarbæjar. Ný jafnréttisstefna sem gildir til 2007 Mikið um athyglis- verðar nýjungar Morgunblaðið/Kristján Jafnréttisstefna kynnt. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, jafnréttisráðgjafi Akureyrarbæjar, og Gerður Jónsdóttir, for- maður jafnréttis- og fjölskyldunefndar. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri situr hjá þeim. Dagskrá á Minjasafni MINJASAFNIÐ á Akureyri efnir til dagskrár í dag, sumardaginn fyrsta kl. 16–18 og samanstendur hún af skemmtun og fróðleik. Gluggað verður í bókina Sumar- gjöf handa börnum sem út kom í Leirárgörðum árið 1795 á vegum Landsuppfræðingarfélagsins. Þar segir m.a. frá börnum sem vilja ekki borða allan mat, og börnum sem depla augunum í óhófi. Sýndar verða dæmigerðar sumargjafir og börnum boðið að reyna leiki að gömlum sið. Sungin verða vorleg lög við org- elundirleik og vinafélag Minjasafns- ins býður upp á lummur og kakó. Sumardagurinn fyrsti var áður fyrr meðal helstu hátíðisdaga ársins. Fyrstu öruggu heimildir á prenti um sumarglaðning hér á landi er að finna í Ferðabók Eggerts og Bjarna frá árunum 1752–1757. Þar segir að þann dag gefi heimilisfaðir sínu fólki eitthvert góðgæti af forða síðasta árs; reykta bringukolla, rikling, rafabelti og nýtt smér. Farið inn í ólæsta bíla LÖGREGLAN á Akureyri handtók tvo karlmenn í kringum tvítugt og unglingsstúlku aðfaranótt mánu- dags, eftir að eigandi bíls varð var við tilraun til innbrots í bíl sinn og hringdi á lögreglu. Við yfirheyrslu á mánudag viðurkenndi annar mann- anna innbrotstilraunina og jafnframt að hafa farið inn í sex aðra ólæsta bíla í leit að fjármunum. Hinn mað- urinn viðurkenndi aðild að málinu, með því að hafa ekið manninum á milli staða og var unglingsstúlkan einnig með í för. Engar skemmdir voru unnar á ólæstu bílunum en rúða brotin í innbrotstilrauninni. Guðmundur Svanlaugsson rann- sóknarlögreglumaður sagði það allt of algengt að bílar væru skildir eftir ólæstir að næturlagi og verðmæti jafnvel í augsýn. Slíkt byði aðeins hættunni heim. Svarfdælasaga | Svarfdælasaga eftir þau Ingibjörgu Hjartardóttur og Hjörleif Hjartarson var frum- sýnd hjá Leikfélagi Dalvíkur 25. mars síðastliðinn. Leikritið hefur verið sýnt fyrir fullu húsi síðan, alls 10 sýningar. Þremur aukasýn- ingum hefur verið bætt við í þess- ari viku, í kvöld, miðvikudag, síð- asta vetrardag, og á föstudag og laugardag. Karlakór Dalvíkur und- ir stjórn Guðmundar Óla Gunn- arssonar kemur mikið við sögu í leikritinu og flytur lög og bardaga- hljóð, sem Guðmundur hefur samið fyrir sýninguna. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Vorvindar glaðir | Guðrún Birg- isdóttir, flautuleikari, og Pétur Jónasson, gítarleikari, koma fram á tónleikum í Ketilhúsinu í kvöld, fimmtudagskvöldið 22. apríl kl. 20. Tilefni tónleikanna er að fagna fyrsta sumardegi og bera tónleik- arnir yfirskriftina Vorvindar glaðir. Á efnisskránni verða falleg og aðgengileg lög fyrir flautu og gítar eftir íslensk og erlend tónskáld, flest samleiksverk en einnig nokk- ur einleiksverk segir í frétt um tón- leikana. Dagskráin verður auk þess krydduð með verkum eftir frönsk og spænsk tónskáld. Tónleikar | Helena G. Bjarnadóttir sópran heldur burtfararprófstón- leika í sal Tónlistarskólans á Ak- ureyri að Hvannavöllum 14 í dag, sumardaginn fyrsta. Á efnisskrá eru íslensk og 7 erlend lög, m.a. eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Pál Ísólfs- son, F. Schubert, R. Strauss og einn- ig syngur hún óperuaríur eftir W.A. Mozart og C. Gounod. Meðleikarar eru Katrín Harðardóttir á klarínett og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. Framkoma og ræðumennska | Á námskeiðinu Framkoma og ræðumennska hjá Símenntun HA þriðjudaginn 27. apríl mun María Ellingsen, leikkona og dagskrár- gerðarmaður, þjálfa þátttakendur í að koma fram af öryggi og fag- mennsku fyrir framan hóp af fólki. Einnig eru kenndar gagnlegar að- ferðir til að takast á við sviðsskrekk svo og áhrifamikill textaflutningur. Fyrirlestur Guðbergs | Guð- bergur Bergsson rithöfundur flytur fyrirlestur í Deiglunni í kvöld, sum- ardaginn fyrsta kl. 21. Nefnist hann „Hinn hugprúði Don Kíkóti“. Guð- bergur var nú nýlega gerður að heiðursborgara Grindavíkur og þá hlaut hann einnig fyrir skömmu nor- rænu bókmenntaverðlaunin. Draumalandið | Síðasta sýning á Draumalandinu eftir Ingibjörgu Hjartardóttur verður hjá Leikfélagi Akureyrar annað kvöld, föstudags- kvöldið 23. maí. Leikstjóri er Þor- steinn Bachmann, en leikarar þau Hildigunnur Þráinsdóttir, Saga Jónsdóttir, Skúli Gautason og Þrá- inn Karlsson.             ♦♦♦ www.thumalina.is   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.