Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 10

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 5. apríl 1990 *K,íísr !f Grein um alþjóðlegan ferðamálaskóla vekur harðar deilur — segir Póra Jóna Dagbjartsdóttir sem hefur i höndum skriflegt loforö um aö víxli veröi breytt í skuldabréf. Víxillinn er fallinn. bteV1 ot a fV’ st ^écmeÖ át3 bt®f S*° ð vcr- 1 NeSueq ialöda9a °PÍ> rtSd6ttar ’ ianafVr aa oagbía u<" „a ræ \6nu r-£*- •’5 R\|V • PRESSAN hefur undir höndum skriflegt loforð fró Guðna Þórðarsyni þar sem vottast að víxli frá 1. febrúar verði breytt i skuldabréf til tveggja ára frá 1. nóvember. Við þetta var ekki staðið, víx- illinn féll og er nú á dagsvöxtum. EFTIR: BJÖRGU EVU ERLENDSDÓTTUR „Eg fékk undirskrift Guðna til þess aö vera alveg örugg um að lof- orðin stæðust því annars hefði ég ekki haft efni á að fara í skólann. Ntí er ég að missa aieiguna," segir Þóra Jóna Dagbjarlsdóttir. Fleiri nem- endunt í hinum Aiþjóölega ferða- mála* og fararstjóraskóla Guöna Þórðarsonar og Örnólfs Árnasonar var boöið upp.á lán með góðum kjörurn, en samt hafa fleiri víxlar einnig fallið. Þóra Jóna Dagbjarts- dóttir er, eftir því sem FRESSAN veit best, ein um að hafa fengið skriflegt loforð frá Guðna varöandi skulda- bréfið. Guðni sagði í síöustu PRÉSSU að hann bæri ekki ábyrgð á því hvernig nemendur fjármögnuðu skólavistina. Þess vegna er hér end- urtekin klausa úr kynningarbréfi um skúlann, sem einuig birtist í síð- ustu PRESSU: ......væntanlegum nemendum bjóðast möguleikar á bankaláni fyrir milligöngu skólans. Um er að ræða skuldabréf til tveggja ára með fyrstu afborgun 1. íebrúar 1990, með föstum vöxtum 7,25%, verötryggt. Lántökukostn- aður meö stimpilgjöldum o.fl. er u.þ.b. H%. Verður að telja þetta hag- stæð kjör miöað við síöustu breyt- ingar á lánakjörum bankanna." Þetta er sú lilið málsins sem snýr að fjármögnun námskeiðsins á Spáni, sem ekki hefur verið svarað af hálfu Guðna Þóröarsonar. Fóu lofað — lítið efnt En vissu nemendur Alþjóðlega ferðamálaskólans hvaða vöru þeir voru að kaupa? Eigendur feröaskrif- stofa sem PRESSAN hafði samband við styöja ekki skóla af þessu tagi. „Það er svo sannarlega þörf á breyt- iugu," segir Karl Sigurhjartarson, formaður Félags íslenskra ferða- skrifstofa. Félagið hélt fund í gær þar sem rætt var um þessi málefni. YFIRLYSING RITSTJÓRA PRESSAN ákvað að fella út eina máls- grein úr athugasemd þeirra Guðna Þórð- arsonar og Örnólfs Árnasonar þar sem vikið er að geðheilsu eins af heimilda- mönnum umræddrar greinar. Við fáum ekki séð að aðdrótt- anir af því tagi komi málinu við og er málsgreinin ekki prenthæf. Ritstj. Athumsemd frá feröamálaskólanum „ÓHRÓDURBYGGÐURÁ ÓTRAUSTUM HEIMILDUM# I uikubladinu Pressunni fimmtudaginn 29. mars sl. er gerd suíuirdileg adför ad mannordi og starfsheidri okkar undirritadra, lapinn andstyggilegur rógur um ferdamálaskóla okkar eftir heimildum, sem bladinu uar kunnugt um ad uoru ótraustar, undir óhródurinn tekid með gífur- yrtum fyrirsögnum: „fjárplógs- starfsemi", „suik og prettir" og sorpskrifin síðan kórónuð með fölskum myndum. Skemmst er frá þuí að segja að öll grein Pressunnar er uppspuni. I ferðamálaskólanum uoru yfir áttatíu nemendur sem langflestir uoru ánœgöir með skólavist sína og þá menntun sem þar uar boðið upp á. Auðuitað er ekkert skólastarf liafið yfir gagnrýni en óhœtt er að fullyrða að kennarar og aðstandendur skólans gerðu sitt besta til að nemendur hefðu sem mest gagn af náminu. Sömuleiðis lagði allur þorri nemenda sig fram uið námið og margir náðu frábœrum árangri. Aðeins einn þeirra heimildarmanna sem Pressan nafngreinir (að uísu með röngu föðurnafni) er úr þeimi hópi enda er sá ánœgður með skólann og segir að staðið hafi uerið uið öll þau loforð sem gefin uoru. Blaða- konunni uar boðin aðstoð uið að afla sér uandaðri heimilda en það uar álíka árangursríkt og að gefa rottu aðgöngumiða á kammertón- leika. Blaðakona Pressunnar kuittaði áður en blaðiö fór í prentun fyrir móttöku á gögnum sem sýna suart á huítu að gott samrœmi uar á milli þess sem boðið uar í aug- lýsingum og kynningu skólans og þess sem nemendur fengu. Ekki kaus hún að fœra sér í nyt þessar upplýsingar enda hefðu þœr lík- lega ekki passað undir fyrirsagnir blaðsins. Þess í stað er haft eftir ónafngreindum nemendum ,,að framhald á bls. 12 Fundurinn komst að þeirri niður- stöðu að full þörf væri á því að end- urskoða menntunarmál á sviði feröaþjónustu og athuga nánar þá skóla og námskeiö sem í boði hafa vérið á þessu sviöi. Formaöur íslenskra feröaskrií- stofa staðfestir að alveg sé undir hælinn lagl hvort prófskírteini frá feröamálaskúlum í einkarekstri séu nokkurs virði fyrir handhafa þeirra. Ingólfur Hjartarson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra feröaskrif- stofa og lögfræðingur íélagsins. sagði í síöustu PRESSU, þar sem fjallaö var um „Alþjóðlegan ferða- mála- og fararstjóraskóla" Guðna Þórðarsonar og Örnólfs Árnasonar, aö það væri þjóðþrifamál að vara við starfsemi af þessu tagi. Engar kröfur — engin réttindi Karl Sigurhjartarson staðfestir aö engar kröfur séu gerðar til skólanna og þar með fylgja þeim engin rétt- indi heldur. „Það er alveg einstaklingsbundið hvort tekið er tillit til skóla af þessu tagi af þvi við vitum ekki hvað boðið er upp á í þeim. Það vantar ein- hverja staðla. Það þarf að gefa nám- skeiðum stimpil sem tryggir inni- liald þeirra. Slíkur stimpill íyrir- finnst ekki í dag. Ég treysti mér ekki til þess að dæma um innihald náms í þessum skólum og námskeiöum sem eru í gangi, hvorki til þess að fordæma það né leggja blessun mína yfir það," segir Karl Sigur- hjartarson. Karl segir aö áhugi á menntunar- málurn sé mikill innan félagsins og þvt verði reynt að móta stefnu um hvað nám af þessu tagi þurfi aö fela í sér. Byrjað á öfugum enda Kjartan Lárusson. forstjóri Feröa- skrifstofu ísiands, telur að til þess að skólar í ferðamálum eigi aö hafa einhverja raunhæfa þýðingu þurfi atvinnurekendur að vera með í myndinni frá upphafi og taka þátt í að ákvarða námsefnið sem boðið er upp á. Að öðrum kosti sé byrjað á öf- ugum enda. „Pappírar frá skólum sem reknir eru án slíkrar samvinnu eru tiltölulega lítils virði," segir Kjartan Lárusson. Það viröist því Ijóst að fólk sem ákveöur aö gerast nemendur í ferðamálaskólum af sama tagi og Alþjóðlegi feröamála- og farar- stjóraskólinn , getur ekki reiknaö með því að kaup á slíkum námskeið- um séu íjárfesting sem skili sér i bættum atvinnumöguleikum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.