Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku mamma mín, hér kveð ég þig með trega. Þú tókst á við sjúkdóm þinn af hetju- dáð og styrkur þinn hjálpaði okkur öllum. Æðruleysi þitt og trú- festa var aðdáunarverð. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, SIGRÍÐUR FRIÐRIKSDÓTTIR ✝ Sigríður Friðriks-dóttir fæddist á Blönduósi 18. febrúar 1949. Hún lést á Landspítalanum 13. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Grafarvogskirkju 20. apríl. hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Fram í hugann streyma minningar um allar stundir okk- ar saman. Við áttum svo margar yndisleg- ar stundir og minn- ingarnar mun ég allt- af geyma í hjarta mér. Þú varst mér ynd- isleg móðir og verður alltaf fyrir- mynd mín. Takk fyrir allt elsku mamma mín, ég mun sakna þín sárt. Þín Þórunn. Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? (M. Joch.) Elsku mamma, takk fyrir allt. Hvíl í friði. Þinn Jón Elvar. Elsku Sigga mín, nú er komið að kveðjustund. Barátta þín var erfið en stutt en styrkur þinn var styrkur fyrir okkur öll og ég veit að þér líð- ur vel núna. Ég þakka fyrir allar þær yndislegu stundir sem ég fékk að njóta með þér og geymi þær í hjarta mínu. Guð geymi þig. Þín tengdadóttir, Anna. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma mín, takk fyrir allt og allt. Ég vildi líka að ég hefði fengið meiri tíma með þér en ég veit að þú munt vaka yfir mér eins og þú sagðir. Þín Tinna Marín. Það var sorgardagur hjá okkur starfsfólki við Fáskrúðsfjarðargöng þriðjudaginn 13. apríl síðastliðinn, er við fengum fregnir af andláti Siggu ráðskonu eins og hún alltaf var kölluð. Frá því að hún greindist með sjúkdóminn, sem síðan leiddi hana til dauða, höfðum við vissulega von- að og trúað að hún næði bata og kæmi brosandi aftur til vinnu. Og hugurinn reikar til baka og ótal stundir úr fortíðinni eða fyrri Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og bróðir, GÍSLI GUÐJÓN GUÐJÓNSSON, Starengi 14, Reykjavík, áður til heimilis á Vesturgötu 153, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 23. apríl kl. 14.00. Frú Lilja Benediktsdóttir, Rakel Gísladóttir, Ketill Leósson, Eygló Gísladóttir, Kolbrún Gísladóttir, Kristrún Gísladóttir, Árni Steinsson, Róbert Gíslason, Hallbjörg Jónsdóttir, Guðrún B. Gísladóttir, Guðjón Gunnarsson, Ida Bergmann, Leif Halldórsson, Friðgerður Bjarnadóttir, barnabörn, langafabörn og systur. Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, HRAFN JÓNASSON frá Melum, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstu- daginn 23. apríl kl. 15.00. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vilja minnast hans, láti líknarstofnanir njóta þess. Elín Þ. Þórhallsdóttir, Jónas R. Jónsson, Elsa Jónasdóttir, Gunnar Guðjónsson, Ína H. Jónasdóttir, Eggert Sv. Jónsson, Þóra Jónasdóttir, Birna Jónasdóttir, Gunnar Vignisson, systrabörn og fjölskyldur. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, ARNDÍS ÞORBJARNARDÓTTIR, áður til heimilis á Víðivöllum 10, Selfossi, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. apríl sl., verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardaginn 1. maí kl. 13:30. Björn Marteinsson Ólöf Helga Þór, Guðrún Marteinsdóttir, Kristberg Kristbergsson, Hlín Kristbergsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GEIR GISSURARSON frá Byggðarhorni, Grænumörk 5, Selfossi, sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnu- daginn 11. apríl, verður jarðsunginn frá Sel- fosskirkju laugardaginn 24. apríl kl. 13.30. Ásdís L. Sveinbjörnsdóttir, Úlfhildur Geirsdóttir, Sigvaldi Haraldsson, Hjördís J. Geirsdóttir, Þórhallur Geirsson, Gísli Geirsson, Ingibjörg K. Ingadóttir, Brynhildur Geirsdóttir, Kristján Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HULDA JÚLÍANA SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést mánudaginn 19. apríl. Hún verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 23. apríl kl. 15:00. Örn Arason, Sigríður Árnadóttir, Erla Aradóttir, Jón Níels Gíslason, Vildís Halldórsdóttir, Kristjana Aradóttir, Þorgeir Ingi Njálsson, Kristján Arason, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Arndís Aradóttir, Stefán Þorri Stefánsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, EINAR M. JÓHANNSSON fiskvinnslufræðingur, Bleikjukvísl 18, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 23. apríl kl. 13.30. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð. Sigríður G. Jóhannsdóttir, Margrét Einarsdóttir, Bogi Ásgeirsson, Gísli Marteinsson, Jóhann Einarsson, Hrafnhildur H. Þorgerðardóttir og barnabörn. Innilegustu þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÓLAFSSONAR, Álfaskeiði 96, Hafnarfirði. Jónína Magnea Guðmundsdóttir, Ólafur Grétar Guðmundsson, Steinunn Aagot Kristjánsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Þórunn Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Með nokkrum orðum langar mig að minnast Hjördísar ömmu minn- ar sem nú er fallin frá. Amma fæddist í Haga- nesi í Mývatnssveit en upp úr tvítugu fluttist hún til Akur- eyrar, giftist afa Jóni og hóf búskap HJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR ✝ Hjördís Stefáns-dóttir fæddist í Haganesi við Mývatn 18. desember 1918. Hún lést á heimili sínu á Akureyri 12. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akureyrar- kirkju 21. apríl. með honum. Afi dó fyrir þrjátíu árum og eftir það bjó amma ein hjálp- arlaust og af myndar- skap. Hún var dugleg og hagsýn kona sem alltaf þurfti að hafa eitt- hvað fyrir stafni. Hún var mikil húsmóðir og oft talaði hún um hversu mikið væri að gera hjá sér á „stóru“ heimili og lýsir það ömmu vel. Hún var mikil útivistar- kona og lét aldurinn ekki aftra sér frá því að standa í kartöflurækt og taka upp rabarbara í Aðalstrætinu, fara í berjamó eða að bregða undir sig betri fætinum og fara á gönguskíði, einnig vildi hún helst rölta úti á hverj- um degi. Amma hafði mjög gaman af söng, söng í kórum á Akureyri, og kunni mikið af vísum sem hún kenndi barnabörnum og langömmubörnum sínum. Í minningunni um ömmu er sól og hún að brasa eitthvað í eldhúsinu, hita kakó, búa til pönnukökur og kleinur eða að prjóna ullarsokka og vettlinga á barnabarnabörnin sín. Hún vildi helst hafa eitthvert þeirra hjá sér alla daga til að stússa við. Hún var alltaf hraust og á níræðisaldri sótti hún öðru hvoru Heiðrúnu Valdísi dóttur mína í leikskólann, en þær voru góðar vinkonur þrátt fyrir 79 ára aldursmun og er missir Heiðrúnar Valdísar mik- ill. Þær eyddu miklum tíma saman í Víðilundinum þar sem þær lásu hvor fyrir aðra, spiluðu, brösuðu í eldhús- inu, léku sér og fóru í stuttar göngu- ferðir saman allt til síðasta dags. Amma var mikil vinkona mín sem AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disk- lingi. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksenti- metrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Greinum þarf að fylgja for- máli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur og dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, en ekki í greinunum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.