Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 15

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 5. apríl 1990 15 KOMDU EKKIAFTAN AÐ FÓLKI! Er nokkurt vit i að koma svona afftan að ffólki? Þessa auglýsingu heffur þú áreið- anlega heyrt i útvarpi eða séð i sjónvarpi á siðustu dögum. Haffir þú einhvern tima setið i bil sem ekið heffur verið afftan á svarar þú spurningunni i auglýsingunni örugglega neitandi. EFTIR: ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR - MVNDIR: EINAR ÓLASON Það er nefnilega allt annað en gaman að ganga á milli lækna og reyna að telja þeim trú um að þú finnir alveg hræðilega til. Ekki bara í höfðinu heldur líka í öxlunum, handleggjunum og jafnvel í hönd- unum sem þér finnst vera alsettar nálum. Ennþá erfiðara reynist þér að sannfæra fólkið í kringum þig um að þú hafir meiðst þegar bíll stans- aði aftan á þínum. Ekki ertu plástr- aður og þaðan af síður í gifsi. Það er bara þessi hallærislegi kragi um hálsinn á þér sem bendir til að eitt- hvað sé að, því varla ertu með hann vegna þess að þér finnist hann smart. 600 á ári togna á hálsi Á hverju ári leita tæplega 2000 manns á slysadeild Borgarspítalans vegna umferðarslysa af ýmsum toga. Árið 1988 komu þangað 708 manns vegna tognunar á hálsliðum og af þeim hópi telur Tryggvi Þor- steinsson læknir á slysadeild að óhætt sé að fuilyrða að meirihlut- inn, eða um 600, hafi lent í árekstri. Aftanákeyrslur eru nefnilega mun algengari en almennt mætti telja og áverkar af völdum þeirra meiri en flesta grunar. Daglega sjáum við sagt frá því í dagblöðunum að svo og svo margir bílar hafi lent í árekstri en „enginn siasast". Alvar- legir áverkar eru sem betur fer ekki miklir í þessum minniháttar árekstr- um, en þeir geta engu að síður haft þær afleiðingar að ökumaður og/eða farþegar í bifreiðum eigi við þrautir að stríða næstu vikurnar, mánuðina eða jafnvel árin. Tæplega 3000 affranákeyrslur a ari Benedikt Jóhannesson, deild- arstjóri hjá tjónadeild Sjóvór-Al- mennra, sagði í samtali við blaðið að árlega greiddu tryggingafélögin um það bil 350 milljónir króna í bætur vegna slysa af völdum árekstra og um 350 til 400 milljón- ir í munatjón: „Slysabætur eru greiddar af tryggingafélagi öku- mannsins sem fyrir tjóninu verður, en það verður þó ekki til þess að viðkomandi missi bónus. Aftaná- keyrslutjónin eru að meðaltali um 2.500—3000 á ári, eða 20% af öllum árekstrum." Að sögn Benedikts er meðalaldur þeirra sem fá greiddar slysabætur frá tryggingafélögunum 35 ár og er konum þrefalt hættara við háls- meiðslum en körlum: „Af þeim sem verða fyrir aftanákeyrslum eru 16% undir tvítugsaldri og 30% undir 25 ára aldri.“ Samkvæmt upplýsingum frá Benedikt fá um 4% þeirra sem slas- ast í aftanákeyrslum bætur í meira en eitt ár, en milli 10 og 15% hljóta varanlega örorku. „Þótt fjárhags- tjón sé bætt eftir því sem menn best hafa vit á er alveg ljóst að það er aldrei hægt að bæta það að búa við óþægindi alla ævi,“ segir Benedikt Jóhannesson. Hann segir rétt að erfitt sé að meta örorku hjá þeim sem verða fyrir aftanákeyrslu, sérstaklega þeg- ar tekið er tillit til þess að fólk missir ekki beinlínis úr vinnu þótt það sé stöðugt með verki eða önnur óþæg- indi: „Þar kemur svolítið „grátt" svæði; hvað er miski, óþægindi sem menn verða fyrir, og hins vegar ör- inn þannig í ofréttingu. Þegar bíll- inn stöðvast svo skyndilega, hvort heldur hann lendir á næsta bíl fyrir framan eða vegna hemlunar, hefur höfuðið fengið hraða bílsins og slengist nú fram á við og lendir í of- beygingu. Áverki með svipaðar af- leiðingar verður við framan- ákeyrslu og hliðarákeyrslu." Mismunandi alvarlegir áverkar Hann segir sveigju hálsins aftur á við geta orðið mjög mikla og nefnir sem dæmi að í rannsókn sem tók til 100 manna og gerð var á Borgar- spítalanum árið 1976 hafi það kom- ið fyrir í tveimur tilvikum að gler- augu viðkomandi losnuðu af höfð- inu og köstuðust í aftursætið. „Sem dæmi um styrkleika þess- ara árekstra má geta þess að við þessa sömu rannsókn kom í Ijós að sæti losnuðu upp eða brotnuðu í 27 bílum af 100.“ Áverka af völdum aftanákeyrslu Nauðsynlegt en hvorki þægilegt né smart! orka sem veldur því að menn geta ekki framfleytt sér eins og fyrr? Miskabætur eru oftast ekki mjög há- ar, kannski 100—150.000 krónur." Sköddun á mjúkvefjum En hvað gerist við aftanákeyrslu? Tryggvi Þorsteinsson, læknir á slysadeild Borgarspítalans, hefur mörg undanfarin ár haft fólk til meðferðar sem orðið hefur fyrir þessu slysi. Hann hefur eftirfarandi um málið að segja: „Hálshnykkur er meiðsli á háls- hrygg, sem oftast er afleiðing aft- anákeyrsluslysa í umferðinni, og stafar af skyndilegri ofréttingu á hálsinum, sem á næsta augabragði sveiflast fram á við og lendir í of- beygingu. — Meiðslið er fólgið í sköddun á mjúkvefjum, liðböndum, hryggþófum, vöðvum og taugarót- um.“ Tryggvi segir eðli áverkans í stór- um dráttum þetta: „Höggið sem skeliur aftan á bílinn kastar honum, sætinu og bílstjóra og farþegum fram á við með öðrum og meiri hraða en fyrir var. í þeim tilvikum þegar höfuðið nær upp fyrir sætis- bakið fylgir það ekki með fyrstu sekúndubrotin, en heldur sama hraða og bíllinn haíði fyrir árekstur- inn. Afleiðingin verður sú að höfuð- ið slengist aftur á við og lendir háls- segir hann mismunandi alvarlega: „Oft er um minniháttar tognun með skammvinnum einkennum að ræða, en fyrir koma hálsbrot með tilfærslu, mænusköddun með brott- fallseinkennum og heilaáverkar, sem oft eru þá hluti af fjöláverkum." Erfitt að segja til um varanleik meiðsla „Hvað snertir batahorfur sýnir reynsian að við fyrstu skoðun er mjög erfitt að segja fyrir um hve ein- kenni verða mikil eða um varanleik þeirra. Ganga verður þó út frá því að því harðari árekstur, þeim mun meiri einkenni. Þetta er þó ekki ein- hlítt þar eð ástand hálsliðanna, eins og til dæmis slitbreytingar eða eldri meiðsli, býður upp á verri batahorf- ur en annars myndi vera. Hliðar- snúningur á höfði á árekstraraugna- blikinu er oft samfara löngum aftur- bata. Áverki þessi er nefndur „whip- lash injury" á ensku, „schleuder traumá' á þýsku og „pisksnárt" á sænsku. Á íslensku hefur þetta meiðsli verið kallað hálshnykkur." Að sögn Tryggva eru einkenni frá heila nokkuð algeng fyrst eftir slys- ið: „Þau lýsa sér líkt og við vægan heilahristing með stuttu meðvitund- arleysi eða minnisleysi. Höfuðverk- ur kemur oft-í Ijós í byrjun og er ann- ars eðlis en hnakkaverkurinn sem ,4m Konum er þrefalt hœttara við háls- meiðslum en körlum Svona gerist hjá þeim serh ekki hafa hnakkapúöa i bílnum. annars er eitt algengasta einkenni þessara meiðsla. Oft er kvartað um svima og ógleði í byrjun. Algengustu kvartanir eru frá hálsi, hnakka, hnakkagróf eða höf- uðkúpu að aftan. Þetta eru jafn- framt þau óþægindi sem oft vara lengst. Þessa verki leggur oft fram með eyrum eða fram í gagnaugun og stundum er þeim lýst sem belti sem þrýstir að höfðinu fram með eyrunum. Sársauki við hreyfingar í hálsliðum er algengur frá byrjun. Verkir út í herðar, herðablöð og á milli herðablaða eru algengar kvartanir og standa oft lengi. Verkir út í handleggi og annarleg tilfinning og dofi út í fingur koma iíka fyrir, en jafna sig venjulega fljótt. Kynging- arörðugleikar koma af og til fyrir en standa venjulega í fáa daga.“ Röntgenmyndir oftast neikvæðar „Oft geta liðið nokkrar klukku- stundir frá því að áreksturinn verð- ur þar til fólk leitar læknis. Hvort tveggja er, að í byrjun er fólk með hugann við umferðarslysið og sjálft óhappið, en líka hitt að verkir og önnur einkenni koma ekki alltaf strax í Ijós og verða ekki áberandi slæm fyrr en daginn eftir. Langoft- ast leita menn til slysadeildar innan sólarhrings frá slysi." Við skoðun á slysadeild eru oftast teknar röntgenmyndir að sögn Tryggva, meðal annars til að útiloka alvarlega hálsáverka svo sem lið- hlaup eða hálsbrot: „Oftast eru þess- ar röntgenmyndir neikvæðar og eru því ekki til gagns til þess að meta alvarleika áverkans. Það kem- ur hins vegar í Ijós, að séu af ein- hverjum ástæðum teknar röntgen- myndir af hálsliðum þessa fólks nokkrum árum síðar má oft greina slitbreytingar og „kölkun" sem ekki V J ætti að vera von á að sjá, að minnsta kosti þegar um yngra fólk er að ræða, og sýnir að orðið hefur slit á festum liðbanda og liðþófa við fram- brún hryggjarliðanna, þótt ekki greinist það við fyrstu röntgenrann- sókn. Eins og áður er sagt er erfitt að meta hversu alvarlegt meiðslið er í byrjun og er árangur af meðferð því oft óviss og vandséð hvernig málin þróast. Líkt og við liðbandaslit, tognun og aðra áverka á mjúkvefj- um er hvíld mikilvægust. Notaður er mjúkur hálskragi sem situr á herðum en styður við hnakka og höku, hindrar hreyfingar á hálslið- um og léttir á hálssúlunni með því að bera höfuðið að nokkru leyti uppi. Gefin eru verkjalyf og bólgu- eyðandi lyf, en mikilvægt er að fólk losni sem mest við stöðuga verki og hægt sé að rjúfa vítahring sem ann- ars getur komið fram við þessi meiðsli, þegar sársauki leiðir af sér stífa og bólgna vöðva, en vöðva- bólgan viðheldur sársauka." Hálshnykkur algengari hjá konum Tryggvi segir að flestir sjúkling- anna séu sendir í sjúkraþjálfun, sem er mjög mikilvægur þáttur í með- ferðinni: „Þrátt fyrir þessa læknis- hjálp, sem viðurkennd er sem undir- stöðumeðferð, kemur fyrir að bat- inn lætur standa á sér og árangur virðist lítill. Því að þótt langflestir hafi náð heilsu innan 9—12 mánuða koma þó fyrir tilvik þar sem fólk hefur áfram mikil einkenni og nær ekki fullum bata. Stundum er þá um endurtekna áverka að ræða, eða sjúklegar breytingar í hálsliðum af öðrum orsökum. I vissum tilvikum er leitað til annarra sérfræðinga svo sem gigtarlækna eða taugalækna. Hálshnykkur virðist algengari hjá konum og að öðru jöfnu eru þær lengur að ná sér. Ekki stafar það af því að þær séu verri ökumenn en karlar, heldur vegna þess að þær eru skapaðar með veikbyggðari hálshrygg og grennri vöðva en karl- ar. — Ekki eru mörg ár síðan læknar höfðu takmarkaðan skilning á þess- um meiðslum og gerðu sér ekki grein fyrir að hér var oft um alvar- lega áverka að ræða. Það er því ekki undarlegt að vinnuveitendum og reyndar almenningi finnist stundum þeir sem fyrir þessum áverkum verða gera helst til of mikið úr las- leika sínum, þegar röntgenmyndir, rannsóknir og læknisskoðun leiða lítið sem ekkert sjúklegt í ljós.“ Tryggvi hefur auðvitað ákveðnar skoðanir á því hvað það er sem við ökumenn þurfum að gera til að fyr- irbyggja slys áf þessu tagi: „Til að koma í veg fyrir þessi alvarlegu meiðsli er ekkert þýðingarmeira en vakandi athygli og tillitssemi í um- ferðinni. Hæfilega háir hnakkapúð- ar draga verulega úr hættu á háls- hnykk, sömuleiðis góð sæti og traustir bílar. — Rannsóknir á um- ferðarslysum benda til þess að meiðsli við hálshnykk hafi eitthvað aukist eftir að notkun bílbelta færð- ist í vöxt. Reynslan sýnir þó að notk- un bílbelta dregur verulega úr alvar- legustu umferðarslysum, slysum sem eru miklu alvarlegri en flest meiðsli eftir hálshnykk."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.