Morgunblaðið - 22.04.2004, Blaðsíða 61
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. APRÍL 2004 61
SKRIFSTOFAN (The Office) sópaði
enn og aftur að sér verðlaunum um
helgina, nú á BAFTA-sjónvarpshátíð-
inni. Þátturinn var
valinn besti gam-
anþátturinn þriðja
árið í röð, auk þess
sem Ricky Gerv-
ais var valinn besti
leikarinn þriðja ár-
ið í röð. Julie Walt-
ers lék sama leik
og Gervais og vann
þriðja árið í röð, nú fyrir leik sinn í
sjónvarpsmyndinni The Wife of
Bath. Aðrir sigurvegarar á hátíðinni
voru þáttastjórnandinn, grínistinn og
útvarpsmaðurinn Jonathan Ross,
sápuóperan Coronation Street og
leikarinn Bill Nighy sem vann fyrir
leik sinn í stjórnmáladramanu State
of Play. Hann vann einnig kvik-
mynda-BAFTA fyrr á árinu fyrir
hlutverk sitt í gamanmyndinni Love
Actually.
REBECCA LOOS hefur grætt um
800.000 pund, alls um 105 milljónir ís-
lenskra króna, á því að fullyrða að
hún hafi átt í ástarsambandi við Dav-
id Beckham. Þetta fullyrðir Max
Clifford, sem er umboðsmaður henn-
ar. Í viðtali við blaðið Evening Stand-
ard greinir Clifford frá því að Loos
hafi fengið 150.000 pund fyrir viðtal
sem birtist við hana á Sky-sjónvarps-
stöðinni síðastliðinn fimmtudag.
Hann sagði að hún hefði fengið
350.000 pund fyrir viðtal í News of
the World, vinsælasta æsifréttablaði
Breta, en þar upp-
lýsti Loos um sam-
band sitt við Beck-
ham. Sjálfur segist
hann hafa fengið
um 160.000 pund í
tekjur fyrir að sjá
um mál Loos.
Beckham hafnar
fullyrðingum Loos
og segir þær fáránlegar, en Loos var
aðstoðarkona hans þegar hann hóf að
leika með spænska liðinu Real Madr-
id. Loos segist hafa sofið hjá Beck-
ham þegar hann var nýfluttur til
Madridar og Victoria kona hans var
enn í Bretlandi. Sögur af framhjá-
haldi Beckhams tóku svo nýjan kipp,
þegar fyrirsætan Sarah Marbeck,
sem er af malasískum uppruna, sagð-
ist hafa átt í tveggja ára ástarsam-
bandi við Beckham, sem hefði hafist í
FÓLK Ífréttum
ferð Manchester United til Singa-
púr í júlí 2001. Í fyrradag steig svo
þriðja konan, að nafni Celina Laurie,
fram í sviðsljósið og sagði í viðtali við
blaðið People að hún hefði átt kyn-
mök við Beckham í ágúst 2002, í
Árósum í Danmörku, eftir leik Man-
chester United þar. Loos mun koma
fram í spjallþætti á
sjónvarpsstöðinni
Channel Four í
Bretlandi í
dag, en Mar-
beck er sögð
eiga í viðræðum
um viðtöl við
aðra breska fjöl-
miðla.
Clifford, um-
boðsmaður
hennar, sagði
að Loos hefði
leitað til sín og lýst yfir áhyggjum af
því að ferli hennar sem aðstoðarkonu
einstaklinga væri lokið, upplýsti hún
um samband sitt við Beckham. „Ég
útskýrði fyrir henni að hún gæti feng-
ið svo mikla peninga fyrir að skýra
frá þessu að hún þyrfti aldrei að vinna
framar,“ sagði Clifford …
How to Be Alone, safn greina eftir Jon-
athan Franzen. Picador gefur út 2003.
288 bls. innb. Fæst í Máli og menningu.
AF ungtyrkjunum sem nú hrista
upp í bókmenntalífi vestan hafs er
Jonathan Franzen einna alvarleg-
astur, eilítið þunglamalegur en
traustur, kannski sá höfundur sem á
eftir að endast lengst af McSween-
ey’s-klíkunni, hann og Michael
Chabon.
Franzen sló í gegn með bókinni
The Corrections; ekki var bara að
hún fengið National Book-verðlaun-
in eftirsóttu heldur lenti bókin á
bókalista Oprah
Winfrey sem
tryggði góða sölu
og mikið umtal.
Franzen hefur
miklar áhyggjur af
andláti bókarinnar
og fjallar talsvert
um bóklestur í
nokkrum grein-
anna, þar á meðal
þeirri sem gefur safninu nafn sitt; í
greininni Lesandinn í útlegð, sem er
bókadómur, byrjar hann að segja frá
því að hann hafi gefið sjónvarp sitt til
að hafa frið til að lesa og eftir
skemmtilegar vangaveltur um bæk-
urnar sem hann er að dæma, lestur
og lífið klykkir hann út með setning-
unni: „Það fyrsta sem lestur kennir
okkur er hvernig á að vera einn.“
Sumar greinanna eru skrifaðar
sem tækifærisvangaveltur en obbinn
þó sem hluti af starfi hans er hann
gafst upp á að vera rithöfundur og
fór að vinna sem blaðamaður fyrir
tímarit. Þannig skrifar hann einkar
fróðlega grein um hnignun póstþjón-
ustu í Bandaríkjunum með skelfing-
arástandið í Chicago sem þunga-
miðju, um tóbaksfyrirtækin og
banvænan blekkingaleik þeirra, há-
tæknifangelsi þar sem öllum mann-
réttindum er ýtt til hliðar og svo má
telja. Ein helsta greinin er þar sem
hann skrifar um föður sinn og heila-
bilun hans og lítt síðri greinin um
það er Oprah valdi bók hans sem bók
vikunnar og nauðugur viljugur varð
hann að taka þátt í gerð heimildar-
þáttar um sjálfan sig. Sú frásögn er
skemmtileg en verður óforvarandis
grátbrosleg þegar hann minnist síð-
ustu daga móður sinnar.
Í safninu er frægasta grein hans,
Harper’s-greinin eins og hún var
jafnan kölluð eftir tímaritinu kunna.
Greinin birtist 1986, fjallaði um örlög
skáldsögunnar vestan hafs og var
gríðarlega umdeild, enda þótti
mönnum Franzen fullsvartsýnn á
framtíð skáldsagna. Tíminn hefur
reyndar leitt í ljós að Franzen var
ekki að fjalla um skáldsöguna sem
slíka heldur það að landar hans eru
að glata getunni til að vera einir, ein-
ir með bók, glata getunni til að
sökkva sér í heim sem annar hefur
búið til og gefur færi á að auka skiln-
ing og þekkingu á kimum manns-
hjartans en ekki bara afþreyingu.
Árni Matthíasson
Erlendar bækur
Hvernig á
að vera einn