Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 5. apríl 1990 *r ÚTIVIST Feröir um byggðir og óbyggðir Ferðafélagið Útivist var stofnað þann 23. mars 1975. Markmið félagsins er að stuðla að útivist fólks í hollu og óspilltu umhverfi, m.a; með því að skipuleggja úrval lengri og skemmri ferða um ísland. Höfuðáhersla er lögð á útiveru og gönguferðir og reynt er að halda akstri í lágmarki. Vegna óstöðugs verðlags er ekki hægt að áætla verð ferðanna með löngum fyrirvara. í Útivistarferðir eru allir velkomnir en fé- lagsmenn í Útivist fá góðan afslátt af helgar- og sumarleyfis- ferðum. Það nægir að einn fjölskyldumeðlimur sé í félaginu. Hálft gjald greiðist fyrir börn 7—12 ára. Unglingar 13—15 ára greiða 75% af fargjaldi, en hálft gjald ef þeir eru í fylgd með foreldrum sínum. I dagsferðum er hins vegar sama verð fyrir alla en frítt fyrir börn að 12 ára aldri í fylgd með fullorðnum. Fararstjórar eru í öllum ferðum félagsins. Farþegar leggja sjálfir til fæði og viðeigandi ferðaútbúnað. Farmiðar í helgar- og sumarleyfisferðir eru seldir á skrif- stofu Útivistar, Grófinni 1. Yfir vetrarmánuðina er skrifstof- an opin frá kl. 12 til kl. 18 (okh— apríl), annars frá kl. 10 til kl. 18. Símar 14606 og 23732. Áríðandi er að panta og taka farmiða í helgarferðir daginn fyrir brottför og með viku fyrirvara í sumarleyfisferðir og áramótaferð. I dagsferðir þarf ekki að panta. Útivist tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Brottför í Útivistarferðir er frá Umferðar- miðstöðinni að vestanverðu (við bensínsölu) og í hjólreiða- ferðir frá Árbæjarsafni nema annað verði auglýst. Ferðir Útivistar eru ávallt auglýstar í smáauglýsingum dagblaðanna og dagbókum fjölmiðla. Upplýsingar um næstu ferðir er einnig að fá á skrifstofu og í símsvara 14606 utan skrifstofutíma. Unglingadeild Útivistar Þrettán til átján ára félagar í Útivist mynda unglingadeild í umsjón eldri félaga. Markmið deildarinnar er að gefa félög- um kost á góðum ferðum á góðu verði, kynnast landinu og ferðamennsku, fræðast um ferðabúnað og undirbúning ferða og að auka áhuga ungs fólks á útiveru og heilbrigðu líferni. Unglingadeildin aðstoðar einnig félagið við ýmsar ferðir og sérstök verkefni. Raðferðir Fyrir þremur árum tók Útivist upp raðferðir eða ferða- syrpur í dagsferðum. Fyrsta ferðaröðin var „strandganga í landnámi Ingólfs". Raðferðirnar hafa verið mjög vinsælar. í þeim er t.d. mikið af nýjum gönguleiðum og þær hvetja fólk til þess að drífa sig í göngur reglulega. í þessum ferðum gefst einnig kostur á samfelldum fróðleik um stórt svæði. Útivist í Básum Útivist á tvo glæsilega gistiskála í Básum, Goðalandi. Stærri skálinn rúmar 70 manns í svefnpokagistingu og sá minni 25 manns. Rúmgott eldhús og borðsalur eru tengd stóra skálanum. Öll nauðsynleg eldunaráhöld eru til staðar, stórt yfirbyggt útigrill og er gistiaðstaðan eins og best gerist í óbyggðum. Á staðnum er snyrtihús með vatnssalerni og sturtum. Sambyggt því er vetrarsalerni. Mögulegt er fyrir hópa og einstaklinga að fá gistingu eftir því sem húsrými leyfir. Útivistarfélagar greiða lægra gisti- gjald en aðrir og hafa forgangsrétt til gistingar. Gistingu þarf að panta á skrifstofu félagsins. í Básum eru einnig mörg góð tjaldstæði svo og í Strákagili en þar hefur nýlega verið komið upp góðri salernisaðstöðu. Skálaverðir eru í Básum yfir sumarmánuðina og sjá þeir einnig um tjaldsvæðin. Helgarferdir, dagsferdir og sumarleyfisdvöl í Þórsmörk Helgarferðir í Bása eru um hverja helgi frá maí og fram i október. Dagsferðir eru á sunnudögum yfir sumarmánuðina og einnig á miðvikudögum í júlí og ágúst og er brottför kl. 08.00. Þær eru ákjósanlegt tækifæri fyrir þá sem hafa tak- markaðan tíma til að kynnast töfrum Þórsmerkur. Ferðir í Þórsmörk eru á föstudögum, sunnudögum og miðvikudög- um og sömu daga til baka. Umhverfi Bása er hlýlegt og skjól- gott. Frá Útivistarskálunum í Básum liggja fjölbreyttar gönguleiðir um Þórsmörk og Goðaland þar sem allir geta fundið eitthvað viö sitt hæfi. Meðal gönguleiða má nefna leiðir í Strákagil, Hvannárgil, að Álfakirkju, á Bólfell og í Teigs- og Múlatungur sem eru áhugaverð svæði innst í Þórs- mörk en með tilkomu göngubrúar yfir .Hrpnaá, sem Útivist reisti fyrir þremur árum, opnuðust gönguleiðir í Tungurnar. Þeir sem kjósa erfiðari göngur geta gengið á Réttarfell, Úti- gönguhöfða og Morinsheiði. Göngur um Fimmvörðuháls er tilvalið að hefja eða enda í Básum. Útivist tekur að sér að skipuleggja ferðir fyrir sér- hópa, sé þess óskað. Utanlandsferðir Útivist skipuleggur á hverju ári ferðir til útlanda fyrir fé- lagsmenn og fjölskyldur þeirra í samvinnu við ferðafélög er- lendis. Utanlandsferðir Útivistar 1990, sem verða á kostnað- arverði, munu verða kynntar i fréttabréfi félagsins. Útivist fyrir alla Útivist auðveldar öllum að ferðast um byggðir og óbyggð- ir. Félagsmenn fá afslátt af ferðum og hið vandaða ársrit Úti- vistar. Meðal efnis ársrita Útivistar má nefna landslags- og leiðalýsingar, ferðasögur og náttúrufræðigreinar. Um sextíu litmyndir prýða hvert rit. Upplög fyrstu ritanna eru senn á þrotum. Fólk er hvatt til þess að hafa samband við skrifstofu, vilji það fá nánari upplýsingar um starfsemi félagsins og ferðirnar. Útivist, Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR Sumarferðir 1990 Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar hf. hefur und- anfarin ár verið með hálendisferðir um landið og svo er einnig í ár. I þeim ferðum sem farnar eru á vegum fyrirtækisins er innifalið m.a. fullt fæði og leiðsögn og fylgir eldhúsbíll öllum hópum í hálendisferðum og ferð um Vestfirði. Helstu ferðir í sumar eru þessar: GJ/41-48: Highland Odyssey 12 daga hálendisferð. Farið m.a. i Kverkfjöll, Öskju, Herðu- breiðarlindir, Þórsmörk og Landmannalaugar. Gist í tjöldum. Brottför alla mánudaga frá 25. jún,—13. ág. GJ/51-59: Mountain Highlights 12 daga hálendis- og gönguferð. Farið um Norðurland til baka yfir Sprengisand með viðkomu í Veiðivötnum og Land- mannalaugum. Gist í svefnpokaplássi í sæluhúsum og skólum. Brottför annan hvern mánudag frá 25. jún,— 20. ág. GJ/21-24: Adventure Photo Tour — Ljósmyndaferd 7 daga Ijósmyndaferð með hinum kunna breska Ijósmynd- ara David Oswin. Farið m.a. i Þórsmörk og Skaftafell. Gist í tjöldum. Brottför fjórum sinnum í sumar. GJ/31: Western Fjords Trail — Vestfjarðaferð 6 daga ferð um Vestíiröi. Farið m.a. á Látrabjarg, Breiðu- vík, ísafjörð og Drangsnes. Gist í svefnpokaplássi í samkomuhúsum og skólum. Brott- för þrisvar í júlí og ágúst. GJ/30: Southern Countryside 7 daga hótelferð um Suðurland. Gist á gistiheimilinu Mosfelli á Hellu, en farið í skoöunar-| ferðir þaðan á hverjum degi, m.a. Gullfoss/Geysir, Land- mannalaugar, Þórsmörk og um Suðurland. Brottför alla| laugardaga í sumar. Reykjavík — Sprengisandur — Mývatn Brottför frá Reykjavík (BSÍ) miðvikudaga og laugardagal en frá Mývatni fimmtudaga og sunnudaga í júlí og ágúst. Innifalið er leiðsögn og nestispakki. Einnig erum við með áætlunarferðir til Hólmavíkur ogl Drangsness. Brottför frá BSÍ á þriöjudögum og föstudögum. SÉRLEYFISHAFAR Þjonusta um land allt\ Að ferðast með sérleyfisbifreiðum um ísland er bæði ódýr [ og þægilegur ferðamáti. Á síðastliðnu ári ferðaðist um hálf I milljón farþega með sérleyfisbifreiðum á Islandi og ef far-1 þegar á sérleyfisleiðum Rvík-Hafnarfjörður og Rvík-Mos-I fellsbæ eru meðtaldir notfærðu sér um 1,4 milljónir manna[ þjónustu sérleyfisbifreiða á árinu 1989. Þetta þýðir að sérhver íslendingur notfærði sér sérleyfis- bifreiðir að meðaltali 5,5 sinnum á síðastliðnu ári. Þjóðvegakerfi okkar íslendinga er u.þ.b. 9.000 km og til I viðbótar eru um 4.500 km hálendis- og fjallvegir eingöngu | færir um sumartímann. Sérleyfisleiðir á íslandi eru nú 42 og tengja saman og| þjóna meira en 70 þorpum og kauptúnum víðsvegar um Is- [ land, enda eru sérleyfisleiðir samtals 6.575 km. Sumarmánuðina júní, júlí og ágúst bjóða sérleyfishafar | upp á meira en 16.500 brottfarir sérleyfisbifreiða og munu [ vagnar þeirra aka samtals 2.200.000 km, sem samsvarar lið-1 lega 1.300 sinnum umhverfis ísland eða rúmlega 54 sinnum [ umhverfis jörðina. Auk sérleyfisaksturs bjóða sérleyfishafar upp á mikið úr-1 val af ýmiskonar sérferðum til áhugaverðra og skoðunar-| verðra staða um land allt. Af þessum ferðum má nefna: Reykjavík — Sprengisandur — Akureyri Akureyri — Kjölur — Reykjavík Reykjavík — Sprengisandur —• Mývatn Reykjavik — Fjallabak nyrðra — Landmannalaugar — Skaftafell Reykjavík — Þórsmörk Vík í Mýrdal — Laki og Lakagígar Egilsstaðir — Mjóifjörður Egilsstaðir — Borgarfjörður eystra Húsavík — Mývatn — Kverkfjöll Akureyri — skoðunarferðir til Mývatns Reykjavík -— ýmsar skoðunarferðir á Vestfirði s.s. Látra-| bjarg o.fl. Reykjavík — Snæfellsnes og Snæfellsjökull ásamt fjölda af lengri tjcúdferðum og hótelferðum um landj allt. Um nokkurra ára skeið hafa sérleyfishcifar boðið upp á af-1 sláttarmiða til ferðalanga með sérleyfisbílum um land allt. [ HRING- OG TÍMAMIÐAR eru sífellt að verða vinsælli fyrir þá sem kjósa að ferðast á eigin vegum um ísland á ódýran hátt. Fyrir aðeins kr. 9.400 er hægt að ferðast hringinn um ísland á eins löngum tíma og með eins mörgum viðkomustöðum og ferðalangurinn kýs sjálfur. (Hringmiði.) Fyrir aðeins kr. [ 11.000 er hægt að ferðast ótakmarkað með öllum sérleyfis- bílum á Islandi í eina viku. Einnig er hægt að fá Tímamiða | fyrir tvær, þrjár eða fjórar vikur. Allar upplýsingar um þessa ferðamöguleika gefur Ferða-1 skrifstofa BSÍ, Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík, sími | 91-22300. urn með það sem á eftir kemur. Þó þessi flokkun sé eins og áður sagði nauðsynleg eru samt sem áður ákveðnir hlutir sem ekki er hægt að setja í einhverja flokka og þar áégtil dæmis við persónulega þjónustu bændanna og þeirra (ólks, landslagið umhverfis bæina og sumarbústaðina, aðstöðu til af- þreyingar og margt fleira." Hvaða staðir á ykkar vegum eru vinsælastir? „Það er mjög erfitt að nefna ein- hverja sérstaka bæi en það er Ijóst að ákveöin landsvæði eru vinsællí en önnur. Þar rná til dæmis nefna Snæfelisnes, Skaftafell og Mý- vatnssveit, en þessir staðir draga að sér ferðarnenn út á rráttúrufeg- urð auk margs annars. Önnur vin- sæl landsvæði eru t.d. Borgar- fjörður og Árnessýsla sem helgast kannski að hluta til af nálægðinni við höfuðborgarsvæðið. Hins vegar reynum við líka að hvetja fóik til að prófa staði ann- ars staðar á landinu sem kannski heilla ekki eins mikið vegna stað- setningarinnar og fólk oft og tíð- um þekkir hreinlega ekki, en eru engu að síöur nrjög heiilandi. Þar nægir t.d. að nefna stað eins og Vatn á Höfðaströnd í Skagafirði sem mörgutn finnst vera ur altara- leið en þeir sem fást til að fara þangað einu sinni fara þangað aft- ur og aftur, enda nú svo komið að þau anna varla eftirspurn og svo er urn fleiri staði. Það er því full ástæöa til að hvetja fólk til aö vikka sjóndeildarhringinn." Er þetta gistimáti sem stendur fólki einungis til boða yfir hásum- arið? „Nei, alls ekki, þó það virðist vera nokkuð útbreiddur misskiln- ingur. Flestir þeir staðir sem við bjóðum upp á eru opnir alit árið og það hefur reyndar aukist mjög að undanförnu að fólk leiti i sveit- ina að vetrarlagi til afslöppunar og útiveru. Mörgum finnst þetta vera besti kosturinn í páskafríinu en þessi árstími er nú reyndar þannig að mörgum finnst erfitt að ákveða með nokkrum fyrirvara hvort og hvert þeir vilja fara og ekki síst vegna brigðullar veðráttu. Ég er sannfærð urn að allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hjá okkur og þó að sumar- húsin virðist frekar heilla íslend- inga og heimagistingin útlendínga þá er hvort tveggja fýsilegur kost- ur. Það sem við vildum kannski helst fá íslendinga til að gefa meiri gaum en hingað til eru hestaferðir sem taka nokkra daga og margir bændur skipuleggja og fara rneð sínu fólki. Það er ekki erfitt að ímynda sér hversu gott ferðalag það gæti orðið, að ferðast á hest- baki urn byggð jafnt sem óbyggö, ásamt skemmtilegu fólki, íslend- ingum og útlendingum. Þetta er enda ferðamáti sem útlendingar sækja mjög mikið í og ætti að höfða jafnt til okkar. í slíkar ferðir væri svo ekki úr vegi að taka með sér veiðistöng, en ein þeirra nýj- unga sem við kynnum í ár er ieiga á slíkum tólum fyrir þá sem ekki höfðu upphaflega t hyggju að fara í veiði en dettur það svo í hug þeg- ar á staðinn er komið."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.