Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 4

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 4
4 Fimmtudágur 5. apríl 1990 lítilræði af persónuniósnum Persónunjósnir, ég meina þaö. Útaf flestu er nú hægt aö komast í uppnám. Og bara einsog himinn og jörö séu aö farast. Allir alveg rosalega æstir. Menn hafa bara ekki vitað annaöeins. Sjálfur botna ég ekki upp né niður í öllum gauraganginum, einfaldlega vegna þess aö ég hef alltaf talið persónunjósnir sjálfsagöan og bráðnauðsynlegan hlut allt frá því aö ég fyrir nokkrum áratugum sótti um vinnu hjá Hamilt- on á Keflavíkurflugvelli. Þá þótti sjálfsagt mál að leyndustu einkamál hvers íslendings sem leitaöi náöar fyrir augum amerískra vinnuveit- enda á Miðnesheiði færu beint inná „fæl" hjá vinnuveitandanum og þaðan boðleiö til CIA, en þar hefur áreiðanlega, af fagmönnum, verið unnið úr upplýsingum sem maður gaf um sig og sína nánustu, til að fá vinnu hjá kananum. Ég fer ekki í neinar grafgötur um það að bandaríska leyniþjónustan er með það skjal- fest að á því herrans ári 1951 hafði hvorki ég, pabbi, mamma, afi, amma, né neinn af mínum nánustu verið að leggja á ráðin um að myrða forseta Bandaríkjanna né kollvarpa ríkisstjórn þess sama ríkis. Þá mun og skjalfest að ég hafi aldrei kynnst né þekkt einn einasta kommúnista og þaðan- afsíður nasista og að fólkið mitt væri ekki með krónískan lekanda eða sýfilis en sjálfur væri ég sannur sjálfstæðismaður. Allt þetta urðu íslenskir verkamenn sem ætluðu að fá vinnu á vellinum að tíunda.útí hörgul og margt fleira, helst um aðra. Þegar ameríska leyniþjónustan var búin að persónunjósna um mig í nokkrar vikur þarna á öndverðum sjötta áratugnum fékk ég loks starf sem „gríser og ojler", starfaði við það í hálfan annan dag en var þá rekinn fyrir að óvirða yfirgrísarann sem var amerískur smurn- ingsmaður og fyrir ofan mig í mannvirðinga- stiganum þarna suðurfrá. Eg tel sjálfsagt að skýrsla hans um mig sé líka hjá CIA og satt að segja vona ég það bara. Persónunjósnir. Útaf flestu er nú hægt að æsa sig. Persónunjósnir eru bara af hinu góða, því njósnarar reyna alltaf, einsog Ari fróði, að hafa það sem sannara reynist. Þessvegna er það nú að þeir sem eru á móti persónunjósnum eru undantekningarlaust fúl- menni og illvirkjar, sífellt plottandi einhver myrkraverk sem ekki mega fyrir nokkurn mun líta dagsins Ijós. Við, sem erum með hreinan skjöld og ástundum mest guðsbarnahjal og góða siði, fögnum afturámóti persónunjósnum því þá má þó ætla að athæfi okkar, umsvif og afrek séu skjalfest sannleikanum samkvæmt, án þess að almannarómurinn og Gróa á Leiti séu aðalhöfundar. Fyrir nokkrum árum varð ógnarlegt upp- hlaup hér á landi útaf persónunjósnum. Þetta var þegar sjötíuþúsund konum voru sendir happdrættismiðar SÁÁ. Þetta þótti Hagstofunni svo grunsamlegt að krafist var lögreglurannsóknar á því hvort beitt hefði verið persónunjósnum til að komast að því hvar þessar sjötíuþúsund konur voru til húsa og þó ekki síður hinu sem talið var öllu alvarlegra. Hvernig hafði forráðamönnum happdrætt- isins tekist að komast á snoðir um það að allar þessar konur voru konur en ekki karlar? Grunur lék semsagt á að brotin hefðu verið lög frá Alþingi 25. maí 1981 um kerfisbundna skráningu á upplýsingum er varða einkamál- efni. Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að að- ferðin sem beitt hefði verið væri sú að kanna hvað fólkið hét. Gengið hefði verið út frá því að maður sem héti Eygló væri kona, en til dæmis Hannes gæti gefið hið gagnstæða til kynna. Síðan hefur verið fremur hljótt um persónu- njósnir hérlendis. Þar til á dögunum. Það var semsagt í hinni vikunni að íslensku þjóðina setti hljóða. Váleg tíðindi bárust inní horn á hverju heimili og hrollur fór um landsins börn. Magnaður grunur um skuggalegt atferli á Miðnesheiði fékk byr undir báða vængi, fyrst í fjölmiðlum og síðan í þingsölum hins háa Al- þingis. Það kom semsagt upp sá kvittur að stund- aðar væru njósnir í herstöðinni á Keflavíkur- velli. Hvorki meira né minna. Og allir hugsandi menn í landi hér hugsuðu sem svo: Getur þetta verið? Já, og það meira að segja með hlerunarloft- netinu FRD-10, sem kvað vera eitthvert rosa- legasta hlerunarloftnet sem um getur. Þessi válegu tíðindi urðu til þess að Hjörleif- ur Guttormsson reið á vaðið í utandagskrár- umræðum á Alþingi íslendinga og sagði að Ör- yggismálastofnun Bandaríkjanna réði yfir tækni til að hlera símtöl, en Jón Baldvin gaf í skyn að ólíklegt væri að símtöl væru hleruð hérlendis með FRD-10 og í því sambandi tók Karl Steinar Guðnason fram að Stefán Jóhann hefði verið afar vandaður maður á meðan hann var enn á lífi. Öðru máli gegndi um kommúnistana sem nú stæðu fyrir kúguninni í Austur-Evrópu og í þessu samhengi upplýsti Þorsteinn Pálsson að nú drægi til tíðinda í Litháen. Þá sté Kristín Einarsdóttir í pontu og sagði að óviðunandi væri að hér væri rekin njósna- starfsemi og nauðsynlegt væri að kanna málið ofaní kjölinn, sem varð til þess að Eiður Guðna- son tók til máls og rifjaði upp hasarfrétt í Ríkis- útvarpinu, sem síðar hefði verið beðist afsök- unar á. Þá sté Hreggviður Jónsson í pontu og sagði að þetta væri hárrétt hjá Eiði. Jóhann Einvarðsson sagði hinsvegar að frá- leitt væri að tala um persónunjósnir nema ef vera kynni á Túngötunni, en Steingrímur Sig- fússon sagði að bandaríkjamenn misnotuðu aðstöðu sína og Guðrún Ágnarsdóttir lagði á það áherslu að nauðsynlegt væri að rannsaka málið niðurí kjölinn. Nú þakkaði Hjörleifur fyrir sig og Þorsteinn sagði að ríkisstjórnin væri klofin en Jóhann Einvarðsson sagðist hafa undir höndum bandarísk blöð, sem ekki fjölluðu um ísland, og Jón Baldvin róaði þingheim og væntanlega heimsbyggðina alla með því að tilkynna að ríkisstjórnin hefði skorað á rússa að beita ekki hervaldi í Litháen. Þarmeð lauk á Alþingi íslendinga hinum uppbyggilegu utandagskrárumræðum um persónunjósnir á íslandi. o3 eeiS.«— „eiriHWr mótst^ Mmælisveislnr Árshátíöir Blaöamannafun ir Brúökaupsve Dansleikir Danssýningar Erfidrykkjnr Fermingarveislur Fundir Orímudansleikir jólaböl l Matarboö Ráös tefnur Sumarfag»a®‘r Vetrarfag»a£»r porrablót /Ettarmót ihýtt ihýtt Horaunverdarf'*^ Hátteðísverdar.un Eitt símtal - veislan i bofn <^ísið

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.