Pressan - 03.11.1988, Side 4

Pressan - 03.11.1988, Side 4
4 Fimmtudagur 3. nóvember 1988 Otilræði Af sinnuleysi Ungum var mér þaö kennt aö ég ætti kvölds og morgna aö lofa guð fyrir allar þær dásemdir sem hver dagur, já lífiö allt og til- veran, ber I skauti sér. Amma mín var ákafur talsmaöur þess aö ekki væri dægrin löng verið aö einblína á þaö sem aflaga fer í samfélaginu og þaö hvaö forlögin ættu þaö til aö leika mann grátt. Hún sagði aö þaö væri svo afskaplega þreytandi. • — Líttu heldur á björtu hliöarnar, sagöi hún, og þá verður þetta allt svo miklu auö- veldara. Mér hefur uppá síökastiö gengið hálfilla aö tileinka mér þessa lífsfílósófíu ömmu minnar og hef, aö afliónum degi, ósjaldan gengið til hvílu hálflamaöur af ólund útaf dekkri hliöunum á mannlífinu. Ég veit bara ekki hver skollinn gengur aö mér. Kannske er ég á breytingaskeiðinu. Fréttaneysla mín er ofboðsleg, jaörar, er mér nær að halda, viö aö vera sjúkleg. Ég byrja aö hlusta á útvarpsfréttir klukk- an hálfátta á morgnana. Svo hlusta ég á þessar sömu fréttir, ég held á hálftíma fresti, allan liölangan daginn og les blööin á milli. Konan mín segir aö ég sé tjúllaður frétta- fíkill og ég væri svosem til I aö taka undir það, ef einhverannarætti I hlut en ég sjálfur. Ekkert I lífinu finnst mér jafn drepleiðin- legt og fréttir og sannleikurinn er sá aö ég væri fyrir löngu orðinn sturlaöur af frétta- ofneyslu ef líkaminn væri ekki búinn. aö mynda gagneitur viö vímugjafanum. Sannleikurinn er sá aö ég er fyrir löngu hættur að meótaka innihald frétta. Þær fara bara innum annaö eyraö og útum hitt og eft- ir sit ég, engu nær um það, hvaö er í raun og veru fréttnæmt frá degi til dags. Fréttum virðist ööru fremur ætlað þaö hlutverk að tíunda meinleg örlög sem steðja aö persum, aröbum, júöum, hvölum, selum, negrum, prestum, leikkonum, rúss- um, milljónamæringum, hundum, forseta- kosningum og valdaránum einhversstaðar útí heimi, mólótoffsprengjum, pakistönum og þaö hvernig afríkumönnum gengur aö komast niöur úr trjánum til aö drepa hver annan. Undir þessu sit ég svo dægrin löng, eins- og kúkur á priki, eyöilagöur-yfir því aö hafa enga samkennd meö öllu þessu vígreifa fólki og fþnaöi útí hinum stóra heimi. Áratugum saman er búiö aö veraað segja mér, oft ádag, hvernig horfurnarséu í Beirút í Líbanon og — guö fyrirgefi mér — ég er haettur aö heyra þaö. Ég sáröfunda þá sem fást viö það, með umtalsverðum árangri, aö bjarga heiminum 'ög hef svosem hugleitt hvort ég ætti ekki aö vinda mér í aö bjarga því sem bjargað verður. En allt slíkt bjástur strandar hérna í hlaö- varpanum. Ég fer bara aö hugsa um hvernig krökkunum gengur í skólanum, hvort gefur á sjó, eöa hvort haustbeitin endist framaö áramótum. Já og svona hvernig vinir mínir, frændur og fólkiö I landinu hafi þaö. Manni er bara ekki sjálfrátt. Ég verö hálfheimóttarlegur, þegar ég er innanum fólk sem heldur vöku sinni og funar af réttlætiskennd, þegar ranglæti er framiö hinumegin á hnettinum, og þori ekki fyrir mitt litla líf aö segja þaö sem mér er efst I huga, semsagt: — Maður líttu þér nær. Þó ég hlusti á fréttir frá Miðjarðarhafs- botni og Persaflóa er ég hættur aö heyra þær, Afríku bjarga ég varla héöanaf, né Suðurameríku eöa Asíu, og ég er gersam- lega ósnortinn af því sem hæst hefur borió I fréttum uppá síökastiö, nefnilega hinu göfugmannlega mannúöar-, hvalúöar- og drengskaparátaki þjóöarleiötoganna I austri og vestri aö hafaáhrif áatferli tveggja hvalfiska noröur I ballarhafi, hundsrassgati, eöa hvað þaö nú heitir. Ég er ósnortinn af mannkærleika Ron- alds Reagan, sem blossar þá helst upp þeg- ar maðurinn þarf aö komast í fjölmiöla útaf kosningum eöa einhverju slíku. Þó undrast ég aó slíkt göfugmenni og stjórn hans skuli hafa þaö sértil dundurs aö fremja spellvirki á mörkuðum lítillar vin- veittrar eyþjóöar I Norður-Atlantshafi. Semsagt allar mínar vangaveltur enda hérna heima. Hér á íslandi er einlægt veriö að fást viö eitthvað sem máli skiptir; fækka prestum, fækka sauðkindum, fækka bændum, fækka hundum, fækka hvölum, fækka fisk- um og fækka fötum. Nú síóast var gengió til kosninga um þaó hvort hundahald væri farsælt fyrir reykvík- inga eöa ekki. Og enn er mér fyrirmunaö aó hrífast með. Mér er lífsins ómögulegt aö fyllast rétt- lætis- eöa ranglætiskennd útaf besta vini mannsins frá öndveröu — hundinum. Mér er lífsins ómögulegt aö hrífast af hinni málefnalegu og heitu umræöu um þaö hvort þessirsaklausu ferfætlingar, sem fólk langartil aö hafa hjásértil aö geta látið sér þykja vænt um eitthvað, já hvort hund- grey geta meö einhverjum hætti ógnaö lífs- hamingju þeirra sem engan eiga hundinn. Hvaö um þaö. Endalausar fréttir af örlög- um persa, araba, júöa, hvala, seia, negra, presta, indíána, hunda, pandabjarna, afgana, rússa og angóla snerta mig ekki lengur. Afturámóti fæ ég vondan sting fyrir brjóstið, þegar haft er rangt viö hérna heima og fyllist kvíöa ef hallar undan fæti hjá frændum mínum, vinum og fólkinu í land- inu. Og mér finnst ég komast næst því að bjarga heiminum, þegarég kyssi barnabarn- iö mitt ákinninaog segi henni að passasig á bílunum á leiöinni í skólann. A itt atriði gæti ráðið úrslitum í valinu á næsta hæstaréttardóm- ara, fyrir utan flokksstimpilinn. Þannig er, að hæstiréttur hefur nokkuð verið gagnrýndur lyrir þá sök, að vera einhliða mannaður einkamálalögmönnum úr borgar- dómi. Fagmönnum hefur þótt skorta á sérfræði í sakamálum á þessum vettvangi. í þessu sambandi er bent á að heppilegt þætti að fá Harald Henrysson inn sem fastan dómara og á þennan veginn er hann talinn standa betur en Hjörtur Torfason. En sem fyrr segir er hvor- ugur stimplaður framsóknarmaður og ef flokkurinn ætlar sínum manni sætið þarf hann helst að slá tvær flugur í einu höggi, finna mann úr sínum röðum og reyndan sakamálalögmann að auki. Hvorki áðurnefndir Jón Finnsson né Sig- uröur Gizurarson geta talist upp- fyllta kröfuna um sakamálareynsl- una. Vandamálin eru því mörg og verður spennandi að fylgjast með hvað dómsmálaráðherra, Halldór Asgrímsson, gerir... Ir M^^jrkjulcgt starf er altur hafið í Fríkirkjunni eftir styrjaldir und- anfarna mánuði. Séra Cecil Haraldsson þjónar í nafni ríkjandi safnaöarstjórnar og hefur þegar hafið fermingarundirbúning. Heimtur fermingarbarna hafa þó ekki verið alls kostar góðar, því séra Gunnar Björnsson er einnig með fermingarbörn úr söfnuðinum í læri hjá sér. í stríði sínu við stjórn- ina hefur Gunnar reyndar unnið þann áfangasigur að komast inn fyrir þröskuldinn í kirkjunni. Safn- aðarstjórnin hefur af mannúðar- ástæðum veitt honum undanþágu þegar um jarðarfarir hefur verið að ræða... c %^íðustu fregnir úr Ríkissjón- varpinu herma að Gunnar E. Kvar- an, sem undanfarið hefur starfað senr fulltrúi framkvæmdastjóra hljóðvarpsins, sé aftur á leið inn á fréttadeild sjónvarpsins. Þetta mun ekki mælast mjög vel fyrir meðal fréttamanna sem eru lausráðnir hjá stofnuninni. Lausar fréttamanns- stöður hafa ekki verið auglýstar um langt skeið, sem er augljóst brot á útvarpslögum, en miklar manna- breytingar hafa átt sér stað undan- farið... stjóri Stöðvar 2, er mikill Valsari sem kunnugt er, en hann hefur nú á skömmum tíma ráðið tvo landsliðs- menn í handbolta á sjónvarpsstöð- ina, þá Sigurð Sveinsson og Einar Þorvaröarson, sem báðir Ieika með Val í vetur. Sigurður fer á auglýs- ingadeild og Einar á tæknisviðið... ■j ~' ær sögur hafa magnast mjög undanfarið innan utanríkis- þjónustunnar að Albert Guö- mundssyni hafi verið boðin sendi- herrastaða við sendiráöiö í l’arís þegar stjórnarmyndunarviðræð- urnar stóðu yfir á dögunum. Þrátt fyrir að ekkert hafi orðið úr stuðn- ingi Borgaraflokksins við ríkis- stjórnina hefur það ekkert dregið úr þessum sögusögnum. Hafa menn varpað þeirri tilgátu fram að einhverskonar samkomulag hafi verið gert við Albert og að þar sé sjálfur bulduinaöurinn kominn og ekki aðeins á vegum Stelans Val- geirssonar, heldur hafi ráðherrar einnig verið með í spilinu. Það sem gefurþessumsögum byrundirbáða vængi er sú staðreynd að Haraldur Kröyer, sendiherra í París, nálgast nú eftirlaunaaldurinn og því sendi- herrabreytingar væntanlegar eftir tvö eða þrjú ár... ^^mfjöllun um utanríkismál- efni hefur löngum verið viðkvæmt mál hér á landi en nú nrun Ríkis- sjónvarpiö hafa nýlokið tökum á ítarlegri fjögurra þátta myndaseríu sem nefnist ísland og umbeimurinn og er þar mikið fjallað um veru bandaríska hersins á íslandi. Sá sem var fenginn til að skrifa handrit og hafa umsjón með þáttunum hef- ur mikla þekkingu á öryggismálum og fjölmiðlun, en það er Albert Jónsson, framkvæmdastjóri örygg- ismálanefndar og fyrrum frétta- maður hjá RÚV. Þættirnir verða settir á dagskrá í mars á næsta ári... A ^ÉPinn fjölmiðlabræðranna svarfdælsku (þeirra Atla Rúnars, Jóns B. og allra hinna), Óskar Þór Halldórsson, sem hefur undan- farið starfað sem blaðamaður á Tímanum, réð sig fyrir skömmu á Dag á Akureyri. Óskar mun hafa hugsað sér gott til glóðarinnar að komast norður og setti alla búslóð- ina á skip en hélt síðan akandi norð- ur yfir heiðar. Þegar komið var upp í þokudrunga Holtavörðuheiðar heyrði svo Óskar í viðtækinu sínu að öllurn starfsmönnum Dags, 40 að tölu, hefði verið sagt upp störf- um. Hann mun hafa átt heldur óskemmtilega stund þarna á há- heiðinni vitandi af búslóðinni úti á rúmsjó, og starfið hrunið. Það ræt- ist þó úr fyrir Óskari, því hann ntun hafa verið í hópi þeirra sem endur- ráðnir voru á blaðið í gær...

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.