Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 18

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 5. apríl 1990 bridcpe Það er haft á orði í bridge-inum að ef þú meldar illa á kortin er eins gott fyrir þig að spila vel úr spilun- um til þess að jafna reikningana. Sagnir suðurs í spili vikunnar voru villtar og hann lenti í samningi sem virtist óvinnandi. En snemma í spilinu eygði hann glætu og þegar lykilspil lágu eins og nauðsyn krafði hafði hann heppnina með sér. ♦ 743 V ÁD64 ♦ KD32 •f» 65 4KG9 V9 ♦ G954 4» DG1073 + Á82 V KG108753 ♦ - 4» Á82 Með alla utan hættu gefur suður og vekur á 1-hjarta. Norður fór rakleiðis í 4-hjörtu. Það fannst suðri svo góðar fréttir að hann hélt áfram í 6-hjörtu... best að hafa ekki fleiri orð um sagnir. Útspil vesturs laufdrottning. Sagnhafi var fljótur að átta sig á því að tveir tapslagir voru óumflýj- anlegir. Þótt austur ætti ás í tígli gæfi trompsvíning þar aðeins eitt niðurkast. En. . .Suður drap á laufás, fór inn á trompás og spilaði smáum tígli úr blindum. Austur var í vanda, hver átti árans gosann? — „Þú platar mig ekki svona,” sagði hann loks (það var talsvert málæði við borðið) og skellti ásnum í borðið. Suður svaraði fyrir sig með þvi að leggja öll sin spil niður og kvaðst trompa, síðan myndi hann kasta tveim spöðum í tígulhjón og gefa loks laufslag. VAR einhver vísbending sem austur gat byggt á? Hugsanlega hefði suður notað Blackwood með blankan tígulgosa (með rauðu ás- ana þá úti) en síður með eyðu í lit. En suður var jú þekktur fyrir af- leitar sagnir svo slikar pælingar voru marklausar. ♦ D1065 V2 ♦ Á10876 4» K94 skqk Eftir þingið í New York Skákþinginu í New York 1857 lauk með mikilli veislu. Þar voru haldnar miklar ræður og andríkar, flutt kvæði og fleira sér til gamans gert. Sumar ræðurnar þóttu full- langar en um það var ekki að fást og flestar snerust þær um Morphy, þennan unga snilling sem kalla mátti að hefði verið uppgötvaður á þinginu. Sennilega hefði lofið orðið enn hátíðlegra ef menn hefði grunað að þetta fyrsta þing Morphys væri jafnframt hans síð- asta. En það datt engum í hug. Sjálfur hélt Morphy eina ræðu þar sem hann hyllti aðalkeppinaut sinn, Louis Paulsen. Annars var Morphy fremur fá- skiptinn maður. Hann hafði verið óvenjulega hæglátur sem barn, lít- inn þátt tekið í leikjum jafnaldra sinna en unað vel einveru og grúskað í ýmsu. Sem fulltíða mað- ur var hann smávaxinn og grann- ur, nettur og nærri kvenlegur, handsmár og fótsmár. Hann var ávallt vel klæddur og einstaklega háttvís. Við skákborðið var hann manna kurteisastur, tillitssamur við mótherja sinn, sat rólegur og hreyfingarlaus við borðið og lét ekki á sér sjá minnstu merki óþol- inmæði, hversu seinlátur sem and- stæðingurinn var. En enginn vafi var á því að við taflborðið var hann afburða snillingur. Skákina sem hér fer á eftir tefldi hann blindandi samtimis fimm öðrum skömmu eftir að hann kom heim frá þinginu. Morphy—Ónef ndur skákmaður New Orleans 1858 I e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5 4 b4 Bxb4 5 c3 Ba5 6 d4 ed4 7 0-0 dc3 8 Ba3 Þetta er Evansbragðið sem rætt var hér í þáttunum nýlega. Svartur velur hættulegustu vörnina, hann þiggur allt sem honum er rétt. Hvítur hefur látið þrjú peð en unn- ið tíma og á hættuleg færi. Hvort þau eru peðanna virði er erfitt að segja. Talið er að 8 Db3 sé besti leikur hvíts. Svartur verður þá að leika 8 — Df6, en þá kemur 9 e5. En leiki hvítur Db3 eftir Ba3 á svartur svarið Rh6. Engu að síður valdi Morphy alltaf 8 Ba3. 8 - d6 9 Db3 Rh6 10 Rxc3 Bxc3 II Dxc3 0-0 12 Hadl Hvítur verður að reyna að opna taflið til þess að geta beitt mönn- um sínum sem eru virkari en menn svarts. Hann hótar nú 13 e5, en svartur hindrétr það. 12 - Rg4 13 h3 Re5 14 Rxe5 Rxe5 15 Be2! Hvítur lætur ekki biskupinn og leikur því heldur ekki Bb3 sem svartur gæti svarað með Be6. Hann undirbýr 16 f4. En nú velur svartur leik sem er gallaður frá sjónarmiði herstjórnar. Skynsam- legast fyrir hann væri að reyna að koma í veg fyrir að sóknariínur opnist: leika f6 og Rg6. í staðinn hyggst hann létta á stöðunni, en gætir sín ekki á því að þannig greiðir hann götu Morphys. 15 -f5 16f4Rc6 17 Bc4+ Kh8 18 Bb2 De7 19 Hdel Hf6 20 ef5 Df8 a b c d e f g h Nú 'kemur glæsileg flétta sem sýnir að blindinginn „sér“ betur en hinn sjáandi! 21 He8!l Dxe8 22 Dxf6! De7 23 Dxg7 +! Dxg7 24 f6 Nú er svartur glataður: 24 — Df8 25 f7+ Re5 (Dg7 26 f8D mát) 26 fe5 h5 27 e6+ Kh7 28 Bd3+ Kh6 29 Hf6+ Kg5 30 Hg6+ Kf4 31 Kf2! Hann fleygir nú tveimur mönn- um fyrir borð en það breytir engu. 24 - Dxg2+ 25 Kxg2 Bxh3 + 26 Kxh3 h5 27 Hgl og svartur gafst upp. GUÐMUNDUR ARNLAUGSSON krossgátan rn-EÉ NÍ FÆODI S*L 1 > 1 „ 1 MJÚKM r* 'p&TTl/JrlV SK/tíJA 'oHu'oG S'A£>-' L.AKÚj LByfl OÐLAST UTArJ Vó'xrue favftX'flR /K S±- ‘AjJ/t&JAN MT6AL- AwXI AldoC- K t' V RA PÚK l ASK HAf ÍR'fl' PRkqöi/I BtK UMOÆws ÍTflfi/í fATA- fc' tHi DYP II f/JÆODl 'D/JOPrlO- LAtZ OODI AFTuR,- Br/Dfl HlSlfl I TOM T it. JZ.--- •HA& Kor/u- NflfN lAAh/rJ VAGN K V‘íí> i | nyrif/i TALfl-Ol of- Gr-eOlH MAOKuF f'fl'/AOA ÁLJfl lýl > i-l/r mm R/JÐGFBa umdiulus- STflfi/í KOrJu- NAFrJ fUKL 'OTR/GGB PiPA FlSK HblT- OIAOiaF ILL- Gííf-í l SVtlfl GO-B W tf F-Y-ÐA SP/L PLAHta pltrJlrJiA ULLfllZ- ’> L'AT /'> hPydja BOR.BArlúi I 'ATT TPtGT MISKimJk' fFRL'iKI hlATTÚRA L.A&A6 DRYKKkR RÚlM KALDiaH Qfíuffí Hfc-TTfí kKDuli y/JO\ )-■ NÝT vi-eflR- TíCturJO DjoRP BLlUJft FCR- FA-Olfí MÆ.LI ORF-'DU t— FVKST Rcta bl'as1 fR'iB QisPA a.ÍkCKm a :y£/ Verdlaunakrossgáta nr. 80 Skilafrestur er til 14. apríl og ad þessu sinni er verdlaunabókin góökunn íslensk skáldsaga, Eldhúsmellur eftir Guðlaug Arason. Þaö er Mál og menning sem gefur bókin út. Utanáskriftin er PRESSAN—krossgáta nr. 80, Armúla 36,108 Reykjavík. Verð- launahafi 78. krossgátu er Soffía Helgadóttir, Meistaravöllum 31,107 Reykjavík. Hún fœr senda bókina Hættulegt hlutverk eft- ir Soffíu Jóhannesdóttur en Skjaldborg gefur þá bók út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.