Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 29

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 29
Fim'mtudagur 5. apríl 1990 spáiii 5. — 10. apríl (21. murs—20. upril) Hugkvæmni þín veröur í sviðsljósinu þessa vikuna og skiptir miklu að beita henni ákveðið og rétt. Náinn ættingi mun veita mikilvægar upplýsingar varðandi fjármál, ellegar þá peningagjöf. Þú munt sömuleiðis fá mikilvægar upplýsingar yfir málsverði, upplýsingar sem kannski láta lítið yfir sér en eru þeim mun veigameiri. (21. upríl—20. mui) Þú munt risa upp til sigurs eftir slæman ósigur. Þeim sem héldu að þeir hefðu fest þig í gildru sinni verður ekki kápan úr því klæðinu eins og til stóð. Þú skalt halda upp á þetta með því að játa boði i samkvæmi sem þig hefði ef til vill ekki fýst að fara i fyrir nokkru. /21. mui—21. júni) Einhver óeining kemur upp á borðið innan fjölskyldunnar. Nokkuðóvænt kannski og sá sem veldur henni verður ekki i náðinni hjá mörgum fjölskyldumeðlimum. Það er hins- vegar kannski ekki réttlátt og þú skalt gæta þín á því að dæma menn ekki of hart, né heldur á ósanngjörnum forsendum. (22. júní—22. júli) Bróðir þinn eða systir mun leika stórt hlut- verk i lífi þínu næstu vikuna ef að líkum læt- ur. Einhverskonar ferðalag mun þar spila stóra rullu ef allt gengur eftir, það getur bæði verið að þú þurfir i ferðalag eða að systkin muni leggja í ferðalag eða koma heim úr sliku. (23. júlí—22. úgúsl) Það verða breytingar á lifsstíl þinum á næst- unni, ef til vill ættirðu að huga að því að breyta einhverju á heimilinu, kaupa eitthvað nýtt. Þetta getur átt við á mörgum sviðum — ef þig fýsir að kaupa einhvern hlut skaltu huga að langtímaverðgildi hans. (23. úgúst—23. sept.) Það er skolli líklegt að þú verðir á réttum stað á réttri stundu þegar liður á vikuna. Ekki er annað að sjá en að það geti leitt af sér gæfu og gott gengi. Þetta er því miður erfitt að skilgreina nánar, hér getur verið um pen- ingamál að ræða, en rómantík eða vinátta kemur líka vel til greina. (23. sept.—24 ukt.) Það sem þér kann að virðast ákveðið bak- slag i verkefni sem þú vinnur að reynist sennilega aðeins vera lítilsháttar töf. Þú hef- ur komið ár þinni vel fyrir borð á undan- gengnum dögum og vikum og þetta getur valdið þvi að fólk mun leita til þín með úr- lausn ýmissa mála. Kulnuð ást mun að lík- indum glæðast á ný. m (24. okt.—22. nóu.) Þér mun takast að Ijúka þvi sem þú hefur tekið þér fyrir hendur og það léttir að sjálf- sögðu álagið. Það er mikilvægt að nýta þann tima sem verður aflögu í eitthvað sem ekki getur talist hversdagslegt, ellegar þá í eitt- hvað sem ekki gleymist og fyrnist yfir þegar í stað. Kannski stutt ferðalag með ástvini gæti gert það. (23. nóu.—21. des.) Þérfinnst þú hafa höndlað sannleikann. Ef til vill er það rétt að einhverju leyti, í það minnsta stendurðu styrkar en áður, bæði á fjármálasviðinu og tilfinningasviðinu. Það síðarnefnda er ekki síður mikilvægt. Þú skalt skoða vel tilboð sem þú færð, ekki afskrifa það strax sem svo óvenjulegt að það geti aldrei hentað þér. Þú ert meiri ævintýramað- ur en þú hafðir haldið (22. des —20. jan.) Stundum verður þörfin fyrir að komast i burtu, bara eitthvert, svo sterk að ekkert annað kemst að. Það sem ef til vill hefur heillað þig áðurfinnst þér nú vera hreint öm- urlegt. Ef til vill gæti verið gott fyrir þig að kalla á aðstoð þeirra sem búa lengra í burtu. Ef það dugar ekki venðurðu að skoða hug þinn nánar. Eru það verkefnin sem eru ómöguleg — ert það þú sjálfur? (21. junúur—19 íebrúur) Leitin að sannleika, réttlæti og friði er löng og ströng. Þú viít skýringar og lausnir en sýnir ef til vill fullmikla óþolinmæði. Róm var ekki byggð á einum degi og þú verður að reyna, þó erfitt sé, að setja þig í spor þeirra sem þér þykir hafa aðrar skoðanir á þessum þremur atriðum en þú hefur. Skoðanamun- ur þarf ekki að vera neikvæður. (20. febrúar—20 mars) Þú getur hreinsað borðið i þessari viku, klár- að smáverkefni sem þú hefur ekki alveg gengið frá og látið til hliðar. En til þess að þetta gangi þarftu einbeitingu og mátt ekki láta allskyns hluti draga úr þessari einbeit- ingu. Mundu að öll verkefni eru í sjálfu sér jafnrétthá og þurfa öll alúð og nærgætni við vinnslu svo vel fari. 29 i framhjqhlaupi Skúli Alexandersson alþingismaöur bæði „Puðiö testur og galli" — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Ætli það séu ekki foreldrar mínir, þau höfðu einhliða góð áhrif á mig. Ég vil líka nefna Ár- mann Friðriksson, fv. skipstjóra, sem ég var háseti hjá um nokk- urt skeið. Viðkynni okkar voru mjög góð eins og hvernig hann stjórnaði sínum mannskap og skipi, Helgunni RE-49. Hann var aldrei með stóryrði þótt eitthvað misfærist hjá okkur, það stærsta sem ég heyrði hann segja var „ansvítans ári"." — Án hvers gætir þú síst ver- ið, þ.e. fyrir utan mat, drykk og súrefni? „Fjölskyldunnar. Og svo nefni ég útivist og samband við sjóinn og fiskvinnsluna. Ég fæ mér allt- af góða göngutúra af og til og fer eins oft og ég get um Snæfells- nesið." — Hvað finnst þér leiðinleg- ast að gera? „Ef ég segði nú allan sannleik- ann um það! En mér þykir voða- lega leiðinlegt á sfundum að sitja hér á þinginu undir ákveðn- um ræðum." — Hvað er þá skemmtilegast að gera? „Að vera með fjölskyldunni og vera í góðum hópi. Og að vera úti í náttúrunni." — Hvaða eiginleiki finnst þér eftirsóknarverðastur í fari fólks? „Það er heiðarleiki, númer eitt, tvö og þrjú." — Við hvaða aðstæður líður þér best? „Það er þegar ég hef nóg að gera, en þó ekki of mikið þannig að ég finni fyrir tímahraki." — Getur þú nefnt einn kost þinn og einn galla? „Þar fór í verra. Sjálfsagt er stærsti ókostur minn sá, að ég þarf alltaf að vera að puða eitt- hvað, það kemur kannski stund- um illa við þá sem eru í kringum mig. Á hinn bóginn get ég til- nefnt puðið sem minn helsta kost!" — Hvað fer mest í taugarnar á þér i fari þeirra, sem þú átt samskipti við? „Ef þeir eru ekki hreinir og beinir." — Ertu hræddur við eitthvað sérstakt? „Það er ekki mikið. En ef ég er í bíl hjá öðrum vil ég hafa góðan og öruggan bílstjóra og eins þegar ég fer í flugvél; ég vil hafa sterka tilfinningu fyrir því að vera með góðum mönnum þar." — Hver er eftirlætisbílteg- undin þín? „Það er Audi." — Hver er eftirlætismaturinn þinn? „Ætli það sé ekki vel steiktur og vel frágenginn lambahrygg- ur." — Hvert er uppáhaldsfélag þitt í íþróttum? „Þú mátt eiginlega ekki spyrja mig að þessu. En, jú, vitaskuld eru það Skagamennirnir." — Hvaða hugmyndir gerir þú þér um lífið eftir dauðann? „Ég vil ekki hafna neinu, en geri engar sérstakar ráðstafanir. Ég met íslensku kirkjuna mikils, ekki endilega trúna, heldur kirkj- una." í þessari viku: MBG (karl fæddur 17.8. '36) Þetta ersterkleg hönd og bend- ir til að maðurinn fari ótroðnar slóðir. Hann er svolítið viðkvæmur og mjög tilfinningaríkur maður og hefur kannski látið tilfinningarnar stjórna sér um of. Það hafa orðið miklar breytingar í lífi hans um 40 til 45 ára aldur. Á næstu árum get- ur hann líka búist við breytingum tengdum starfi, en þær eru alls ekki neikvæðar þegarfram í sækir. Hann hefur þurft að þræla tölu- vert um ævina, en nú verður hann að hugsa betur um heilsuna og gæta þess að ofkeyra sig ekki. Þetta tengist ef til vill æðakerfinu. Einnig gæti hann þjáðst af nær- sýni eða sjónskekkju og haft ákveðna tilhneigingu til þung- lyndis. „ALEXANDRA" fd. 18.08. 1969: Sendu betri Ijósrit af lófanum þín- um og skrifaðu „frá Alexöndru" aftan á umslagið. VILTU LÁTA LESA ÚR ÞÍNUM LÓFA? Sendu þá TVÖ GÓÐ LJÓSRIT af hægri lófa (örvhentir Ijósriti þann vinstri) og skrifaðu eitt- hvert lykilorð aftan á blöðin, ásamt upplýsingum um kyn og fæðingardag. Utanáskrift: PRESSAN — lófalestur, Ármúla 36, 108 Reykjavík. draumar Draumfegurd Oft er orðið draumfegurð notað efnum. Systir mín stóð hjá mér í um ójarðneska fegurð, fögur ljóð eða tóna — fagrar heyrði ég raddirn- ar úr Niflungaheim. Það mun þó sannast að mikil fegurð í draumi er sjaldan fyrir veraldiegum ávinningi, en stundum fyrir erfiðri lífsreynslu eða dánarfregn. Stundum einnig fyrir lífsleiða dreymandans. Stúlku, sem ég þekki vel, dreymdi þegar hún var unglingur að hún væri á ferð eftir miklum gljúfrum. Gljúfrin voru ákaflega fögur svo hún hafði ekki séð slíka náttúrufegurð neins staðar í vökunni. En mjög brött og erfið yfirferðar, víða háir hamrar, miklir fossar og einstigi sem henni þóttu næstum ófær en varð þó að klifra yfir. Stúlkuna dreymdi þennan draum oft. Stundum vaknaði hún þegar hún þóttist komin í sjálfheldu eða að því komin að hrapa í hömr- unum. Nú virðist okkur að þarna hafi hana verið að dreyma fyrir lífs- hlaupi sínu, sem vissulega hefur oft líkst ferðinni um gljúfrin. Að dreyma fagurt sólarlag er sagt boða mannslát. Fagrar borgir eða hallir í draumum tákna oft ævi dreymandans eða hluta af henni. Mig dreymdi eitt sinn að ég horfði fram eftir dal sem ég átti þá heima í. Nú held ég að dalurinn tengist lífs- leið minni. Nema þegar ég lít fram dalinn þykir mér vera þar stór borg, ólýsanlega fögur. Mér þótti þetta vera í ljósaskiptunum. Borgin var öll upplýst og lék um hana fjólublár bjarmi. Ég veit ekki hvenær ég kem að þessari draumaborg en ég tengi hana meiri þekkingu á dulrænum draumnum en hún er mjög dulræn. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að mér hafi verið sýnd álfaborg. Álfar eru gamlir og nýir draumavinir ís- lendinga og hjá þeim kvað vera mikil fegurð. Fagur gróður er jákvæður í draumi eins og við höfum áður nefnt. Mjög fagurt og svipfallegt fólk er góðs viti í draumi, einkum börn, sér í lagi ef það hefur sítt og fagurt hár. Fegurð innan húss er líka góð, einkum ef maður þykist eiga húsið. Fagurt landslag í snjó bendir til þess að dreymanda hlotnist hjálp í örð- ugleikum. Að dreyma að maður heimsæki skáld eða listamann í fag- urt og skrautlegt hús er fyrir andleg- um árangri. Bláar og fjólubláar skreytingar eru sérlega góðar t draumum, þær tengjast þroska- brautinni. Regnbogi er svipaðrar merkingar. Draumfegurðin virðist þannig vera einu lagi ofar í tilver- unni en við sjálf. STEINUNrt EYJÓLFSDÓTTIR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.