Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 5. apríl 1990 PRESSAN Úttfefandi: Kramkvæmdastjóri: Kitstjórar: Blaóamenn: Ljósmyndari: Útlit: Prófarkalestur: Auglýsingastjóri: Blaó hf. Hákon Hákonarson Jónína Leósdóttir Omar Frióriksson Anna Kristine Ma^núsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Friórik Þór (iuómundsson Kinar Olason Anna Th. Rögnvaldsdóttir . Sigríóur H. Gunnarsdóttir Hinrik (iunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuói. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaóið: 1000 kr. á mánuði. Verð i lausasólu: 150 kr. eintakið. KYNÞATTAHATUR Á ÍSLANDI I næstu viku ætla ýmis æskulýössamtök í landinu aö standa fyrir eins dags ráöstefnu um kynþáttamismunun. Tilgangurinn er að vekja upp umræöu um kynþáttamis- munun og fordóma í garð innflytjenda, hér heima og er- lendjs. Kynþáttafordómar og -mismunun er viðkvæmnismál og sjaldan tekiö til umræöu hérlendis. Islendingar hafa lítt kynnst þessum málum samanborið við nágranna- þjóðirnar en sagan kennir aö fordómar og vanþekking í þessum málum þrífast hér ekki síður en meðal stór- þjóða. Tíundi áratugur aldarinnar er áratugur samrunans mikla í alþjóðasamfélaginu. Tækni, samgöngur og al- þjóðaviöskipti eru að tengja þjóðir heims í eina heild. Á næstu árum munum við óhjákvæmilega taka við sí- auknum straumi innflytjenda. Þá mun reyna á það hvort íslendingar hafa þann þroska og umburðarlyndi til aö bera aö aðlagast ólíkum menningarháttum og siðum árekstralaust. Víða í Evrópu spretta upp stjórnmálaflokkar og öfga- samtök sem ráðast gegn innflytjendum og boða hreinan „rasisma". Eru íslenskar lýðræðisstofnanir það þroskaö- ar að þær muni standast slík forneskjuöfl þegar kyn- þáttasamruninn nær til íslands fyrir alvöru? Hér þarf að skapast umræða til að fyrirbyggja þá árekstra sem upp kunna að koma og eins verða stjórnvöld að veita upplýs- ingar um þá starfsemi sem þrifist hefur í landinu og gagnrýnd er fyrir kynþáttamismunun. Hverskonar '„kynblöndunarvarnir" starfrækir svokallað Útlendinga- eftirlit á landamærum þjóðarinnar? ()g hvað segir sú nafngift sjálf — „útlendingaeftirlitið" — um þennan út- vörð stjórnvalda og öryggislögreglu sem fylgist meö gestum þjóðarinnar og ræður hverjir fá að blanda geði við íslendinga? Ber að fagna þeirri umræðu sem ungliðasamtökin hyggjast efna til og vekja íslendinga til vitundar um tímabært umhugsunarefni — kynþáttamismunun. pélitisk þankabret /Ytlitisk þunkabrot skrifu: Rirtí,ir Árnason. aöstodurtnud- ur riöskipta- oif iönaöarrád/wrra, Bolli Hédinsson, efna- huifsrúöifjufi forsætisrádlwrra, ot> Einur Kurl HuruUlsson, ritstjóri Noniisk Kontakt. Styttum leiöina til Litháen! Landfræðileg miðja Evrópu er 20 kílómetra norðvestur af Vilnius, höfuðborg Litháen. Þaðan sem ég sit í Stokk- hólmi er ekki lengra til Vilni- us en á milli Akureyrar og Reykjavíkur. Samt er með ólíkindum hve lengi hefur verið langt til Litháen í öllum skilningi. Hafi einhver átt þangað erindi síðustu hálfa öld hefur sá hinn sami orðið að leggja leið sína í gegnum Moskvu. Alla þessa öld hafa sinnu- leysi umheimsins og gleymska verið versti óvinur Eistlands, Lettlands og Litháen. Þegar Sovétrússland var aðþrengt 1920 lofuðu ráðamenn þess í kjölfar friðarsamninga að virða ævarandi fullveldi balt- ísku lýðv.eldanna. Þau fengu aðild að Þjóðabandalaginu sem sjálfstætt ríki. í „kiúbb" hinna lýðfrjálsu ríkja fengu þau hinsvegar aldrei inn- göngu, vegna þess að stjórn- arfarið hjá þeim á millistríðs- árunum var ekki ýkja lýð- ræðislegt. Um þau ríkti að mestu þögn. 1939 skiptu Hitler og Stalín með sér grannríkjum sínum samkvæmt hinum illræmda Ribbentrop/Molotov-samn- ingi. Stalín fékk með honum „heimild" til þess að þenja Sovétríkin út að hinum gömlu endamörkum rússn- eska keisaraveldisins, m.a. út að ströndum Eystrasalts. 1940 voru hlutlausu lýðveld- in þrjú hernumin af Sovétríkj- unum. Bretar og Bandaríkjamenn sættu sig við sovéska her- námið í baltísku ríkjunum, sem og í allri Austur-Evrópu. Roosevelt Bandaríkjaforseti lýsti því yfir 1. desember 1943, þegar hann hitti Stalín í Teheran, að hann hefði ekki hugsað sér að efna til stríðs við Rauða herinn út af fram- tíð baltísku ríkjanna. Hins- vegar var það mikiivægt fyrir Roosevelt, m.a. vegna kom- andi forsetakosninga i Bandaríkjunum árið eftir, að pressa út úr Stalín yfirlýsingu um að þjóðirnar í þessum ríkjum fengju að tjá vilja sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimunina. „Fólkið þarna mun fá fjöldann allan af tæki- færum til þess að sýna vilja sinn í verki," lofaði Stalín, og þar með gátu þeir herra- Nú er múl að hrinda af stað hreyfingu fyrir þjóðfrelsi í baltísku ríkjunum, svipaðri og Vietnamhreyfingunni fyrir tveimur óratugum. Út á götur og torg til þess að sýna stuðning! Lótum kröfuna um frjólst.Ljthóen hljóma um landið allt! menn tekið fyrir næsta lið á langri dagskrá. Þegar hinir „þrír stóru" — Stalín, Roose- velt og Churchill — hittust í Jalta í febrúar 1945 voru ör- lög Evrópu og baltísku ríkj- anna ráðin. Alfunni hafði á ný verið skipt í áhrifasvæði. Litháar fengu að segja álit sitt í rússneskum kosningum undir ógnarstjórn. Innlimun- in hafði yfirbragð samninga- viðræðna og kosningaferils, en snerist um nauðungar- flutninga, þjóðarmorð og til- ræði við þjóðmenningu og þjóðtungu. Borgarastríð var háð í Litháen án þess að at- hygli vekti. Um 30.000 skóg- arbræður mynduðu skæru- liðasveitir í skógunum og börðust gegn hernáminu. A sama tíma geisaði borgara- styrjöld í Grikklandi og var hún meðal helstu mála á þingi Sameinuðu þjóðanna. Sérstakur fulltrúi samtak- anna var gerður út til þess að fylgjast með framvindunni í Grikklandi. Enginn gerði veður út af því þótt KGB-sveitir hundeltu frelsis- sveitir Litháa, rétt eins og bara væri um að ræða land- hreinsun af fasistaúrhrökum. 1949 lauk borgarastyrjöld- inni á Grikklandi með ósigri kommúnista, sem Stalín hafði ekki nema mátulega mikinn áhuga á að aðstoða, enda bundinn af samningun- um í stríðslok. Tveimur árum áður hafði Truman-kenning- in verið sett fram, en sam- kvæmt henni hét Bandaríkja- stjórn frjálsum þjóðum, sem andæfðu kúgun, aðstoð sinni. Ýmsir andófsmenn í baltísku ríkjunum eygðu von í Truman-kenningunni og settu traust sitt á hjálp úr vestri. Hún kom aldrei, enda kenningin miðuð við Grikk- land og Tyrkland fyrst og fremst. Síðustu skógarbræð- urnir í Litháen lögðu ekki niður vopn fyrr en uppreisnin í Ungverjalandi hafði verið bæld niður. Þá var öll von um hjálp úr vestri úti. Innlimunin í Sovétríkin var fullkomnuð. Hin óvirka and- staða tók við. Einangrunin frá Vesturlöndum var nær algjör. Áhugi blaða- og mennta- manna, listamanna og al- mennings á baltísku ríkjun- um hefur lengst af verið svo lítill að helstu lista- og íþrótta- menn baltísku ríkjanna hafa ekki verið greindir frá öðrum Sovétmönnum, þegar þeir hafa heimsótt Vesturlönd, ef þeir hafa þá ekki verið kallað- ir Rússar. Þegar Milan Kundera reyndi 1983 að gera uppreisn gegn austur-vestur-skiptingu Evrópu með ritgerðinni „Harmleikur Mið-Evrópu" gleymdust baltísku ríkin enn í þeirri umræðu sem af henni spratt. Alveg þangað til Gorbachov tók við í Kreml 1985 var eins og þau hefðu dottið út af landakorti vitund- arinnar á Vesturlöndum. Stefna hans opnaði leiðina til lýðræðis og sjálfsákvörð- unar í fylgiríkjunum, og gaf sovétlýðveldunum von um frjálsræði og aukna sjálfs- stjórn. Nú er svo komið í sjálf- stæðisbaráttu lýðveldanna að Sovétríkin eru ekki lengur til sem heild. Spurningin er aðeins hvort sundurliðun þeirra gerist með friðsamleg- um hætti eða ei. -o-o-o- Við þessar aðstæður má halda því fram að Litháar leiki sér að eldinum, að ein- hliða endurreisn lýðveldis 11. mars sl. hafi verið ótímabær, að þeim hefði verið nær að . halda hópinn með Eistlend- ingum og Lettum, að sú nið- urlæging sem þeir nú verða fyrir af Rauða hernum sé sjálfskaparvíti. Gorbachov ríður á að sýna að ekkert sov- étlýðveldi fái sérmeðhöndl- um með sínar sjálfstæðiskröf- ur, og að vaxandi sjálfsstjórn verði innan ramma sovéskra stjórnskipunarlaga. Þessi stefna er blóðug alvara, sem m.a. má marka af lausafregn- um um að Úkraínumenn, sem eru 50 milljónir, séu að draga saman her sem geti boðið Rauða hernum birginn, ef þurfa þætti. Ef það er rétt munu Moskvuvaldinu ekki duga skriðdrekasýningar í Kiev til niðurbælingar. Við íslendingar, sem höfum boðið stórveldum birginn með einhliða aðgerðum í landhelgismálum, getum ekki með góðu móti gagn- rýnt músíkprófessorinn í Vilnius fyrir skort á raunsæi. Því miður getum við heldur ekki lagt honum sérstaklega mikið lið eins og stendur. Hvað sem líður yfirlýsingum er það engu að síður stað- reynd, að Rauði herinn ræður Litháen en ekki Vytautas Landsbergis. Við getum hinsvegar lofað sjálfum okkur þvi að bæta fyrir fyrri syndir og gleyma Litháen aldrei aftur. Nú er mál að hrinda af stað hreyf- ingu fyrir þjóðfrelsi í baltísku ríkjunum, svipaðri og Víet- namhreyfingunni fyrir tveim- ur áratugum. Út á götur og torg til þess að sýna stuðning! Látum kröfuna um frjálst Litháen hljóma um landið allt! Sendiráðið í Túngötu kemur svo skilaboðum til Moskvu. EINAR KARL HARALDSSON hin pressan „Sjálfstæöisflokkurinn mun að sjálfsögöu ekki starfa meö neinu hinna örverpanna glati hann meirihluta sínum." — Úr kjallaragrein i DV Glúmur Jón Björnsson háskólanemi. „Það var fljótlega eftir áramót- in að nágranni minn kom mjög alvarlegur á svip og sagöi mér að hann gæti heyrt i mér og fjölskyldu minni í útvarpinu." — Magnús Guðmundsson i DV. „Illa leikin, gerð og skrifuö, hreint út sagt hrútleiðinleg." — Gagnrýni Morgunblaösins um kvikmyndina Lambada. „Eg mun ræða þessi mál við vini mína og félaga á fundin- um á Hótel Borg." — Úr Timanum. Ásgeir Hannes Ei- riksson, þingmaður Borgaraflokks- ins, um pólitíska framtíð sina. „Krían í framboð — Fyrirsögn i DV. „En nú vaknar sú spurning hversvegna þessir vand- ræðamenn koma hingað til Reykjavíkur til að ffremja ódæðisverk sin. — Hvi ffremja þeir þau ekki i sinum heimahögum. Mt ■ Um fimmmenninga með kylfur, lesendabréf i DV. „Hvað nú Ingi Ú." — Fyrirsögn á lesandabréfi i DV „Svo finnst mér þetta snið- ugt." — Brynja Baldursdóttir í viðtali við Þjóðviljann um borgaralega ferm- ingu. „Fermið bílana" — Auglýsing frá IKEA i DV. ,,Ef einhuer embœttismaöur er ósammála mér lýsi ég því fyrst yfir aö hann sé 'asni. Síöan kalla ég málflutning hans fúkyröa- flaum. Að lokum legg ég starf hans niöur, rek hann heim og múra upp í dyrnar á skrifstofu hans.“ — Guðmundur Einarsson um Svavar Gestsson i Alþýðublaðinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.