Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 6

Pressan - 05.04.1990, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 5. apríl 1990 Útgerðarævintýrí NDRA Alasnastrendur: r' f II -i/ i 1 rl Á leiðinni frá Hull bilaði gyro-kompás skipsins. Til að stýrimaður þyrfti ekki að standa alla átta tíma vaktina var gripið til þess ráðs að strengja spotta i rafmagnsstýrið — og skipinu þá stýrt eins og kassabíl! Skipverjar horfa döprum augum á net skipsins. í allri ferðinni tókst að hífa um borð til vinnslu um 20 tonn af þorski og um 18 tonn af sandkola, í fjórum „holum". Sama hvað á dundi kvörtuðu Pólverjarnir ekki. Hér vinna nokkrir þeirra úr því litla magni af sandkola sem með erfiöismunum tókst að bjarga um borð. Þrátt fyrir ýmiss konar óáran gerðu menn sér glaðan dag yfir jólin. töfum þegar til Alaska var komið, enda þurfti að senda eftir varahlut- um til Hollands! í Hull höfðu vél- stjórar skipsins ítrekað við Globe að frystipressurnar yrðu prufukeyrðar, en það var aldrei gert. Þá var ekki búið að taka út vatns- eimingartækið um borð. Úti reynd- ist það meira og minna í ólagi og því fullnægði það langt í frá þörf þeirra 40 manna sem voru um borð. Vatns- ekla var meira og minna allan tím- ann, enda fékkst aðeins ódrykkjar- hæft vatn um borð. Engin kynding í frosti í þrjór vikur Um leið var miðstöðvarketill skipsins í ólagi, með þeim afleiðing- um að um margra daga skeið, tæpar þrjár vikur, var skipið óupphitað við Alaska í 0—10 stiga frosti. Menn sváfu í öllum fötum og gátu ekki far- ið í bað meðan þetta ástand varði. Úrgangsstútur frá vinnslusal var síðan aðeins 30—40 sentimetra frá sjóinntaki fyrir sjókælingu aðalvél- ar og flæddi þar á milli með þeim af- leiðingum að drepa þurfti á aðalvél og taka þennan kælibúnað upp og hreinsa, sem tók langan tíma og olli í eitt skiptið tólf tíma stoppi. Globe Engineering, samningsbundið verk- takafyrirtæki á Englandi, átti að sjá um búnað þennan fyrir ferðina, en það var heldur aldrei gert. Frum- gallinn var þó fyrst og fremst hönn- unin. Þeir áhafnarmenn sem lögðu af stað gerðu það í góðri trú, án þess að hafa gengið frá launasamningum varðandi sjálfa vinnsluna er út kom, en samið hafði verið um kaup í sigl- ingunni út. Það var ekki fyrr en til Seattle var komið að gengið var frá samningum um vinnslulaun. Samn- ingar þessir reyndust afar erfiðir, því útgerðin var ekki til í að semja um vinnslulaun sem skipverjar töldu að lofað hefði verið eða fyllilega gefin í skyn. Samningar náðust, sem eng- inn skipverjanna var ánægður með. Mislukkuð kolavinnsla í Beringshafi I desember og janúar komu engar peningagreiðslur til skipverjanna. Launin voru lögð inn á reikninga hér heima, en hluta þeirra skyldu skipverjar fá fyrir vestan, enda var þeim sagt fyrir ferðina að skipstjór- inn myndi sjá um málin ef skipverja vantaði vasapeninga. í einn og hálf- an mánuð fengu þeir sem gátu pen- ingasendingar að heiman frá að- standendum — Pólverjarnir fengu ekkert og urðu að hanga aðgerða- lausir um borð. Einn viðmælandi okkar sagði að þegar vitleysan stóð sem hæst hefðu margir hugsað sér að fara heim, en menn höfðu ekki efni á því. Einn skipverja, annar af fiskvinnslustjórunum, gat þó komið því við og fór heim. Einnig var eftir- litsmaður frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna kallaður heim í byrj- un febrúar. Um sex vikna skeið var skipið fyr- ir utan höfnina í Dutch Harbour, á svokölluðum „krók", og máttu skip- verjar þola vatnsleysi í tíma og ótíma, þannig að gera þurfti sérstak- ar og tímafrekar ráðstafanir. Um leið urðu menn að sætta sig við hita- leysi vegna bilaðrar miðstöðvar í 2—3 vikur í frosti. Um 20. febrúar fékkst í gegn leyfi til sandkolavinnslu í Beringshafi, eftir sex vikna legu í Dutch Harbour. Einhver bragarbót hafði verið gerð á spilinu, en þegar til kom fékk skip- ið ekki afla frá hinum samnings- bundna aðila, heldur fékk eitt ein- asta hol, nánast fyrir misskilning, frá óskyldum aðila. Þetta var átján tonna hol, sem rétt náðist að hífa upp rennuna á þrjátíu mínútum, en hefði undir venjulegum kringum- stæðum átt að taka um tvær mínút- ur. Niðurstaðan eftir sex daga var þetta einasta hol. Um skeið í þessari ferð rak skipið stjórnlaust vegna vél- arbilunar, samtals þrisvar og alls í 15—20 klukkutíma. Einnig urðu skipverjar vatnslausir í tvo af þess- um sólarhringum, þeir gátu ekki drukkið, þvegið upp, baðað sig eða notað salerni — urðu að fara út á dekk. Uppgjöf og uppsagnir á elleftu stundu Eftir þann túr gekk bandarískur eftirlitsaðili frá borði og kom ekki aftur. í svona veiði er slíkur eftirlits- maður í öllum skipum og má ekkert veiða án þeirra. Beðið var um skýr- ingu á brotthvarfi mannsins, en ekk- ert svar barst. Út af fyrir sig kom það ekki að sök, því engan afla var að hafa hvort sem er. Þegar eitt sinn var útlit fyrir að rofa myndi til kom eftirlitsmaður, en ekkert gerðist og fór hann aftur eftir nokkra daga. Þann 3. mars fengu skipverjar að vita, með litlum sem engum fyrir- vara, að þeir ættu að halda til Vancouver. Skipverjar voru beðnir að gera skipið sjóklárt og var það gert á sunnudegi, 4. mars. Þegar halda átti af stað daginn eftir reynd- ust tveir skipverjanna vera undir áhrifum áfengis og voru þeir reknir daginn eftir. Því er borið við af skip- stjórnarmönnum að þeir hafi báðir fengið ítrekaðar viðvaranir áður. Þessir skipverjar segja hins vegar að allt hafi verið klárt nema að hífa upp akkerið og að þarna hafi skipstjórn- armenn einungis verið að hugsa um að spara útgerðinni peninga, enda voru þeir þegar í stað teknir af launaskrá, sem sparaði útgerðinni laun þeirra í tíu daga og svo flugfar- ið heim með tilheyrandi dagpening- um. Þetta hafi verið óréttmæt, óþörf og hörð ákvörðun við lok þessarar dæmalausu útgerðar. „Elfri ekki ólar við slefburð" Mannahald og ráðningar voru að öðru leyti í mjög lausu lofti í þessari ævintýraferð. A þessum tiltölulega stutta tíma voru t.d. á skipinu alls þrír skipstjórar, en útgerðin sá sig knúna til að víkja tveimur til hliðar. Og nú hefur norskur banki sem kunnugt er leyst skipið til sín og það er komið í hendur færeysks útgerð- arfyrirtækis. Forráðamenn Andra hf. íhuga nú viðbrögð sín og hefur komið til tals hvort íslenska ríkið sé ekki að einhverju leyti skaðabóta- skylt. Andra-menn vildu lítið sem ekk- ert tjá sig um þau atriði sem hér hafa verið tíunduð. Ragnar S. Halldórs- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, vísaði málinu alfarið til Haralds Haraldssonar stjórnarformanns. Haraldur sagði að fyrir ferðina hefði skipið verið í mikilli viðgerð og al- vanalegt að bilanir kæmu í Ijós eftir slíkar viðgerðir. „Við fengum ekki tækifæri til að yfirvinna allt áður en lagt var af stað. Það sem kom í Ijós var mismunandi alvarlegt en al- vanalegt. Ég ætla ekki að elta ólar við þennan slefburð," sagði Harald- ur. Vatnseimingartæki skipsins reyndist í ólagi með tilheyrandi vatns- skorti, nema menn vildu drekka guibrúnt vatnið. Um leið bilaði kynd- ingin og í þrjár vikur urðu menn að sofa í öilum fötum, því úti var 0—10 stiga frost.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.