Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 24
OOOf lnn<- P ■»! tnrjl nmí3 24 FERÐAFÉLAG ISLANDS Ferdaáœtlun 1990 Ferðafélag íslands var stofnad 27. nóv 1927. í lögum félagsins 2. gr. segir svo: „Tilgangur félagsins er að stuðla að ferðalögum á íslandi og greiða fyrir þeim.“ Tilgangi sínum leitast félagið við að ná, m.a. með því að vekja áhuga landsmanna á ferðalögum um landið og gefa út ferða- og landlýsingar (árbækurnar). Ennfremur með því að kynna mönnum jarðfræði landsins, jurta- og dýralíf og sögu merkra staða. í ferðaáætlun Ferðafélags Islands fyrir árið 1990 eru upplýsingar um dags- og kvöldferðir, helgarferðir og sumarleyfisferðir. í ferðum félagsins er gist í sæluhúsum, öðrum húsum eða tjöldum. Farþegar sjá sjálfir um nesti og annan útbúnað. Ferðafélögin áskilja sér rétt til að breyta ferðum, bæta við eða fella niður ef betur þykir henta. } Ferðir FÍ. eru ávallt auglýstar í smáauglýsingum (félagslífi) Morgunblaðsins og dagbókum hinna dagblaðanna og er fólk hvatt til að fylgjast með þeim auglýsingum. Sérstakur fjöl- Iskylduafsláttur er veittur. Börn 7—12 ára greiða hálft gjald, og 13—15 ára unglingar 75% af gjaldi, en hálft gjald ef þeir eru í fylgd með foreldrum sínum. í dagsferðum (undantekning Þórsmörk og Landmanna- laugar) er frítt fyrir börn og unglinga, 15 ára og yngri, í fylgd með foreldrum sínum. Ferðafélag íslands tryggir hvorki farþega sína né farangur þeirra. Nauðsynlegt er að panta tímanlega í helgar- og lengri ferð- ir. í dagsferðir þarf ekki að panta (undantekning Þórsmörk og Landmannalaugar). FERÐAFÓLK á vegum F.í. og deilda þess gengur fyr- ir með gistingu í sæluhúsum F.í. Þeim sem ekki eru á vegum F.í. er vinsamlegast bent á að hafa samband við skrifstofuna Öldugötu 3, Reykjavík, til þess að fá gistileyfi og þar með forðast óþægindi. Helgarferðir Þórsmerkurferðir eru um hverja helgi frá 25. maí—12. október. Gist er í Skagfjörðsskála í Langadal, en þar er gisti- aðstaðan ein sú besta í óbyggðum. Dagsferðir eru til Þórsmerkur á sunnudögum og miðvikudögum í júlí og ágúst. Ferðir í sæluhús Ferðafé- lagsins í Landmannalaugum og á Hveravöllum hefjast um leið og fjallvegir opnast. Miðvikudagsferðir verða í Land- mannalaugar í júlí. Sumardvöl: Odýrasta sumarleyfi sem býðst er sumardvöl á ofangreindum stöðum. Þá er dvalið á milli ferða og ræðst dvalarlengd af eigin óskum. Sumarleyfi í Þórsmörk Enginn ætti að láta sumarfrí í Þórsmörk framhjá sér fara. Skagfjörðsskáli er miðsvæðis í Þórsmörk með spennandi gönguleiðum til ailra átta. Gistiaðstaðan þar er ein sú besta í óbyggðum. Ferðir á föstudagskvöldum, sunnudags- og mið-, vikudagsmorgnum. Ódýrasta sumarleyfi sem býðst. - FERÐA- ÞJÓNUSTA BÆNDA Hvað er það sem kemur upp í huga þinn þegar þú heyrir Ferðaþjónustu bænda nefnda? Sérðu þá kannski fyrir þér eingöngu gistingu inni á sveita- heimilum? Ef svo er þá skaltu ekki hætta að lesa núna því að Ferða- þjónusta bænda stendur fyrir margt fleira. Fimmtudagur 5. apríl 1990 Gisting: Gisting í herbergjum, inni á sveitabæjum. Gisting í herbergjum, í sérstökum húsum. Leiga sumarbústaða. Máltíðir: Morgunverður. Hádegisveröur, kvöldverður, nestispakkar. Eldunaraðstaða. Afþreying: Hestaferðir: stuttar: 1—2ja klst.—1 dags. langar: 1—14 dagar. Veiði: Silungsveiði er í meirihluta. Þar að auki: Laxveiöi, sjóstangaveiði o.s.frv. Bátsferðir, jöklaferðir, ganga, berjatínsla . . . Feröaþjónusta á vegum bænda er í boði á u.þ.b. 120 stöð- um um allt land og eins og sést á undanfarandi upptalningu ættu flestir aö geta fundið eitthvaö við sitt hæfi. Fyrir frekari upplýsingar er bent á bækling Ferðaþjónustu bænda. Þar er aö finna upplýsingar um þá þjónustu sem boðin er á hverjum bæ. Veidiflakkarinn/Veidistangaleiga Veiöiflakkarinn er sölu og upplýsingakerfi um silungsveiöi á íslandi. Um er að ræða upplýsingabækling þar sem er að finna kort og allar helstu upplýsingar um 127 veiðisvæði um allt land. Silungsveiöi er í meirihluta, en einnig er um að ræða blandaöa silungs- og laxveiði. Næsta sumar veröur bryddað á þeirri nýbreytni að leigöar veröa veiðistangir á að minnsta kosti 15 stöðum á landinu. Oft eru þessir staðir líka í Veiðiflakkaranum og því auðvelt fyrir fólk að komast í sil- ungsveiði á ferð sinni um landið. Hestaferði,r Áhugi fyrir Hestum og hestamennsku hefur stóraukist síð- astliðin ár. Mikið úrval hestaferða er í boði á 44 stöðum á landinu. Víða er hægt að komast í stutta reiðtúra án mikils fyrirvara, en einnig er vert að hugleiða allar þær lengri ferö- ir sem i boði eru í öllum landshlutum. Sem dæmi má nefna 10 daga ferö sem farin er úr Miöfiröi, yfir Arnarvatnsheiði, í Húsafell og aðra leið til baka í Miö- fjöröinn. Annað dæmi er 6 daga ferð um Eyjafjöllin, í Þórs- mörk og Mýrdal. Leiöirnar eru mismunandi en tilfinninguna um tengsl við hrossin og náttúruna eiga þær sameiginlega. Lengri hestaferöirnar hafa aðallega útlendingar nýtt sér síöastliðin ár, en þetta er ferðamöguleiki sem íslendingar ættu tvímælalaust aö nýta sér í meira mæli. JÖKUFWIL SILUNGSVEIM OG ÆTTARMÓT Kjartan Lárusson veitir Ferðaskrifstofu ís- lands, sem áður hét Ferðaskrifstofa ríkisins, for- stöðu og varð hann fyrir svörum þegar blaða- maður PRESSUNNAR spurðist fyrir ura helstu möguleika til ferðalaga innanlands, í tengslum við starfsemi þeirrar skrifstofu. OLIEIH AR Jón Bergmann sýnir olíu- og krítarmyndir Opið alla daga 12.00-15.00 og 18.00-01.00 föstudaga og laugardaga til 03.00 MATUR, ÖL OG LIFANDI TÓNLIST Ómar og Pétur halda uppi fjörinu FRÁ FIMMTUDEGl TIL SUNNUDAGS „Þótt Ferðaskrifstofa fslands sé ungt fyrirtæki sem slíkt þá byggir hún á traustum grunni, um það bil hálftar aldar reynsiu af þjónustu við ferðamenn á ferðum þeirra um ísland. Skrifstofan annast rekstur Eddu-hótelanna og reynd- ar nokkurra annarra hótela einn- ig, þá oft í samvinnu við aðra að- ila. Við teljum okkur hafa ákveðinni þjónustuskyldu að gegna gagn- vart viöskiptavinum okkar og ger- um okkur Ijósa grein fyrir nauð- syn á nýjungum og því að betrum- bæta það sem eldra er. Skilningur okkar er sá að okkur beri að veita hinum dæmigerða íslendingi, hvort sem hann ferðast einn eða í fylgd með öðrum, aukna afþrey- ingu á þeim stöðum sem hann kýs að dvelja á hverju sinni. Þess vegna erum við í auknum mæli að bjóða upp á aðstöðu til ýmiss konar íþróttaiðkana og má þar t.d. nefna badminton, blak, golf, hesta- mennsku, silungsveiði, hjólreiðar og margt fleira. Með þessu teljum við okkur vera að mæta síaukinni þörf viðskiptavina okkar. Veðrið hér hefur líka alltaf áhrif og þó við séum ekki svo bjartsýn að telja það í okkar valdi að breyta því, þá reynum við að bregðast við því með ýmsum hætti t.d. með því að bjóða gestum okkar upp á íþróttasali þar sem slík aðstaða er fyrir hendi og er þá hægt að stunda þar ýmsar íþróttir auk þess sem fólk getur teflt, spilað og fleira og við tökum þátt í því að láta fólk- inu líða vel. Með þessu erum við að reyna að gæða Edduna meiri afþreyingarmöguleikum." Ungt fólk og gamalt „Auk þess að leggja svo mikla áherslu á aukna afþreyingar- möguleika almennra viðskipta- vina leggjum við mikið upp úr þjónustu við eldri borgara. Það má eiginlega segja að þaö séu einkum tveir hópar fólks sem enn kunna að meta þann ferða- máta að ferðast um með lang- ferðabílum, sem er þó tvimæla- laust mjög þægilegt. Þarna er ann- ars vegar um að ræða æsku lands- ins sem er þá oft og tíðum á leið á útihátíðir og annað slíkt og hins vegar eldri borgara. Eldra fólk nýtur þess í auknum mæli að ferðast í skipulögðum ferðum um sveitir landsins en í slíkum ferðum leggjum við áherslu á góða bílstjóra og leið- sögumenn. Þessar ferðir eru allt í senn; þægilegar, skemmtilegar og síðast en ekki síst stórfróðlegar. Þær hafa enda notið mikilla vin- sælda, ekki síst vegna þess að þær eru sérsniðnar að þörfum og ósk- um eldra fólks." Sértilboð á gistingu „Eins og áður komum við til með að bjóða upp á sértilboð á gistingu á Edduhótelunum og í ár verður því þannig háttað að fólk getur keypt fjórar gistinætur á sér- stöku afsláttarverði, hvort sem er á sama hóteiinu eða ferðast milli fjögurra hótela. Þetta tilboð mun gilda í júnímánuði og í lok ágúst og verðinu verður stillt í hóf.“ 17 Eddnr nm allt land „Það er allt útlit fyrir að Eddu-hótelin verði 17 tajsins í ár, vítt og breitt um landið. Öll verða þau með sama verð á gistingu og svipaða þjónustu, þó auðvitað sé hún svolítið mismunandi eins og gefur að skilja. Hvaða hótei þetta verða vil ég ekki segja til um að svo stöddu, en árlegur bæklingur okkar kemur væntanlega út í næsta mánuði og þar sést hver hótelin verða og hvað gistingin kemur til með að kosta.“ Kynnnm aðra ferða- þjónnstumögnleika „í ár mun Ferðaskrifstofa ís- lands beita sér í auknum mæli fyr- ir kynningu á ýmiss konar ferða- þjónustu sem tengist þjónustu okkar, án þess þó að vera á okkar vegum. Þar á ég til dæmis viö ferjuferðir, jöklaferðir, ýmsar stuttar flugferðir, nýja möguleika hvað varðar fjölskyIduveiöi, þ.e. fjölskyldan sameinast um veiði- íþróttina, við kynnum hugsanlega ævintýraferðir niður stórár lands- ins á þar til gerðum prömmum, bátsferöir allskonar, t.d. inn í helli í Vestmannaeyjum og fleiri ferðir kringum eyjarnar, gönguferðir t.d. á Hornstrandir eru á stefnu- skránni, sjósleðaferðir (Jet-ski), seglbretti og sjóstangaveiði, svo eitthvað sé nefnt." Reynsla af ættarmótnm „Á undanförnum árum hefur það færst mjög í vöxt að fólk hópi sig saman og haidi ættarmót hér og þar um landið og hefur þá gjarnan verið dvalið á Eddu-hótel- um. Þess vegna höfum við nú öðl- ast talsverða reynslu í þjónustu við það fólk sem slík mót heldur og munum í sumar halda áfram að veita þessum hópum sérstaka að- stoð. Starfsfólk okkar hefur veru- lega reynslu af slíkri þjónustu og þá um leið reynslu af hinum ýmsu ættum þessa lands!" _ Finnst þér áhugi íslendinga á eigin landi vera að aukast? „Á þeim 15—20 árum sem ég hef verið viðloðandi þetta starf hefur mér fundist áhuginn vera að aukast jafnt og þétt, þó kannski sérstaklega undanfarin 5 ár. Það hafa líka ýmsar breytingar orðið á

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.