Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 28
LISTIR 28 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Í tilefni Viku bókarinnar efna Morgunblaðið og Vaka-Helgafell til getraunaleiks. Frá þriðjudeginum 20. apríl til og með mánudeginum 26. apríl birtist ein tilvitnun á dag úr verkum Halldórs Laxness og spurt er úr hvaða verki viðkomandi til- vitnun er. Þátttakendur senda inn svörin sín í lok getraunarinnar. Frestur til að senda inn lausnir er til 30. apríl. Dregið verður úr öllum innsendum lausnum og munu 10 þátttakendur, sem svara öllu rétt, hljóta í verðlaun bókina Perlur í skáldskap Laxness. Þú getur kynnt þér Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Lax- ness og verk hans á mbl.is undir Fólkinu. Þar er að finna umfjöllun um skáldið, verk hans, umsagnir og margt fleira. Sendu svörin til okkar. Utanáskriftin er: Morgunblaðið Getraunaleikur - Halldór Laxness - Kringlan 1, 103 Reykjavík „Konan elskar ekki manninn, heldur dýrið í manninum.“ GETRAUNALEIKUR - Halldór Laxness 3. tilvitnun: Allt frá því að SesseljaHreindís Sigmundsdóttir,stofnandi Sólheima, stofn-aði Leikfélag Sólheima ár- ið 1931 hefur sú hefð haldist að frum- sýna alltaf nýja leiksýningu á sumardaginn fyrsta. Í ár varð leikrit Magnúsar Scheving, Latibær, við tónlist Mána Svavarssonar fyrir val- inu og verður það frumsýnt í Íþrótta- leikhúsinu á Sólheimum í Grímsnesi í dag kl. 14. Leikstjóri sýningarinnar er Edda Björgvinsdóttir og er þetta í annað sinn sem hún setur upp leik- sýningu í fullri lengd með Leikfélagi Sólheima, en vorið 2002 leikstýrði hún Hárinu. Líkt og í Hárinu er leik- arahópurinn nú afar fjölmennur, en í Latabæ stíga hátt í fjörutíu manns á svið. „Þetta er afar fjölbreyttur hóp- ur, en Leikfélag Sólheima hefur þá sérstöðu að hér starfa saman á jafn- réttisgrundvelli fatlaðir og ófatlaðir, fólk af ýmsu þjóðerni og börn jafnt sem fullorðnir. Þannig er t.d. yngsti þátttakandinn okkar ekki nema fjög- urra ára og sá elsti á sjötugsaldri.“ Aðspurð segist Edda hafa haft það að leiðarljósi að hver og einn í hópn- um fengi að glíma við það sem hann vildi. „Þannig völdu leikararnir sér hlutverk og því eru fleiri en einn leik- ari að glíma við hvert hlutverk, en allir leikararnir í sama hlutverki eru á sviðinu hverju sinni. Við erum t.d. með fimm leikkonur í hlutverki Sollu stirðu og þrjá Magga mjóslegna. Með þessu móti verður til nokkurs konar „alter-egó“ leikhús þar sem persónan getur m.a. talað við sjálfa sig sem kemur mjög vel út.“ Að sögn Eddu var það mikil fram- sýni hjá Sesselju að stofna Leikfélag Sólheima á sínum tíma. „Saga Sess- elju er alveg einstök, enda var hún merkiskona. Hún var fyrst Íslend- inga til að læra umönnun fatlaðra, en hún starfaði eftir kenningum Rudolfs Steiners. Grunnurinn í þeirri hug- myndafræði var að nota listræna sköpun til að nálgast Guðsneistann í þeim einstaklingum sem hér búa. Sesselja veitti því sínum fóst- urbörnum, eins og hún kallaði þau, gríðarlega menningarlegt uppeldi. Lesnar voru fyrir þau klassískar bókmenntir, þau lærðu öll á hljóð- færi, auk þess sem þau sungu öll og léku. Þetta er uppeldið sem ég myndi vilja sjá í íslenska skólakerfinu, því þá værum við að skila af okkur betri einstaklingum en við gerum í dag.“ Fullt út úr dyrum Á morgun verður jafnframt opnað kaffihúsið Græna kannan á Sól- heimum sem verður opið alla daga í sumar. Síðustu tvö sumur hefur Edda séð um sumarleikhús Leik- félags Sólheima sem sýnt hefur á Grænu könnunni allar helgar yfir sumartímann. „Fólk getur komið hingað og eytt deginum hjá okkur. Það getur þannig farið á kaffihúsið, labbað um svæðið og skoðað auk þess að sjá leiksýningu. Síðustu sumur höfum við sýnt kabarettsýningar á Grænu könnunni þar sem við sýnd- um m.a. brot úr Hárinu og nú í sum- ar munum við auðvitað líka sýna brot úr Latabæ. Auk þess höfum við sýnt stuttan leikþátt er nefnist Í meðbyr og mótbyr og fjallar um ævi og störf Sesselju, sem ég skrifaði upp úr bók Jónínu Michaelsdóttur um Sesselju. Leikþáttur þessi var frumsýndur sumarið sem Sesselja hefði orðið hundrað ára, þ.e. 5. júlí 2002, og einn- ig sýndur síðasta sumar. Í ár verður þátturinn sýndur helgina 3. og 4. júlí.“ Að sögn Eddu hafa sýningar Leik- félags Sólheima notið gífurlegra vin- sælda á síðustu árum. „Þannig var t.d. troðuppselt á Hárinu og við urð- um að bæta við aukasýningum. Að- sóknin á sýningar sumarleikhússins á Grænu könnunni hefur líka verið afskaplega góð og í raun verið fullt út úr dyrum allar helgar sumarsins. Sökum þess að sumarleikhúsið fer í gang fyrstu helgina í júní verður Latibær aðeins sýndur í apríl og maí. Við hvetjum auðvitað alla til að koma með börnin sín og upplifa svona sér- staka útgáfu af Latabæ sem velflest börn á landinu þekkja, því það er hreinlega lífsreynsla að koma hingað og upplifa leiksýningu.“ Hér vildi ég fá að eiga heima Þar sem Latibær er annað stóra verkefni Eddu með Leikfélagi Sól- heima á þremur árum og hún hefur auk þess haft umsjón með sumarleik- húsi leikfélagsins frá upphafi liggur beint við að spyrja hvað það sé við Sólheima sem togi hana til sín. „Það segja allir sem keyra hingað niður í dalverpið að það er líkt og galdur. Þetta er eins og að ganga inn í lygi- lega fallegt póstkort. Þegar ég kom hingað fyrst fann ég strax að hér vildi ég fá að eiga heima í einhvern tíma og fá að vera partur af þessu sérstaka samfélagi. Mér finnst það stórkostleg forréttindi að fá að vinna með íbúum Sólheima, bæði þessum stóra hóp af fötluðu fólki sem og starfsfólkinu, skiptinemunum og sjálfboðaliðunum sem hér starfa. Hvað leikstjórnarvinnuna varðar þá finnst mér frábært að verða vitni að þeim stórstígu framförum sem verða hjá hverjum og einum. Þær framfar- ir eru að stórum hluta afrakstur þess hve fjölbreytt leiklistarstarf þeirra er, bæði hvað verkefna- og leik- stjóraval varðar. En á þeim 73 árum sem Leikfélag Sólheima hefur starf- að hafa leikstjórar hópsins skipt tug- um, enda þykir afar eftirsóknarvert að vinna með þessum einstaka leik- hóp.“ Þess má geta að búningar og leik- myndin í Latabæ er samvinnuverk- efni félaga leikfélagsins, en Gunnar Sigurðsson og Skúli Gautason sáu um hönnun lýsingar. Næstu sýn- ingar á Latabæ eru laugardaginn 24. apríl, laugardaginn 1. maí og upp- stigningardag. Allar nánari upplýs- ingar um sýningar er að finna á vef Sólheima á slóðinni: solheimar.is. Hægt er að panta miða í aðalnúmer Sólheima 480 4400 eða með því að senda póst á netfangið: anna@solheimar.is. Blómlegt leiklistarstarf á Sólheimum Morgunblaðið/RAXHátt í fjörutíu manns stíga á svið í Íþróttaleikhúsinu á Sólheimum í dag þegar Latibær verður frumsýndur. Pósturinn (Kristján Már Ólafsson) færir bæjarstjóra Latabæjar mjög af- drifaríkt bréf (Sveinbjörn Pétursson og Halldór Hartmannsson). Hákon Fannar Kristjánsson og Ármann Eggertsson fara með hlutverk Sigga sæta sem veit ekkert betra en að háma í sig sælgæti. silja@mbl.is Leikfélag Sólheima frumsýnir leikritið Latabæ eftir Magnús Scheving í Íþróttaleik- húsinu á Sólheimum í dag, sumardaginn fyrsta, kl. 14. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Eddu Björgvinsdóttur sem leikstýrir hópnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.