Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. apríl 1990 5 Útgerðarævintýrí ANDR.A, Aiaskastrendur: Sagan aff makalausri Alaskaferð áhafnarinnar á Andra. Skipver jar máttu þola endalausar bilanir; á stýribúnaði, spilbúnaði, frystipressum, vatnseimingartæki, miðstöðvarkatli, sjókælibúnaði og aðalvél skipsins. Þegar ákveðið var að drif a f rystiskipið Andra til úthafsveiða við Alaskastrendur var f lýtirinn svo mikill að skipið var varla haffært þegar lagt var af stað. Ekki ein- asta reyndist vonin um kvóta ytra á sandi reist, heldur máttu skipverjar þola vatnsskort, bilaða kyndingu i frosti, máttlaust spil, vélarbilanir, peninga- leysi og margt fleira. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSSON MYNDIR ÞÓRIR ÓLAFSSON Útgerð íslenska úthafsútgerðarfé- lagsins á Andra við Alaskastrendur reyndist martröð frá byrjun til enda. Skipið var keypt í Færeyjum, þar sem það hafði legið á annað ár. Sið- an lá það í nokkra mánuði í Hull og átti þá að fara yfir allt skipið, en sið- ar kom í ljós að þar vantaði vægast sagt mikið upp á. I skjóli samnings sem gerður var 1984, þar sem hugsunin fyrir vestan var að fá íslendinga ofan af hval- veiðum, lagði Andri af stað frá Hull í nóvember sl. í þeim tilgangi að vinna þorsk um borð við strendur Alaska. Útgerðin gerði sér vonir um góðan afrakstur og áhöfnin um góð laun og ævintýraferð. í Hull tóku tólf íslenskir skipverjar við skipinu, en þrjátíu pólskir skip- verjar hittu þá fyrir vestan. Skipinu stýrt eins og kassabíi! Daginn eftir að skipið fór frá Hull var áhafnarmeðlimunum afhentur listi yfir 28 atriði sem þyrfti að lag- færa á leiðinni. í jretta fóru skipverj- arnir á timabilinu 5— 30. nóvember og liggur fyrir að yfirvinna á mann — eftir 10 tíma vaktir — hafi náð 130—160 tímum. Þá var þessari yfir- vinnu hætt vegna þess að engin svör fengust um greiðslur fyrir hana. Þær komu seint og um síðir, í febrúar. Þegar eftir tveggja sólarhringa siglingu frá Hull kom í Ijós að skipið lak. Síðuloki reyndist laus og varð að rífa klæðningar af einum veggja skipsins. A leiðinni vestur bilaði gyro- kompás skipsins, en hann er tengd- ur við sjálfstýringuna. Mótor sem knýr kompásinn hafði áður verið bilaður og sendur til Globe Engine- ering-verktakafyrirtækisins í Hull til yfirhalningar. Mótorinn kom til baka og hann sagður viðgerður, en þegar skipið var komið út á sjó kom bilunin í Ijós og um leið að ekkert hafði verið gert við mótorinn. Til að losna við að standa átta tíma vaktir við rafmagnsstýrið var gripið til þess ráðs að strengja spotta frá stýr- Spilbúnaður Andra reyndist máttlaus í meira lagi. Hann átti að orka 60 tonna „holi", en með naumindum tókst að koma 7—8 tonnum upp á dekk. inu yfir í sætið, en síðar tókst þó að færa rafmagnsstýrið að stólnum! Máttlaust spil og bilaðar frystipressur Þegar út kom uppgötvaðist meðal annars að spilbúnaður hafði aldrei verið prófaður. Um er að ræða lág- þrýstispil sem undir venjulegum kringumstæðum á að keyra með fjórum dælum. Af einhverjum ástæðum var útgerðin sannfærð um að tvær dælur myndu duga. Eigi að síður áttu spilin tvö að þola 30 tonna átak hvort eða samtals 60 tonn. Þeg- ar til kom á Alaskamiðum tókst hins vegar með naumindum að hífa inn 7—8 tonn í einu. Þegar hinir banda- rísku bátar voru beðnir að útvega aðeins þetta litla magn í einu urðu þeir eðlilega hvumsa. Á þennan hátt urðu holin þó þrjú, alls um 20 tonn, eftir að gripið var til ráðstaf- ana eins og að tvöfalda svokallaða gilsa og ,,redda“ með blökkum. Einnig reyndust frystipressur skipsins í ólestri. Þetta olli miklum

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.