Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 32

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 32
Þ að gerist ekki á hverjum degi. aö ritstjórar segi upp á Morgun- blaðinu. Þó eru undantekningar frá þeirri reglu, eins og mörgum öðr- um, því nýveriö sagði Arni Þórar- insson, ritstjóri sunnudags- blaðsins, upp störfum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hann hættir, en væntanlega fer það eftir því hve fljótt þeim Styrmi og Matthíasi tekst að ráða mann í stað Arna . . . ^^yrir skemmstu fundaði biskup Islands, herra Olafur Skúlason. með nokkrum þingmönnum og ræddi þann möguleika að verkefni yrðu færð frá Þróunarsamvinnu- stofnun íslands yfir til Hjálpar- stofnunar kirkjunnar. Biskup hef- ur mikinn áhuga á að koma þessum hreytingum á, en ríkið styrkir fyrr- nefndu stofnunina með fjárveiting- um, en ekki þá síðarnefndu . . . ^^yrir skemmstu tóku þær Jó- hanna Harðardóttir, Ásta Ragn- heiður Jóhannesdóttir og Bryn- dís Schram við stjórn hádegisút- varps á rás 2. Nú hefur Bryndís hins vegar fært sig um set og tekiö að sér viðtalsþáttinn Fyrirmyndarfólk eitt kvöld í viku. Þær Jóhanna og Ásta Ragnheiður verða hins vegar áfram á sínum stað . . . II er til meðferðar hjá jafn- réttisráði kæra á hendur Hand- knattleikssambandi íslands, sem komin er frá handknattleiksdeild Gróttu, ásamt unglinganefnd fé- lagsins og foreldraráði í 5. deild kvenna. Snýst málið um grein í reglugerð HSI, sem fjallar um leik- þjálfun unglingadeildanna í hand- bolta. I stuttu máli er umkvörtunar- efnið þaö, að stelpulið í 5. deild fá mun minni þjálfun en lið drengja í sama aldursflokki, en ekkert svar hefur enn horist írá HSÍ. . . þ .................. es Eiríksson. sem stefnir ótrauður á fyrsta sætið í prófkjöri hjá Nýj- um vettvangi nú um helgina. hyggst standa áfram í stórræðum á mánudaginn. Hann héfur farið fram á að leggja fram myndband sem fylgiskjal i neðri deild Alþingis og brjóta þar með blaö í sögunni. í lög- unum segir nefnilega að fylgiskjöl skuli vera prentuð en þingmaður- inn álítur það orð hafa verið sett til aögreiningar frá handskrifuðu. Prentfrelsi á þeim tíma sem lögin voru sett telur Ásgeir Hannes flokk- ast undir tjáningarfrelsi í dag og á þeirri forsendu leggur hann fram þessa sérstæöu beiðni. Myndbandið hefur að geyma sýningu á fóstur- ejðingu og mun þingforsetunum Árna Gunnarssyni og Guðrúnu Helgadóttur ekki hafa litist neitt stórkostlega á hugmyndina. Munu þau nú ráða ráðum sínum en Ásgeir Hannes fer væntanlega fram á svar i dag . . . ■ nýjasta hefti Heimsmyndar er grein sem ber heitiö Maðurinn sem breytti heiminum og fjallar um Gorbachov. I efnisyfirliti blaðs- ins er birt mynd af ritstjórnarfull- trúa Heimsmyndar, Olafi Hanni- balssyni. og undir myndinni er smáklausa þar sem þess er meðal annars getiö að Olafur hafi nýverið skrifaö merkilega grein um Stöð 2 og nú gefist lesendum kostur á að lesa aðra merkilega grein eftir hann, í þetta sinn um Gorbachov. Nú segja okkur fróðir menn sem fylgjast vel með erlendum blöðum og tímaritum að í febrúarhefti tímaritsins Vanity Fair hafi birst grein um Gorbachov sem bar nafniö The man who changed the world. Greinin í Heimsmynd er sögð tekin orðrétt upp úr Vanity Fair, nema hvað á einstaka stað er hún staðfærð og skotið inn i þekkt- um, islenskum nöfnum. Myndirnar sem birtast með greininni í Heims- mynd munu vera þær sömu og birt- ust í umræddu bandarísku tímariti og hvergi er getiö heimilda . . . y msar breytingar eiga sér stað á Stöð 2. Meöal þeirra sem munu hætta að sjást á skjánum í frétta- þættinum 19.19 er eitt þekktasta andlit stöðvarinnar, Valgerður Matthíasdóttir. Valgerður hættir þar í föstu starfi nú í vor, en mun í sumar vinna að þáttagerð fyrir stööina. Mikil leynd hvílir yfir því út á hvað þættirnir munu gang'a, en þeir eru sagðir spennandi og nýstár- legir . . . 'tvarpsstöövarnar leggja um þessar mundir síaukna áherslu á svokallaöa talmálsliöi í dagskránni. Aðalstöðin hefur frá upphafi haft töluvert af rabb- og viðtalsþáttum og nýverið varð aukning á slíku efni á rás 2. Kkki viröist Bylgjan ætla að verða eftirbátur keppinautanna, því nú hefur verið ráðinn til útvarps- stöðvarinnar sérstakur umsjónar- maður talmálsliða. Þaö er Pétur Steinn Guðmundsson, sem tekur við þessari nýju stööu, en hann ætti að vera öllum hnútum kunnugur á Bylgjunni. Hann starfaöi þar í upp- hafi rekstrarins og hefur einnig ver- ið viöloöandi dagskrárgerð þrátt fyrir fullt starf hjá Sam-útgáfunni að undanförnu . . . lýr fréttamaöur tekur til starfa á ríkissjónvarpinu innan skamms. Það er Árni Magnússon, sem und- anfarið hefur verið dagskrárgerðar- maður á rás 2, en hann hefur einnig unnið við fréttamennsku á Tíman- um og Bylgjunni. Árni er ekki ókunnugur starfi sjónvarpsfrétta^, manna, þó hann hafi ekki sjálfur unniö á þeim vettvangi fyrr en nú. Þegar hann var aö vaxa úr grasi starfaði faöir hans nefnilega á frétta- stofu sjónvarpsins. Heitir sá Magn- ús Bjarnfreðsson . . . OSKAUSTINN TÆKIN SEM UNGLINGARNIR FILA \ » * * i * / \ » > M t / ^ s i • « f f Panasonic SG-HM10 Hljómtækjastæða með 16 stöðva minni á útvarpi, 40 watta magnara, 3 banda tónjafnara, tvöföldu kassettu- tæki, plötuspilara og hátölurum. Verð 27.950 stgr. Technics X-900 Glæsileg fjarstýrð hljómtækjastæða. 60 watta magnari, 24 stöðva minni á útvarpi FM, MB, LB. Tvöfalt kassettutæki, sjálfvirkur plötuspilari, fullkomin 18 bita geislaspilari. Vandaðir hátalarar. Verð án geislaspilara 49.900 stgr. Verð með geislaspilara og skáp 79.900 stgr. Panasonic SG-HM30 Verð án geislaspilara Fjarstýrö hljómlækjastæða með 24 OQ QCA stöðva minni á útvarpi, 40 watta stgr. magnar'a.tvöföldu segulbandi, 5 Verö meö geis|aspilara banda tónjafnara, plötuspilara, hátöluaim og 18 bita geislaspilara. 900 Panasonic RX-FS400 Nett og meðfærilegt útvarpstæki með innbyggðu kassettutæki og 16 watta magnara. Verð 8.800 SONY CFS-201L Alvöru SONY ferðatæki meö kassettutæki og vönduðu útvarpi með FM, LB, MB, SB. Innbyggður hljóðnemi og tengi fyrir heyrnartól. stgr. Panasonic RX-CS700 ) * ‘ Öflugur ferðafélagi með 20 watta magnara, lausum "2 way” hátölurum, tengi fyrir geislaspilara. Verð 8.540 stgr. Verð SONY WM-B12 Vandað vasadiskó með heyrnartækj- um. Stillingarfyrir normal/crome/metal kassettur. > 11.350 Verð 3.990 Panasonic RF-1630 Ekta hljómgott ferðaútvarp, FM, MB, LB. Panasoníc RF-502 Vasaútvarpstæki meö hátalara og tengi fyrir heymartæki. Verð 4.610 Verð 1.770 SONY ICF-C220 Morgunhani með tveimur verkjurum. Útvarp FM, MB, LB. Góður hljómur. Tengist við 220 volt og öryggisraf- hlaða. Verð 5.870 *»» * Panasonic RC-6064 Áreiðanlegur morgunhani fyrir straum með öryggisrafhlöðu. JAPISS1 Verð 3.580 BRAUTARHOLT 2 ■ KRINGLAN ■ SIMI 27133 AKUREYRJ ■ SKIPAGATA 1 ■ SÍMI 96-25611 ■ SONY ICF-350 Næmt útvarpstæki, tengi fyrir heyrnartæki, fáanlegt svart og hvítt. Verð 2.780 »Málningarþjónustan hf. Akranesi • Kaupfélag Borgfirðinga Borgamesi • Verslun Óttars Sveinbjömssonar Hellissandi • Bjamabúð Tálknafirði • Verslun Einars Guðfinnssonar Bolungarvík • Póllinn Isafirði • Rafsjá Sauðárkróki • Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Húsavík > Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum • Kaupfélag Héraðsbúa Seyöisfirði • Tónspil Neskaupstað • Hátiöni Höfn Hornafirði • Mosfell Hellu • Brlmnes Vestmannaeyjum • Vöruhús KÁ Selfossi • Stúdeo Keflavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.