Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 31

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 31
y-.‘-’ i v ' Fimmtudagur 5. apríl 1990 ■jLmaLmUmLJLméLm! 5. apríl Stöö 2 kl. 23.55 FÍFLDJÖRF FJÁRÖFLUN ** (How to Beat the High Cost of Living) Bandarísk bíómynd Gerd 1980 Leikstjóri Robert Scheere Adalhlutuerk Susan Saint-James, Jane Curtin, Jessica Lange, Ri- chard Benjamin, Dabney Coleman Fjallar um þrjár konur sem reyna að ná niður kostnaðinum við heimilis- haldið með heldur vafasömum að- ferðum. Á rölti um stórmarkað sjá þær sparibauk sem er eins og bolti í laginu. Þá kviknar hugmynd og um þá hugmynd snýst myndin en það er kannski bara ekki nógu góð hugmynd. í það minnsta er myndin talin afspyrnuléleg, helst vekur hún athygli fyrir að í henni leikur ein fremsta leikkona Bandaríkjanna í dag, Jessica Lange, en hún hóf ein- mitt feril sinn í kvikmyndum á því ári sem þessi mynd var gerð. Lægsta einkunn. og ræður þar lögum og lofum. Lítt er um þessa mynd vitað, en Ástralir eru þekktir að mjög þokkalegu efni seinni árin. Stöö 2 kl. 00.35 DVERGADANS*• (Dance of the Dwarfs) Bandarísk bíómynd Gerd 1983 Leikstjóri Gus Trikonis Adalhlutverk Peter Fonda, De- bornh Raffin, John Amos Myndin fjallar um mannfræðing, konu, sem heldur inn í frumskóginn til að leita annarsvegar að prófess- ornum sínum, hinsvegar að fá- mennum ættflokki skógarbúa. Hún lendir í slagtogi við þyrluflugmann sem er kærulaus fyllibytta og allir geta víst ímyndað sér hvernig þetta endar. Þetta er heimskuleg mynd hvernig sem á það er litið; á meðan leikararnir rekast á furðulegustu verur í frumskóginum uppgötva áhorfendur hvað orðið leiðindi get- ur haft sterka merkingu. Lægsta einkunn. LAU6ARDAGUR 7. apríl i ki 6. apríl Stöö 2 kl. 22.10 LAUMUFARÞEGITIL TUNGLSINS *** (Stowaway to the Moon) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerd 1974 Leikstjóri Andrew V. McLaglen Adalhlutverk Lloyd Bridgés, Jer- emy Slate, Morgan Pauli Dreng nokkrum, ellefu ára gömlum, tekst að uppfylla draum sinn til nokkurra ára þegar hann smyglar sér inn í geimfar sem á að fara að skjóta á loft. Drengnum er illa tekið í fyrstu en í Ijós kemur að hann hef- ur ráð undir rifi hverju. Þetta er fjöl- skyldumynd og þykir fyrir ofan meðallag. Góðlegt ævintýr. Sjónvarpiö kl. 22.55 BRÖGÐ í TAFLI (Barracuda) Áströlsk sjónvarpsmynd Gerö 1987 Leikstjóri Pinc Armenta Aðalhlutverk Dennis Miller, John Bonney, Lisa Taylor, Roger Ward Hér segir af lögreglumönnum sem berjast hatrammri baráttu við að hafa hendur í hári glæpagengis sem hefur aðsetur við höfnina í Sydney Stöö 2 kl. 21.00 FULLNÆGJA **/2 (Fulfilment of Mary Gray) Bandarisk sjónvarpsmynd Gerö 1988 Leikstjóri Piers Haggard Adalhlutverk Cheryl Ladd, Ted Le- vine, Lewis Smith Myndin fjallar um konu um alda- mótin síðustu sem stendur frammi fyrir afdrifaríkri ákvörðun, þegar hún verður ástfangin af bróður eig- inmanns síns og veit um leið að hann getur getið við henni barn sem eiginmaðurinn getur gre.inilega ekki. Þetta er hinn sígildi ásfarþrí- hyrningur sem hér um ræðir 'og tekst að leysa úr honum- í venju- bundnu meðallagi. .... Sjónvarpiö kl. 23.25 LÚLLILÚÐI ★★★Vi (Loulou) Frönsk bíómynd Gerd 1980 Leikstjóri Maurice Pialat Adalhlutverk Isabelle Huppert, Gérard Depardieu Tvær af stærstu stjörnum Frakka á hvíta tjaldinu fara á kostum í þessari mynd sem segir af stúlku af góðum ættum sem verður ástfangin af manni sem lifir í undirheimum Par- ísarborgar og er utangarðs á alla kanta í lífinu. Þau leika frábærlega og ástin er ógnarheit á milli þeirra í myndinni, svo heit að tjaldið logaði fannst sumum þegar myndin fyrst var sýnd. Kynæsandi mynd að því er sagt er. Fær næsthæstu einkunn. Stöð 2 kl. 00.25 BÓFAHASAR** (Johnny Dangerously) Bandarísk bíómynd Gerð 1984 Leikstjóri Amy Hackerling Aðalhlutverk Michael Keaton, Joe Piscope, Danny De Vito, Dom DeLuise Myndin er gamanmynd, a.m.k. á hún að vera það. Hún gerist á bann- árunum í Bandaríkjunum og fjallar um Johnny þennan og baráttu hans Sjónvarpið kl. 21.50 NÍUNDI B 0 B) Kanadísk sjónvarpsmynd Gerö 1986 Leikstjóri James Swan Aðalhlutverk Robert Wisden, Sheila McCarthy, Joanne Mclntyre, Ron White Ungur Englendingur er ráðinn kennari við Fort Hamilton í Kanada. Nemendur hans í 9 B eru ákaflega uppreisnargjarnir og ýmislegt geng- ur á en smám saman skapast traust milli kennara og nemenda. Stöð 2 kl. 22.30 ELSKUMST *** (Let's Make Love) Bandarísk bíómynd Gerð 1960 Leikstjóri George Cukor Aðalhlutverk Marilyn Monroe, Yv- es Montand, Tony Randall Yves Montand leikur milljónamær- ing sem berst til eyrna að í leikhúsi einu sé verið að setja upp verk þar sem gert er gys að honum. Hann hyggst reyna að stöðva uppfærsluna en þegar hann mætir í leikhúsið hittir hann Marilyn og ákveður frek- ar að reyna að komast í leikhópinn. Hann fær hlutverk og ræður ýmsa kunna menn sér til aöstoðar, t.d. Gene Keliy sem danskennara, Bing Crosby sem söngkennara og Milton Berle sem kennara í gamanleik. Þetta þykir ágæt mynd, að minnsta kosti valinn maður í hverju rúmi. við að ná völdum í mafíunni. Mynd- in er leikin eins og um sjónvarpsþátt væri ræða, lítur reyndar öll út sem slík og í staðinn fyrir handrit er hún byggð í kringum einstaka brandara sem hanga ekki saman og eru fæstir fyndnir. Lægsta einkunn, en það kemur varla neinum á óvart eftir þessa upptalningu. Greinilegt að Stöð 2 er að spara spilin fyrir páska- dagskrána ef marka má dagskrá helgarinnar. 8. apríl Sjónvarpið kl. 14.35 ÓVEÐRIÐ (The Tempest) Breskt sjónvarpsleikrit eftir Willi- am Shakespeare Leikstjóri John Gorris Aðalhlutverk Michael Horden, De- rek Godfrey, David Waller, Warren Clarke, Nigel Hawthorne Uppfærsla BBC á þessu leikriti Shakespeares hlýtur að heilla marga, enda þykir það með ein- dæmum hversu næmum höndum breska sjónvarpið fer um mesta leik- ritaskáld sögunnar fyrr og síðar. Þarna eru og á ferð margir af bestu leikurum Breta, nægir að nefna Mi- chael Horden, sem hefur verið aðl- aður fyrir framlag sitt til leiklistar- innar, og Nigel Hawthorne, sem við þekkjum úr þáttunum Já ráðherra og fleirum. Stöö 2 kl. 21.20 MENNIRNIR MÍNIR ÞRÍR (Strange Interlude) Bandarísk sjónvarpsmynd Gerð 1987 Leikstjóri Herbert Wise Aðalhlutverk Edward Pether- bridge, Jose Ferrer, Glenda Jack- son, David Dukes Framhaldsmynd í tveimur hlutum, byggð á leikriti eftir þann þekkta Eugene O’Neill. Myndin gerist í Nýja-Englandi í Bandaríkjunum á fyrri hluta aldarinnar og segir af stúlkunni Nínu sem verður fyrir hverju áfallinu á fætur ööru í ásta- málum. Hún missir einn unnusta, eignast annan og verður ófrísk þeg- ar henni er tjáð að heppilegast sé fyrir hana að eyða fóstri vegna geð- veilu í ætt föðurins og svona má lengi telja. Vissulega athyglisvert efni, leikritið er mjög orðmargt og spurningin er hvernig sjónvarpinu tekst að vinna sviðsverkið yfir á skjáinn. Þar getur álltaf brugðið til beggja vona. 31 dagbókin hennar dúllu Ég er alltaf að reyna að botna í því af hverju fullorðið fólk hefur svona svakalega gaman af að tala um ein- hverjar galókunnugar manneskjur úti í bæ, sem það þekkir ekki baun. Amma á Einimelnum er nú til dæm- is algjör sérfræðingur í svoleiðis, en mamma getur líka verið ógeðsleg kjaftakerling, þó hún reyni að kol- þræta fyrir það í rauðan dauðann — a.m.k. þegar amma heyrir til, vegna þess að mamma er alltaf að hneyksl- ast á Einimelsslúðurganginum þó hún hafi ekkert efni á því. Meira að segja pabbi getur smjattað rosalega á alls konar kjaftasögum um fólk, sem hann hefur afdrei augum litið! Það er soldið mikið sama fólkið, sem allar þessar sögur ganga út á. Amma er mest í pólitíkusum og konunum þeirra, en það er ekki sama í hvaða flokki þeir eru. Hún fær langmest út úr sögum um alla- balla og framsóknarkalla, sem hafa gert einhverjar gloríur. Og það er sko toppurinn, ef þeir hafa stolið peningum, farið í meðferð eða hald- ið framhjá með einhverri af öllum þessum 18 ára stelpum, sem virðast vera í því að tæla ríka eða þekkta kalla frá eiginkonum — sem eru ótrúlega margar búnar að missa brjóstið. Amma hefur líka sjúklega góð sambönd til að fylgjast með öllum skandölunum. Hún þekkir bæði konu, sem hjálpar til í eldhúsinu í ráðherrabústaðnum, og aðra, sem er þjónustustúlka í Rúgbrauðsgerð- inni. Svo hún fær alltaf ferskar frétt- ir af því hverjir eru farnir að drekka of mikið, hverjir eru komnir í bind- indi og hverjir fara heim í leigubíl með hverjum og annað, sem kemur sér vel að vita. Það getur náttúru- lega stundum klikkað, eins og þegar hún var orðin pottþétt á því að Guð- rún Helgadóttir byggi með Páli Pét- urssyni og ætti von á tvíburum. Það varð obboslegt sjokk fyrir hana að sjá svo barasta um daginn blaðavið- tal við Pál með einhverja allt aðra konu upp á arminn! Mamma er hins vegar mest fyrir tragedíur í minningargreinum Moggans. Það má enginn undir fimmtugu deyja, án þess að hún sé búin að sjúga í sig hvert orð um það hvernig manneskjan barðist hetju- lega og brosti til fjölskyldunnar í sjúkrarúminu og cúlt. Hún tekur sér- staklega inn á sig sögur af ungum konum, sem deyja frá mörgum litl- um krökkum, og getur diskúterað það endalaust við vinkonur sínar. Þá verða þær voða daprar, stynja al- veg í bak og fyrir og segja tíu sinn- um 7—-9—13. (Rabbi harðbannar mér að gera grín að þessu. Hann segir að þetta sé bara af því mamma og vinkonur hennar séu svo hrylli- lega hræddar um að fá krabba- mein.) Pabbi fréttir sjálfur mest af spennó sögum úr viðskiptalífinu, en þær eru oftast algjört rugl. Ég man eftir mörgum köllum, sem hann hefur fullyrt að væru komnir í fangelsi fyr- ir að fjármagna dópsölu, en ganga enn lausir og liðugir. Svo eru aðrir, sem eiga að hafa stolið helling af peningum og stungið af til útlanda, eni eru samt sallaróiegir í sinni vinnu á íslandi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.