Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 27
AUSTURLAND MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 27 Efnispakki í harðviðarhús Í efnispakka er harðviðarklæðning (Tatajuba), gluggar og hurðir ásamt panelklæðningu, burðargrind, milliveggjum og einangrun. Viður þessi er vottaður af RB. Gerum tilboð eftir teikningum. Dæmi: Efnispakki í 130 fm íbúðarhús + 40 fm bílskúr AÐEINS 5,9 millj. (sjá mynd að ofan). Sjá heimasíðu www.casema.is Harðviður ehf., sími 552 6065, GSM 698 6235 Kárahnjúkavirkjun | SBA-Norð- urleið hefur sagt upp samningi við ítalska verktakafyrirtækið Impregilo um fólksflutninga í Kárahnjúkavirkjun. Fimm langferðabifreiðar sem notaðar hafa verið við fólksflutn- ingana fóru frá Kárahnjúkum norð- ur til Akureyrar í nótt. GT- verktakar hafa tekið aksturinn að sér frá og með deginum í dag. SBA-Norðurleið hefur séð um starfsmannaflutninga innan verk- svæðis og til og frá mötuneyti og svefnskálum meira eða minna síðan í haust og samkvæmt skammtíma- samningi frá því í febrúarbyrjun. Þá hefur fyrirtækið annast helg- arferðir starfsmanna í Egilsstaði. Missti þolinmæðina Gunnar M. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar, sagði í samtali við Morgunblaðið að eftir tveggja mánaða langt þóf um gerð langtímasamnings, hefði hann misst þolinmæðina og vilji setja bíl- ana í önnur verkefni. „Impregilo skuldar mér tölu- verða fjármuni, en það er þó ekki meginástæða þess að ég fer með bílana burt úr Kárahnjúkum,“ sagði Gunnar í samtali við Morg- unblaðið. „Það er fyrst og fremst það að þrátt fyrir þrotlausa tilboðs- gerð, þar sem við höfum reynt að mæta kröfum Impregilo, virðist ekki ætla að takast að finna eðlileg- an snertiflöt á verkefninu. Þeir hafa margoft breytt forsendum verkefnisins og auðvitað gefið til kynna að þeim þyki verðið hjá okk- ur of hátt; þeir geti fengið mann- skap fyrir miklu minni peninga en ég get boðið mínum bílstjórum upp á. Ég sé því enga ástæðu til að láta draga mig á asnaeyrunum lengur. Ég hef nóg á minni könnu þó ég hafi verið tilbúinn til að taka þetta verkefni að mér og vinna það vel. Ég er með 52 bíla í verkefnum eins og er og býst við að þeim fjölgi eitt- hvað í sumarbyrjun, þannig að það er nóg um önnur verkefni.“ GT buðu betur Ómar Valdimarsson, upplýsinga- fulltrúi Impregilo, segir að GT- verktakar hafi tekið fólks- flutningana að sér og muni þeir taka við í dag þar sem frá var horfið hjá SBA-Norðurleið. „Þeir buðu einfaldlega ekki samninga sem voru að okkar mati sann- gjarnir. Við höfðum beðið þá um að gefa okkur verð í rútuferðir til lengri tíma og verðið var einfald- lega ekki nógu gott. GT-verktakar buðu betur í þetta og þeir taka strax yfir. Það verður því engin truflun á þjónustu á svæðinu,“ segir Ómar. SBA-Norðurleið hefur hætt fólksflutningum við Kárahnjúka og sent rúturnar norður í land Aðrir í dag en í gær Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Rútuflotanum skipt út: SBA-Norðurleið hættir akstri í Kárahnjúkum og GT-verktakar taka yfir í dag. Lokar ekki deildum | Ekki mun koma til lokana hjá Heilbrigð- isstofnun Austurlands í ár, þrátt fyrir kröfu um 100 milljóna króna nið- urskurð í rekstrinum. Dregið verður áfram úr þjónustu og launakostnaði en samkvæmt mati HSA er ávinn- ingur af lokunum hverfandi í þessu samhengi, ekki síst þegar litið er til óhagræðis og óþæginda sem lokanir leiða af sér. Yfirstjórn HSA væntir þess að rekstrargrundvöllur stofn- unarinnar verði leiðréttur í samræmi við fólksfjölgun og framkvæmdir á Austurlandi, þannig að hægt sé að reka hana á viðunandi hátt.    Klippustyrkur | Bónus útdeildi styrkjum á fimmtán ára afmælinu og kom einn þeirra í hlut Bruna- varna á Héraði. Er um að ræða eina milljón króna sem nota á til kaupa á öryggisklippum. Þær eru nýttar til að ná fólki úr bílflökum eða rústum og koma eflaust í góðar þarfir. Kárahnjúkar | Þeir taka íslenska sumrinu fagnandi, þessir verkamenn við Kárahnjúka sem hvíla lúin bein í kaffipásunni og njóta blíðviðrisins. Eftir langan og strangan vetur hverfa nú snjóalög þar efra eins og dögg fyrir sólu og hitatölur hækka hratt eins og vera ber. Þó er ekki loku fyrir það skotið að Vetur konungur brýni klærnar eitthvað meira í vertíðarlok, en alltjent segir dagatalið að nú megi fagna sumrinu, hvort sem er á láglendi eða til fjalla. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Brosað mót sumri Egilsstaðir | Í vikunni var byrjað að grafa fyrir fyrsta húsinu í nýju íbúð- arhverfi í Selbrekku á Eg- ilsstöðum. TF-hús og Ófeigur Páls- son eru þeir verktakar sem fyrstir verða til að hefja byggingu íbúðarhúsa á svæðinu. Það hús sem byrjað var að grafa fyrir er tveggja hæða, tólf íbúða raðhús sem TF-hús byggja við Skógarsel 13. Ómar Bogason, fram- kvæmdastjóri TF-húsa, brá sér sjálfur upp í gröfu Jóns Hlíðdal og tók fyrstu skóflustunguna. Húsið mun standa í neðri hluta Selbrekku, þar sem deili- skipulagsskilmálar gera ráð fyrir 52–68 íbúðum við göturnar Skógarsel, Hjallasel og Brekkusel. Íslenskir aðalverktakar sjá um gatnagerðina á þessu svæði og er hún vel á veg komin og reikn- að með að malbikun hefjist á svæð- inu áður en langt um líður.Fljótlega verður farið að auglýsa lóðir í efri í hluta Selbrekku, en í deiliskipulags- skilmálum þar er gert ráð fyrir 44– 48 íbúðum. Ljósmynd/ÁÓ Svona munu fyrstu hús Selbrekkunnar líta út. Hafist handa við hús- byggingar í nýju hverfi Grafið fyrir fyrsta húsinu í Selbrekku á Egils- stöðum: Ómar Bogason, framkvæmdastjóri TF-húsa, Sigurður Sigbjörnsson gröfumaður og Ófeigur Pálsson byggingaverktaki. Eiðar | Söngleikurinn „Með ham- ingjuna í handarkrikanum“ verður frumsýndur í dag á Eiðum. Flytj- endur söngleiksins eru Skólakór Egilsstaða og Eiða, undir stjórn Ástu Bryndísar Schram, sem einnig þýddi söngleikinn. Leik- stjóri er Keith Reed. Með hamingjuna í handarkrik- anum heitir á frummálinu Safety Kids og er eftir Janeen Brady. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem verk eftir Brady er sett upp hér- lendis, en þau þykja vinsæl til sýninga í Bandaríkjunum. Ásta Bryndís sagði í spjalli við Morgunblaðið að uppsetning söngleiksins væri miklu meira en bara venjuleg skólasýning. „Við höfum verið að æfa þetta frá ára- mótum og í þessu er fólgin mikil vinna allra sem að koma“ segir Ásta. „Þetta er amerískur söngleikur sem ég þýddi í fyrra og fjallar um skaðsemi fíkniefna og mikilvægi vináttunar. Í söngleiknum skiptast á fjörug tónlist og dansar ásamt samtölum sem fjalla um hættuna við að ánetjast eit- urlyfjum, mikilvægi þess að treysta á sjálfan sig, hugsa um heilbrigt líferni og heilsu og hafa sterkt sjálfsmat. Þetta er góður boðskapur sem á erindi til allra, en ekki síst unglinga.“ 20 unglingar skólakórsins, sem hefur starfað frá haustinu 2000, taka þátt í uppfærslunni. Þeir, ásamt þremur öðrum unglingum fara svo til Finnlands 18. maí nk. á barnakóramót og verða þar með tónleika. Uppsetning söngleiksins er fjáröflun fyrir Finnlandsferð- ina. Sýningin í dag hefst kl. 17 og er miðaverð eitt þúsund krónur en frítt inn fyrir forskólabörn. Önnur sýning verður laugardaginn 24.apríl kl. 17 á sama stað. Sýn- ingar verða aðeins tvær. Bandarískur söngleikur frumsýndur á Eiðum í dag Hamingjan í handarkrika Kór Grunnskólans á Egilsstöðum og Eiðum frumsýnir bandarískan söngleik á Eiðum í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.