Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 26

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 26
26 Fimmtudagur 5. apríl 1990 Magnús Oddsson, markadsstjóri Ferðamálaráðs íslands:_ í HANDKLÆÐIÁ FUND FURSTAFJÖLSKYLDU Magnús Oddsson, nýráðinn markaðs- stjóri Ferðamálaráðs íslands, segist aldrei haffa komið nálægt heimilis- eða kvennastörffum. Hann kennir þvi helst um að hann eigi ff jórar yngri systur og sé þess vegna ,,offdekraður## að mörgu leyti. Eigi að siður tókst honum að pressa vel jakkafötin sem hann ákvað að klæð- ast þegar hann hitti að máli furstafjöl- skylduna ffrá Mónakó. Þegar hann stóð frammi ffyrir Grace Kelly og Rainier fursta nokkrum timum siðar sást hins vegar litið af myndarskapnum: Magnús var nefnilega sveipaður handklæðum! EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON Reyndar sagði hann mér ekki þessa sögu fyrr en við höfðum setið nokkuð lengi í garðhúsinu á Hótel Sögu. Áður höfðum við rætt um Arnarflug, Hagaskólann, Holland og hreina landið sem Magnús ætlar nú að selja útlendingum í nýjum um- búðum. Hann hafði líka sagt mér frá æskudraumunum sem aldrei urðu að veruleika, vandamálunum sem geta fylgt starfi fararstjóra á Spáni og prakkarastrikunum í heimavist Menntaskólans á Akureyri. En áður en þið fáið að vita upphafið að hand- klæðasenunni um borð í skipi furstafjölskyldunnar frá Mónákó ætlum við að forvitnast meira um þennan nýja markaðsstjóra, mann- inn sem á síðustu árum hefur verið mest í að markaðssetja stórborgir í Evrópu fyrir félagið sem hann hætti hjá í síðustu viku: Arnarflug. Hefði kannski orðið þekktur knattspyrnumaður Hann er Akurnesingur í húð og hár og hefði kannski orðið þekktur knattspyrnumaður hefði hann ekki farið í sveit á sumrin. Eða það segir hann að minnsta kosti: ,,Ég tel mér auðvitað trú um að ég hefði komist í eitthvert lið hefði ég ekki farið í sveit í fimm sumur, og ég segi alltaf að það hafi haft úrslitaáhrif á það að ég komst aldrei í liðið...! Mér fannst ég eiga mjög skemmtileg uppvaxt- arár á Skaganum. Ég ólst upp á þeim tíma þegar krakkar og ungl- ingar gátu enn verið í snertingu við það sem var að gerast til sjávar og sveita; maður gat verið niðri á bryggju að taka á móti trillukörlun- um eða uppi í rollukofa hjá afa að hjálpa honum." Þegar hann lagði af stað til sveita- dvalar í fyrsta skipti vissi hann auð- vitað ekki að það væri fyrsta ferða- lagið af óteljandi mörgum sem hann átti síðar eftir að fara. Það varð hins vegar það minnisstæðasta: „Þetta var líklega mesta ferðalag sem ég hef farið í nokkurn tíma um ævina. Ég fór með rútu frá Akranesi norður yfir heiðar og óx það gríðarlega í augum. Ég var sendur af stað með nesti — kex og kökur og mjólk í flösku — og ferðalagið tók daginn. Ég var í sveit í Víðidalstungu í Húna- vatnssýslu, hjá alveg dásamlegu fólki sem ég fæ seint fullþakkað, því sumrin þar kenndu mér ekki bara atvinnuhætti til sveita heldur líka kjarngóða íslensku. Ég var svo heppinn að ná því fyrsta sumarið mitt þar að búa í torfbæ sem var svo jafnaður við jörðu árið eftir." Þótt hann hafi kannski ekki verið stór innra með sér þarna í rútunni á leiðinni norður var þessi fyrsta ferð honum alls ekki til néinnar hrelling- ar: ,,Samt brást eiginlega allt sem brugðist gat,“ segir hann. ,,Á þess- um tíma voru símar ekki á hverju strái og þess vegna var sent skeyti á bæinn sem hljóðaði svona: „Dreng- urinn kemur með rútunni í dag.“ Síðan var ég settur út við afleggjar- ann niður í Víðidalinn og þar var enginn að taka á móti mér. Ég ramb- aði af stað, klukkutíma gang niður að bænum, og rataði á réttan bæ. Daginn eftir kom skeytið. — Nú myndum við annaðhvort hringja eða senda skilaboðin á faxi!" Sjálfvirka kerfið úr sambandi! Fyrstu utanlandsferðina fór Magnús til Bretlands sumarið 1963 og eftir heimkomuna um haustið pakkaði hann aftur niður, nú fyrir lengri dvöl. Leiðin lá til Akureyrar, þangað sem Magnús fór til náms við Menntaskólann: „Ég bjó á heima- vist Menntaskólans í fjóra vetur og það held ég að hafi verið mjög hollt, — sérstaklega fyrir mig sem var of- dekraður. Þarna þurfti ég að hugsa um sjálfan mig og það var ekki leng- ur sjálfvirkt að föt og annað stæði tilbúið." Heimavistarformið fannst honum mjög skemmtilegt og þar gerðu nemendurnir prakkarastrik hvenær sem færi gafst. Hann rifjar upp eitt þeirra: „Menn skiptust á að þrífa heima- vistina og á föstudagskvöldum lentu menn í því til skiptis að þrífa mjög langan og stóran gang sem var með linoleum-dúk. Þessari hreingern- ingu tilheyrði það að bóna upp úr hvítu, þunnfljótandi bóni frá Frigg. Einu sinni þegar eitt mjög mikið snyrtimenni átti að bóna ganginn fylltum við brúsann með mjólk. Og sá þrifalegi hamaðist á dúknum með mjólkinni en nokkrum dögum síðar var varla líft í húsinu fyrir fýlu af súrri mjólk! — Á svona heimavist- arskólum kynnist fólk mun betur en á öðrum skólum og þarna kynntist ég fjölda manns sem ég á að kunn- ingjum síðan." Framtíðar- draumurinn sem aldrei rættist Árið 1967 tóku Magnús og vinur hans, Hilmar Sigvaldason, ákvörð- un um að fara í nám í verkfræði til Þýskalands. „Það var erfitt að kom- ast að á slíkum skólum í Þýskalandi, en við sóttum um í þremur borgum og komumst inn. Kvöldið áður en ég útskrifaðist sem stúdent varð faðir minn bráðkvaddur og einhvern veg- inn varð það úr að ég seinkaði Þýskalandsferðinni um ár. Hilmar vinur minn útskrifaðist sem eðlis- fræðingur fimm árum síðar. Næsta vetur á eftir kenndi ég því á Akra- nesi og þá losnaði mjög góð kenn- arastaða í stærðfræði, þannig að ég ílengdist annan vetur. Og það er eins og oft er; þegar menn eru farnir að ílengjast í einhverju detta aðrar áætlanir upp fyrir." Það var engin rómantík í kringum þá ákvörðun Magnúsar að læra verkfræði; miklu fremur hagsýni: „Ég hafði alltaf haft áhuga á raun- greinum og þegar kom að því að velja framtíðarstcu"f veltum við fyrir okkur hvar mestu atvinnumögu- leikarnir lægju. Sjónvarpið byrjaði 1966 og ég sótti um í „veikstraums- verkfræði" svokallaðri, sem tengist sjónvarpsiðnaðinum." Kennararnir meiri prakkararen nemendurnir Sumarið 1968 kynntist Magnús konu sinni, Ingibjörgu Kristinsdótt- ur lyfjatækni, og segir að þar með hafi öll frekari áform um nám er- lendis verið lögð á hilluna: „Ég flutti til Reykjavíkur, fékk kennarastöðu við Hagaskólann og kenndi þar næstu þrettán árin. Það var óskap- lega skemmtilegur tími. Enn á ný fékk ég tækifæri til að kynnast gífur- legum fjölda fólks. Ég kenndi ekki bekkjarkennslu heldur námsgrein- ar, eðlisfræði og reikning, sem þýddi það að ég kenndi mjög mörgum nemendum. Einhvern tíma taldi ég saman þann fjöldasem ég hef kennt — innan gæsalappa! — og þau eru um 3000. Það eru því ansi mörg andlit sem maður hefur séð streyma í gegnum skóla." Hann getur varla hafa verið mjög strangur kennari og sjálfsagt hefur nemendur Hagaskóla á þessum ár- um ekki órað fyrir því að uppi á kennarastofu væru kennararnir engu betri en prakkararnir sem sóttu skólann: „Kennaraliðið sem vann við Hagaskólann á þessum tíma hélt mikið saman og þetta var skemmtilegur hópur. Þarna voru ótrúlegustu uppátæki viðhöfð og ég held satt best að segja að við höfum ekki verið neinir eftirbátar nemend- anna í prakkarastrikum. Mér er það til dæmis minnisstætt einn morgun- inn þegar málin gengu svo langt að fólk fór að kvarta yfir því að það væri ekki hægt að komast inn á kennaraklósettin. Þá hafði einn kennaranna mætt eldsnemma í skólann þennan morgun, stillt kuldastígvélum við klósettin, læst innanfrá og skriðið út. Með þessu uppátæki tókst honum að halda fólki í spreng fram eftir morgni! — Hagaskólinn var sá vinnustaður sem ég hef lengst unnið á fram til þessa og ég hef mjög sterkar taugar til hans." Ráðinn í fararstjórastarf með litlum fyrirvara Það var síðan í tengslum við kennsluna sem Magnús byrjaði að starfa í ferðageiranum: „Það var al- gengt að kennarar ynnu við farar- stjórn á þessum tíma. Þeir áttu mjög góð frí og þá var leitað til þeirra eða þeir leituðu eftir að komast í farar- stjórn. Upphafið að þessu hjá mér var að það var hringt til mín klukk- an fimm síðdegis föstudaginn 18. desember 1974 og spurt hvort ég gæti farið sem fararstjóri til Austur- ríkis klukkan átta næsta morgun. Ég fann konuna mína á hárgreiðslu- stofu, spurði hana hvort það væri í lagi að ég tæki þetta að mér, en það þýddi auðvitað að við yrðum úti á jólunum. Og konan mín sagði já, enda hefur hún yfirleitt elt mig í hvaða vitleysu sem mér dettur í hug! Þessi ferð var mjög skemmtileg og þarna upplifðum við sannkölluð „póstkortajól" í austurrísku fjalla- þorpi. Við höfðum ekki verið mikið skíðafólk fyrir þessa ferð, en þarna fengum við skíðabakteríuna. Þetta voru okkar fyrstu jól erlendis, en alls höfum við átt jól og áramót í níu mismunandi löndum síðan." í framhaldi af þessu gerðust hlut- irnir hratt. Vorið eftir var Magnús beðinn að vera fararstjóri á Spáni „og eftir það varð ekki aftur snúið" segir hann. „Ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja að þakka fólki fyr- ir hvernig þetta gekk. Skólastjórinn í Hagaskóla, Björn Jónsson, var al- veg einstaklega lipur við mig öll þessi ár. Ég fékk að komast upp með nánast hvað sem var; hagræða frí- um og raða stundaskránni heilan vetur til að sinna þessari aukavinnu minni. Ég fæ honum seint þakkað sem og vinnuveitanda konunnar minnar í Vesturbæjarapóteki. Hún fékk frí til að dvelja með mér utan- lands heilu sumrin." Hann viðurkennir að á þessum tíma hafi verið erfitt að vera farar- stjóri með íslenskan hóp á Spáni: „Það var erfitt á þessum tíma, jú. Ég var fararstjóri í öllum fríum, sumar, jól og páska, frá 1975 til 1979. Mér er minnisstæður 17. júní 1975. Einn farþeganna hangandi fram af svöl- um, annar meðvitundarlaus á leið í sjúkrahús og þar fram eftir götunum . . . Sá dagur var martröð. Þá velti ég því fyrir mér hvort mig væri að dreyma eða hvort allt sem ég sá væri raunveruleiki. Og víst hug- leiddi ég oft hvort þetta starf væri þess virði að leggja sig fram við að sinna því, því það var ákaflega óað- laðandi í byrjun en batnaði síðar. En auðvitað var það algjör minnihluti farþega sem hagaði sér á þennan eftirminnilega hátt." Forlagatrúar Haustið 1979 hætti ferðaskrifstof- an sem Magnús hafði starfað fyrir. Þann vetur ferðuðust þau hjónin um Evrópu og bjuggu í Danmörku um sex mánaða skeið Sumarið á eftir var það fyrsta í mörg ár sem hann hafði ekki sumarvinnu og aftur gripu tilviljanir inn í: „Ég þekkti þá- verandi framkvæmdastjóra Arnar- flugs, Magnús Gunnarsson, sem hafði starfað sem fararstjóri á Spáni um sama leyti og ég. Hann útvegaði mér starf hjá innanlandsflugi Arnar- flugs, og sjálfsagt hef ég verið eini maðurinn þarna úti á Reykjavíkur- flugvelli sem ekki var haldinn flug- dellu, því ég hef aldrei haft neinn sérstakan áhuga á flugvélum." Þá um haustið sneri Magnús sér aftur að kennslunni en bauðst jafn- framt hálft starf við markaðsdeild Arnarflugs. Starfsemi flugfélagsins jókst og ári síðar var ákveðið að hefja áætlunarflug milli landa. Magnús smitaðist af brennandi áhuga starfsmanna Arnarflugs og þar kom að hann varð að velja á milli kennslunnar og flugfélagsins: „Og Arnarflug varð fyrir valinu," segir hann. „Á þessum árum sem liðin eru hefur Arnarflug átt hug minn allan, og ég hef oft fengið verulegt samviskubit vegna fjöl- skyldunnar. Reyndar stóð ég frammi fyrir því þegar ég ákvað að fara til Árnarflugs að velja á milli starfa, en það er nokkuð sem ég hef ekki oft þurft að gera. Ég er nefni- lega forlagatrúar og er sannfærður um að öllu sé stjórnað einhvers stað- ar frá.“ Markaðssetti Amsterdam: 200 íslendingar urðu að 12.000 Hann segir menn hafa rennt blint í sjóinn á fyrsta ári áætlunarflugsins, enda hafi fáir starfsmannanna haft nokkra reynslu í rekstri slíks flugs. Magnús flutti til Hollands með eigin- konu sinni og fékk það verkefni að markaðssetja Amsterdam fyrir ís- lenska ferðamenn: „Það var ein- kennileg tilfinning að standa í borg- inni, horfa í kringum sig og taka ákvörðun um á hvað skyldi benda íslenskum ferðamönnum. Áður en Arnarflug hóf áætlunarflug til Amsterdam komu um 200 íslend- ingar til borgarinnar á hverju ári. Nú eru þeir á bilinu tíu til tólf þúsund." Tveggja ára búseta í Amsterdam gerði þeim hjónum kleift að ferðast víða. Svo kom það sem breytti öllu og'á kannski ekki hvað minnstan þátt í því að þau skuli nú flutt heim. „Eftir sautján ára samveru eignuð- umst við soninn Magnús Inga sem er nýorðinn fimm ára og er mikill prins," segir Magnús og brosir. „Þá komu aftur upp þessar vangaveitur hvort við yrðum nú ekki að setjast einhvers staðar að og hætta þessum flækingi. En sú ákvörðun var tekin að velja hina leiðina, halda þeirri venju að hafa fjölskylduna með á ferðalögum þótt við værum orðin þrjú. Magnús Ingi hefur því þvælst út og suður með okkur alveg frá því hann fór í burðarrúminu. Hann er búinn að fara 105 sinnum í flugvél á milli landa fyrir utan allar ökuferð- irnar um Evrópu. Hann hefur því eytt um 350 tímum í flugvél á fimm árum og lengsta flugferðin tók 27 klukkustundir. Við hjónin segjum oft að við séum örugglega betur í stakk búin en flestir aðrir að skrifa bók sem gæti heitið „How to travel with a child!" Eftir dvöl hér heima í nokkurn tíma bauðst Magnúsi að starfa aftur í Amsterdam: „Þetta var í fyrrasum- ar og ég sagðist tilbúinn að gera samning til eins árs. Þá er nefnilega komið að því að Magnús lngi hefji skólagöngu og það er ákvörðun okkar að hann verði í íslensku skólakerfi. Ég þekki ekki skólakerfi í öðrum löndum, en sem kennari sá ég mjög mikið af krökkum koma heim á miðjum skólaferli, kannski tíu, ellefu ára eða eldri. Og ég verð að segja að með fáum undantekn- ingum gekk þessum börnum ákaf- lega erfiðlega að koma sér aftur inn í íslenskt kerfi. Elkki bara kennslu- lega séð heldur líka félagslega.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.