Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 3

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. apríl 1990 3 PRESSU MOJLAR m ■ ikissljornin hefur falið land- búnaðarráðherra og félagsmála- ráðherra að athuga hvort á ein- hvern hátt er hægt að aðstoða fjöl- skyldur loðdýrabænda, sem komnir eru í algjöra fjárþröng. Kkki er Steingrími J. og Jóhönnu þó með þessu ætlað að finna krafta- verkalausn á hinum mikla vanda loðdýraræktenda, heldur mun sam- ráð þeirra að lúta að hinum mann- lega þætti þessa máls, þar sem ein- hverjir bændur eiga orðið erfitt með að kaupa hrýnustu nauðþurftir . . . Þ að vill bera við að kvartanir berist jafnréttisráði í ákveðnum „bylgjum". Að undanförnu mun t.d. hafa borið sérstaklega á símhring- ingum vegna ójafnrar réttarstöðu fólks eftir andlát maka. í lögum og reglum lífeyrissjóða er algengt að ekkjur fái lífeyri út ævina, en greiðslur til ekkla vara stundum ekki nema í 18 mánuði. . . |i ^^Fndanfarin ár hefur Esther Guðmundsdóttir þjóðfélagsfræö- ingur verið í stöðu markaðsstjóra Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis. Nú mun Esther hins vegar hafa sagt upp störfum hjá SPRON og ætla að snúa sér að öðrum verkefn- um . . . A ^^^ft heyrast sögur af lélegri þjónustu ýmissa opinberra stofn- ana. Við fréttum t.d. af konu, sem nýlega fór með bilað símtæki í við- gerð til Pósts og síma. Þótti henni skiljanlega bagalegt aö vera síma- laus og spurði manninn, sem tók við tækinu í viögerðardeildinni viö Sölvhólsgötu, hvort möguleiki væri á því að fá það til baka sam- dægurs. Viögeröarmaðurinn var hinn fúlasti og sagðist ekkert vita um þaö og spurði þá konan hvort hún mætti koma á milli kl. 17 og 18 þennan sama dag og athuga hvort síminn væri tilbúinn. ,,Þú getur reynt það!" svaraöi maðurinn glott- andi og konan, sem sá ekkert fyndiö við þetta, mætti aftur á staðinn þeg- ar klukkan var^korter gengin í sex um kvöldið. Þá kom hún hins vegar að lokuðum dyrum og fékk þær upplýsingar hjá starfsmanni í ann- arri deild að viðgeröarmennirnir hættu ávallt störfum klukkan fimm . . . B^íú hefur verið framleiddur tæknibúnaður fyrir símstöðvar, sem gerir notendum kleift að sjá á skjá á símtæki sínu úr hvaða númeri er verið að hringja í þá. Þessi möguleiki hefur vakið sérstaka hrifningu hjá konum, sem álíta þetta mikið öryggisatriði fyrir kven- fólk sem verður fyrir svoköiluðum „dónasímtölum". Þær geti þá séð hvaðan ,,dóninn" hringir og látið lögreglu vita. Því miður er þessi tækjabúnaður óheyrilega dýr og samkvæmt upplýsingum frá Pósti og síma hér á Fróni stendur ekki til aö fjárfesta í slíku tækniundri á næstunni. Hins vegar verður í haust byrjað að veita notendum upplýs- ingar um langlínu- og utanlands- samtöl, ef þess er óskað. Fólk getur þá beðið um aö fá sundurliöaöan reikning með lista af þeim númer- um, sem hringt hefur verið í, og hve mikiö það kostaöi. Hér hefur veriö beðið eftir þessari þjónustu Pósts og sima með nokkurri óþreyju, en sums staðar erlendis hefur hún hins vegar vakið óánægju aðstandenda kvennaathvarfa og sifjaspella- hópa. Telja þessir aðilar að það geti hugsanlega dregið úr símhringing- um i neyöarnúmer slíkra samtaka. ef þolendur ofbeldis í heimahúsum vita að hægt er að sjá á símreikn- ingnum hvert hefur verið hringt . . . 11 þessar mundir er til um- fjöllunar í menntamálanefnd nedri deildar Alþingis frumvarp um launasjóð stórmeistara í skák. Nefndarmenn eru greinilega afar jafnréttissinnaðir, því ákveðið var að senda frumvarpiö til umsagn- ar til jafnréttisráðs þar sem Ijóst þótti að það yröu eingöngu karlar sem nytu góðs af umræddum sjóði —. a.m.k. þar til konur færu að standa sig betur í skáklistinni. Ráðið tók máliö fyrir á fundi og hefur nú sent menntamálanefnd breytingar- tillögu. Felur hún í sér aö i hvert sinn sem úthlutað veröi úr sjóðnum verði ávallt einn af fjórum styrkþeg- um kona, sem hafi náö einhverjum sérstökum áfanga í skák þó ekki sé um stórmeistaratitil að ræöa . . . AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags hárgreiðslu- og hárskerasveina verður haldinn föstudaginn 6. apríl kl. 20.30 í Ingólfsbæ, Ingólfsstræti 5. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin TIL FMNDANS MEÐ FIKNIEFNIN IÞROTTA- OG TOMSTUNDARAÐ REYKJAVÍKUR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.