Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að vakti mikla athygli þegar Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finn- lands, lýsti því yfir í viðtali við finnska dagblaðið Huvudstads- bladet fyrir skömmu að engin þörf væri á að móta sameiginlega nor- ræna stefnu, til þess væru viðhorf og hagsmunir landanna of ólík. Vanhanen benti sérstaklega á erfiðleikana sem fylgdu því að Ís- land og Noregur stæðu utan ESB. Ýmsir finnskir stjórnmálamenn og fjölmiðlar hafa gagnrýnt orð Vanhanens, en líklega talar hann þó fyrir munn margra. „Eldri kynslóðin er jákvæð í garð norræns samstarfs, en fyrir þá yngri er það ekki jafn sjálfsagt,“ segir Outi Ojala, formaður sendinefndar Finna í Norðurlandaráði og fyrrverandi forseti ráðsins. „Unga fólkið sér aðra möguleika og er hrifið af því að tala ensku.“ Þörf á að fækka samstarfssamtökum Fleiri hafa gagnrýnt núverandi skipan norræns samstarfs. Í síðastliðnum mánuði sagði Paavo Lipponen, fyrrverandi forsætisráðherra Finn- lands og frambjóðandi til embættis forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, í viðtali við norska dag- blaðið Aftenposten að þörf væri á að endurskoða skipulagið og fækka og sameina þau samstarfs- samtök sem störfuðu á Eystrasaltssvæðinu, og nefndi sérstaklega Norðurlandaráð, Þingmanna- samtök Eystrasaltsríkjanna og Eystrasaltsráðið. Lipponen ber reyndar sjálfur nokkra ábyrgð á fjölskrúðugri flóru samstarfssamtaka nyrst í Evr- ópu. Árið 1997 var hann frumkvöðull að stofnun svonefndrar Norðlægrar víddar. Hún er raunar ekki stofnun heldur eins konar stefnuáhersla inn- an ESB, og hefur engin sjálfstæð fjárráð eða mannafla. Fjármunir til verkefna eru fengnir úr mismunandi sjóðum ESB. Bæði Lipponen og Vanhanen sögðu í viðtöl- unum að efla ætti samstarf norrænna aðildarríkja ESB og Eystrasaltsríkjanna, svonefnt 3+3- samstarf, eftir inngöngu hinna síðarnefndu, með- al annars með því að hafa með þeim samráð fyrir leiðtogafundi ESB. Norrænu ríkin sem standa utan við ESB, Nor- egur og Ísland, komu fremur lítið við sögu í fram- tíðarsýn finnsku stjórnmálamannanna. Lipponen telur þó að vandinn muni leysast innan tíðar. „Ég er sannfærður um það að Ísland og Noregur ger- ast aðilar að Evrópusambandinu að lokum,“ segir hann í samtali við Morgunblaðið. Þensla í samstarfinu Rúm fimmtíu ár eru síðan Norðurlandaráð, samstarfsvettvangur norrænna þinga, var stofn- að. Lengi vel létu menn það duga, en bættu Nor- rænu ráðherranefndinni við árið 1972, sem sinnir samstarfi norrænna ríkisstjórna. Á síðustu tutt- ugu árum hefur á hinn bóginn orðið veruleg þensla í samstarfinu á Norðurlöndum og grann- svæðum þeirra. Nefna má Eystrasaltsráðið, Bar- entshafsráðið og Norðurskautsráðið, Vestnor- ræna ráðið, þingmannasamtök Eystrasalts- ríkjanna, sem stofnuð voru að fyrirmynd Norðurlandaráðs og samstarfssamtök ráðherra frá Eystrasaltsríkjunum sem líktu eftir Norrænu ráðherranefndinni. „Það er auðvitað mikil vinna fyrir lítið land að sinna öllu þessu samstarfi,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sem lengi hefur setið í Norðurlandaráði fyrir Íslands hönd. Fámenn sendinefnd Íslendinga í Norðurlandaráði hefur til dæmis nóg að gera við að sinna átta nefndum ráðsins, og Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fyrrverandi for- seti Norðurlandaráðs, segist hafa verið eins og þeytiskífa milli funda á árlegum þingum þess. Íslendingar hafa þó kosið að taka þátt í flestu því samstarfi sem býðst, og tóku meðal annars sæti í Eystrasaltsráðinu, samtökum ríkja við Eystrasalt, þremur árum eftir stofnun þeirra. Á næsta ári taka Íslendingar við formennsku í Eystrasaltsráðinu. Það kemur hik á norræna þingmenn þegar þeir eru spurðir hvaða hlutverki Íslendingar hafi að gegna í samstarfinu, en eng- inn vill þó beinlínis gagnrýna setu þeirra í ráðinu. „Þetta er auðvitað dálítið sérstakt, en ef Íslend- ingar og Norðmenn vilja sjálfir vera með þá er það í góðu lagi,“ segir Outi Ojala. „Þeir hafa alltaf verið með í norrænu samstarfi og ef þeir eru úti- lokaðir frá þessu er hætta á að kjarni samstarfs- ins veikist.“ Þungamiðjan í austri Þátttakan í Eystrasaltsráðinu er merki um ótta Íslendinga við að einangrast í norrænu samstarfi, bæði vegna aukins áhuga stóru norrænu ríkjanna á nágrannalöndunum í austri og vegna þess að Ís- lendingar standa utan ESB. „Ég finn það í nefndastarfinu að megináherslan er lögð á mál- efni Eystrasaltssvæðisins,“ segir Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks. Ís- lendingar taka einnig þátt í starfi Norðlægu vídd- arinnar, þó að flest verkefni á þeim vettvangi hafi hingað til farið fram í Norðvestur-Rússlandi. Frá því að Eystrasaltsríkin öðluðust sjálfstæði hefur þungamiðja starfs Norrænu ráðherra- nefndarinnar og Norðurlandaráðs einnig verið í austri. Um fimmtungur allra fjárveitinga hefur farið til verkefna sem tengjast Eystrasaltsríkj- unum og Norðvestur-Rússlandi og Eystra- saltsríkin taka í síauknum mæli þátt í samstarfi Norðurlanda. Innan skamms verður sú áherslu- breyting að fjárveitingum frá Norrænu ráðherra- nefndinni verður í auknum mæli beint til Norð- vestur-Rússlands. Siv Friðleifsdóttir segir að í staðinn verði lögð mikil áhersla á pólitískt sam- starf við Eystrasaltsríkin, enda séu þau mik- ilvægir bandamenn Norðurlanda í Evrópusam- starfinu. Siv segir að það hafi verið góð ákvörðun á sín- um tíma að styrkja Eystrasaltsríkin eftir fall Sov- étríkjanna og það muni koma sér vel að hafa þau sem bakhjarla í Evrópusamstarfinu. Hún segir að það komi jafnframt til greina að eistneskir, lettneskir og litháískir ráðherrar fái að taka þátt í samráðsfundum norrænu ráðherranna fyrir ESB-fundi. Hún bendir á að þeir séu þegar farnir að taka þátt í ýmsum fundum ráðherranefnd- arinnar. Eystrasaltsríkin í Norðurlandaráð? Siv er þó ekki viss um að rétt sé að bjóða Eystrasaltsríkjunum fulla aðild að Norð- urlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni. Margir stjórnmálamenn sem taka þátt í norrænu samstarfi taka undir þá skoðun. Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, stóð ásamt öðrum þingmönnum norrænna hægriflokka fyrir tillögu á Norð- urlandaráðsþingi árið 2000 um að veita Eystra- saltsríkjunum aðild að Norðurlandaráði. Hún segir að einkum hafi vakað fyrir sér að hvetja til umræðu um málið. „Ég veit ekki hvort ég gæti tekið undir þetta í dag, og málið hefur ekki verið á borðum hægriflokkanna að undanförnu,“ segir Sigríður Anna. Hún fagnar þó, eins og raunar all- ir íslenskir þingmenn í Norðurlandaráði sem rætt var við, væntanlegri aðild Eystrasaltsríkjanna að Norræna fjárfestingarbankanum, sem koma á til framkvæmda 1. janúar 2005. „Með því er stigið mikilvægt skref í átt að nánara samstarfi og tím- inn verður að leiða í ljós hvort þetta endar með fullri aðild,“ segir hún. Drífa Hjartardóttir, flokkssystir Önnu, er andsnúin aðild Eystrasaltsríkjanna að Norð- urlandaráði og Norrænu ráðherranefndinni, og segir að þau hafi ekki sömu rætur og norrænu ríkin. Steingrímur J. Sigfússon segir að best sé að halda áfram á þeirri braut að bjóða Eistland, Lettlandi og Litháen að vera með í einstökum þáttum samstarfsins, en útilokar þó ekki að lönd- in þrjú geti að lokum fengið fulla aðild í end- urskipulögðu Norðurlandaráði. Sigurður Kári Kristjánsson sér ekkert því til fyrirstöðu að Eystrasaltsríkin gangi í Norð- urlandaráð, og telur að það myndi styrkja ráðið. Raunar telur hann að norrænt samstarf sé ómarkvisst og gagnslítið í núverandi mynd, og vel komi til greina að leggja það niður. Möguleikar á nánara samstarfi kannaðir Hugmyndin um að bjóða Eystrasaltsríkjunum aðild að Norræna fjárfestingarbankanum kom frá svonefndri Aldamótanefnd sem skilaði skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag norræns samstarfs árið 2000. Formaður nefndarinnar var Jón Sigurðsson, forstjóri bankans. Jón bendir á að Norræni fjárfestingarbankinn hafi sérstöðu í norrænu samstarfi því hann byggi Stjórnmálamenn ræddu framtíðarhorfur í norrænu Eldri kynslóði Væntanleg innganga Eystrasaltsríkjanna í Evrópu- sambandið og neikvæð ummæli forsætisráðherra Finnlands um norrænt samstarf í fjölmiðlum fyrir skemmstu hafa valdið umróti. Helgi Þorsteinsson sat fund Norðurlandaráðs í Helsinki og ræddi við ýmsa norræna stjórnmálamenn um framtíðarhorfurnar.ÁKVÖRÐUN HÁSKÓLANS Á AKUREYRI Þróun Háskólans á Akureyrihefur verið með þeim hættiað hann þjónar nú ekki ein- ungis Eyjafjarðarsvæðinu heldur einnig öllu landinu. Sem mikilvæg máttarstoð menntunar norðan heiða hefur skólinn sannað að staðsetning er hvorki hindrun í þekkingarleit og rannsóknum, né hamlar í eðlilegu flæði nemenda, og annarra sem starfa á háskólastigi hér á landi, á milli menntastofnana. Sú ákvörðun er samþykkt var í fyrradag um að takmarka fjölda nemenda við innritun í allar greinar við Háskólann á Akureyrir hefur verið umdeild. Slíkt er ekki nema eðlilegt þar sem skólinn gegnir afar mikilvægu hlutverki á þessu svæði og miklar vonir eru bundnar við frekari þróun hans og aukin umsvif í framtíðinni. Í Morgunblaðinu í gær sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor skólans, það „auðvitað jákvætt að aðsóknin er mikil, að fólk vilji stunda nám hér, en við teljum okkur því miður ekki geta tekið við öllum þessum fjölda miðað við þær fjár- veitingar sem við höfum“. Jafnframt er haft eftir honum í þessu sam- hengi að menn þyrftu að horfa til gæða námsins og að sígandi fjölgun væri betri en holskefla. Þessi sjónarmið rektors eru skyn- samleg. Nauðsynlegt er að hafa í huga að til þess að Háskólinn á Ak- ureyri haldi áfram að þroskast og standi undir þeim væntingum sem til hans eru gerðar er fyrst og fremst nauðsynlegt að tryggja gæði þess náms sem þar er boðið upp á. Ef fjárveitingar skólans eru einung- is raunhæfar miðað við ákveðinn fjölda nemenda er óhjákvæmilegt að takmarka fjölda þeirra sem háskól- inn tekur við í samræmi við það. Slík takmörkun er mun skárri kostur en að láta fjárskort í kjölfar aukins nemendafjölda koma niður á gæðum námsins. Ekki má heldur gleyma þeirri staðreynd að eins og háskólaum- hverfið hér á landi hefur þróast er í raun að verða til samkeppni á milli skóla um nemendur. Skólarnir eiga framtíð sína undir því að geta boðið upp á nám sem er þess virði fyrir nemendur að þeir verji tíma sínum og fjármunum í það sem fjárfest- ingu fyrir framtíðina. Í slíku um- hverfi veita nemendur skólunum að- hald með vali sínu; aðhald er stuðlar að auknum gæðum í kennslu og rannsóknum. Ef vel tekst til í slíku samkeppnisumhverfi verður til ákveðin gagnvirkni, því skólarnir eiga þess jafnframt kost að laða til sín bestu nemendurna á því sviði þar sem kennsla þeirra skarar fram úr. Með þeim hætti efla þeir gæði síns innra starfs, efla og auka orðspor sitt og vægi í tilteknu fræðasam- félagi. Takmarkanir á fjölda nem- enda þar sem styrkur nemenda ligg- ur til grundvallar inngöngu getur því gegnt jákvæðu hlutverki fyrir háskóla og verið mikilvægt stjórn- tæki, eins og raunin hefur reyndar orðið í flestum bestu háskólum heims. STEFNAN Í ÁFENGISMÁLUM Samtök, sem nefnast Náum átt-um, efndu til fræðslufundar í fyrradag um stefnuna í áfengismál- um. Þar var minnt á að í markmiðum heilbrigðisáætlunar, sem samþykkt var á Alþingi árið 2001 hefði verið gert ráð fyrir, að neyzla áfengis á hvern landsmann 15 ára og eldri yrði ekki meiri en 5 lítrar árið 2010. Jafnframt var bent á, að þessi neyzla hefur aukizt úr 5,56 lítrum í 6, 53 lítra á árabilinu frá 1998–2001. Anna Björg Aradóttir, hjúkrunar- fræðingur hjá Landlæknisembætti og Lýðheilsumiðstöð, vakti athygli á því að fyrir Alþingi lægju frumvörp, sem gengju þvert á þau markmið, sem þingið sjálft hefur sett. Í áætlun Alþingis er gert ráð fyr- ir, að nánast engin áfengisdrykkja verði í þeim hópum, sem eru 15 ára og yngri á árinu 2010. Anna Björg sagði að drykkja í þessum hópum hefði minnkað undanfarin ár en auk- izt hjá þeim, sem eldri væru. Hún taldi jafnframt ósennilegt að ein- hugur væri á Alþingi um framan- greind markmið og taldi annars veg- ar að þingið gæti hugsanlega haft lítið úthald varðandi langtímaáætl- anir en hins vegar að aðrir hags- munir en almannahagsmunir réðu ferð svo sem þrýstingur frá hags- munaaðilum. Það væri með nokkrum ólíkind- um, ef Alþingi hvikaði frá markmið- um, sem sett voru í þessum efnum fyrir þremur árum enda eru þau heilbrigð og eðlileg. Þess vegna verður að ganga út frá því sem vísu að þingið verði samkvæmt sjálfu sér. Áfengisneyzla hefur verið þjóðar- böl á Íslandi og er enn. Það er létt verk að tala um frelsi í þessum efn- um sem öðrum en staðreynd er að frelsi getur snúizt upp í andhverfu sína. Of oft hefur það gerzt að áfeng- isneyzla eins einstaklings getur orð- ið að martröð fyrir marga einstak- linga áratugum saman. Sumir bíða þess aldrei bætur að hafa alizt upp í námunda við alkóhólista. Athugasemdir Önnu Bjargar Ara- dóttir eru réttmætar. Þingið getur ekki sett sér markmið um áfengis- mál eitt árið og samþykkt lagafrum- vörp örfáum árum seinna, sem ganga gegn þeim markmiðum. Þing- ið verður að hafa á hreinu hvað það vill og að óbreyttu verður að ætla, að meirihlutastuðningur sé á Alþingi við markmiðin í áfengismálum, sem samþykkt voru fyrir þremur árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.